Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
28.5.2007 | 17:58
Þér að segja.
,,Nú þurstu Danir út um kráardyr ekki færri en þrjátíu saman og sóttu allir að mér. En svo fór á skammri stundu að sex lágu fallnir. Hörfuðu hinir þá yfir götuna og fluttu með sér særða menn í öngviti. Stóð ég þá einn fyrir kráardyrum, en hinir andspænis mér og horfðumst við á yfir breiða götuna.
Þá er það að Danir senda fram gegn mér einn heljarmikinn mann. Ekki hefur hann verið minna en 195 sentímetrar á hæð og digur að sama skapi. Vel búinn maður með manséttur.
Daninn gengur nú á móti mér yfir götuna með boxaratilburðum, en fer sér hægt í fyrstu svo mér gefst tóm til að hugsa um hvaða brögðum ég skuli nú beita til þess að leggja risann að velli.
Það hafði ég ekki hugleitt til hlýtar þegar hann tók undir sig stökk og á mig. En hitt er víst, að mér brást ekki á síðustu stundu að taka hann réttum tökum. Ég tók annarri hendi í buxnaklauf mannsins og hinni í brjóst hans, hóf hann á loft og kastaði honum. Hann sveif yfir götuna og kom niður skammt frá gngstéttarbrúninni þar sem hinir stóðu. Og það sem ég ekki kastaði honum á lofti, það skondraði hann eftir götunni svo hann staðnæmdist ekki fyrr en í rennunni við tærnar á þeim.
Á þetta horfðu þeir, liðlega tuttugu manns með sex óvígfæra liggjandi á götunni að baki sér, og höfðust ekki að gegn mér.
Danir komu ekki aftur. (Úr bókinni: Þér að segja - Veraldarsaga Péturs Hoffmanns Salómonssonar)
28.5.2007 | 17:34
Líkkistumaðurinn og Björn Pétursson í Öxl
Ég er ansi smeykur um að ferðalangur þessi geri ekki grein fyrir ,að hann er staddur í landi þar sem niðjar Björns sáluga Péturssonar frá Öxl í Breiðuvíkurhreppi eru á hverju strái. En eins og flestir vita, var Björn frá Öxl þekktur fyrir flest annað en gera gælur við ferðamenn, enda lauk ferðalögum túrista gjarnan að Öxl og spurðist harla fátt tilþeirra eftir það. Við getum því leitt að því líkum hvaða traktéringar útlenskur hjólreiðagarpur með líkkistu í eftirdragi hefði fengið að Öxl, þá er Björn Pétursson var bóndi þar.
Nú er bara að sjá, hvort öll ferðaþjónustugen frá Birni sáluga forföður okkar, séu að fullu til þurrðar gengin hjá afkomendum hans.
Á hjóli með líkkistu í eftirdragi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2007 | 10:15
Hve glöð er vor kókaínæska.
Tvær 17 ára stúlkur földu um 40 gr. af fíkniefnum innvortis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.5.2007 | 07:38
Bara einn varalitaður bóndi.
Það er af sem áður var þegar gildir bændur riðu til þings með Njál Þorgeirsson og Gunnar Hámundarson fremsta í flokki, já og síðar Eggert Haukdal og Egil á Seljavölum. Nú er bara eftir einn varalitaður bóndi í sölum Alþingis.
En hvað ætli margir húskarlar kvótabændanna eigi sæti á þingi og sporti sig þar um eins og montnir hanar?
Þá er ekki úr vegi að minna á að samtök launafólks eiga ekki nema einn fulltrúa á Alþingi: Ögmund Jónasson, sem reyndar er margra manna maki.
Einn bóndi eftir á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 21:02
Hún iðar öll af kæti og hoppar á öðrum fæti.
Fastlega má gera ráð fyrir að Jóhanna Sig. iði öll af kæti og hoppi á öðrum fæti í tilefni af því að vera komin aftur í ríkisstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn; hún hefur nú alltaf verið svo mikil hugsjónamanneskja hún Jóhanna. Ekki þarf að efa, að hin silfurslegna krataDrottning mun berjast eins og röndótt hófaljón í haga fyrir velferð allra skjólstæðinga félagsmálaráðuneytisins í nafni Sjáfstæðisflokksins og mun fyrir vikið hljóta hrós yfirtéttarinnar fyrir að ,,vera svo aumingjagóð," eins og það er kallað á gustukarmáli þeirrar stéttar.
Magnús afhenti Jóhönnu lykil að velferð skjólstæðinga félagsmálaráðuneytis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.5.2007 | 20:27
Össur , Herrann og turninn sem hrundi.
Í nafni hvaða herra ætli hægristjórn Össurar Skarphéðinssonar ætli að sigla? Auðvitað er óþarfi að spyrja svona spurningar, því umræddur drottinn í þessu tilfelli er auðvitað Mammon, guð ágrindar, græðgi og peningahyggju. Nú er semsé komið á daginn, að Samfylking Össurar og og svilkonu hans er lítt við alþýðuskap en þeim mun hændari að auðvaldi og erkibiskupum þess. Nú þarf ekki lengur að taka Ísland út af lista hinna staðföstu þjóða lengur; ónei, það er alveg nóg að harma stríðsátökin í Írak. Einusinni ætlaði Samfylkingin sér að verða ,,turn" í Íslenskum stjórnmálum en endaði sem fletgenginn niðursetningur í dyngju Íhaldsins, sem trúlega notar þurfalinginn mest til að skvetta úr koppum auðhyggjunar yfir alþýðuna á Íslandi. Það er engin smáræðis reisn yfir fyrrum tilvonandi Turni.
Við útfarir grípa klerkar oft til þess að tilkynna viðstöddum, að nú hafi hinn framliðni, sem verið er að jarða, ,,lagt á djúpið". Í ljósi þess að turn Samfylkingarinnar er hruninn og hún sjálf dáin inn í Sjálfstæðisflokkinn, er hið prestlega orðbragð Össurar ráðherra mjög viðeigandi.
Ný ríkisstjórn tekin við völdum - lagt á djúpið í herrans nafni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.5.2007 | 12:49
Að éta Íraksinnrásina ofan í sig.
Aðvitað stóð ekki á Ingibjörgu Sólrúnu og hennar hyski að éta aðild Íslands að innrásinni í Írak ofan í sig og láta sér nægja að harma átökin þar. Þvílíkir bölvaðir aumingjar. Þó talaði þetta fólk fyrir kosningar um að vera Íslands á lista ,,hinna viljug þjóða" væri eins og fleinn í holdi þjóðarinnar. Á fréttamannafundi formanna ÍhaldsogSamfylkingar á Þingvöllum í morgun, reyndi frú Ingibjörg að drepa málinu á dreif með kjaftaþvæli um fortíð og framtíð. Það er svo sem ekkert nýtt að ég fái á tilfinninguna, að Samfylkingarforstýran tali til fólks eins og það sé upp til hópa eintóm fífl.
Frá og með deginum í dag getur fólk afskrifað Samfylkinguna sem vinstriflokk, fyrir fullt og allt.
Ný ríkisstjórn harmar stríðsreksturinn í Írak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.5.2007 | 18:19
Yfirstéttarfemínismi og verkakonur.
Hvort konur eru fleiri eða færri, í stjórnum 100 stærstu fyrirtækja landsins, kemur jafnrétti ekki nokkurn skapaðan hlut við. Yfirséttarfemínismi er yfirstéttarpólitík og nákvæmlega ekkert annað. Það hefur verið sorglegt að horfa upp á hvernig þessi tegund af yfirstéttarbrölti hefur heltekið stjórnmálasamtök sem sögð eru til vinstri, látum vera þó svona hundakúnstir séu iðkaðar innan Sjálfstæðisflokksins. Og hvað eiga t.d. konur í verkalýðsstétt sameiginlegt með efri-milliséttar og yfirstéttarkerlingum? Svarið liggur í augum uppi: Ekkert. Um slíkt þarf varla að hafa fleiri orð.
Ef að fólki er alvara með kvennapólitík þá verður hún að vera háð á forsendum verkalýðsstéttarinnar. Yfirstéttarfemínismi, sem rekinn hefur verinn innan VG í skjóli meintrar vinstri stefnu þess flokks, er að mínu mati skandall sem VG verður að hreinsa sig af ef sá flokkur vill vera trúverðugur á þessu sviði.
Jafnrétti kynjanna í 100 stærstu fyrirtækjum landsins ábótavant | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.5.2007 | 12:59
Hvað ætli Græna Kvenfélagið í Reykjavík segi við þessu?
Hvað ætli Græna Kvenfélagið í Reykjavík segi við ályktun í nafni VG í Ísafjarðarbæ þar sem ekkert er minnst á Kárahnjúkavirkjun eða fémínísma? Ég er ansi hræddur um að sá fénaður líti slíkt illu auga, ef hann fær ekki slag og heilablóðfall af æsingi.
Vilja að stjórnvöld grípi til aðgerða á Flateyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.5.2007 | 20:49
Samfylking deyr inn í Sjálfstæðisflokk.
Minningarorð.
Það hlýtur að vera dásamlegt fyrir Samfylkinguna, og verðugt tilefni til að halda uppá, að vera deyja svona þegjandi og hljóðalaust inn í Sjálfstæðisflokkinn. Ég get ekki setið á mér að votta aðstandendum hins deyjandi skars hluttekningum mína því þeir deyja sjálfir hið sama.
Á þessum merku tímamótum þegar Samfylkingin, sameiningarflokkur vinstrimanna, er öll, er ekki úr vegi að vitna á Passíusálma séra Hallgríms Péturssonar:
Sjá hér, hve illan enda
Ótryggð og svikin fá;
Júdasar líkar lenda
leiksbróður sínum hjá;
andskotinn íllskuflár
enn hefur snöru snúna
snögglega þeim til búna,
sem fara með fals og dár.
Heilagur faðir, gef að vel verði tekið á móti sál hins framliðna í ríki andanna í Valhöll, Háaleitisbraut 1. - 105 Reykjavík. Amen.
Samfylkingin kveður þingmenn og býður nýja velkomna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Búist er við tímabæru andáti þeirrar gömlu á hverri stundu
- ,,Skipulögð starfsemi" Flokks
- Sú á nú eftir að fá sína sálumessu yfir sig eins og Birgitta ...
- Aðför að lýðræðinu og saga af ferð á hvalaslóðir
- Mun alvarlegri atburður en ætlað var í fyrstu
- Erlendur njósnari settur á Nonnýboy til að kanna hvalablæti hans
- Gunter Sachs var glaumgosi en þó var Indriði Handreður honum ...
- Af óviðunadi afvegaleiðingu ungmenna
- Vinn ei það fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans
- Heimska og dómgreindarleysi villuráfandi þjóðar staðfest
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 56
- Sl. sólarhring: 131
- Sl. viku: 214
- Frá upphafi: 1539497
Annað
- Innlit í dag: 49
- Innlit sl. viku: 183
- Gestir í dag: 49
- IP-tölur í dag: 48
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007