Leita í fréttum mbl.is

16 þúsund dauðyfli og vandræðaskáld á Strútstúni

feiturÞað er hreint unaðslegt, að 16.000 manns hafi komið saman á Strútstúni í Kópavogi í dag til þess að láta bæjarstjórann hrauna yfir sig. Ef þetta er rétt, sem ég vona svo sannarlega ekki, er óhætt að segja að 16 þúsundir Kópavogsbúa kunni ekki að sjá sóma sinn, en séu þess í stað albúnir að hlaupa útá Strútstún til að kyssa vöndinn í hvert skipti sem bæjarstjórinn sveiflar svipunni. Ef kjósendur í Kópavogi eru almennt jafn mikil dauðyfli og vandræðaskáld og þessi 16 þúsund á Strútstúni, fær ekkert bjargað þeim frá að sitja uppi með bæjarstjórann Gunnar I. Birgisson til eilífðarnóns. En það er svo sem gott á þá, fyrst svona er í pottinn búið.  
mbl.is 16 þúsund manns á Rútstúni í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Óli Valsson

Ég fór með mína familíu á Rútstún og verð að viðurkenna að ég skildi ekki orð af því sem Gunnar Ingi sagði.

Það er spurning hvort bæjarstjórinn hafi látið fjölmiðla hafa prentað eintak af ræðu sinni en fólk almennt var ekki að safnast saman til að hlusta á hann heldur til að njóta veðurblíðunnar, skemmtiatriðanna og leiktækjanna.

Vilhjálmur Óli Valsson, 17.6.2008 kl. 23:36

2 Smámynd: Gervigreindur

Þetta hraun þitt yfir Kópavogsbúa ætti kanski hugsanlega smá rétt á sér ef þú kæmir ekki frá aðal krummaskurði landsins, Ólafsvík.

Gervigreindur, 18.6.2008 kl. 01:11

3 Smámynd: Ester Júlía

úps!  En gleðilegan þjóðhátíðardag samt sem áður ..betra seint en aldrei .

Ester Júlía, 18.6.2008 kl. 06:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband