Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Heimdellingurinn í runnanum

Það er augljóst að maðurinn sem skeit í runnann á Austurvelli í morgum er heimdellingur fyrst hann er góðkunningi lögreglunnar. Það er alkunna að heimdellingar telja sig undantekningarlaust til vina dómsmálaráðherra og þar með eru þeir sjálfkrafa góðkunningjar lögreglunnar. Augljóst og einfalt. Þess utan ber það vott um ómengaða frjálshyggju að ganga örna sinna rétt fyrir framan nefið á Jóni Eirs Sigurðssyni.

Í dag frétti ég af öðrum heimdellingi, sem í frjálshyggjukasti reyndi að skríða innum glugga hjá kvenmanni í austurbænum síðastliðna nótt. Ekki tókst samt betur til en svo, að eiginmaður kvenmannsins tók á móti heimdellingnum um leið og hann datt innum gluggann á klósettinu og veitti honum ráðningu sem ætti að duga heimdellingnum í bráð.

Af kvenkyns heimdellingum er því miður lítið að frétta þessa dagana, utan ein og ein af því taginu hafa sést í slagtogi með aldurhnignum togarasjómönnum, sem lifðu sitt fegursta á síðutogurunum uppúr miðri síðustu öld. 


mbl.is Gekk örna sinna í runna á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dásamlega smekkleg verðlaunaafhending

Það er um að gera fyrir hina frjálshuga valhallardindla að verðlauna hverja aðra áður en þeir verða settir af.

Hvað varðar heiðurskjöldinn, sem Stefán Eiríksson höfuðsmaður þáði úr gljáfægðum frjálshyggjuloppunum á Þór Sigfússyni, er næsta víst að Stefán vann fyrst og fremst til þeirra verðlauna fyrir afburða góða frammistöðu í Kastljósinu fyrir nokkrum dögum, þar sem hann atti kappi við Evu Hauksdóttur. Í viðureign sini við Evu lét Sefán sér ekki fipast þegar hann kom að gatnamótum sannleikans og hélt sínu striki Kastljósið á enda.

Já, það er dásamlegt þegar vaskir valhallarguttar taka uppá að verðlauna hverja aðra.


mbl.is Stefán Eiríksson heiðraður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Herra byskubinn ætti að bannfæra kvikindin

Nær hefði herra byskubinum yfir guðskristni á Íslandi verið að bannfæra, og vísa í verri staðinn, í hátíðamessu sinni í Hallgrímskirkju, þeim leiðindaskepnum sem leitt hafa meiri hörmungar yfir landið en hafís, byljir og gjörningaveður samanlagt frá landnámstíð.

En byskubinn getur þó gert bragarbót á mistökum sínum í morgun í sjónvarpsmessunni á aðfangadagskvöld. En þá ætlast ég líka til að hann láti misyndiskvikindin hafa það óþvegið á tyrknesku og leitast við með kröftugri bæn að kveða niður til Vítis alla Mammons drýsildjöfla.

Ef herra Karl Sigurbjörnsson hræðist að leggja til atlögu við ófénaðinn, skal honum bent á, að hann á vísann stuðning til verksins hjá þúsundum meðhjálpara, sem ekki munu telja eftir sér að aðstoða hans herradóm við verkið. 


mbl.is Von í viðjum skuldanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlífið oss við meira hagfræðisnakki

Það er varla heimsendir þó hagfræðisnuddari með lágþýskt eftirnafn láti einhverja fádæma reginheimsku útúr sér. Ég er mest hissa á hvað fjölmiðlar eru duglegir við að lepja upp í þruglið í hagfræðikjánunum. Ekki vantaði neitt uppá í stuðningi þessara ekki-vísindamanna við fárglæfragönuhlaup frjálshyggjubesefanna sem sett hafa þjóðfélegið á annann endann, ef ekki á hvolf.

Það er sjálfsögð krafa á fjölmiðla, að þeir hlífi landsmönnum við meira hagfræðingasnakki. Eða eins og skáldið sagði: ,,Ráðlegt er að hafa í hakk hagfræðinga og skítapakk."


mbl.is Höft eða Evrópusambandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illvígur krankleiki í peningarottustofninum

Rottur eru ógeðsleg kvikindi, ekki síst peningarotturnar sem gengið hafa ljósum logum undanfarin ár. Við íslendingar vorum svo óheppnir að hér kviknaði upp svæsinn peningarottufaraldur sem smitaði þjóðina af alskyns illvígum sjúkdómum, andlegum og líkamlegum. Sem betur fer kom upp svo hastarlegur krankleiki í peningarottustofninum sjálfum að allt útlit er fyrir að hann deyji út á blessunarlega skömmum tíma. Rottuholurnar Glitnir, Kaupþing og Landsbanki lögðust til dæmis saman fyrir nokkrum vikum og fjöldinn allur af öðrum rottuholum eru í uppnámi. Sumar rotturnar eru flúnar af hómi, aðrar dauðar og enn aðrar vafra helsjúkra um á öskuhaugum fjrálshyggjunnar. Allt horfir þetta í rétta átt og standa vonir til að búið verði að kveða nagdýrapláguna niður að mestu leyti með vorinu.
mbl.is Telja rottur geta valdið hjartasjúkdómum hjá fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóladvergarnir og ættingjar þeirra

Í vissum skilningi er ég sammála séra Jóni Knúdsen, að æskilegt sé að banna jóladverga. Sjáið til dæmis hann Össur okkar hérna Skarphéðinsson. Hann er af ætthvísl stjórnmálatrúða og þar með náfrændi jóladvergana sem séra Knúdsen vill banna. Og hvað með dýrastofninn, sem starfrækir hinn heilaga Mammonssöfnuð, sem hvíslast í Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk og Samfylkingu? Yrði ekki affarasælast að bannfæra þann heiðingdóm? Þá væri ekki úr vegi að athuga hinar löngu strollur af fræðimönnum og faríseum sem þjóðin hefur komið sér upp. Í þeirri argaþvögu úir og grúir af jóladvergum, hagdvergum, viðskiptadvergum og hlanddvergum sem líta úr eins og mykjuskán á stofugólfi.

Ójá drengir mínir, það er margt í mörgu sem huga þarf að í forarvilpu samfélagsins.


mbl.is Vill banna jólasveina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nærbuxur og sokkar

Klukkan hálf sex um morguninn hafði Kolbeini loks tekist að sólunda öllu lausafé heimilisins í botnlaust svall. Þegar vertinn á kránni varð þess áskynja að veski og vasar Kolbeins væru orðnir galtómir, tók hann vingjarnlega í öxlina á Kolbeini og mismunaði honum af festu út um dyrnar og útá götu.

Nú voru góð ráð dýr. Og Kolbeinn skjögraði heimleiðis á skóm sínum jakkafötum og hvítri skyrtu einum fata, því nærbuxum og sokkum hafði glatað fyrr um nóttina.

Þegar Kolbeinn fann loks heimili sitt voru báðar útidyrnar læstar og enginn kom til að ljúka þeim upp, hvernig sem hann barði og sparkaði. Auk þess voru allir gluggar hespaðir aftur svo engin leið var að komast innum nokkurn þeirra, nema brjóta þá með sleggju.

Þegar hér var komið sögu, átti Kolbeinn einskis úrkostar annað en að ráfa útá malbikað strætið. Þar biðu hans götubörn, sem sendu honum tóninn með hávaða og æsilegum tiltektum, en fullorðna fólkið sigaði á hann hundum sem bitu hann í kálfana og sýndu sig í að míga utaní buxnaskálmar hans.

Um kvöldið strauk Kolbeinn af landi brott með útlendum ævintýramönnum, sem staddir voru í Reykjavíkurhöfn á skútu sinni.

Það var ekki fyrr en Íslands fjöll hurfu endanlega ofaní hafið útvið sjóndeildarhring, að Kolbeinn uppgötvaði að hann var bæði sokka- og nærbuxnalaus. En honum var fjandans sama, því bölvað landið með fjöllum sínum og skríl var blessunarlega horfið sjónum, en hann sjálfur kominn með sjósótt og farinn að kasta upp út yfir borðstokk skútunnar.


mbl.is Allt opið í gjaldeyrismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálfflegnu griðungana fyrir björg sem fyrst

Fyrst herra Gjeir Haaarde vogar sér að halda fram að hann sé á engann hátt persónulega ábyrgur fyrir stöðunni sem upp er komin í þjóðfélagin, er ekki hægt að álykta annað en að maðurinn sé veruleikafirrtur, dómgreindarskertur í meira lagi, eða hann lætur sig hafa að tala vísvitandi gegn betri vitund.

Raunar skiptir engu máli hvort Gjeir telur sig ábyrgan, ekki ábyrgan, eða ábyrgðarlausan með öllu. Dagar hans og flokkssytkyna hans í Sjálfstæðisflokknum eru brátt taldir við stjórnun landsins. Nýtt og betra þjóðfélag rís ekki úr frjálshyggjurústunum og verður að veruleika nema án aðildar og afskipta Sálfstæðisflokksins.

Og það skulu allir Gjeirar og Davíðar kapítalismans á Íslandi vita, að sókn fólksins gegn þeim mun ekki linna fyrr en þeir verða horfnir af hinu pólitíska sjónarsviði fyrir fullt og allt. Og þó að Gjeirarnir og Davíðarnir séu miklir menn, hrokafullir og hortugir, tekst þeim ekki að stöðva þá byltingu sem nú er hafin á Íslandi.

Góðir landsmenn til sjávar og sveita: Það er okkar að reka flótta Gjeiranna og Davíðanna, Hannesanna og Þorgerðarnar. Því fyrr sem þau hlaupa eins og hálfflegnir griðungar fyrir björg, því betra. 


mbl.is Geir: Tel mig ekki persónulega ábyrgan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krafan er: Ástþór og Ásgerði í Frjálslyndaflokkinn.

Mér finnst einhvernveginn að, ,,Lýðræðishreyfingin," hið ,,þverpólitíska" bandalag Ástþórs Magússonar og Ásgerðar Jónu ætti að leita hófanna hjá Frjálslynda flokknum. Þau mundu sóma sér vel við hliðina á Jónka Magg og Mánga Þór, sem eru eins og menn vita afar þverpólitískir hægri menn.
mbl.is Lýðræðishreyfingin fundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagnrýnisvert val á ræðumönnum

Þó að ég hvetji alla sem vettlingi geta valdið að mæta á Austurvöll í dag til að mótmæla gjörðum valdastéttar auðvaldsins, sem og auðvaldskerfnu sjálfu sem er hinn eini sanni sökudólgur, verð ég að veita mér þann munað að gagnrýna val á frumælendum mótmælafundarins.

Það kann ekki góðri lukku að stýra, að frumælendur þessara funda séu nær eingöngu af standi menntamanna, blaðamanna og rithöfunda. Það verður að hleypa rödd róttæks verkafólks að, annars er hætt við að fundirnir koðni niður í einsleitt menntamannamuldur í stofukratastíl.

Ég skora því á skipuleggjendur Austurvallar- og Háskólabíósmótmælafunda, að gera bragarbót á vali frummælenda og leita hiklaust smiðju verkafólks þegar þeir velja fólk til að tala á fundunum.


mbl.is Útifundur á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband