Bloggfærslur mánaðarins, mars 2018
11.3.2018 | 15:22
Óþarfir bjöllusauðir og aðrir óþurftargripir.
Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði er óumdeilanlega bjöllusauður af þeirri tegund sem eru gjörsamlega óþarfir hverju mannlegu samfélagi. Að svona gripir hafi þokkalega há laun, langtum hærri en verkalýðuinn, er satt að segja dálítið afkáralegt ekki síst fyrir þá sök, að svokallaðir stjórnmálafræðingar hafa nákvæmlega ekki neitt til málanna að leggja og hafa aldrei haft, hvorki frumlegt, uppbyggilegt né fræðandi ; hinsvegar hefir þessi hvimleiða tegund menntamanna verið ötul við að gera sitt besta til að rugla almenning í ríminu og halda að honum sínum persónulegu pólitísku einkakreddur undir yfirskyni mennta, prófessorsnafnbóta og doktorsgráða.
Eitthvert helsta pólitíska baráttumál herra E. Bergmann hefir um langt skeið verið að koma Íslandi inn í ESB og hefir hann hagað þeim málflutningi þannig, að fólk færi að trúa því að Íslendingum væri betur borgið innan auðvaldsbáknsins ESB en utan þess. Þennan áróður sinn hefir hrerra E. Bergmann vafið inn í falsaðar silkiumbúðir hámenntunnar, sem hefði sannleikann einan að leiðarljósi. En þegar rýnt hefir verið í umræddar silkiumbúðir, sem áttu að vera hafnar yfir allan vafa vegna menntaðra vitsmuna, kemur fljótlega í ljós auðvirðilegt skítabragð pólitískra áróðursdela og meistari Þórbergur Þóðarson frá Hala í Suðursveit kenndi við ruglandi, í þessu tilfelli vísvitandi ruglandi, sem er athæfi sem vissulega jaðrar við glæp.
Á verkalýðshreyfingu, verkafólki, stéttabaráttu og raunkjör hinna lægstlaunuðu hefir herra E. Bergmann ekki hundsvit, en talar þó eins og hann þekki og skilji málið inn að innstu hjartarótum. Og vissulega hefir halanegrum hinnar háborgaralegu hagfræði og stjórnmálafræði tekist að afvegaleiða verkalýðinn um stund út í ófæru auðvaldsskipulagsins. En sem betur fer, er fær leið í land úr þessu óvinveitta kviksyndi arðræningjanna til að gera upp reikningana. Að minnsta kosti verður það mikið framfaraskref í átt til alþýðlegrar meningar og almennrar mennsku þegar fréttamenn Ríkisútvarpsins á Íslandi steinhætta að draga stjónmálafræðinga og hagfræðinga til sín í viðtöl.
![]() |
Laun stjórnmálamanna ótrúlega há |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Í dag hefir alræðissinnum hægrisins og krataeðlisslúbertum liðið illa út af verkalýðsmálum. Dags daglega hugsar sona lið lítið sem ekkert um verkalýðsmál og heyri þau fyrir slysni minnst á verkamann eða verkakonu fær það óbragð munninn og skítasting í belginn, því hægri- og krataeðlisslúbertar líta niður á verkalýð og líta á hann sem búfénað sem þeim beri að nýta sem búfénað og slagta síðan þegar hann hættir að gefa ásættanlega af sér.
Og auðvitað er það ekki beint geðsleg tilhugun fyrir þá er hneygjast að alræði hægrisins og ráða í raun lögum og lofum í samfélaginu og hækjur þeirra af krataeðlisættum að verða vitni að því að róttækt utankerfislið, sem sér aungva ástæðu til að makka af kurteisri undirgefni við frekjuhundastóð auðvaldsins, arðræningjana, hafi brotist til valda á afgerandi hátt í almennu verkalýðshreyfingunni. Fyrstu viðbrögð hinna hægrisinnuðu ræfla samfélagsins eru að sjálfsögðu að reyna á ísmeygilegan hátt að gera lítið úr sigri Sólveigar Önnu og hennar fólks í Eflingu, tala um litla kosningaþátttöku, samband þeirra við Sósíalistaflokk Íslands og Gunnar Smára, sem arðræningjastóðið hefir sameinast á síðustu mánuðum um að hata eins og bölvaða Erfðasyndina og Djöfulinn sjálfan í Helvíti.
Það er því aungin furða að ókyrrð og uggur dálítill kvelji andlega heilsu hins gíruga og gráðuga arðræningjasamfélags, sem hefir það að markmiði að gína yfir öllu og ræna öllum sameignum þjóðarinnar til að svala auðgunar- og drottunargirnd sinni. Það er nefnilega alltaf til í dæminu, að lýðurinn rakni úr rotinu og hafni með öllu að láta tiltölulega fámennan hóp óheiðarlegra og þjófóttra auðvaldsperverta arðræna sig og smána út í það óendanlega.
![]() |
Verðum með mjög róttækar áherslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2018 | 20:14
Þetta er að verða djöfullegra en orð fá lýst
Um stöðu Landsréttar í ljósi síðustu atburða er sennilega réttmætt að nota orð skáldsins, Magnúsar Þórs, ,,það er vont bara fyrst svo versnar það stöðugt,- loks verður það djöfullegra en orð frá lýst." Eftir gífurlegan, eða öllu heldur gríðarlegan, eins og fínu Sjálfstæðisflokksnúmerin segja, undirbúning, péníngaeyðslu, andvökunætur og aðra óáran, lítur því miður út fyrir að Landsrétturinn atarna sé andvana fæddur, aungvum lifandi manni detti í hug að hlusta á eða fara eftir dómum hans og hann falli innan tíðar, eins og maður segir, milli skips og bryggju og drukkni þar eins og sjúk rotta í flokkshyglisjónum.
En alþingismennirnir vóru í góðu skapi í dag og fóru með himinskautum í hálflýgi, beinu skökvi, útúrsnúningum, afvegaleiðingu og hundalógík. Sumt af þessum skörungum á betur heima í fjórðaflokks leikhúsum en í stjórnmálum, en það var svo sem vitað áður. Nú, einhver skaut því inn í umræðuna að best væri fyrir alla að sumir þingmenn, eiginlega allmargir, ættu best heima inni á vitfirringahæli, þar sem þeir gætu látið sér um munn fara allan þann þvætting sem þeim dettur í hug án þess að nokkur hneykslist á þeim og þyki hin fræga ,,orðræða" þeirra og ,,samtal" óviðeigandi.
Svo er látið nokkuð af því að tveir þingmenn hafi stutt tillögu Loga Vindbelgs um vantraut á frú S.Á. Andersen, en það verður gleymt áður en sólarhringurinn er liðinn. Að vísu mun Steingrímur rassskella umrædda tvo mótþróaþingmenn og láta þá fara skríðandi á knjánum fyrir þingflokkinn og biðja hann innilegrar fyrirgefningar á framhleypninni og vitleysunni. Agi verður að vera í þingflokknum, annars færi allt kerfið út um læri og maga og allskonar alþýðufénaður færi að vaða uppi og fótumtroða elíturnar og aðalinn. Það má auðvitað aldrei gerast. Jomm.
![]() |
Vantrauststillagan gegn ráðherra felld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2018 | 13:36
Það er ekki nóg að telja, það verður að vita
Það er ekki nóg að telja. Það er ekki nóg að telja sig hafa stuðning meirihluta þingmanna. Um sona atriði verður sérhver ráðherra að vera viss. Frú S.Á. Andersen verður í öllum atriðum að vera viss um meirihlutastuðninginn, því ef hún er það ekki ber henni að snauta heim til sín á stundinni og láta aungvann sjá til sín fyrr en að kjörtímabilinu er lokið. Það dugar heldur ekki til að kálfurinn Katrín segi að hún styðji frú S.Á. Andersen til ráðherra fram í rauðan dauðann, það er nefnilega óvarlegt ef ekki blátt áfram heimskulegt að treysta á stuðningsloforð stagkálfa.
Annars er ósköp hlálegt að Samfylkingin, með allt sitt helsjúka krataeðli, skuli voga sér að bera fram vantraust á heiðvirt fólk. Ekki fór mikið fyrir vantraustum hjá þessum kláðagemlingum eftir að þeiri sigldu þjóðarskútunni á slig, hvolfdu henni bókstaflega, í Hruninu góða. Og alveg hafa þei hjá samfylkingunni gleymt, að þeir voru annar tveggja stjórnmálaflokka þegar Hrunið brast á; það var í þriðja skiptið sem villukisinn Jóhanna Sig. var í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum; fólk fær aulahroll um sig allt þegar það heyrir kérlíngarhólkinn atarna hefja upp raust sín og öskra og veina um spillingu Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Sumir eru með heila áramótabrennu af bjálkum í glyrnunum og velta sér ár og síð upp úr sömu skitu og þeir ásaka aðra um að liggja í og vera samdauna.
Svo er það hún Katrín, lukkuriddarinn svorni. Nú er hún farin að æfa sig í að vera illileg í andlitinu og ferst það sona og sona. Í gær gjörði hún sig hvað ofan í annað eins og myrkraverk í framan í spurningatíma í þinginu. Það var aldeilis sjón að sjá. Og þó svo hún setti upp hvurn íllskusvipinn öðrum ólíkindalegri þá varð árangurinn ekki annar en sá, að fólk hló að henni eins og hvurju öðru sirkusfífli, aðrir slógu sér á lær og sögðu: æ, aumingja blessaður veslingurinn, þetta er skoðannalaust grey sem þarf að lækna af vitleysunni.
![]() |
Telur sig njóta stuðnings meirihluta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2018 | 17:43
Traustið nær alla leið út í Engey
Katrín Jakobsdóttir ber fullt og skothelt traust til S.Á. Andersen dómsmálaráðherra, þó það nú væri. Katrín ber samskonar fullt og skothelt traust til kapítalimans, kapítalistana, auðvaldskerfisins og arðræningjana. Þá ber hún undur mikið traust til Álfheiðar Ingadóttur og Svavarfjörlskyldunnar, enda er pólitíkskt líf hennar og limir undir þeim familíum komið. En einkum og sér í lagi ber hún stórbrotið traust til yfirboðara síns, Steingríms J. Sigfússonar, þó sá kall sé ekki neins traust verður yfirleitt. Og jafnvel enn meira traust ber litla Katrín til Bjarna Ben og horfir einlægt hugfangin út um stofuglugg sinn út til Engeyjar, hvaðan Bjarni og hinir auðvaldskisarnir eiga rætur að rekja.
![]() |
Segir dómarana eflaust dæmda vanhæfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2018 | 16:31
Sólveig Anna verður einhver glæsilegasti verkalýðsleiðtogi landsins
Þráinn Hallgrímsson heitir maður nokkur, svo ópólitískur að hann hefir verið á framboðslistum Samfylkingarinnar, sem er með öllu ópólitísk á sama hátt og Sjálfstæðisflokkurinn, enda virðist þetta A-listafyrirbæri við stjórnarkjör í Eflingu vera framboð Sjálfstæðisflokksins í samstarfi við Samfylkinguna. Nú er það mála sannast, að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin, áður Alþýðuflokkurinn, hafa áratugum saman og öðrum fremur staðið vörð um kapítalismann, auðvaldið, arðránið, arðræningjana. Þessum flokkum hefir verið sérstakt keppikefli að hafa steingelda verkalýðshreyfingu, sem ekki ruggar bátnum né gerir usla í fjárhirslum arðræningja. Það er ekki nema von að vanur skrifstofusjakali innan hins gelda verkalýðsbatterís eins og Þráinn Hallgrímsson kannist ekki við að vera pólitískur og blablabla ...
Það sem vekur sjakalahjörðinni í verkalýðshreyfingunni sérstakan ugg að þessu sinni er, að fram hefur stigið raunverulegt efni í raunverulegan verkalýðsforinga innan Eflingar og sækist eftir að verða þar formaður. Þráinn Hallgrímsson, Sigurður Bessason og Gylfi Arnbjörnsson, þessir holdgerfingjar stéttasamvinnu og undirgefni við auðvaldið í smáu og stóru mega ekki til þess hugsa að verkalýðshreyfingin gangi í endurnýjun lífdaga, verði endurreist, verði aftur verkalýðshreyfing sem býður auðvaldsseggjum og arðræningjum byrginn.
Það er ekki minnsti vafi á að Sólveig Anna Jónsdóttir verður einhver glæsilegasti verkalýðsleiðtogi landsins, nái hún kjöri, og mun sóma sér vel í fylkingarbrjósti með verkalýðsleiðtogunum Aðalsteini Baldvinssyni á Húsavík, Vilhjálmi Birgissyni á Akranesi og Ragnari Þór hjá VR í Reykjavík.
![]() |
Miður sín að dragast inn í umræðuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.3.2018 | 15:13
Kynlegasta framboð í sögu íslenskrar verkalýðshreyfingar
Eitt af því kynlegasta sem spurst hefir um af vettvangi verkalýðshreyfingar í háa herrans tíð er þessi svokallaði A-listi, sem er í framboði í stjórnarkjöri verkalýðsfélagsins Eflingar í Reykjavík. Fyrir það fyrsta er einhver náungi í framboði til formans fyrir þennan A-lista, sem virðist varla vita hvort hann er að koma eða fara og enn síður hvað verkalýðsfélög og stéttabarátta er, en síst af öllu hefir hann hugmynd um að auðvald, arðrán og arðræningjar séu til. Ég meira að segja sá og heyrði þetta sérkennilega verkalýðsforingjaefni afneita því í Silfri Egils að arðrán væri til, og virtist allt benda til að maðurinn skildi ekki orðið, hafi kanski aldrei heyrt það nefnt.
Nú er það víst svo, eftir því sem ég hefi hermt, að A-listi þessi sé framboð skrifstofusjakalana á kontórum Eflingar, fólk sem hefir það að atvinnu að taka við félagsgjöldum verkafólks og leggja inn á sjóði, síðan kemur Sigurður Bessason, verkalýðsformaður Eflingar til 18 ára, og klappar hálfsofandi á sjóðina eins og þegar bíað er ofan á krakka sem á að fara að sofa. Einhver glöggur verkalýðssinni sagði mér einhverntíma, að þegar Guðmundur sálugi Jaki hefði hætt afskiptum af verkalýðsmálum eftir langt og gifturíkt starf, oft við mjög erfiðar aðstæður, hefði eftirmaður hans hjá Dagsbrún, jakkafatakakkalakkinn Halldór Björnsson látið það verða sitt fyrsta verk að eyðileggja Dagsbrún með því að sameina hana fáeinum hálfdauðum og máttlausum félögum í Reykjvík, en úr því samsulli varð svo Efling, sem ekkert hefir unnið sér til frægðar annað en að vera hálfdautt skrifstofusjakalaveldi á kafi í stéttasamvinnu með auðvaldinu, Sjálfstæðisflokknum og Mogganum.
En eitt virðast skrifstofusjakalar A-listans geta, en það er segja fólki hvað B-listinn er, án þess þó að geta svarað hvað þetta A-listaframboð er, fyrir hvað það stendur og hver séu markmið þess og framtíðarsýn. Hvernig getur þetta lið ætlast til að nokkur lifandi sála sjái sér fært að kjósa það til að sitja lengur urrandi á sjóðum Eflingar, flest á miklu hærri launum en verkafólkið sem það hefur þóst vera að vinna fyrir?
![]() |
Funda vegna mögulegrar kæru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Merkilegt hve mikið er um innbrotsþjófa í Garðabæ. Þessir hvimleiðu skálkar virðast flestir, ef ekki allir sem einn, eiga lögheimili í þessu bæjarfélagi og jafnvel vera bornir og barnfæddir þar. Til eru sögur af því þegar einn hópur manna tekur til að fjölga sér óeðlilega á einum stað. Þannig virðir innbrotsþjófum af Garðbæsku bergi brotnir hafa fjölgað langt umfram það er góðu hófi gegnir. Og svo ófyrirleitnir eru umræddir innbrotsþjófar í Garðabæ að þeir eru farnir að ganga um götur bæjarins um hábjartan dag með kúbein í hönd.
Fyrir ekki svo alls löngu bar svo til í Garðabæ að húsráðendur í tveimur einbýlishúsum, er standa hlið við hlið á besta stað í bænum, hringdu flaumósa í lögregluna og tilkynntu svívirðileg innbrot í hús sín. Þegar betur var að gáð kom í ljós, að þessir grannar til margra ára, höfðu brotist inn hvor hjá öðrum á sama tíma og báðir höfðu látið greipar sópa eins og verstu sjóræningjar.
Vonandi fundar ríkisstjórnin í fyrramálið um ófremdarástandið og innbrotahrinuna í Garðabæ og gerir viðeigandi ráðstafanir þar um. Í gamla daga höfðu betri bændur í hreppum vítt og breitt leyfi frá yfirvöldunum til að hengja þjófapakk. Oft var hallæri með timurvörur í þann tíð svo bændur létu oft nægja að leggja sæmilega meðfærilegan rekadrumb yfir þröngt gil, hnýta á hann snörur og embætta svo óbótamennina í eitt skipti fyrir öll. Í dag er ekki timburhallæri í líkingu við það er áður var og ætti banghögum Garðbæingum ekki að verða skotaskuld úr að slá saman veglega gálga til að hengja í innbrotsþjófa sína andstyggilega.
![]() |
Vöknuðu við innbrotsþjóf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2018 | 10:55
Aumur blóðhundur prédíkar
Þegar aumur blóðhundur fer að predíka völd valdanna vegna er rétt að færa honum riffil í hönd og handsprengju í buxnavasann og skilja hann eftir miðri orrustu einhversstaðar í Miðausturlöndum. En blóðhundurinn Blair, ástmögur Samfylkingarinnar, á ekki hvað minnstan þátt í að kveikja þá morðelda er loga austur þar.
![]() |
Friður ekki málið í dag heldur völd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2018 | 10:41
Heimsókn að heimili sæmdarhjóna
Hún var fremur ill aðkoman að heimili frú Ingveldar og Kolbeins Kolbeinssonar þegar blaðamaður og ljósmyndari litu það við í morgunsárið. Enginn kom til dyra þó á væri knúið og bjöllu hringt. Þá reyndi blaðamaður fyrir sér með hurðarhúninn og sem í draumi laukst hurðin upp og við blasti hið glæsilega heimili þeirra sæmdarhjóna í allri sinni dýrð. Þvi miður gafst ekki tími til að virða allt hið stórfenglega góss, sem prýðir þetta heimili, því strax tók á móti oss vond lykt, römm og klígjandi, greinilega af ferskum hægðum. Fljótlega kom í ljós hvar þefjan þessi átti sín upptök, því inni á miðjum gangi lá húsbóndinn, Kolbeinn Kolbeinsson, í hægðum sínum, en steinsofandi að öðru leyti og hraut gífurlega.
Vér blaðamaður og ljósmyndari rákum að vonum upp stór augu við þessa sjón í ganginum og þegar vér lituðumst betur um komumst vér brátt að því að aunginn var vakandi í þessu stóra og merkilega húsi, en margir lágu hist og her, sumir í all undarlegum stellingum. Og brátt kómum vér þar að sem helmingurinn af Brynjari Vondulykt lá á þvottahúsgólfinu en hinn helmingurinn af honum inni í miðstöðvarkompunni, sem er eitt frægt samkomuverelsi í húsi frú Ingveldar og Kolbeins, þó ekki sé það stórt í fermetrum og rúmmetrum talið.
Í sjálfu hjónasvefnherberginu keyrði alveg um þverbak og fórum vér að óttast um ljósmyndarann, að hann tæki upp á einhverju misjöfnu við þessar aðstæður. Það er fyrst kveikti athygli í hjónasvefnherberginu var að Máría Borgargagn lá með hausinn fram af rúmbríkinni og dulítill gubbupollur á gólfinu þar beint niður undan höfðinu, en stallsystir hennar, frú Ingveldur lá vægast sagt vel áfengisdauð með andlit og nef fast upp við þjó Borgargagnsins. Þegar þar var komið sögu leiddum vér ljósmyndarann úr húsi og undir bert loft, því hann var yfirbugaður og í þann veginn að ganga af göflunum, búinn að losa um belti sitt og renna niður rennilásnum í buxnaklaufinni. En það verður áreiðanlega atgangur so um munar, þegar frú Ingveldur og Kolbeinn, og þeirra fólk, fer að ranka við sér, en það gæti farið að gerast von bráðar. Og ef vér þekkjum húsráðendur rétt, þá mun frú Ingveldur láta vinkonu sína, Máríu Borgargagn, í að verka Kolbein og koma hægðum hans út í sorptunnu.
Meðfylgjandi mynd tók ljósmyndari vor út í bílskúr frú Ingveldar og Kolbeins af heiðursmanninum Indriða Handreði, en eins og vel sérst á myndinni er ró yfir Handreðnum eins og hann sé að hugsa spaklegar hugsanir að hætti meistara austur í Himalæafjöllum og Tíbet.
![]() |
Tveir 16 ára ökumenn stöðvaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- Mismunandi tegundir glæpagengja og rummungsþjófa
- ,,Karlskömmin þessi Brynki"
- Til umhugsunar 1. janúar 2025
- Ljóðræn athugasemd við Mörtu Smörtu og menningarblætið hennar
- Upp úr námskrá moderne skool kennslukonunnar
- Hvalvertíð hafin milli jóla og nýárs. Sérlegur búhnykkur fyri...
- Fyrir dyrum stendur harðvítug sjálfstæðisbarátta og endaskipt...
- Nú skal karlplágan upprætt í eitt skipti fyrir öll í þágu bes...
- Ákveðinn varðstjóri þarf stundum að gera fleira en gott þykir...
- Misheppnað bankarán er sorglegt bankarán
Bloggvinir
-
Níels A. Ársælsson.
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Sveinn Elías Hansson
-
Guðbergur Egill Eyjólfsson
-
Þórbergur Torfason
-
Guðfríður Lilja
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Grétar Mar Jónsson
-
Ásdís Helga Jóhannesdóttir
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Þorvaldur Þorvaldsson
-
Rauður vettvangur
-
Björgvin R. Leifsson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Einar Ólafsson
-
Baldur Hermannsson
-
Dætur og synir Íslands.
-
hilmar jónsson
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Þórdís Bára Hannesdóttir
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Óskar Helgi Helgason
-
Heiða Þórðar
-
Helgi Guðmundsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Baldur Fjölnisson
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Ísleifur Egill Hjaltason
-
Reynir Andri
-
Rúnar Karvel Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Auðun Gíslason
-
Jón Snæbjörnsson
-
Rannveig H
-
Magnús Jónsson
-
Steingrímur Helgason
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Ársæll Níelsson
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Fríða Eyland
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Ólafur Þórðarson
-
Eygló Sara
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Þorsteinn Briem
-
Ester Júlía
-
Svava frá Strandbergi
-
Björn Grétar Sveinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Sigurbjörn Friðriksson
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Páll Ingi Kvaran
-
Jakob Jörunds Jónsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Þorkell Sigurjónsson
-
Jóhann Elíasson
-
Óskar Arnórsson
-
Bergur Thorberg
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Eyjólfur Jónsson
-
gudni.is
-
Sigurður Sigurðsson
-
Alma Lísa Jóhannsdóttir
-
Alfreð Símonarson
-
Guðni Ólason
-
ThoR-E
-
Arnar Guðmundsson
-
Þór Jóhannesson
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Himmalingur
-
Guðjón Baldursson
-
halkatla
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Einar Sigurjón Oddsson
-
Haukur Nikulásson
-
Félag Ungra Frjálslyndra
-
Heiða
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
-
Steingrímur Ólafsson
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Landrover
-
Valla
-
Vilmundur Aðalsteinn Árnason
-
Vefritid
-
Sigríður B Sigurðardóttir
-
Ónefnd
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Þórarinn Eldjárn
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Hlédís
-
Einar B Bragason
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Árni Karl Ellertsson
-
Hamarinn
-
Hamarinn
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Jack Daniel's
-
Jón Bjarnason
-
Kristján Jón Sveinbjörnsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Linda
-
Rauða Ljónið
-
Sigurður Haraldsson
-
Sóldís Fjóla Karlsdóttir
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.4.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 1546246
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 54
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007