Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
22.10.2008 | 15:06
Þeir sem dauðir eru fara út af listanum
Auðvitað eru þeir aðilar sem sannarlega eru steindauðir teknir út af hryðjuverkalistanum. T.d. færi Al-kæjeta út af listanum á sömu stund og síðasti liðsmaður samtakanna félli í valinn.
Hitt er aftur annað mál hvort okkar menn, sem voru á hryðjuverkalista bresku ríkisstjórnarinnar, séu algjörlega dauðir úr öllum æðum.
![]() |
Landsbankinn af hryðjuverkalista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2008 | 11:35
Þegar hún var borin í burtu dauð
Þessi ofur sorglega frétt af kveðjustund og brotthvarfi Hreiðars Más úr Kaupþingi í gær minnir mig þægilega á húsganginn góða:
Hún Heiða gamla var að baka brauð,
en brenndi sig og gerði skyssu slíka,
að þegar hún var borin í burtu dauð
var brauðið ónýtt líka.
![]() |
Hreiðar Már yfirgefur Kaupþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.10.2008 | 22:00
Primo þjófóttir; secundo lygnir ...
,,Minn herra hefur lesið í frægum bókum að íslendingar séu primo þjófóttir; secundo lygnir; tertio montnir; quarto lúsugir; quinto drykkjurútar; sexto saurlífismenn; septimo ragir og dugi ekki til hernaðar."
HKL-Íslandsklukkan
Það mætti halda að þetta forna álit útlendinga á íslendingum sé gengið í endurnýjun lífdaga, a.m.k. í Glasgow.
![]() |
Óvelkomnar í gæludýraverslun í Glasgow |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2008 | 21:51
Hlægilegt þrugl
Talið er, talið er ...
Það er alveg sama hvað einhverjir hlandprestar og mykjulæknar telja, þeir hafa ekki hugmynd um hvort fossakjánaskapurinn í New York hafi skilað borginni einum einasta eyri. Svona kjaftæði minnir óneitanlega á meinta söngsigra Garðars Hólm erlendis í Brekkukotsannáli. Það er í mesta lagi hægt að hlægja að þvílíku endemis þrugli.
Og að halda því fram að Ólafur þessi Elíasson sé listamaður er ekki einusinni hlægilegt. Það ber einungis dapurlegt vitni um andlega fátækt og úrkynjun borgarastéttarinnar.
![]() |
Mikill áhugi á fossum Ólafs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2008 | 15:39
Júdasar líkar lenda ...
,,Júdasar líkar lenda, leiksbróður sínum hjá" segir síra Hallgrímur sálugi Pétursson í Passísálmun sínum. Og síra Hallgrímur vissi hvað hann söng. Í sömu sálmum segir enn fremur: ,,Undirrót allra lasta, ágirndin kölluð er."
Það getur orðið mönnum dýrt spaug að skella skollaeyrum við aðvörunum síra Hallgríms. Þeir sem það gera lenda í vondum félagsskap. Annað er óumflýjanlegt.
![]() |
Landsbanki í slæmum félagsskap |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2008 | 15:18
Á hjólbörum inní ESB fyrir 30 silfurevrur
Merkileg greinin um ,,krónuna sem tifa á mjóum fótum." Greinin er þó ekki merkileg fyrir að vera frumleg að neinu leyti, upplýsandi eða gáfuleg. Merkilegheitin felast í tali samfylkingarforingjanna I. Sólrúnar og Össurar. Þessar vesalings ræfilstuskur svara fréttamanni mbl.is eins og krakkagrey í 1. bekk grunnskóla sem ónáðuð eru í miðjum handavinnu- og föndurtíma.
Að baki einfeldningslegra viðbragða þeirra, býr samt sem áður vonin um að þeim takist fyrr en varir að aka þjóðinni á hjólbörum inní hymmnaríki ESB. Sem sagt: Undir barnslegu yfirbragðinu vakir slóttugur ESB-höggormur, þess albúinn að fórna sjálfstæði Íslands fyrir 30 silfurevrur.
![]() |
Krónan tifar á mjóum fótum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2008 | 11:54
Tími Ingibjargar er liðinn líkt og frjálshyggjunnar
Það var heldur ekki við því að búast, að hinn hægrisinnaði formaður Samfylkingarinnar kæmi til með að sjá einhver óaðgengileg skilyrði Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í ,,samningaviðræðum" sjóðsins við íslendinga.
Tími Ingibjargar Sólrúnar er liðinn í stjórnmálum, og er þannig líkt á komið með henni og frjálshyggjunni. Enda hafa samfylkingarforinginn og frjálshyggjan daðrað hvort við annað af mikilli vinsemd.
![]() |
Engin óaðgengileg skilyrði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2008 | 11:46
Hræðsla sjálfstæðismanna við kosningar á ekki að ráða för
Tími frjálshyggjunnar er liðinn, það er óþarfi að setja spurningarmerki við það. Eins og gefur að skilja, er tími þeirra stjórnmálamanna sem stóðu fyrir frjálshyggjupólitíkinni á Íslandi líka liðinn. Það er ótrúleg óskammfeilni af því fólki sem keyrði á hinum græðgisvædda frjálshyggjukapítalisma að rembast enn við að hanga á stjórnartaumunum eins og hundar á roði; þetta lið ætti, að öllu eðlilegu, að vera búið að segja af sér og láta sig hverfa af sjónarsviðinu. Ef til stendur á annað borð að byggja íslenskt upp að nýju kemur ekki til mála að þeir sem sigldu þjóðinni í strand komi þar nokkurs staðar nálægt. Fólkið í landinu er búið að fá meir en yfir sig nóg af lýðnum sem ráðið hefur ferðinni, lýðnum sem talið hefur að hann eigi allt og megi allt.
Í mínum huga er það fullkominn dónaskapur af hálfu stjórnmálamannana, að ekki sé búið að boða til alþingiskosninga. Það er svo sem vitað að innan valdaflokksins mikla, Sjálfstæðisflokksins, ríkir mikil hræðsla við kosningar nú. En að sjálfsögðu á hræðsla sjálfstæðismanna við kosningar ekki að stöðva lýðræðislegan vilja kjósenda.
![]() |
Er tími frjálshyggjunnar liðinn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.10.2008 | 16:54
Kona veitist að ráðherrum á óviðurkvæmilegan hátt
Hún er þokkaleg þessi Brynhildur Pétursdóttir, að vaða að saklausum ráðherrum, sem eru að ,,gera sitt besta," og bera þeim á brýn að þeir séu óuppdregnir rustar, kunni ekki mannasiði og séu í þokkabót ekki svo mikið sem mellufærir í ensku. Ef skoðun Brynhildar á ráðherrunum á við rök að styðjast þarf engan að undra hvernig komið er. En er skoðun hennar rétt? Ja, því ekki það. Er svosem við öðru að búast úr þeirri átt?
Það er huggulegt fyrir eina þjóð, eða hitt þá heldur, að halda úti stjórnmálamönnum af þeirri tegund manna, sem ekki hefði þótt forsvaranlegt að taka með í siglingu á Grímsbý og Húll á síðutogurunum í gamla daga. Það er jafnvíst og nótt fylgir degi, að svona drengir hefðu með engu móti getað komist skammarlaust frá að stofna til heiðvirðra kynna við stúlkurnar á Rauða ljóninu og öðrum valikunnum knæpum í útgerðarbæjunum við Humberfljót. Slíkar tilfæringar hefðu vitaskuld endað með ófyrirsjáanlegum ósköpum.
Annars held ég sé mun hygglilegra að senda Gjeir Haaarde, Össur, Ingibjörgu, Árna Matt, Thorgerdi Kattrínu og þau hin á málaranámskeið í stað málanámskeiðs. Það væri þá ef til vill von að hægt væri að brúka þau á eftir til að tjarga húsgrunna og skipsbotna, þó ekki væri annað.
![]() |
Vill senda ráðamenn á tungumálanámskeið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.10.2008 | 14:31
Fávitaskapur af talíbönskum frjálshyggjutoga
Samkvæmt fréttum heimtar Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn ekki að Íbúðarlánasjóður verði einkavæddur. Enn fremur, að ekki séu sett fram tímamörk um einkavæðingu á bönkunum þremur: Landsbanka, Glitni og Kaupþingi!!!
Ekki nema það þó. Íslendingar ættu varla annað eftir en að einkavæða bankana uppá nýtt. Mér skilst að jafnvel ólíklegasta fólk sé farið að taka sér í munn frasakenndar bjargráðssetningar eins og: ,,við skulum læra af reynslunni," og eitthvað fleira í þeim dúr. Ef stjórnvöld ætla að fara að brasa við að einkavæða (einkavinavæða, því það getur aldrei orðið annað en einkavinavæðing) bankana, hafa þau hin sömu stjórnvöld ekkert lært af neinni reynslu.
Að sjálfsögðu eiga bankarnir, eftir það sem á undan er gengið, að vera áfram í eigu ríkisins, og reknir á forsendum alþýðunnar. Allt annað er hreinn og klár fávitaskapur af talíbönskum frjálshyggjutoga.
![]() |
Óska eftir 6 milljörðum dala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Nýjustu færslur
- ,,Karlskömmin þessi Brynki"
- Til umhugsunar 1. janúar 2025
- Ljóðræn athugasemd við Mörtu Smörtu og menningarblætið hennar
- Upp úr námskrá moderne skool kennslukonunnar
- Hvalvertíð hafin milli jóla og nýárs. Sérlegur búhnykkur fyri...
- Fyrir dyrum stendur harðvítug sjálfstæðisbarátta og endaskipt...
- Nú skal karlplágan upprætt í eitt skipti fyrir öll í þágu bes...
- Ákveðinn varðstjóri þarf stundum að gera fleira en gott þykir...
- Misheppnað bankarán er sorglegt bankarán
- Á nýju ári verður hann settur af og fer að borga gjaldþrotin sín
Bloggvinir
-
Níels A. Ársælsson.
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Sveinn Elías Hansson
-
Guðbergur Egill Eyjólfsson
-
Þórbergur Torfason
-
Guðfríður Lilja
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Grétar Mar Jónsson
-
Ásdís Helga Jóhannesdóttir
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Þorvaldur Þorvaldsson
-
Rauður vettvangur
-
Björgvin R. Leifsson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Einar Ólafsson
-
Baldur Hermannsson
-
Dætur og synir Íslands.
-
hilmar jónsson
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Þórdís Bára Hannesdóttir
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Óskar Helgi Helgason
-
Heiða Þórðar
-
Helgi Guðmundsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Baldur Fjölnisson
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Ísleifur Egill Hjaltason
-
Reynir Andri
-
Rúnar Karvel Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Auðun Gíslason
-
Jón Snæbjörnsson
-
Rannveig H
-
Magnús Jónsson
-
Steingrímur Helgason
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Ársæll Níelsson
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Fríða Eyland
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Ólafur Þórðarson
-
Eygló Sara
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Þorsteinn Briem
-
Ester Júlía
-
Svava frá Strandbergi
-
Björn Grétar Sveinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Sigurbjörn Friðriksson
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Páll Ingi Kvaran
-
Jakob Jörunds Jónsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Þorkell Sigurjónsson
-
Jóhann Elíasson
-
Óskar Arnórsson
-
Bergur Thorberg
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Eyjólfur Jónsson
-
gudni.is
-
Sigurður Sigurðsson
-
Alma Lísa Jóhannsdóttir
-
Alfreð Símonarson
-
Guðni Ólason
-
ThoR-E
-
Arnar Guðmundsson
-
Þór Jóhannesson
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Himmalingur
-
Guðjón Baldursson
-
halkatla
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Einar Sigurjón Oddsson
-
Haukur Nikulásson
-
Félag Ungra Frjálslyndra
-
Heiða
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
-
Steingrímur Ólafsson
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Landrover
-
Valla
-
Vilmundur Aðalsteinn Árnason
-
Vefritid
-
Sigríður B Sigurðardóttir
-
Ónefnd
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Þórarinn Eldjárn
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Hlédís
-
Einar B Bragason
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Árni Karl Ellertsson
-
Hamarinn
-
Hamarinn
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Jack Daniel's
-
Jón Bjarnason
-
Kristján Jón Sveinbjörnsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Linda
-
Rauða Ljónið
-
Sigurður Haraldsson
-
Sóldís Fjóla Karlsdóttir
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 4
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 1545831
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007