Leita í fréttum mbl.is

Hver er sannleikurinn um deCodebramboltið?

Don-ki-koti_151674307Með reglulegu millibili tilkynnir Kári Stefánsson, fyrir hönd Íslenskrar erfðagreiningar, um nýjustu uppgötvanir stofnunarinnar og lætur þá jafnan að því liggja brátt verði hinir og þessir kvilla, sem hrjá mannkynið, úr sögunni. Þessar tilkynningar deCode-meistarnas éta fjölmiðlar hráar án þess svo mikið sem gera tilraun til að melta þær. Ekki man ég í hve mörg ár erfðagreiningin hans Kára hefur starfað, en þau eru orðið þó nokkur. Ekki man ég heldur til þess að hið stórbrotna erfðagreiningarbrambolt hafi læknað nokkurn einasta mann, eða lyf verið brugguð á grundvelli þess. Hinsvegar var fjöldi saklausra einstaklinga gabbaðir til að kaupa hlutabréf í hinu alræmda díkódi Kára Stefánssonar með lokkandi fyrirheitum um skjófenginn ofsagróða. Reyndin varð auðvitað allt önnur: fyrr en varði sátu fórnarlömbin uppi með skjótfengið ofsatap og hlutabréf sem voru álíka verðmæt og notaður salernispappír.

Það hlýtur að fara að verða tímabært, að almenningur verði upplýstur um allan sannleikann varðandi Íslenska erfðagreiningu. Fólk á orðið kröfu á að vita hvort þarna sé um raunhæfa starfsemi að ræða eða innantómt prump, sjónhverfingar, loddaraleik.  


mbl.is ÍE varpar ljósi á krabbamein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Nákvæmlega það sem ég var að hugsa, .

hilmar jónsson, 6.2.2009 kl. 22:46

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Heldurðu að kammerat Kári sé loddari?

Ég held að hann sé fyrir löngu búinn að finna genin sem stjórna þeim sem auðvelt er að gabba.

Þau hafa háa tíðni á Íslandi.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.2.2009 kl. 23:28

3 Smámynd: Ólafur Einarsson

Sammála, þetta er nú samt svipað öðru í þessu ágæta landi. Þú færð ekki að vita hvað gerist bak við tjöldin, ekki víst að þú mundir vilja það, og öruggt að margir mundu ekki þola það.

Ólafur Einarsson, 7.2.2009 kl. 12:39

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er nú það sem að er, Villi, ég get ómögulega gert mér grein fyrir hvort Kári sé loddari eða ekki.

Jóhannes Ragnarsson, 7.2.2009 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband