Leita í fréttum mbl.is

Líkræða séra Gjeirs yfir frjálshyggjunni

Hún var falleg líkræðan sem séra Gjeir Haaarde flutti á öldum ljósvakans áðan. Þó var sá galli á ræðunni, að ekki var beinlínis hægt að henda reiður á af hverjum líkið er, sem séra Gjeir var að jarðsyngja; hann sýndi nefnilega ekki ofan í kistuna. Þó má vel geta sér til um líkræðan hafi verið ætluð nýfjálshyggjunni sem riðið hefur húsum á Íslandi um árabil eins og hortugur draugur. Svo getur líka veið að Gjeir hafi fyrst og fremst verið að kistuleggja einhverja bankaskratta sem búnir eru að liggja heiladauðir um hríð.

Á næstu mínútum mun séra Gjeir opna kistuna og leyfa aðstandendum að líta hræið sem í henni liggur, vonandi í hinsta sinn.


mbl.is Neyðarlög sett í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

AMEN!!!!!!!!!!!!!

Himmalingur, 6.10.2008 kl. 17:20

2 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

Sama af hverjum eða hverju líkið er. Íslensk alþýða greiðir fyrir kistulagninguna, jarðarförina og líka veglega erfidrykkju fyrir nokkra útvalda, án þess að vera boðið upp á svo mikið sem molakaffi.

Hansína Hafsteinsdóttir, 6.10.2008 kl. 20:43

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Íslensk alþýða ER líkið. Sérstaklega þeir sem minnst mega sín og eru með rífleg húsnæðislán.

Ólafur Þórðarson, 7.10.2008 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband