Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2017

Einkennilegur tepruskapur þeirra sem kunna ekki gott að meta

rat5.jpgJú, það má svo sem vel vera að einhverjum þyki fremur ólystugt hafa nagdýr í salatinu sínu, en það skoðast þeirra mál sem svo eru matvandir. Í gamla daga þókti sá púðursykur bestur sem var rakur af rottuhlandi úr stíunni hjá kaupmanninum og augvum varð meint af, síður en svo; allir kómu þeir aftur o.s.framv. Þá var til þess tekið að Vilhjálmur matvörukaupmaður hafi kastað rottum og músum á skottinu ofan í hrærivélina þegar hann var að búa til kjötfars og allir rómuðu hvað farsið hjá Vilhjálmi væri lystugt og gott.

En vel á minnst: Hvað var ungi maðurinn að gera með mýsluna upp á Landspítala? Var drengurinn að færa hana undir læknis hendur? Ef svo er hefir músin verið með lífsmarki en aðfram komin og heilsulaus. Og tókst læknunum að bjarga lífi hennar? Er hún útskrifuð af sjúkrahúsinu. Þessar og fleiri spurningar brenna á fólki og einsgott fyrir fjölmiðla að afla upplýsinga og koma þeim á framfæri við almenning. Eða er svo að skilja að ungmennið hafi étið músina, því það er sagt í fréttinni að hann hafi neytt hennar annars staðar. Ef hann hefir étið músina, hvað var hann þá að gera upp á Landspítala?

Þegar Skonsukarlinn var kokkur á bátunum í gamla daga fangaði hann alltaf mýsnar sem komust í búrið hjá honum og setti þær í súpupottinn. Karlarnir urðu glaðir þegar þeir vissu að það var mús í súpunni og kepptustu við að veiða hana upp úr pottinum og á diskinn sinn. Í vertíðarlok var Goddi steinbítur krýndur músakóngur vertíðarinnar, því að það var hann sem veiddi flestar mýs upp úr súpupottinum á tímabilinu, 17 talsins. Það var Skonsukarlinn sjálfur sem veitti verðlaunin, þrjár flöskur af hvannarótarbrennivíni. Af öllu Þessu má sjá að mýs og rottur eru ágætis mannamatur, enda hafa Kínabúar borðað þessi kvikindi af sömu áfergju og Íslendingar ýsu og lambaket. 


mbl.is Íhuga að óska eftir frekari rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vondalyktin hyggst ganga milli bols og höfuðs á múslímasleikjum og anarkókommúnistum

kol31.jpgÍ morgun dró lögreglan Brynjar Vondulykt augafullan upp úr göturæsinu og höfðu síðan samband frú Ingveldi og Kolbein að koma niður á stöð og hirða gripinn því hann væri ekki hæfur til gæsluvarðhalds eins og hannværi á sig kominn. Sjálfur heldur Brynjar því fram að hann hafi orðið fórnarlamb útlenskra terrorista og hótar að kjósa Flokk Fólksins og fara í heilagt stíð við hælisleitendur og alla ISIS böðla. Vissulega var Vondalyktin illa til reika þegar frú Ingveldur og Kolbeinn sóktu hann á lögreglustöðina; hann var grútskítugur og með glóðarauga á báðum, fötin rifin og tætt, annar spriskórinn týndur og lyktin af honum eins og af úldnum þorski.

Hið rétta í málinu er að Brynjar Vondalykt mætti erlendum hjónum, ferðamönnum, á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis og lét sig hafa það að slæma lúkunni í klofið á konunni um leið gekk framhjá henni og klípa. Eins og við manninn mælt ruku erlendu hjónin, sem eiga ættir að rekja til Alsír, upp eins og nöðrur og veittust harðlega að Vondulyktinni og misþyrmdu honum eins og um lúsugan flækingshund væri að ræða. Þegar hin harðhentu hjón höfðu lokið sér af, lá fórnarlambið spriklandi á maganum í rennusteininum með kinnina í hlandpolli.

Þegar frú Ingveldur og Kolbeinn höfðu verkað vin sinn upp, baðað hann og klætt í hrein náttföt af Kolbeini fór að birta yfir kauða og hann fór að hafa í heitingum útí flóttamenn, Muslima, Albana, Kínverja og Kúbverja og trúði velgjörðarfólki sínu fyrir því að nú væri ekkert sem héti ljótt, sannir Íslendingar yrðu að skera upp herör gegn þessu helvítis útlendingapakki og reka það allt úr landi og vega þá sem ekki hypjuðu sig undir eins þegar þeir ættu að hverfa úr landi. Þess vegna væri þeim, honum, frú Ingveldi og Kolbeini, nauðugur einn kostur, að ganga úr Sjálfstæðis- og Framsóknarflokknum og veita Ingusæ, Mánga Þór og Möggu Frikka í Flokki Fólksins lið í næstu kosningum og ganga milli bols og höfuðs á helvítis múslímasleikjunum og anarkókommúnistunum í hinum flokkunum.   


mbl.is Mótmæla hækkun á leigu vegna hávaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á meðan Kolbeinn espar framsóknarmenn upp segir frú Ingveldur pass

konaErfitt að flýta landsfundi? Hvaða helvítis kjaftæði er þetta í manninum? Þetta er hvort eð er skrautsýning og heilaþvottur og er jafn ómerkileg hvort heldur hún er sett upp fyrr eða síðar. Auk þess er Sjálfstæðisflokkurinn farinn að leggja mest upp úr að friða perverta eins og þeir séu fágæt fuglategund í útrýmingarhættu. Og enginn veit lengur hvaða furðuverk verður næst uppi á borðinu hjá þessum sérkennilegu samtökum, enda er hvur loppan upp á móti annarri þar á bæ og sturlungaöld í algleymingi með tilheyrandi rýtingum og mannorðsvígum.

Nú undir kvöld lét einn helsti hugmyndafræðingur og ráðslagari Sjálfstæðisflokksins, frú Ingveldur, hafa það eftir sér, að hún skilji ekkert í því að hún skuli ekki fyrir löngu vera búin að taka Kolbeins eiginmann sinn Kolbeinsson af lífi. Hún hafi margoft velt fyrir sér hvaða aðferð væri þekkilegust við að murka líftóruna úr þessu óbetranlega skoffíni og hafi margt komið til greina í því sambandi. Síðast í dag hafi Kolbeinn fengið kamarorghestinn Sigmund Dávíð á sinn fund til að spila í honum að fara enn og aftur í framboð! Eftir samtal þeirra þokkapilta hafi Sigmundur hlaupið í einhvern fjölmiðil og hótað framboði og verið með dylgjur út í einhverja ótilgreinda heiðursmenn. Frú Ingveldur segir enn fremur, að Kolbeinn sé hafi komið því inn hjá Sigmundi að hann sé Jónas frá Hriflu endurborinn og drengskömmin hafi upp frá því farið að haga sér eins og viðundur og orðið aðhlátursefni um allt land.

Ekki bætir úr skák að Kolbeinn heim í gærkvöldi eftir sólarhrings óútskýrða fjarveru og leit út eins og illa leikin afturganga. Frú Ingveldi þótti einsýnt, eftir hollingunni á honum að dæma, að karluglan hefði hafnað í pervertahöndum og réttast væri að vaska helvítið upp úr blöndu af vítissóda og klór, maðurinn væri trúlega baneitraður. En í morgun, árla mjög, þegar frú Ingveldur vaknaði, var bóndi hennar búinn að klæða sig í bestu sparifötin sín og orðinn svo annarlegur til augnanna að frú Ingveldur varð hrædd. Svo fór hann hringja í hina og þessa framsóknarmenn og boða suma þeirra á samtalsfundi og espa þá upp í að halda landsfund fyrir Framsóknarmaddömuna nokkrum dögum fyrir kosningar. Það eina sem aftraði frú Ingveldi frá því að skera upp herör gegn eiginmanni sínum í dag og vega hann var illkynja gigt í báðum únliðum, annars hefði hún kyrkt ófétið á staðnum. Enda hvað á Framsókn með að halda landsfund þegar Sjálfstæðisflokkurinn þorir ekki einusinni að leiða hugann að slíkum munaði?


mbl.is Erfitt að flýta landsfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur lukkuriddarana ...

x26Sjáum nú til; fátt er svo með öllu íllt að ekki sé annað verra í boði. Með hverjum alþingiskosningum síðasta aldarfjórðunginn hefir þingheimi hrakað hröðum skrefum; endurnýjun í þingliði hefir einungis skilað þjóðinni fleiri lukkuriddurum og lægri meðalgreind þingmannahópsins. Enda er árangur stjórnmálanna á Íslandi í samræmi við raunarlega hnignun stjórnmálamannanna.

En svo vikið sé að skoðannakönnuninni sem frétt mbl.is greinier frá, þá er aungvu líkara en íslenska þjóðin sé orðin býsna sólgin í að koma koma rasistum og fasistaendemum inn á Alþingi; ef það gerist í næstu kosningum lækkar meðalgreind þingheims óhjákvæmilega um allmarga þumlunga, sem varla er til bóta í nokkru tilliti. Að vísu horfir nokkuð til bóta þegar haft er í huga að megnið af þingliði Björtu framtíðarinnar og Viðreisnar er á leið í sorptunnuna, en á móti kemur að alræmdur lýðskrumaraflokkur, sem kallar sig Flokk Fólksins, virðist ætla að koma nokkrum fáráðlingum á þing. Flokkur fólksins er mjög líklegur til að leiða gjörspillt samtök Sjálfstæðisflokks og Framsóknar til ríkisstjórnarsamstarfs á grundvelli útlendingaandúðar, grófrar auðvaldsstefnu og áframhaldandi skemmdarverka á samfélaginu. Þetta skuluð þið hafa í huga sem eruð að drukkna í krókódílatárum frú Ingusæ og Magnúsar Þórs yfir bágum kjörum aldraðra, öryrkja og fátæklinga.

Nú, loddaraflokkar VG og Samfylkingar hafa ekkert með atkvæði að gera. Þeir sem hafa í hyggju að kasta atkvæðum sínum á þá undanrennumaskínu ættu heldur að ráðstafa þeim til Alþýðufylkingarinnar eða Sósíalistaflokks Íslands ef hann verður í framboði. Reyndar er óásættanlegt að þeir sem eru að þreifa fyrir sér í sósíalismanum séu að grufla við það í tvennu lagi, einn flokkur dugar, og því eiga Alþýðufylkingin og Sósíalistaflokkurinn að sameinast nú þegar. Hins vegar verða þeir sem líta á VG og Samfylkinguna sem fulltrúa sósíalista á Íslandi að blása þeirri firru burt úr hausnum á sér því að þessir tveir flokkar eru aðeins auðvirðileg tilbrigði við Framsóknarsymfóníuna og úr þeirri átt er aungra samfélagsbreytinga, sem hægt að kalla því nafni, að vænta. Eða eigum við bara að láta næsta kjördag verða dag lukkuriddarana?

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur og VG með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allur fjandinn er nú til

vgSvo að Katrín heldur að hún hafi lagt eitthvað til. Jahérna, allur fjandinn er nú til. Trúir því því einhver að fjölmiðlafulltrúi Steingríms, Álfheiðar og Svarvarsfjölskyldunnar hafi lagt eitthvað til? Nei, því trúir auðvitað ekki nokkur einasti maður. Samkvæmt samtali fjölmiðlafulltrúans er ekki loku fyrir það skotið að VG bjóði fram lista við næstu kosningar, hvað sem það á að þýða, því sannast sagna er VG gjörsamlega þarflaus flokkur og liðónýtur til allra hluta nema að sleikja sig upp við auðvaldið, einkum kvótagreifa og þessháttar mannskap. Það eina sem VG getur státað af með nokkrum rétti er að vera daufblár flokkur hægrimanna sem hefir sér að lífsviðurværi að ljúga að fólki að hann sé ósköp vinstrisinnaður, - já, og grænn á Bakka og Dreka.

Já vinir mínir, blaðfulltrúi VG er ekkert blávatn, þó blá sé, og lætur sig ekki muna um að smæla hressaralega framan í Guðna Th. á kontornum hans og lyftir kaffibollanum settlega uppað vörunum með litla fingur út í loftið. Ég get trúað ukkur fyrir því að það er sjón að sjá. O so, - o so kom annar gestur í heimsókn til Guðna Th. og sá var nú ekki eins vel upp alinn og kurteis eins og Katrín litla. Sá maður gerði sér hægt um vik og pissaði bak við gardýnuna þegar Guðni Th. sá ekki til og klíndi hor úr nefinu á sér undir borðröndina. Og þegar þessi dólgur hafði kvatt á Bessastöðum lét hann aka sér rakelitt heim til frú Ingveldar og Kolbeins til að skemmta þeim með sögum af heimsókn sinni til forsetans.

Það er ekki öll vitleysan eins. Og nú ætlar það að fara að láta kjósa. Maður hélt það væri löngu fullreynt að út úr sona kosningum kemur alltaf sama auðvaldsrassgatið og sama andlega örbyrgðin. Mætti ég þá heldur biðju um almennilega byltingu, - eldrauða byltingu með eldrauðum fánum í bak og fyrir. Og í sjónvarpsfréttunum áðan bar fyrir kvendið hjá Fokki Fólsins og Magnús Þór Hafsteinsson líka. Hún hótaði framboði í öllum kjördæmum og býsnaðist yfir því að einhver eða einhverjir gætu komið vegabréfslausir til landsins; það var aungvu líkar en kerlingarkjökrið væri að kenna þeim vegabréfslausu um raunir aldraðra, hungur öryrkja og hörmungar fátækra. Aftur á móti minnist hún ekki neitt á kapítalismann, auðvaldið og arðránið, því að gaspur hennar og lýðskrum nær ekki til kapítalismans og frjálshyggjunnar í Fokki Fólsins, því að Ingasæ og Mángi Þór eru vel höll undir auðvaldið. Meginerindi Fokks Fólsins er þó að berjast gegn útlendingum, helst hælisleitendum og muslimun undir yfirskyni flóðs af krókódílatárum vegna hlutskiptis bágstaddra Íslendinga. Þannig er nú það, piltar mínir ...  


mbl.is „Í takt við það sem ég lagði til“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harðar deilur um fyrirhugaða nafnbreytingu á samtökunum

x42Háværar raddir heyrast nú innan úr samtökunum sem enn heita Sjálfstæðisflokkur, þess efnis að nafni flokksins verði breytt fyrir næstu kosningar. Nú þegar hafa risið tilfinningaþrungnar deilur innan flokksins um hvaða nafn eigi að verða fyrir valinu. Það eru einkum tvö nöfn sem flokksmenn aðhyllast helst, þ.e. Perraflokkurinn og Pedófílaflokkurinn, önnur nöfn heyrast vart nefnd. Satt að segja er deilan orðin svo hatrömm um nýja nafnið að miðað við orrustugnýinn má allt eins gera ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn klofni og úr verði bæði Perraflokkurinn og Pedófílaflokkurinn, hvor um sig með sirka 15-20 prósenta fylgi, sé mið tekið af raunverulegu greindarásigkomulagi kjósenda.

Nú undir morgun deildu menn hart að heimili frú Ingveldar og Kolbeins um nafnbreytingu Sjálfstæðisflokksins. Allir voru að vísu sammála um að ,,Sjálfstæðisflokkurinn" væri ótækt heiti, gamaldags og púkalegt og minnti á torfbæi og sexæringa frá þarsíðustu aldamótum. Aftur á móti væru Perraflokkurinn og Pedófílaflokkurinn bæði geysigóð nöfn, lýsandi fyrir flokkinn, nýstárleg og lýstu til framtíðar. Ólai Apaköttur hélt Perraflokknum, af því það nafn hefði breiðari skýrskotun, svo ákaft fram að frú Ingveldi varð á að rota hann í einni sennunni. Sjálf aðhyllist frú Ingveldur Pedófílanafnið því að það veiti sýn inn í innstu rök flokksins, arfinn frá baðstofumenningu Íslendinga um aldir sem og alveg nýja atburði í þjóðmálunum.

Þá vór og orðin ,,mannorð" og ,,æra" tekin til umræðu að heimili frú Ingveldar og Kolbeins í nótt. Þar voru allir sammála um, þar með talin framsóknarmennin Kolbeinn, Indriði Handreður og Máría Borgargagn, að mannorð og æra væru stjónmálafólki til trafala, einkum þeirra sem unna frelsi öðru meir; stjórnmálaflokkur gæti aldrei orðið fullkomlega frjáls nema hann losaði sig algjörlega við skran eins og mannorð, æru og siðferði. Og hvort sem nýtt nafn Sjálfstæðisflokksins verði Perraflokurinn eða Pedófílaflokkurinn ættu menn þar á bæ að losa sig að fullu við fyrrnefnd hugtök, mannorð, æru og siðferði, á sama andartaki og nýja nafnið tæki gildi. Þá loks væru samtökin, sem enn kenna sig við sjálfstæði, fullkomin frelsisflokkur og frjálshyggjuflokkur. 


mbl.is „Hann verður þá að eiga það við mig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá fyrst höndlaði hún frelsið

ingv17.jpgEinhverju sinni stóð til að reisa upp æru Máríu Borgargagns og það gekk nú sona og sona. Það höfðu sem sagt magnast upp sögur varðandi meint lauslæti, vergirni og frillulíferni Borgargagnsins uns svo var komið að að ekki væri lengur við þenna óþverra búandi fyrir konuna. Þá hugkvæmdist einhverjum velunnara hennar, sumir segja frú Ingveldi aðrir Kolbeini Kolbeinssyni, að mál væri til komið að æra Máríu Borgaragns væri reist upp og djúphreinsuð og fínpússuð þar til hún glampaði eins og saklaus stjarna á festingunni. Fyrst var athugað hvort ekki finndist læknir, helst kvensjúkdómalæknir með doktorsgráðu, til að skrifa upp á að Borgargagnið væri hrein og óspjölluð mey. Því miður fyrirfannst enginn úr læknastétt sem treysti sér til að gefa vottorð upp á þessháttar, nema gamall og blindur skottulæknir sem krafðist ótilkvæmilegrar greiðslu fyrir greiðann. Þar með var þessi leið úr sögunni.

Þá kom til kasta frú Ingveldar, sem gerði sér lítið fyrir og boðaði tólf konur af góðu standi á sinn fund og bauð þeim að vitna um að óþrifnaðarsögur um óábyrgt kynferðislíf Máríu Borgargagns væru allar úr lausu lofti gripnar. Vergirni og lauslæti hefði alla tíð verið Máríu svo fjarri sem mest mætti og raunar hefði hún verið hálfnáttúrlaus frá unga aldri og vart við kallmann kennd svo bragð væri af. Hinar tólf vel ættuðu frúr tóku þegar í stað upp pennann og skrifuðu undir áttatíu blaðsíðna greinargerð sem frú Ingveldur hafði samið sjálf í smaráði við Borgargagnið, hvar flekklaust líferni hennar var tíundað í þaula á hvurri blaðsíðu. En hinar illu tungur voru fljótar að kveða hinar áttatíu blaðsíður niður með þeirri umsögn að þarna væri um svo magnaða lýgi að ræða að Munkhausen barón bliknaði við hliðina á þessum ósköpum. Og graðsögurnar af Máríu Borgargagni færðust nú svo hryllilega í aukanna að það litla sem eftir var af æru hennar hvarf öldungis með öllu þannig að ekkert var lengur fyrir hendi til að reisa upp. Síðan hefir Máría Borgargagn verið alveg mannorðslaus og þegar frá leið varð hún dauð lifandis fegin að vera laus við þennan andskota sem hreint mannorð svo sannlega er.

Í dag segir Máría Borgargagn hverjum sem heyra vill, að þá hafi hún fyrst öðlast fullkomið frelsi þegar hún losnaði við æruna og mannorðið í eitt skipti fyrir öll. Undir þetta tekur frú Ingveldur og Kolbeinn eiginmaður hennar, en þau eru bæði ærulaus og hátt skrifuð hjá sterkustu borgaraflokkunum og hagsmunasamtökum atvinnulífsins. Og Brynjar Vondalykt hefir meira að segja á opinberum vettvangi viðrað þá hugmynd að nauðsynlegt sé að stofna æruleysissöfnuð til að útbreiða frelsunarboðskap æruleysisins og gera æruleysið að óhjákvæmilegum fylgihnetti frjálshyggjunnar í poletik. 


mbl.is Nöfn afmáð úr gögnum um uppreist æru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fokk Fólsins og Ingasæ nýtur stuðnings þungaviktarhjóna

piss1.jpgÍ ljósi alvarlega atburða gærdagsins hefir að vonum mikið gengið á að heimili frú Ingveldar og Kolbeins Kolbeinssonar; þar hafa málsmetandi menn og konur komið og farið síðasta sólarhring, flestir með miklu fasi, jafnvel slangrandi. Til dæmist hefir náfrænka frú Ingveldar, Ingasæ, birst allt að átta sinnum í húsum frú Ingveldar og Kolbeins síðan á hádegi í gær, mis-úfin og rekandi upp hrossahlátra án nokkurrar sjáanlegarar ástæðu fyrir slíkum gleðilátum. Í einni heimsókn Ingusæ gerðist það að Brynjar Vondalykt skreið eins og ánumaðkur undir síðpils Ingusæ, hvar hún stóð á eldhúsgólfinu og lét dæluna ganga, og faldi sig þar. Það var ekki fyrr en Ingasæ rigsaði á brott að hún tók eftir Brynjari, en þá lyppaðist hann meðvitundarlaus undan pilsi hennar út á gólf og lá þar stinnar fjórar klukkustundir á eftir í öngviti. Á meðan Vondalyktin dvaldi í eiturdái þar á eldhúsgólfinu vildi svo illa til, að búrtík eins gestsins eins slapp inn og mé í andlit hins bjargarlausa manns; þegar hann vaknaði var búrtíkurþvagið þornað á honum og aunginn hirtu um að segja honum frá hvað gerst hefði.

Eins og einhverjir vita fer Ingasæ fyrir flokki manna sem er meinilla við útlendinga, einkum hælisleitendur og muslima af erlendum uppruna, en þykjast öðrum fremri í væntumþykju í garð öryrkja, gamlingja og fátæklinga og stilla þeim ótrauð upp sem fórnarlömbum hinna útlensku dusilmenna. Sona málflutningur fellur vel í kramið hjá nautheimskum körlum og kerlingum og einnig hjá vissum hópi geðbilaðs fólks. Og frú Ingveldur og Kolbeinn kunna vel að meta rasisma, einnig fasisma og setja stundum á umræður í vissan hóp um dásamleg náðarverk Hitlers og félaga í Þjóðverjalandi forðum daga. Hitt er so aptur annað mál, að frú Ingveldi er mjög í nöp við tækifærisfyllirafta sem slæðast inn á heimili þeirra hjóna í þeim tilgangi einum að fífla bónda hennar og fá hann til subbulegra athafni við sig í miðstöðvarkompunni eða bílskúrnum.

Nú er allt útlit fyrir að Ingasæ sé að fara í framboð fyrir einn af þeim flokkum sem frú Ingveldur er umboðsmaður fyrir og hafa sér til halds og trausts í þeim bardaga búrtík sína knáa, Magnús Þór, sem kunnur er fyrir að gelta hástöfum að arabískum konum og börnum þeirra. Eflaust finnur frú Ingveldur mörg fleiri gægsn til að stilla upp á lista náfrænku sinnar, svo sem útvarpsugubelgina, því nú fara í hönd dagar lukkuriddara í kosningaham. Vitskuldu munu þau sæmdarhjón, frú Ingveldur og Kolbeinn, leggja mesta áherslu á að gera veg Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem mestan en leið munu Ingasæ og Fokkur Fólsins, sem og Íslenska Þjóðfylkingin njóta samúðar sæmdarhjónanna, eins og búast mátti við.  

Af gefnu tilefni skal þess getið, að meðfyljandi mynd er ekki af atburði þeim sem getið er í pistlinum heldur af alókunnugum hundi að kasta af sér vatni á Máríu okkar Borgargagn. Þennan hund snöri maður Borgargagnsins, Indriði Handreður, úr hálsliðnum með eigin höndum og eiganda hans hérumbil líka. 


mbl.is „Maður er hreinlega enn í æfingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minningargrein um andaða ríkisstjórn

xd17.jpgJá það var allan tímann eitthvert fargan á þeim í þessari ríkisstjórn, ef ríkisstjórn skildi kalla, trúi ég, og nú er hún berja nestið auminginn. Vanur maður sem kom að banabeði ríkisstjórnarinnar kvaðst aldrei hafa séð ljótari sjúkling og ugglaust muni líkið verða enn herfilegra um það bil sem það verður kistulagt. Þegar hefir verið ákveðið að dysja hræið af ríkisstjórninni utangarðs, án yfirsöngs og Guðs blessunar; það kom sem sé upp úr dúrnum þegar að var gáð, að Frelsarinn hafði ásamt mögrum öðrum andstyggð á ríkisstjórnarnefnu þessari og lét þess getið að orð sín um ríka manninn, úlfaldann og nálaraugað væru enn í fullu gildi og þar með væri óviðeigandi með öllu að greftra það innan um annað fólk í vígðum reit. Að öllu samanlögðu er þó rétt að fara þess á leit við Drottinn Sjálfstæðismanna, Mammon, að láta þennan hráslaga- og slepjulega þjón sinn í friði fara. 

Smánarlegast þykir þó að andlát ríkisstjórnarinnar hafi borið að með þeim hætti sem á varð og banamein hennar í senn skammarlegt og óguðlegt; að tveir pervertar og ein agnarsmá flokksnefna hafi orðið til þess að heil ríkisstjórn með sjálft erkiauðvaldið og höfuðból borgarastéttarinnar, Sjálfstæðisflokkinn, innanborðs hafi orðið til þess að þríeinn guð Sjálfstæðisflokksins gliðnaði sundur og féll fyrir ætternisstapa eins og hvur önnur saurskriða. Það góða við andlát ríkisstjórnarinnar er að þjóðin gleðst yfir falli hennar og ætlar sér í engu að heiðra minningu hennar, fremur en dauða ókunnugs útgangsrakka sem verið hafði fólki hvimleiður fyrir margra hluta sakir.

Og vissulega var hin látna ríkisstjórn, sem fær sitt formlegt dánarvottorð um hádegisbil í dag, veik, fárveik, alla sína aumu ævi. En það var ekki af því að eitthvert lím í henni hafi verið veikt, eins og stjónmálafræðingurinn segir, heldur stafaði sjúkdómurinn af eðli hennar, arðráns- og auðvaldseðlinu, sem skipaði henni að halda áfram að eyðileggja samfélagið með ósvífnum ránum og gripdeildum á eigum þess í þágu gráðugar einkvæðingar og frjálshyggjuóra. Og sannast nú sem fyrr orð Hallgríms sáluga Péturssonar:

Sjá hér hvað illan enda
ótryggð og svikin fá.
Júdasar líkar lenda
leiksbróður sínum hjá.
Andskotinn íllskuflár
enn hefir snöru snúna
snögglega þeim til búna
sem fara með fals og dár. 

Og enn fremur:

Undirrót allra lasta
ágirndin kölluð er.
Frómleika frá sér kasta
fjárplógsmenn ágjarner
sem freklega elska féð.
Auði með okri safna,
andlegri blessun hafna
en setja sál í veð.
 

 


mbl.is Ríkisstjórnin veik frá upphafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir aðhöfðust meira um helgina en að halda eitthvað um ókunnugan mann

polis2_1271053.jpgÆtíð er jafn upplífgandi að sjá fyrirsagnir fjölmiðla um að einhver hafi verið hnepptur í gæsluvarðhald. Nú hefir lögreglan okkar mann í haldi sem hún heldur að sé frá Marokkó en gæti eins vel verið frá Færeyjum eða Hjaltlandi, nú eða bara frá Íslandi. Minnisstætt er þegar lögregluþjónarnir í Reykjavík tóku manngarm, sem þeir hugðu vera Íslending en var í raun frá Finnlandi, og lokuðu hann inni af því að hann vildi ekki tala íslensku og þvaðraði á óskiljanlegu hrognamáli; lögregluþjónarnir héldu nefnilega að þessi náungi væri að gera gys að þeim og lúskruðu því á honum og létu dúsa einan við vatn og brauð í fangaklefa í rúman mánuð; og því aðeins leyfðu þeir manninum út að hann var dauður þegar þar var komið sögu.

En það þýðir ekkert fyrir lögregluna að halda að skjólstæðingur hennar sé frá Marokkó, hún verður að vita. Og lögregluprjónarnir aðhöfðust fleira um helgina en að halda eitthvað um mann sem þeir þekkja ekki: Aðfaranótt laugardags handsömuðu þeir Brynjar Vondulykt og vörpuðu honum í klefa hvar fyrir vóru þrír nafntogaðir óráðsíumenn og öfuguggar. Að þessum þrifalega félagsskap mátti Vondalyktin búa fram á sunnudagsmorgun, og satt að segja var karlanginn ærið ófélegur þegar hann var látin laus, með glóðaraugu á báðum og buxnalaus. Þegar Brynjar bað um að fá buxurnar sínar, eða einhverjar aðrar buxur áður en hann færi úr húsi, ærðist Hálfdán varðstjóri og fleygði honum á skyrtunni einni fata út í port. Það var því ekkert annað í stöðunni fyrir Vondulyktina en að halda fyrir ósómann á sér, í bak og fyrir, og halda fótgangandi heim til vina sinna, frú Ingveldar og Kolbeins.

Nú er svo komið að Brynjar Vondalykt er að undirbúa málshöfðun á hendur Hálfdáni Varðstjóra og og ruddamennana í fangaklefunum, en þeir djöflar gengu hart að Brynjari, einkum meydómi hans, svo að hann er víða helaumur um kroppinn eftir aðfarirnar. Ef Vondalyktin vinnur málið eru tugir milljona í höfn hjá honum, Hálfdán verður settur af og öfuguggarnir líkast til hengdir án frekari umsvifa. Það ljótasta í málinu, segir Brynjar, sé það að Hálfdán hafi slegist í lið með hinum illmúruðu föngum í viðleitni þeirra við að kvelja sig; hafi varðstjórinn verið ber að ofan og með opna buxnaklauf og allur hinn illúðlegasti og upp úr koki hans hafi hvað eftir annað hrokkið viðurstyggilegar fryggðarstunur, ekki ólíkar urri í villudýri í skógi. Trúlega verður þessu leiðindamáli þó lokið fyrir kvöldmat með því að Brynjari verður boðinn hundraðþúsundkall fyrir að halda kjafti og falla frá málshöfðun.


mbl.is Hnepptur í tveggja vikna varðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband