Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
22.4.2010 | 12:24
Hryllingsóperan Finnur í græðgislandi
Mikið er nú viðkunnanlegt að Framsóknarflokkurinn í Reykjavík sé að opna kosningaskrifstofu í dag með ræðuhöldum og skemmtidagskrá. Það verður áreiðanlega ósköp notalegt að hlýða á rokkarana úr Borgarholtsskóla flytja nokkur númer úr söngleiknum um Lísu í Undralandi. Þá verður ekki síður upplífgandi að heyra sjálfann Framsóknarkórinn syngja valdar aríur úr hryllingsóperunni,, Finnur í græðgislandi", sem fór eins og menn muna, frægðarför um Ísland fyrir fáeinum árum.
Nú, svo verða frambjóðendur Framsóknaflokksins á svæðinu með blöðrudýr, en það munu vera fyrrverandi ráðherrar flokksins. Hinsvegar ku næsta erfitt orðið að halda lofti í umræddum frafsóknarráðherra-blöðrudýrum sökum þess hve götótt þau eru orðin og músétin og sum þeirra auk þess þung á sér af offylli eftir græðgisvæðinguna miklu þegar Halldór og Finnur léku aðalhlutverkin fyrir hönd Framsóknarmaddömunnar heitinnar.
Að öllu samanlögðu er eitthvað óhugnarlega móðuharðindalegt við að Framsóknarflokkurinn skuli enn þann dag í dag, á þí herrans ári 2010, vera að opna kosningaskrifstofur.
Framsókn opnar kosningaskrifstofu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.4.2010 | 22:09
Fémínískar systur slái skjaldborg um Steinunni Valdísi
Mótmælt við heimili þingmanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.4.2010 kl. 08:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.4.2010 | 21:02
Bjarni fær ekki hvaða umboð sem er
Það hlýtur að era hægt að láta Bjarna fá eitthvert andskotans umboð. Hann gæti, trúi ég, orðið þokkalegur umboðsmaður hljómsveita, t.d. Ljótu Hálfvitanna. Nú, bílaumboð færi Bjarna ekki vel, en umboð til að flytja inn sárabindi og aðra slíka vafninga kæmi til greina. Ekki kemur til mála að gera þennan hrunasvein Sjálfstæðisflokksins að umboðsmanni byskubs, því hann væri vís með að flækja Þjóðkirkjuna í einhver háskaleg krosseignatengsl og veðsetja byskubinn fyrir skuldabréf frá Fons eða Wernersbrothers með veði í bréfunum sjálfum.
En ef Bjarni óskar eftir umboði til að leggja Sjálfstæðisflokkinn niður, er það alveg sjálfsagt. Enda eru landsmenn unnvörpum að komast á þá skoðun, að umræddur flokkur sé endalaus uppspretta sjónhverfinga, spillingar og glæpa og þar með sú hægdrepandi meinsemd sem þjóðarlíkaminn verður að losna við sem fyrst ef hann á ekki að andast fyrir aldur fram.
Bjarni vill fá nýtt umboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.4.2010 | 19:28
Sósíalískt þjóðfélag er það sem koma skal
Það er hárrétt hjá Steingrími, að Bjarni Benediktsson ætti að rifja upp hernig Icesave er tilkomið. Og það eru fleiri en Bjarni sem ættu að hressa uppá heilasellurnar hvað varðar icsave-glæpinn og aðra stigamennsku sem fékk að vaða uppi á frjálshyggjutímabilinu 1991 til 2009. Eins og komið hefur fram, þá er skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis einn alsherjar áfellisdómur yfir Sjálfstæðisflokknum og liðsmönnum hans. Í því ljósi væri eðlilegt, að Sjálfstæðisflokkurinn og kjósendur hans væru látnir borga skaðann af umræddu frjálshyggjutímabili. Og auðvitað tækju auðvirðilegu hækjurnar, Framsókn og Kratar, þátt í að greiða glæpinn á einhvern hátt.
En þó að Rannsóknarskýrsla Alþingis felli alvarlegan dóm yfir Sjálfstæðisflokknum, láist henni alveg að geta þess, að grunnurinn að Hruninu mikla, rótin að óförunum, er ekki minni ismi en sjálfur kapítalisminn. Sem segir okkur, að skýrslan er þrátt fyrir allt borgaralegur samsetningur og okkur ber að umgangast hana sem slíka.
Ef þjóðinni er mjög umhugað að gera Hrunið rækilega upp og ganga svo frá hnútunum, að slíkir hlutir endurtaki sig aldrei, verður hún að skipta algjörlega um þjóðfélagskerfi, afsegja kapítalismann og fleygja honum útí hafsauga og taka upp sósíalískt þjóðfélagskerfi í staðinn. Það er hið eina eðlilega svar við Hruninu, Sjálfstæðisflokknum, Framsókn og Krataselskapnum.
Engin fyrirheit gefin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.4.2010 | 19:08
Lausaganga sjálfstæðismanna ólíðandi
Kvartað yfir lausagangi hunda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.4.2010 | 17:22
Flokkurinn lagður niður á aukalandsfundi
Það er gleðilegt að höfuðpaurar Sjálfstæðisflokksins skuli ætla að sjá að sér og leggja til við aukalandsfund, að Flokkusinn verði lagður niður, áður en til þess kemur að hann verði bannaður með lögum frá Alþingi, sem félagi Ólafur Ragnar Grímsson myndi staðfesta með ánægju.
Vitanlega sjá allir, sem á annað borð eru með fullu viti, að leikur Sjálfstæðisflokksins er gjörtapaður; það komst nefnilega uppum strákinn Tuma því þegar allt kom til alls var Sjálfstæðisflokkurinn ekki stjórnmálaflokkur í þeirri merkingu sem fólk leggur almennt í það orð, heldur sóðaleg peninga- og valdagræðgissamtök, fleytifull af hættulegum gallagripum á bæði borð. En það ar ekki fyrr en auðaldsmafían var komin upp að vegg og öll spjót stóðu á henni, að fór að rofa til milli eyrnanna á höfuðpaurum Flokksins og þeir sáu að þeim voru allar bjargir bannaðar.
Það verður mikið um dýrðir þegar Sjálfstæðisflokkurinn verður lagður niður í sumar, eða öllu heldur lógað, og hræið af honum urðað í sorpeyðingarstöðinni að Fíflholtum á Mýrum.
Boða til aukalandsfundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.4.2010 | 21:41
Barátta stjörnusýslumannsins við þrjóta og þorpara ber árangur
Þeir halda það, þorpararnir, að þeir geti leyft sér hvað sem í umdæmi sjálfs stjörnusýslumannsins Stones í Árnessýslu. En þar skjáltlast böluðum þrjótunum illilega, því stjörnusýslumaðurinn Stones er með haukfrán augu, mörg á hverjum fingri, og er ekkert uppá það kominn að gera gælur við ósvífna götustráka og annað hraksmánarlegt illþýði. Enda eru glæpir orðnir afar fátíðir í Árnessýslu nú orðið.
Ef ég þekki stjörnusýslumanninn rétt, þá hefur hann hýtt dópgöltinn, sem ók á 136 kílómetra hraða, vel og vandlega með eigin hendi, ekki síst fyrir það forkastanlega framferði að reyna að fela sig bak við öskutunnu við hliðina á samkomuhúsinu á Eyrabakka. En svona eiga yfirvöld náttúrulega að láta höndur standa fram úr ermum og refsa afbrotajúðum svikalaust.
Mikið væri óskandi, að ríkisstjórnin hefði vit á að gera stjörnusýslumanninn Stones að dómsmálaráðherra. Sá væri nú ekki lengi að uppræta hrunaglæpalýðinn og koma honum inn fyrir rimlana
Á ofsahraða undir áhrifum fíkniefna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.4.2010 | 10:49
Stórkostlegt þjóðfélagslegt vandamál
Ekki er að sjá að hinir ,,þrír nýju þingmenn" sem sagt er að taki sæti á Alþingi eftir helgina, eigi meira erindi á þing en þeir sem hurfu af vettvangi fyrir helgina. Það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er gjörónýtur niður í rót og á varamannabekknum húka samskonar spillingarpésar og þeir sem fengið hafa að sprikla í aðalliðinu.
Raunar er Sjálfstæðisflokkurinn meir en gjörónýtur; hann er stórkostlegt þjófélagslegt vandamál, sem nauðsynlegt er að taka til einhverskonar gjaldþrotameðferðar. Þegar fólk fær krabbamein er reynt að nema meinsemdina burt með skurðaðgerð, sem fylgt er eftir með lyfja- og geislameðferð. Á sama hátt og krabbameinsæxli eru meðhöndluð á þjóðin að hreinsa sig af þeirri lífshættulegu óværu sem Sjálfstæðisflokkurinn er.
Þrír nýir þingmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.4.2010 | 20:54
FFF og ormaveika tíkin í Skotakoti
Engan þarf að undra að Flokksráðs- Formanna og Frambjóðendasamkoma (FFF) Sjálfstæðisflokksins skuli lýsa yfir eindregnum stuðningi við formanninn Bjarna Benediktsson. Það hefði heldur ekki komið á óvart þó FFF hefði lýst yfir jafn eindregnum stuðningi við Davíð Oddsson og Gjeir Haaarde. Og hefði verið borin upp stuðningsyfirlýsing á fundinum við Hanez okkar hérna Holmstone og ormaveiku tíkina í Skotakoti, hefði hún einnig verið samþykkt með eindregnu lófaklappi og húrrahrópum.
Í bókinni Atómstöðin, eftir Halldór Laxness, kemur félag eitt við sögu hvers nafn er skammstafað FFF, alveg eins og Flokksráðs- Formanna og Frambjóðendasamkoman, sem haldin var í Reykjanesbæ í morgun. FFF. Reyndar heitir stofnunin ,,FFF" í Atómstöðinni ekki Flokksráðs- Formanna- og Frambjóðendasamkoma, heldur FaktúruFölsunarFélagið, FFF. En á þessum tveimur FFF-fyrirbærum er aðeins örlítill stigsmunur en ekki eðlis.
Lýsa yfir stuðningi við Bjarna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.4.2010 | 11:26
Krafan á hendur sjálfstæðismönnum er ...
Flokkurinn minn, Flokkurinn minn. Ekki voru Torgerður Kattrín og félagar mikið að hugsa um orðspor Flokksins síns þegar græðgisvæðingin stóð sem hæst. Hinsvegar er þessum ræflum nokkur vorkun því græðgi og ójöfnuður eru tvær af helstu grunnstoðunum í eðli Flokksins, sem er langtum æðri Guði Almáttugum í vitundarlífi Torgerðar og annarra sjálfstæðishrossa; hann er einhverskonar ofurjólasveinn sem gefur börnum sínum gjafir í krafti eðlis síns. Ef þessi ofurjólasveinn geyspar golunni verður grátur og gnístran tanna í ríki græðgis- og ójafnaðarsinna, ekki síðri en gerist og gengur í heimkynnum fordæmdra í sjálfu Víti.
En það er ekki nóg að Torgerður segi af sér sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins og taki sér leyfi frá þingstörfum ásamt Illuga Gunnarssyni. Krafan á hendu sjálfstæðismönnum er að þeir leggi Flokkinn sinn niður orðalaust, áður en hann verður bannaður með lögum eins og hver önnur illræðis- og glæpasamtök.
Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis sannar svo um munar hvert eðli samtakanna, sem kenna sig við sjálfstæði, er. Skýrslan er einn alsherjar áfellisdómur yfir þessum illræmda flokki og í raun ákall um að hann verði fjarlægður af sviði íslenskra stjórnmála.
Þorgerður stígur til hliðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nýjustu færslur
- Búist er við tímabæru andáti þeirrar gömlu á hverri stundu
- ,,Skipulögð starfsemi" Flokks
- Sú á nú eftir að fá sína sálumessu yfir sig eins og Birgitta ...
- Aðför að lýðræðinu og saga af ferð á hvalaslóðir
- Mun alvarlegri atburður en ætlað var í fyrstu
- Erlendur njósnari settur á Nonnýboy til að kanna hvalablæti hans
- Gunter Sachs var glaumgosi en þó var Indriði Handreður honum ...
- Af óviðunadi afvegaleiðingu ungmenna
- Vinn ei það fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans
- Heimska og dómgreindarleysi villuráfandi þjóðar staðfest
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 57
- Sl. sólarhring: 132
- Sl. viku: 215
- Frá upphafi: 1539498
Annað
- Innlit í dag: 49
- Innlit sl. viku: 183
- Gestir í dag: 49
- IP-tölur í dag: 48
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007