Leita í fréttum mbl.is

Jarðvegur raunverulegarar þjóðfélagsbyltingar að skapast

cap2Fyrst fjöldi fólks hefur safnast saman til mótmælasamkomu á Austurvelli, þá verður maður að vona að múgurinn stígi skrefið til fulls, sameini kraftana og hreinsi út bæði í Stjórnarráðinu og Seðlabankanum. Það er í hæsta máta ósmekklegt, og raunar ólíðandi, að rumpulýðurinn sem vaðið hefur fram og aftur um þjóðfélagið ljúgandi og rænandi, sitji áfram eins og ekkert hafi í skorist. 

Það gengur enginn að því gruflandi, að Ísland stefnir hraðbyri inn í byltingarástand; jarðvegur fyrir þjóðfélagsbyltingu er að skapast, um það verður ekki deilt. Þetta vita Davíð Oddsson, Gjeir Haaarde og peningageðsjúklingar frjáslhyggjunar. Þessu liði á ekki að fyrirgefa afglöp þeirra og axarsköft. Þessu liði á heldur ekki að haldast uppi með orðagjálfur eins og nú verði allir að standa saman, allir séu á sama skipi. Það sem þessi gerpi eru að fara framá er einfaldlega að fólk, alþýðan í landinu, standi með þeim, brennuvörgunum, og veiti þeim framhaldslíf við kjötkatlana.

Rétt áðan var ég að lesa á jonas.is, að athafnaskáldin rómuðu, Bjöggarnir, væru flúnir úr landi. Nú veit ég svo sem ekkert um sannleiksgildi þeirra orða. En ef Bjöggarnir eru horfnir af landi brott, kanske fyrir fullt og fast, ætti brennuvargaliðið að sjá sóma sinn í því að fara að dæmi þeirra. Það mun enginn sakana þessara ólánsgemlinga.    


mbl.is Fjöldi fólks á mótmælasamkomu Bubba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég var nú á Austurvelli áðan, og eftir múgnum þar að dæma eru nokkur skref óstigin ennþá áður en byltingin verður gerð. Fólk er nógu súrt svosem, og þess er kannski ekki langt að bíða að byltingin verði að veruleika, réttlætinu fullnægt og nýtt þjóðfélag frjálsra manna taki við af því samfélagi ójöfnuðar sem við erum öll uppalin í. Það verður stór stund, þegar deiga járnið loksins bítur.

Vésteinn Valgarðsson, 8.10.2008 kl. 16:43

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

- Úrdr. úr X. kafla almennra hegningarlaga -

91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með …1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.

Við skulum vona fyrir hönd allra hlutaðeigandi að þeir muni geta borið við gáleysi þegar þar að kemur.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.10.2008 kl. 00:49

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Eitt orð: Þinghelgi.

Vésteinn Valgarðsson, 9.10.2008 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband