Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
30.11.2008 | 22:50
Heimdellingurinn í runnanum
Það er augljóst að maðurinn sem skeit í runnann á Austurvelli í morgum er heimdellingur fyrst hann er góðkunningi lögreglunnar. Það er alkunna að heimdellingar telja sig undantekningarlaust til vina dómsmálaráðherra og þar með eru þeir sjálfkrafa góðkunningjar lögreglunnar. Augljóst og einfalt. Þess utan ber það vott um ómengaða frjálshyggju að ganga örna sinna rétt fyrir framan nefið á Jóni Eirs Sigurðssyni.
Í dag frétti ég af öðrum heimdellingi, sem í frjálshyggjukasti reyndi að skríða innum glugga hjá kvenmanni í austurbænum síðastliðna nótt. Ekki tókst samt betur til en svo, að eiginmaður kvenmannsins tók á móti heimdellingnum um leið og hann datt innum gluggann á klósettinu og veitti honum ráðningu sem ætti að duga heimdellingnum í bráð.
Af kvenkyns heimdellingum er því miður lítið að frétta þessa dagana, utan ein og ein af því taginu hafa sést í slagtogi með aldurhnignum togarasjómönnum, sem lifðu sitt fegursta á síðutogurunum uppúr miðri síðustu öld.
Gekk örna sinna í runna á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.11.2008 | 18:57
Dásamlega smekkleg verðlaunaafhending
Það er um að gera fyrir hina frjálshuga valhallardindla að verðlauna hverja aðra áður en þeir verða settir af.
Hvað varðar heiðurskjöldinn, sem Stefán Eiríksson höfuðsmaður þáði úr gljáfægðum frjálshyggjuloppunum á Þór Sigfússyni, er næsta víst að Stefán vann fyrst og fremst til þeirra verðlauna fyrir afburða góða frammistöðu í Kastljósinu fyrir nokkrum dögum, þar sem hann atti kappi við Evu Hauksdóttur. Í viðureign sini við Evu lét Sefán sér ekki fipast þegar hann kom að gatnamótum sannleikans og hélt sínu striki Kastljósið á enda.
Já, það er dásamlegt þegar vaskir valhallarguttar taka uppá að verðlauna hverja aðra.
Stefán Eiríksson heiðraður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.11.2008 | 16:49
Herra byskubinn ætti að bannfæra kvikindin
Nær hefði herra byskubinum yfir guðskristni á Íslandi verið að bannfæra, og vísa í verri staðinn, í hátíðamessu sinni í Hallgrímskirkju, þeim leiðindaskepnum sem leitt hafa meiri hörmungar yfir landið en hafís, byljir og gjörningaveður samanlagt frá landnámstíð.
En byskubinn getur þó gert bragarbót á mistökum sínum í morgun í sjónvarpsmessunni á aðfangadagskvöld. En þá ætlast ég líka til að hann láti misyndiskvikindin hafa það óþvegið á tyrknesku og leitast við með kröftugri bæn að kveða niður til Vítis alla Mammons drýsildjöfla.
Ef herra Karl Sigurbjörnsson hræðist að leggja til atlögu við ófénaðinn, skal honum bent á, að hann á vísann stuðning til verksins hjá þúsundum meðhjálpara, sem ekki munu telja eftir sér að aðstoða hans herradóm við verkið.
Von í viðjum skuldanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.11.2008 | 15:52
Hlífið oss við meira hagfræðisnakki
Það er varla heimsendir þó hagfræðisnuddari með lágþýskt eftirnafn láti einhverja fádæma reginheimsku útúr sér. Ég er mest hissa á hvað fjölmiðlar eru duglegir við að lepja upp í þruglið í hagfræðikjánunum. Ekki vantaði neitt uppá í stuðningi þessara ekki-vísindamanna við fárglæfragönuhlaup frjálshyggjubesefanna sem sett hafa þjóðfélegið á annann endann, ef ekki á hvolf.
Það er sjálfsögð krafa á fjölmiðla, að þeir hlífi landsmönnum við meira hagfræðingasnakki. Eða eins og skáldið sagði: ,,Ráðlegt er að hafa í hakk hagfræðinga og skítapakk."
Höft eða Evrópusambandið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.11.2008 | 12:31
Illvígur krankleiki í peningarottustofninum
Telja rottur geta valdið hjartasjúkdómum hjá fólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.11.2008 | 12:00
Jóladvergarnir og ættingjar þeirra
Í vissum skilningi er ég sammála séra Jóni Knúdsen, að æskilegt sé að banna jóladverga. Sjáið til dæmis hann Össur okkar hérna Skarphéðinsson. Hann er af ætthvísl stjórnmálatrúða og þar með náfrændi jóladvergana sem séra Knúdsen vill banna. Og hvað með dýrastofninn, sem starfrækir hinn heilaga Mammonssöfnuð, sem hvíslast í Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk og Samfylkingu? Yrði ekki affarasælast að bannfæra þann heiðingdóm? Þá væri ekki úr vegi að athuga hinar löngu strollur af fræðimönnum og faríseum sem þjóðin hefur komið sér upp. Í þeirri argaþvögu úir og grúir af jóladvergum, hagdvergum, viðskiptadvergum og hlanddvergum sem líta úr eins og mykjuskán á stofugólfi.
Ójá drengir mínir, það er margt í mörgu sem huga þarf að í forarvilpu samfélagsins.
Vill banna jólasveina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2008 | 21:59
Nærbuxur og sokkar
Klukkan hálf sex um morguninn hafði Kolbeini loks tekist að sólunda öllu lausafé heimilisins í botnlaust svall. Þegar vertinn á kránni varð þess áskynja að veski og vasar Kolbeins væru orðnir galtómir, tók hann vingjarnlega í öxlina á Kolbeini og mismunaði honum af festu út um dyrnar og útá götu.
Nú voru góð ráð dýr. Og Kolbeinn skjögraði heimleiðis á skóm sínum jakkafötum og hvítri skyrtu einum fata, því nærbuxum og sokkum hafði glatað fyrr um nóttina.
Þegar Kolbeinn fann loks heimili sitt voru báðar útidyrnar læstar og enginn kom til að ljúka þeim upp, hvernig sem hann barði og sparkaði. Auk þess voru allir gluggar hespaðir aftur svo engin leið var að komast innum nokkurn þeirra, nema brjóta þá með sleggju.
Þegar hér var komið sögu, átti Kolbeinn einskis úrkostar annað en að ráfa útá malbikað strætið. Þar biðu hans götubörn, sem sendu honum tóninn með hávaða og æsilegum tiltektum, en fullorðna fólkið sigaði á hann hundum sem bitu hann í kálfana og sýndu sig í að míga utaní buxnaskálmar hans.
Um kvöldið strauk Kolbeinn af landi brott með útlendum ævintýramönnum, sem staddir voru í Reykjavíkurhöfn á skútu sinni.
Það var ekki fyrr en Íslands fjöll hurfu endanlega ofaní hafið útvið sjóndeildarhring, að Kolbeinn uppgötvaði að hann var bæði sokka- og nærbuxnalaus. En honum var fjandans sama, því bölvað landið með fjöllum sínum og skríl var blessunarlega horfið sjónum, en hann sjálfur kominn með sjósótt og farinn að kasta upp út yfir borðstokk skútunnar.
Allt opið í gjaldeyrismálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.11.2008 | 16:15
Hálfflegnu griðungana fyrir björg sem fyrst
Fyrst herra Gjeir Haaarde vogar sér að halda fram að hann sé á engann hátt persónulega ábyrgur fyrir stöðunni sem upp er komin í þjóðfélagin, er ekki hægt að álykta annað en að maðurinn sé veruleikafirrtur, dómgreindarskertur í meira lagi, eða hann lætur sig hafa að tala vísvitandi gegn betri vitund.
Raunar skiptir engu máli hvort Gjeir telur sig ábyrgan, ekki ábyrgan, eða ábyrgðarlausan með öllu. Dagar hans og flokkssytkyna hans í Sjálfstæðisflokknum eru brátt taldir við stjórnun landsins. Nýtt og betra þjóðfélag rís ekki úr frjálshyggjurústunum og verður að veruleika nema án aðildar og afskipta Sálfstæðisflokksins.
Og það skulu allir Gjeirar og Davíðar kapítalismans á Íslandi vita, að sókn fólksins gegn þeim mun ekki linna fyrr en þeir verða horfnir af hinu pólitíska sjónarsviði fyrir fullt og allt. Og þó að Gjeirarnir og Davíðarnir séu miklir menn, hrokafullir og hortugir, tekst þeim ekki að stöðva þá byltingu sem nú er hafin á Íslandi.
Góðir landsmenn til sjávar og sveita: Það er okkar að reka flótta Gjeiranna og Davíðanna, Hannesanna og Þorgerðarnar. Því fyrr sem þau hlaupa eins og hálfflegnir griðungar fyrir björg, því betra.
Geir: Tel mig ekki persónulega ábyrgan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.11.2008 kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.11.2008 | 13:50
Krafan er: Ástþór og Ásgerði í Frjálslyndaflokkinn.
Lýðræðishreyfingin fundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.11.2008 | 10:35
Gagnrýnisvert val á ræðumönnum
Þó að ég hvetji alla sem vettlingi geta valdið að mæta á Austurvöll í dag til að mótmæla gjörðum valdastéttar auðvaldsins, sem og auðvaldskerfnu sjálfu sem er hinn eini sanni sökudólgur, verð ég að veita mér þann munað að gagnrýna val á frumælendum mótmælafundarins.
Það kann ekki góðri lukku að stýra, að frumælendur þessara funda séu nær eingöngu af standi menntamanna, blaðamanna og rithöfunda. Það verður að hleypa rödd róttæks verkafólks að, annars er hætt við að fundirnir koðni niður í einsleitt menntamannamuldur í stofukratastíl.
Ég skora því á skipuleggjendur Austurvallar- og Háskólabíósmótmælafunda, að gera bragarbót á vali frummælenda og leita hiklaust smiðju verkafólks þegar þeir velja fólk til að tala á fundunum.
Útifundur á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Nýjustu færslur
- Í dag tók séra Atgeir fryggðina í misgripum fyrir friðinn
- Á meðan bysskubbi svelgdist á í stólnum söng síra Baldvin hve...
- Grjótari og Jakobsleiðin á hálendi Íslands
- Hún elskar hann en hann elskar hana að meðaltali frekar lítið
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Til heiðurs nýrri ríkisstjórn
- Göglin, þjófræðið, og auðvaldspervertarnir
- Vér óskum emírítusnum innilega til hamingju með glæsilega ákv...
- ,,Hjónabandið er samábyrgð tveggja andlegra öreiga"
- Álfabakkamúrinn á eftir að reynast fólki vel; þökk sé Degi og...
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 6
- Sl. sólarhring: 161
- Sl. viku: 1246
- Frá upphafi: 1542506
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 1102
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu athugasemdir
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007