Leita í fréttum mbl.is

Kaldari en kuldinn í Síberíu

Mikið held ég væri gott ráð, að senda samtryggingarpólitíkusana á Íslandi, sem hvað mest hafa glamrað og vælt yfir dómarastöðu sonar Davíðs síðustu vikur, til Síberíu í kælingu. Það væri áreiðanlega hollt fyrir viðkomandi persónur og heilsusamlegt með afbrigðum að eyða nokkrum vikum í kælunni og kyrrðinni þar eystra til að hugsa sinn gang, ef þær á annað borð geta hugsað á sjálfstæðan hátt.

Ég hef í fávísi minni freistast til að leggja uppá síðkastið eyrun að málflutningi samtryggingargemlinga allra flokka í hinu ómerkilega dómaraskipunarmáli, án þess að hafa nokkru sinni heyrt neinn þeirra komast alla leið að kjarna málsins. Sá allraversti í þessari umræðu er samt Árni nokkur Matt, sem varið hefur sinn vonlausa málstað á þann hátt sem heimskir menn eru gjarnir á að gera. Ef Árni þessi hefði einhvern urmul af ærlegri taug í brjóstinu og vott af beini í nefinu hefði hann frá upphafi átt að rökstyðja val sitt á dómara fyrir norðlendinga með því að segja satt, það er að hann hafi valið úr hópi umsækjenda mann sem er af húsi og kynþætti Davíðs og ennfremur að aldrei hafi annað staðið til. Ónei, í staðinn fyrir að ganga veg sannleikans lætur fyrrum settur dómsmálaráðherra sér ekki muna um að kóróna starf sitt og verja gjörðir sínar með því að ráðast á matsnefnd sem hafði það hlutverk að meta hæfi umsækjenda og sakar það fólk, sem nefndina skipar, á ósvífin hátt um að misskilja hlutverk sitt eða skilja það jafnvel allsekki. Og mikið á Sjálfstæðisflokkurinn bágt ef hann á ekkert skárra uppá að bjóða í ráðherrastól en Árna þennan Matthísen, þó svo hann sé kaldari en kuldinn í Síberíu um hávetur.  


mbl.is Spáð 55 stiga frosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þú ert svo mikið krútt, að það er algjört met.

Frábær pistill, vildi óska að hægt væri að senda þessa preláta  til Siberíu og geyma þá þar til vors.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 16.1.2008 kl. 21:38

2 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Mig grunar að við séum ekki ein að hugsa þetta svona,vona ég ,mér leið eins og asni þegar ég hlustaði á þennan mann í kastljósinu,og skammaðist mín fyrir hönd þjóðarinnar

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband