Leita í fréttum mbl.is

Harmafregn - Hverjum verður næst sópað í Gúlagið?

Jæja, þá hefur þem loksins tekist að flæma þann fróma dáindismann, Baldur Guðlaugsson, úr embætti ráðuneytisstjóra í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Svona aðfarir minna nákvæmlega á ekkert annað en hreinsanir Jósefs Stalíns í Sovétríkjunum á sínum tíma. Það verður fróðlegt að vita hvar hin stalíníska ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar ber niður næst. Eitt er víst: Grandvart fólk, sem starfar hjá ríkinu og hefur hingað til ekki verið þekkt fyrir að kjósa núverandi ríkisstjórnarflokka, er farið að verða mjög uggandi um sinn hag; enginn veit hverjum verður sópað næst í Gúlagið.
mbl.is Baldur lætur af störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Jú víst er það þyngra en tárum taki að verið sé að amast við sómakærum sjálfstæðismönnum sem ekkert hafa til saka unnið annað en að skara eld að eigin köku:)

Jón Bragi Sigurðsson, 23.10.2009 kl. 20:41

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hver er munurinn á að baka vandræði, skara að eigin köku eða bara éta bæði sínar og annarra kökur.  Hann Baldur minn átti heima í næstnæsta húsi við mig og pabb'ns var hann Guðlaugur kaupmaður og sá var hinn mesti sómamaður sem gaf okkur krökkunum karamellu endrum og sinnu.

Já, það er illa farið með gott fólk.  Ég er nú stödd í Svíaríki þar sem enginn má eiga meira en annar og ekki er það eitthvað sem við viljum sjá eða hvað?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 23.10.2009 kl. 22:14

3 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ég ætla ekki að segja neitt um það hvort Baldur er sekur eða saklaus. Mér finnst það bara sjálfsagt og honum til hróss að hann víki á meðan mál hans er til rannsóknar.

Og Ingibjörg. Ég bý sjálfur í Svíaríki og mér finnst það nú vera ýkjur hjá þér að enginn megi eiga þar meir en annar. Ég er þér að segja hlynntur frjálsu hagkerfi, vel að merkja undir  reglum og eftirliti. En Sjálfstæðismenn á Íslandi klúðruðu svo algjörlega þessari stefnu að leitun er að öðru eins. Þeir átu alla kökuna, bæði sína eigin og annarra og diskinn með. Og gerðu heila þjóð að öreigum.

Jón Bragi Sigurðsson, 24.10.2009 kl. 06:12

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Jón Bragi.  Ég er vön að fara frjálslega með staðreyndir þegar ég kommenta á bloggið hjá honum Jóhannesi.  Ég ýki og dreg úr eftir því sem andinn býður mér í brjóst. 

 Er kannski ekki alveg jafn mikill kommúnisti og Jóhannes en almost.  Get líka stutt frjálst hagkerfi svo lengi sem auðlindir okkar séu ekki hafðir fyrir spilavíti.  Ég er þér algjörlega sammála varðandi Sjálfstæðisflokkinn, en finnst þú gleyma aðkomu maddömunar úr Framsókn.  SF (minn flokkur) sýndi svo fádæma andvaraleysi að það verður seint fyrirgefið.

Ég vil inn í Evrópubandalagið til að girða betur fyrir þessa einkavina, ættingja og eigingeðþótta væðingu.

Alls ekki einkavæða orkufyrirtækin, ekki fleiri álver og fara með gát að virkja allt  hér eins og enginn sé morgundagurinn.  Fara svo að höggva aðeins í útvegsmafiuna á Íslandi.

Að lokum vil ég fara að sjá tugi Íslendinga handjárnaða og Baldur einnig.  Hann hefur verið innsti koppur í búri með íhaldinu á meðan ég man og ég er orðin háöldruð.

Bestu kveðjur héðan úr rigningunni í Halmstad.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 24.10.2009 kl. 08:35

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvað er kona á þínum aldri, Ingibjörg, eiginlega að dandalast úti í Svíþjóð og komið haust? Ég skil nú bara ekki svona ráðslag.

Jóhannes Ragnarsson, 24.10.2009 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband