Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2018

Beittasti hnífurinn hefir skorið á barnaverndarspursmálið

skegg2.jpgÞá hefir beittasti hnífurinn í hnífaparaskúffunni blessunarlega skorið á barnaverndarspursmálið þeirra Braga, Ásmundar Einars frá Geldingarholti, Píratasamsteypunnar og Stundarinnar. Vonandi verður hið snöfurmannlega hnífsbragð hins beitta Vilhjálms til þess að Píratar láta af þeim ósið að hnýsast í barnaverndamál og Stundargersemin hætti að gaspra um hluti sem þau hafa ekki hundsvit á munu aldrei öðlast vit á.

En Braga skulum vér senda út í heim og Ásmund Einar með honum og óska þess að þeir komi aldrei út hingað aftur. Það er nefnilega ekki gamanmál fyrir fámenna og vammlausa þjóð eins og Íslendinga að hafa hér í landi aðra eins órabelgi og Braga og þennan frá Geldingarholti. Á sínum tíma var bannað með lögum að hræða börn með Grýlu og jólasveinum. Þannig skal og halda áðurnefndum eftirmönnum Grýlu og jólasveina frá börnum nútímans. Reyndar munu Grýla kerling og Leppalúði friðill hennar vera um þessar mundir ráðherrar í ríkisstjórn Íslands, en vér erum sem betur fer orðin svo vön að hafa alskyns flögð og bergþursa í æðstu stöðum að vér kippum oss ekki upp við slíkt.

rat4.jpgÍ hinu grimma barnamáli, sem hér hefir geysað síðustu daga, er komin upp densilega kynlega staða. Píratar hafa nefnilega heimtað afsög ráðherra vegna þessa máls, og satt að segja brestur mig hugmyndaflug til að ráð í hvað þau vilja gera við Braga kallangann. Gerist það aftur á móti að bæði Bragi og ráðherrann geti hreinsað sig af sökum þeim er Stundin og Píratar hafa borið á þá, er viðbúið að þingflokkur Pírata verði sjálfur að segja af sér og skila inn kennitölu Pírataflokksins; ennfremur að þá verður gersemunum á Stundinni nauðugur sá kostur að loka sjoppunni og skríða að svo búnu inn í músarholurnar sínar, undan því munu þau ekki geta vikist. 


mbl.is Vill fara varlega í trúnaðargögnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún líkti átökum þeirra við hnoð tveggja langdrukkinna ólánsgemsa

Slagsmál 2Æijá, þetta voru hálf-römm átök, því piltarnir brúkuðu á köflum dálítið sona skítug brögð (dörtý trix) og er einkum til þess tekið að Eyþór (eða Eyðuþjór eins og vinir hann kalla hann) rak á einum tímapunkti átakanna löngutöng á kaf upp í vissan líkamspart Dags so sá drengur sýndist í svipinn einna líkastur merhrossi sem gleypt hefir hrífuskaft í ógáti.

Nú, Dagur svaraði fyrir sig með nístandi grátmjálmi og barði til Eyþórs og kom höggið á viðkvæman stað og braut það er fyrir varð. Þegar þarna var komið sugu vóru garpanir alveg búnir á því og lögðust í gólfið og lágu þar sem liðin lík síðast er litið var til þeirra. Lítið hefði orðið úr þessum sérkennilegu bardagamönnum hefðu þeir lent í kasti við einhverja fornkappa vora, svo sem Víga-Styrr, Þórólf Bægifót eða Gretti Ásmundarson, vorn samlanda. Og ekki hefðu þessar lafmóðu liðleskjur staðið lengi fyrir Þorgeiri Hávarssyni og sverði hans, eða Pétri Hoffmanni Sálómonssyni með öxina góðu er hann vó hermanninn með vestur í Selsvör forðum daga.

Að sjálfsögðu leist frú Ingveldi ekki á gripina og átök þeirra og líkti bardaganum við hnoð tveggja langdrukkinna ólánsgemsa. Þó geðjaðist henni nokkuð að löngutöng Eyþórs er hann brá henni á loft, en högg Dags segir frú Ingveldur hið argasta klámhögg, fólskulega árás neðan beltisstaðar og dæmigert örþrifa- og sóðabragð lítilmennis. Að lokum kvað frú Ingveldur upp þann lokadóm, að Eyþór væri misheppnað útspil, sem bæri í sér niðurlægingu og enn eitt tap Sjálfstæðisflokksins í höfuðborginni. 


mbl.is Dagur og Eyþór tókust á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á báðurm áttum. Einnig segir af frjálslyndi frú Ingveldar og Kolbeins

full1Í mínu ungdæmi skohh, hét sonalagað, ,,að vera á báðum áttum", og þókti vart til fyrirmyndar. Að vísu vóru þeir til sem héldu því fram, að þeir sem væru á báðum áttum hefðu helmingi meiri sjéns, þar eð þeir hefðu gjörvallt mannkynið til að snuðra í, á meðan sokallað ,,venjulegt fólk" vildi bara gera dodo með helmingi mannkyns. Svo vóru þeir til sem sögðu sem svo, að auðvitað mætti fólk vera á báðum áttu, eða jafnvel fleirum, svo framarlega sem það væru sæmilegar manneskjur.

Að hinu víðfræga heimili frú Ingveldar og Kolbeins hafa allar kynáttanir verið umbornar með blíðu brosi, að ekki sé sagt að þær séu í hávegum hafðar. Til dæmis er frú Ingveldi fjandans sama hvort Kolbeinn eiginmaður hennar gamnar sér með Máríu Borgargagni eða Indriða Handreði í miðstöðvarkompunni, eða báðum í einu. Á sama hátt er Kolbeini ekki þvert um geð þókt frú Ingveldur spretti úr spori með nefndum hjónum, eða bara Brynjari Vondulykt og Óla Apaketti einum og sér. Frjálslyndi af þessu tagi er auðvitað til algjörrar fyrirmyndar og eftirbreytni á hvurju heimíli og mættu alþingismenn að ósekju leiða umræddan kærleik í lög.

Samt er ekki nema á mörkunum að frú Ingveldur umberi anímalista og fjölkvænismórmóna. Henni er alltaf í fersku minni þegar hún, þá ungmær, varð vitni að því þegar Olló Öfuguggi hljóp augafullur á eftir kettinum og hótaði með hræðilegu orðbragði að nauðga honum. Já, nauðga honum í hel. Síðan hefir frú Ingveldi verið meinilla við karla á borð við Olló Öfugugga og alla tíð reynt að sporna við því að Kolbeinn hennar væri í slagtogi með soleiðis delum. Og henni verður ekki um sel er hún heyrir mormóna nefnda á nafn því henni skilst að sá flokkur manna berjist fyrir siðferðisbrestum og raunverulegri kynvillu, en soleiðislagað vill aunginn, allra síst frú Ingveldur, hafa í sínum húsum.

Meðfylgjandi mynd var tekin á góðri stund á heimili frú Ingveldar og Kolbeins ...


mbl.is Kemur út sem pankynhneigð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barátta gervigrasasnanna gegn knattspyrnunni

ball_1132817.jpgSko-bara apakettina í bæjarstjórn Kópavogs, nú hafa þeir bæst í hóp gervigrasasnanna, sem ætla að leggja sokallað gervigras á aðalknattspyrnuleikvang Kópavogs. Ja, þvílíkir andskotans bögubósar. Að eyðileggja ágætan grasvöll og leggja gervigras í staðinn jafngildir að fara rúmlega hálfa leið yfir í gæði malravallanna, sem flestir eru fyrir löngu aflagðir. Af hverju gervigrasasnarnir fara ekki alla leið yfir í mölina er með öllu óskiljanlegt og leiðir hugann að því hverjir það eru sem hafa hag af því hér á landi að selja gervigrasösnum gervigras á boltavelli.

Fyrir stuttu síðan hafnaði Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, að fara til úrvalsdeildarliðs í Svíþjóð til að ná sér aftur á strik eftir erfið og langvinn meiðsl, af því að þá mundi hann þurfa að leika á þó-nokkuð mörgum gervigrasvöllum, en umræddir gervigrasvellir eru kunnir fyrir meiri meislatíðni en grasvellir, fyrir nú utan hvað leikir á gervigrasi eru mikið lakari að gæðum og að flestu leyti líkir fótbolta á malarvelli.

En gervigrasasnar í Kópavogi hafa, eins og víðar, forgang þegar eyðileggja skal grasvelli. Og brátt nennir enginn að eltast við að fara á völlinn, því það sem boðið er upp á gervigasvöllum er leiðinlegt, klunnalegt og síðast en ekki síst: gervilegt. 


mbl.is Tillaga um gervigras samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frelsari fæddur, eður Skollabrandur?

cat_1244576.jpgMiðað við fréttaflutnig mætti ætla að oss væri í það minnsta frelsari fæddur þar sem er krakki af háfilla lukkaðri og úrkynjaðri kóngaætt í Bretlandi. Og hvað fréttir af þessum króga varðar þá liggur ljóst fyrir að auðvaldspressan á Vesturlöndum telur að fjölgun í þessari leiðinda kóngafjöldkyldu sé afbragðs ópíum fyrir fólkið að gleyma sér í og leiða huga þess frá ómennsku og glæpaverkum hins kapítalíska þjóðskipulags.

Í bresku konungsfamlíunni er hvur úrkynjungurinn og spjátrungurinn upp af öðrum og til samans myndar þetta auðvirðilega slekti einhverja tilgangslausustu fjölskyldu heims, sem bresk alþýða er látin eyða í milljörðum á milljarða ofan á hverju ári. Hvað sona fíflagangur á að þýða er hvurjum heilvita manni hulið, enda vandséð að fornminjar á borð við breska kóngafólkið eigi nokkurt einasta erindi við nútímann.

dogMættum við þá heldur fá skemmtilega myndir af Karli bretaprins, blindfullum, sitjandi á klosettskálinni. Elligar myndir af sama Karli á kvennafari með buxurnar á hælunum og prjóninn dinglandi eins og sinustrá. Eða myndir af gömlu skrukku, Elísabetu drottningu, liggjandi á salernisskráargatinu að fylgjast með heimilisfólki sínu. Svo eru fjölmiðlafíflin með kostulegar vangaveltur um hvað krakkaskömmin eigi að heita. Auðvitað skal garmurinn heita Snati eins og hundkvikindið sem gætir karls drottningar. Jæja, eða Skollabrandur, eins og kattarafmánin sem stelur fatnaði af snúrum í Kópavogi og dregur heim til húsbænda sinna.   


mbl.is Nýi prinsinn frumsýndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjörnusýslumaðurinn handsamaði strokumanninn sjálfur og lagði hann í járn

StonesÞað var stjörnusýslumaðurinn Stones, í eigin persónu, sem handtók delinkventinn Sindra Þór með eigin hendi í Amsturdammi í dag. Í fyrrinótt dreymdi stjörnusýslumanninn hvar Stroku-Sindra væri að finna og fór stjörnusýslumaðurinn nákvæmlega eftir vísbendingum draumsins. Hr Stones sá svo fantinn álengdar á breigötu þar í Amstudammi í dag, hljóp hann uppi og lagði hann í járn eftir dálítið tusk, því Sindri Þór var ósamvinnuþýður og reyndi meðal annars að reka stjörnusýslumanninum á kjaftinn, en sá síðarnefndi vék sér undan árásinni og tók hinn illvíga dólg þeim tökum sem til dugðu.

Á sínum tíma strauk fanginn Jón Hreggviðsson frá Rein úr varðhaldi skömmur áður en átti að höggva hann. Jón þessi komst á hollenska duggu og strauk til Hollands, rétt eins og Sindri Þór liðlega þrjúhundruð árum síðar, og gátu yfirvöld á Íslandi og Danmörku ekkert að gert og valsaði Jón um Holland og víðar í Evrópu uns hann birtist aftur á Íslandi með bréf frá kónginum upp á að taka ætti mál hans fyrir að nýju. Í þá daga hefði landsins herrum ekki veitt af að hafa innan sinna vébanda ofurmenni á borð við stjörnusýslumanninn Stones, sem dreymt hafði til Jóns Hreggviðssonar og siglt utan með hraði og gripið hinn dæmda snærisþjóf og böðulsmorðingja glóðvogan á götu í Amsturdammi eða Rotterdammi.

stonesNú má þess vegna vel vera, að Sindri strokumaður dragi upp úr pússi sínu einhver skilríki, undirrituð af evrópskum kóngi eða drottningu, hvar af megi ráða að hann sé saklaus af þeim grunsemdum sem íslenskir stjörnusýslumenn og undirsátar þeirra hafa borið á hann. Og ekki verður strokumaðurinn dæmdur á höggstokkinn, því slík refsing var afnumin á Íslandi fyrir einum níutíu árum, eða svo. Þannig að í augnablikinu er vandséð hvað stjörnusýslumenn vorir geta gert við þennan óþekktarorm. Bara að allt þetta umstang leiði ekki til þess að yfirvöldin í þessu okkar landi verði ekki sett af fyrir embættisafglöp í máli Sindra Þórs, þar með talin sjálfur dómsmálaráðherrann og stjörnusýslumaðurinn frækni, ja, nema stjörnusýslumaðurinn verði náðaður, áður en honum verður steypt í svartholið, og síðan sæmdur þvagleggsorðunni í kjölfarið fyrir dæmalaust vel unnin störf.

Meðfylgjandi myndir eru af lágvöxnum manni í lúðrasveitarbúningi.


mbl.is Sindri Þór handtekinn í Amsterdam
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann greiddi öll atkvæðin sjálfur

band1Já, aungvan þarf að undra þókt Sigmundur, garmskarnið, hafi fengið hundrað prósent atkvæða, því það var hann sjálfur sem skrifaði á alla atkvæðaseðlana sem komu til talningar í formanskjöri Miðflokksins. Þessi atkvæðagreiðsla var mikið starf og lá oft við að Sigmundur færi út af sporinu og krotaði eitthvað allt annað en ,,Sigmundur Davíð" á seðlana. En allt hafðist þetta nú að lokum og Sigmundur Davíð fékk þessa líka glimrandi kosningu.

Þá kunngerðu miðflokksmenn að hljómsveitin ,,Middle of the Road" væri hljómsveit Miðflokksins og lagið ,,Chirpy Chirpy Cheep Cheep" einkennislag flokksins. Nokkra furðu vekur að nokkur lifandi maður, og þá allra síst þeir sem hafa minni og greindarvísitölu miðflokksmanna, skuli muna eftir smábandi frá Hollandi, sem pissaði út fyrir hérumbil hálfri öld, og gera löngu dauð öskrin í því að sínum. Og þegar Sigmundur og Gunnsi Bragi og þau hin verða orðin augafull á landsfundarfagnaðinum í kvöld munu þau grénja og veina hið sérstæða nýja einkennislag Miðflokksins þar til allt verður komið í eina delerandi orgíu.

Svo er langt í frá vissa um að Miðflokkurinn lifi fyrsta landsfund sinn af, því innbyrðis er hjörðin sjálfri sér sundurlynd og soralegar hugsanir flokksmanna þess eðlis að óljóst er um framtíð þessa sjúklega tortóluflokks. Á meðan lofa húskarlar og griðkur gömlu Framsóknarmaddömunnar í Framsóknarfjósinu frelsarann í gríð og erg fyrir að vera laus við Sigmund og Gunnar Braga,- eins og frelsarinn hafi einhverntíma átt aðkomu að spillingarlíferni framsóknar- og miðflokksmanna. 


mbl.is 100% stuðningur við Sigmund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og mykjuskvetturnar gengu í allar áttir

xb2_1254087.jpgÆ ætlar aumingja kallinn ekki að fara að hætta þessari vitleysu? Þetta er orðið heldur langdregið og hvimleitt hjá honum, en þó einkum þráhyggjulegt eins og kallgarmurinn sé orðinn hálfgeggjaður af Framsóknarflokknum og Tortólu. Það keyrði auðvitað um þverbak þegar gamla Framsóknarmaddan bauð húskörlum sínum að handsama Sigmund Dávíð, sem þá var ráðsmaður hennar í Fjósinu, og kasta honum miskunarlaust í Fjóshauginn. Og mikið var gömlu Maddömunni skemmt þegar þessi fyrrum óskadrengur hennar endasakkst í Fjóshauginn í öllu sínu 300 punda veldi og mykjuskvetturnar og sletturnar gengu í allar áttir.

En alltaf má fá annað skip og annað föruneyti. Og Sigmundur stofnaði mjög hægrisinnaðan ,,Miðflokk" með dreggjunum úr Framsókn og undurfurðulegu undirmálsslekti úr öllum áttum, óhemju heimsku fólki, sem heldur að Kögunarpiltkornið með gullskeiðina í trantinum sé einhver byltingarforingi og bjargvættur, þó svo hann sé búinn skríða um alllangt skeið um hina poletisku velli með buxurnar á hælunum, rúinn tiltrú og trausti almennings.

Útaf fyrir sig er ágætt að Sigmundur skemmti sér eina helgi með sínum líkum og kalli það ,,landsfund" Miðflokksins. Við hin, sem neyðumst til að fá fréttir ef þessum kynlegu fundarhöldum úr órafjalægði gegnum fjölmiðla, brosum í mesta lagi að vitleysunni, en flest okkar flýtum oss að slökkva á tækinu, eða fleygja blaðinu í ruslatunnuna, því mörgum er aulahrollurinn, sem fylgir fréttum af Sigmundi, um megn. 

Meðfylgjandi mynd er af Sigmundi Dávíð og fylgdarsveinum hans þegar þeir mættu á fundarstað í morgun. 


mbl.is Lýðræðið látið undan síga hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tang og Riis, Örum og Wulf

roni.jpgHvernig var það annars, vóru þeir ekki bræður Tang og Riis? Jú, ætli ekki það. Það væri gaman að frétt hvað varð að kallgarminum honum Tang, hann hafði árið fram yfir Riis og ætti því að vera 105 ára. Ég man eftir að Tang reykti þessi lifandisósköp af reyktóbaki úr pípu og drakk voða mikið að viskíi, landa og hrútabandý, þannig að hann ætti að vera sprelllifandi ekki síður en bróðirinn Riis.

Öðruvísi var því farið með bræðurna Örum og Wulf. Þeir reyktu allt hvað af tók, ekki síður en Tang og Riis, og slöfruðu í sig fullt af rommi og viskíi. Er þar skemmst frá að segja, að Örum sprakk úr lungnaþembu, tæplega fertugur, en Wulf fékk hroðalegt krabbamein í sig af viskíinu, grotnaði sundur á nokkrum vikum og náði heldur ekki að verða fertugur.

Af þessu getur fólk getið í hve mikil áhrif á langlífi og skammlífi tóbaksreykingar og viskídrykkja hafa. 


mbl.is Þakkar pípu og ákavíti langlífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snöri á stjörnusýslumann. Dularfullt ferðalag með forsætisráðherra, Allir Sindrar í hættu

fool1.jpgSindri Þór var meira að segja svo eitursnjall að hann snöri sem ekkert væri á sjálfan stjörnusýslumanninn Stones, sem nú er stjörnulögreglustjóri á Suðurnesjum, smó fram hjá honum eins og lævís melrakki og hvarf úr landi með Katrínu litlu forsætisráðherra. Eftir situr stjörnusýslumaðurinn gjörsamlega úti á túni og kvakar einhverja óskiljanlega uppsuðu, sem hann botnar ekki í sjálfur. Í nótt mun hann sofa í lúðrasveitarbúningnum til að freista þess að honum vitrist slóð strokufangans í svefni.

Þá mun einhverjum vera í mun að ferðalag Sindra Þór og Katrínar saman til Svíþjóðar verði rannsakað í heildarsamhengi og sérlegir menn eigi samtal um þetta dularfulla samferðalag þessara persóna. Ef kemur á daginn að Katrín hafi verið í vitorði með Sindra Þór er viðbúið að Flokkseigendur VG stampi Katrínu og setji Swandeesy eða Óla góða sem formann og Steingrímur gjörist þá sjáfur forsætisráðherra með möguleika á einræði og formennsku í Sjálfstæðisflokknum síðarmeir.

Svo verða allir hlutaðeigandi að hafa í huga, fyrst Sindra þessum tókst að snúa svona ægilega á fangaverði, fangelsisyfirvöld, vakthafandi lögregluþjóna allt frá Árnessýslu og suðrá Keflavíkurflugvöll og sjálfan stjörnusýslumanninn Stones, sem hefir orð á sér sem mesta yfirvald á Íslandi síðan Bjarni Thorarensen var á dögum, að nú eru allri Sindrar á Íslandi komnir stórfellda hættu. Til dæmis eru stjörnusýslumenn og stjórnulögreglustjórar vísir til að grípa þann næsta Sindra sem þeir ná til og troða honum öfugum í líftíðargæsluvarðhald og láta hann þar með gjalda margfalt fyrir strok Sindra Þórs ferðafélaga Katrínar forsætisráðherra.   


mbl.is Grunur um að Sindri sé á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband