Leita í fréttum mbl.is

Samfylking sparki Íhaldinu úr ríkisstjórn

Mikið eru nú Reykvíkingar heppnir með bæjafulltrúa hjá sér. Ekki er annað að sjá en það séu allnokkuð fleiri í þeim fríða hópi en Björn Ingi sem ganga dags daglega um með hnífasett þess albúnir að reka hvuta sína á kaf í bakið á næsta kollega. Það væri mikið gustukarverk að afvopna þessa skæruliða og eiginhagsmunaseggi með því að efna til borgarstjórnarkosninga nú þegar. Ef einhver döngun og dirfska væri í Samfylkingunni ætti hún skilyrðislaust leita hefnda fyrir Dag og hans fólk með því að fleygja Sjálfstæðisflokknum eins og sullaveikum hundi út úr ríkisstjórn og mynda nýjan meirihluta á Alþingi með VG og Framsóknarflokki.


mbl.is Nýr meirihluti í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Óskarsson

Fyrir það fyrsta þá er einfaldlega ekki hægt að boða til borgarstjórnarkosninga núna. Og í öðru lagi, hefði þá ekki Sjálfstæðisflokkurinn átt að 'fleygja' Samfó útúr ríkisstjórn og mynda meirihluta með öðrum á sínum tíma? Þetta er afar einfeldninslegur hugsanagangur. Bæði Geir og ISG lýstu því yfir að sitthvort væri sveitastjórnamál og landspólitík.

Egill Óskarsson, 21.1.2008 kl. 18:45

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það vill víst þannig til, Egill, að ýmislegt hefur verið til umræðu á bak við tjöldin, þar með talið að skutla Sjálfstæðisflokknum inn frysti og geyma hann þar. 

Jóhannes Ragnarsson, 21.1.2008 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband