Leita í fréttum mbl.is

Lá í öngviti í spýju sinni

full1Ef einhver heldur, að Þorláksmessan hafi verið róleg og friðsöm hjá öllum er það hinn mesti misskilningur. Á heimili sæmdarhjónanna, frú Ingveldar og Kolbeins Kolbeinssonar, sem eru mikil jólabörn, gerðust veður válynd strax fyrir hádegi á degi heilags Þorláks, en þá settust hjónin að drykkju til að deyfa bragðkyrtlana svo þau hefðu lyst á að éta skötuna í skötuveislunni, sem þeim hafði verið boðið í á veitingastaðnum Gula Fressið við Laugaveg. Á Gula Fressinu lentu þau í slagtogi við tvenn hjón, sem eru hagvön í Sjálfstæðisflokknum. Að skötuáti loknu buðu frú Ingveldur og Kolbeinn þessum hjónum heim með sér til að halda gleðskapnum áfram. Því miður varð samkvæmið helst til stutt í annan endann því það leystist uppí slagsmál eftir að Kolbeinn hafði læst sig inni á baðherbergi með annarri konunni, sem þau frú Ingveldur höfðu boðið heim með sér. Þegar frú Ingveldur og eiginmaður konunnar uppgötvuðu, að eitthvað væri farið úrskeiðis, brutust þau eins og hamslaus ljón inná salernið og komum þar að Kolbeini og konunni í vægast sagt óviðeigandi stellingum og frámunalega fáklæddu ástandi.

Þegar síðast fréttist, en það um klukkan tíu í gærkvöldi, lá Kolbeinn Kolbeinsson, nakin á neðri hluta líkamans, í öngviti á stofugólfinu, með glóðaraugu og sprungnar varir, umvafinn spýju sinni, sem saman stóð af kæstri skötu, hamsatólg, bjór og svartadauða. En frú Ingveldur var á bak og burt með gestum sínum.

  


mbl.is Róleg Þorláksmessunótt í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Svakalega er myndin góð.

Er hún fengin að láni úr fjölskyldualbúmi siðprúða tónskáldsins GJH ?

Ég kannast eitthvað við vangasvipinn á dömunni þarna ?

Níels A. Ársælsson., 24.12.2009 kl. 09:52

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Fjölskyldualbúm GJH er svo merk heimild um lífið í landinu, að það ætti að vera á Þjóðminjasafninu til sýnis fyrir alla landsmenn.

Nú, daman á myndinni, er einmitt sú hin sama og fór með Kolbeini á klósettið í gær.

Jóhannes Ragnarsson, 24.12.2009 kl. 10:07

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Hef grun að hún sé innan ákveðinar ættar !

Níels A. Ársælsson., 24.12.2009 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband