Leita í fréttum mbl.is

Þegar allt er flatt og fláð

Það er svo sem eftir öðru hjá peningagemsanum, Sigurjóni Sighvatssyni, að láta búa til útvatnaða auðvaldsþvælu úr danskri skáldsögu. Nú er það mála sannast, að bandarísk kvikmyndagerð er sannarlega auðvirðilegasti kafli gjörvallrar listasögu heimsins, þar sem öllu er nauðgað sem hægt er að nauðga og nálægt þeim bransa kemur enginn með ærlega sómatilfinningu.

Hinar svokölluð ,,stjörnur" sem sagðar eru prýða væntanlega lágkúru Sigurjóns, eru, eftir því sem næst verður komið, í besta falli gerilsneyddir rassvasaleikarar, sem íslenskir áhugaleikhópar gætu með engu móti notað.

Skáldið Þórarinn Eldjárn gerði bandarískri kvikmyndahugsjón eftirminnileg skil í ljóðabók sinni ,,Disneyrímur" sem út kom árið 1978. Í þriðju rímu verksins er að finna eftirfarandi lýsingu á amríska kvikmyndadraumnum:

Beint í smiðju bræðra Grimm

beina iðjuhöldar för.

Vinna hryðjuverkin dimm,

Walt í miðju, spenntur, ör,

 

úr sér hreytir: ,,Hananú,

hörðu beitum skræðurnar."

Mjallhvít heitir saga sú

sem í leitir kemur þar.

 

Ævintýrið teygja þeir,

túlka og skýra á disneyhátt.

Kjarnann rýra meir og meir,

mölva gíra, rjúfa sátt.

 

Þegar allt er flatt og fláð

filmar Valtýr rústina.

Breytir salti í sykurbráð,

setur kalt á glóðina.


mbl.is Stjörnur í mynd Sigurjóns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband