Leita í fréttum mbl.is

Leitaði í 62 ár að stolnum hrúti

kú2Það eru mikil og dulafull býsn, að hinir nákvæmu Þjóðverjar skuli ekki hafa gengið úr skugga um, fyrst af öllur, hvort hesturinn sem þeir keyptu væri ekki stolinn. En eins og menn vita, heyrir stolinn hestur öðrum til. Lánið í öllu óláninu er samt, að Sæunn Oddsdóttir skuli hafa fundið truntu sína eftir þrjú ár en ekki þrjúhundruð ár. Ég þekkti mann sem eyddi 62 árum í að leita að verðlaunahrúti sem var stolið af þessum manni þegar hann var tvítugur. Og það kom heldur ekki til af góðu að karlinn hætti leitinni, en það kom til af því að hann andaðist, þá staddur uppi á reginfjöllum. Ég læt svo lesendum eftir að geta sér til hvað gamli maðurinn var að vilja svo hátt yfir sjávarmáli þegar kallið kom.
mbl.is Týndur hestur fannst í Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband