Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Félagi Össur kalinn á hjarta.

Skömmu fyrir kosningar fór ég á fund Samfylkarinnar sem hafldinn var í heimabæ mínum. Þar var og mættur félagi Össur Skarphéðinsson og fór mikinn, var m.a.s. svolítið vinstrisinnaður það kvöld. Þarna lýsti félagi Össur því yfir, eins og ekkert væri, að eftir að hafa tekið þátt í ríkisstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks (1991-1995) væri hann kalinn á hjarta. Ekki var annað að skilja á félaganum að aldrei kæmi til greina af hans hálfu að fara í ÍhaldsKratastjórn aftur.

En nú er öldin önnur.

Nú má ljóst vera að félagi Össur er búinn að ná sér í hjartanu, allt kal í þeim vöðva á bak og burt. Mikið er nú gaman að verða vitni að svona undraskjótum bata þegar um svo erfiðan og krónískan sjúkdóm er að ræða.  


mbl.is Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylking óheiðarlegra tækifærissinna.

Það fer ekki á milli mála að Samfylkingin er mjög óheiðarlegur stjórnmálaflokkur sem á það eitt skilið að kafna í sinni eigin skítalykt.

Annars er gleðilegt að sjá að Össur karlinn er ekki lengur ,,kalinn á hjarta" eftir síðasta ríkisstjórnarævintýri sitt með Sjálfstæðisflokknum og kominn í ríkisstjórnarviðræður með svilkonu sinni eins og ekkert sé. 


mbl.is Segjast komin nær stjórnarmyndun og að góður andi sé í viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Samfylkingin hluti af Baugveldinu þegar altt kemur til alls?

 Nú reynir á heiðarleika samfylkingarforustunnar. Ætlar hún að svíkja kjósendur sína með köldu blóði eða mynda vinstristjórn með VG og Framsókn? Eða er Samfylkingin einfaldlega hluti af Baugsveldinu sem hlýðir því orðalaust sem húsbóndinn skipar henni að gera, í þessu tilfelli að mynda hreinræktaða auðvaldsstjórn með Íhaldinu?
mbl.is Jón Sigurðsson: Framsóknarmenn geta hugsað sér að Ingibjörg leiði viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Wolfowitz aðstoðarmaður íhaldsgellunnar?

Jæja, þá er vinur okkar Wolfowitz á lausu. Nú ætti Ingibjörg Sólrún íhaldsgella að hafa snör handtök og ráða karlinn sem aðstaðarmann sinn þegar hún fer að stjórna með hugsjónasystkynum sínum í Sjálfstæðisflokknum. Það held ég verði nú geðslegur jafningur!
mbl.is Wolfowitz segir af sér embætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstripólitík á Íslandi í klessu.

Það hefur verið einkar fróðlegt, svo ekki sé fastar að orði kveðið, að fylgjast með hinum svokölluðu ,,vinstriflokkum" frá því úrslit lágu fyrir í alþingiskosningunum sunnudagsmorguninn 13. maí síðastliðinn. Að fá að horfa upp á Samfylkinguna og VG, eins og lóða hunda, nudda sér af áfergju utan í íhaldstíkina, er eiginlega óborganlegt, þó vissulega megi óska sér einhverrar geðfelldari sýningar. Og hæstum hæðum náði lóðaríið þegar íhaldstíkin opnaði náðarsamlegast helgidóm sinn fyrir Samfylkingunni á Uppstigningardag og leyfði henni þar með, að vígja mótvægi sitt gegn Sjálfstæðisflokknum.

Í framhaldi af lauslætisframferði Samfylkingar og VG gagnvart Sjálfstæðisflokknum, kemst maður ekki hjá því að spyrja: Hver andskotinn er eiginlega að á vinstri vængnum á Íslandi? Getur það verið, að eftir öll rassaköstin síðastliðin 10 ár, sitji þjóðin uppi með þríeinan Framsóknarflokk (Framsókn, Samfylkingu og VG) sem á sér ekkert háleitara markmið en að komast í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum, fulltrúa auðvalds, yfirgangs og græðgi? Til hvers í ósköpunum er verið að gera þessa meintu ,,félagshyggjuflokka" út?

Ég hef frá upphafi haft fremur litla trú á Samfylkingunni, eiginlega séð fátt í henni annað en daður við hægripólitík og stjórnlausa tækifærismennsku. Þrátt fyrir það, var ég samt að vona, að Samfylkingin myndi neita sér um að nota fyrsta mögulegt tækifæri til að komast uppí hjá Sjálfstæðisflokknum. En eftir atburði gærdagsins stöndum við frammi fyrir þeirri staðreynd að Samfylkingin er algjörlega karakterlaus flokkur sem tæpast á tilverurétt, a.m.k. ekki þegar vinstripólitík er annarsvegar. Og hvað segja almennir kjósendur Samfylkingarinnar, sem kusu flokkinn í góðri trú um að hann væri raunverulegt mótvægi við Íhaldið? Það kæmi mér ekki á óvart, þó mörgum þeirra finnist að þeir hafi verið hafðir að fíflum.

Og hvernig er með ,,hinn vinstriflokkinn"? Þaðan berast nú þær fregnir einar að þar sé allt uppíloft af sorg yfir því að hafa orðið undir í samkeppninni við Samfylkinguna um ástir Íhaldsins, fyrir nú utan að VG bætti mun minna fylgi við sig í kosningunum en vonir stóðu til. Svona er nú vinstri róttækninni varið á þeim bæ.  Það er alveg ljóst, að það þarf að hreinsa verulega til í VG ef að sá flokkur vill á annað borð vera tekinn alvarlega sem róttækur vinstriflokkur. Ég hef í nokkur ár gert mér grein fyrir að VG er klofinn flokkur eftir endilöngu. Annarsvegar eru það vinstrisinnarnir, sósíalistarnir sem vilja flokkurinn sé í grunninn byggður á stéttarbaráttu og sæki styrk sinn og tilverurétt til alþýðunnar í landinu, verkalýðsstéttarinnar. Hinsvegar er það Græna Kvenfélagið sem saman stendur af gömlu, ljótu flokkseigendaklíkunni úr Alþýðubandalaginu, menntaliði sem aldrei hefur komist út fyrir bómullarumhverfi háskólalóðarinnar, öfgafullum stóriðjuandstæðingum og kengrugluðum, háværum femínistakór. Það þarf ekki að taka fram að Græna Kvenfélagið ræður lögum og lofum í VG og gerir það að verkum að þar er engin ,,Vinstrihreyfing" á ferð. Þó að þingflokkur VG hafi stækkað um fjóra fulltrúa í kosningunum hefur hann ekki fríkkað að sama skapi og engin ástæða til að búast við nokkru gáfulegu úr þeirri átt, nema ef til vill bröndurum Jóns Bjarnasonar sem kæta hið pólitíkurlausa hjarta Katrínar Jakobsdóttur svo mjög.

Við þær aðstæður sem nú eru uppi, er nauðsynlegt að sósíalistarnir í VG og Samfylkingunni, sem og þeir sósíalistar sem standa utan þessara flokka, setjist niður sem fyrst til að meta stöðuna og ráða ráðum sínum. Það gengur ekki að láta eitthvert sjónhverfingalið og tækifærissinna vaða aftur á bak og áfram í nafni vinstristefnu sem engin innistæða er fyrir. Þennan ósóma ber okkur sósíalistum að stöðva og það er vel hægt ef vilji er fyrir hendi. Góðir félagar, oft var þörf en nú er nauðsyn.   


Miðvígstöðvapróblem og standpínuverkfæri.

Ég geri ráð fyrir, að í þessu tilfelli hafi drenghænsnið verið að sendast fyrir pabba sinn eða afa, en hafi brostið kjark mæta afgreiðslufólkinu augliti til auglitis og haft því þennan háttinn á. Það er meir en skiljanlegt að átján ára karlmenni vilji ekki láta nokkurn mann sjá að hann sé að kaupa standpínuverkfæri því þar með er hann nánast að opinbera að hann sé fáránlegur gallagripur þegar kemur að hraustlegum bólförum.

Ef það hinsvegar raunin að drengurinn sé af einhverjum ástæðum fatlaður á miðvígstöðvunum, er það náttúrlega átakanleg staða fyrir mann á hans aldri. Það getur hver séð sjálfan sig í þeim sporum. En það góða við þetta, það er segja ef höfuðpersónan í málinu á við neðanbeltisvandamál að etja, er að það er hugur í pilti þrátt fyrir allt, annars hefði hann ekki tekið áhættuna sem því fylgdi að brjótast inn til að nálgst áhaldið sem hann girntist .

Svo maður ræði nú málefni sem þetta á víðari grundvelli, þá hefi ég sannspurt að svokallaður stinningarvandi herji einna helst á útlifaða ellibelgi og of drukkna menn, og má segja að af slíku séu til allmargar ömulegar frásagnir. Hver man t.d. ekki gamla skrögginn sem lét sig hafa að lokka digran kvenmann í fullu fjöri upp í til sín, en brást svo bogalistin þegar á hólminn var komið og allt fór í handaskolum og eina niðurstaðan var svívirðingaflóð sem kvenmaðurinn hellti yfrum kallskrögginn. Það sér hver maður, að hefði sá gamli átt í fórum sínum standpínuhvetjandi verkfæri, hefði hann áreiðanleg ekki kallað yfir sig reiði pilsvargsins og fautaskap.   


mbl.is Ásælist hjálpartæki ástarlífsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íhaldið, kostnaðarvitundin og Samfylkingin.

Við skulum vona að höfuðmissir risans hafi forspárlegt gildi og boði gott. Máske missa fleiri risar höfuðið hérlendis næsta sólarhringinn, eins og t.d. ríkisstjórnarflagðið okkar. Það yrði þá risaandlát en ekki risaskaði. Nú er bara að vona, að í staðinn fyrir FramsóknarÍhaldsstjórnina fáum við ekki SamfylkingarÍhaldsstjórn því þessháttar stjórn væri meir en líkleg að leggja góða áherslu á að efla kostnaðarvitund landsmanna, ekki síst kostnaðarvitund sjúklinga, öryrkja, gamalmenna, skólabarna og svo framvegis. Mér er enn í fersku minni þegar samfylkingarmaðurinn Sighvatur Björgvinsson var heilbrigðisráðherra. Þeim góða ,,sósíaldémókrat" var mjög í mun að efla kostnaðarvitund sjúklinga og fylgdi þeirri hugsjón eftir með því að skella ,,komugjöldum" á sjúklinga og stórhækka verð á lyfjum til þeirra sem gerðust svo ósvífnir að verða veikir eða missa jafnvel heilsuna. Fyrir mína parta hafna ég þessháttar ,,jafnaðarstjórn".
mbl.is Risinn missti höfuðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið öfluga mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn!!!

Á sínum tíma var því haldi fram að eitt af helstu markmiðunum með stofnun Samfylkingarinnar væri að skapa öflugt mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Nú virðist svo komið, að mótvægið er ekki öflugra en svo, að vel virðist koma til greina af hálfu Samfylkingarinnar að stofna til ríkisstjórnar með þessum sama Sjálfstæðisflokki. Öðruvísi er ekki hægt að skilja kurteisislegt vinarþelið á milli Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Haarde sem við urðum vitni að í sjónvarpinu í kvöld. Ef að slíkri stjórn verður skulu menn ekki ganga að því gruflandi að þessháttar fyrirbæri verður fráleitt skárra en FramsókanarÍhaldið sem við höfum orðið að þola síðastliðin tólf ár.

Það er því full ástæða fyrir fólk að fara vel að ráði sínu í kjörklefanum á morgun.  

 


mbl.is Steingrímur: forsætisráðherra hreytir ónotum í kjósendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarmaddaman að verða gjörgæsludeildarhæf.

Það duldist engum sem sá Jón framsóknarformann í sjónvarpinu í kvöld, að heilsufar maddömunar er, vægast sagt, bágborið og farið að hylla undir að hún sé gjörgæsludeildarhæf. Þó held ég að hin níræða Framsóknarmaddama andist því miður ekki á morgun, eins og vonir stóðu til, en ósköp held ég hún verði lítt fiðruð og stéllaus að morgni næsta sunnudags.  
mbl.is Fylgi Framsóknarflokks dalar á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauðarokkhljómsveitin Írak.

Ég sé fyrir mér að Toni Blair og Georg Bush muni taka sig bráðlega saman í andlitinu og stofni hljómsveit. Líklegt má telja að þeir félagar nefni hljómsveit sína Írak og leggi höfuðáherslu á að leika dauðarokk. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum mun hljómsveitin Írak koma fram á setningarhátíð næsta landsfundar Sjálfstæðisflokksins. 
mbl.is Blair í hljómsveit eða fótboltann?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband