Bloggfærslur mánaðarins, maí 2019
31.5.2019 | 16:23
Og þeir vöfruðu sem blindir kettlingar inn á lóð vandalauss fólks
Það verður að telja vel af sér vikið af stríðshundasveitinni frá NATÓ að hafa þó náð að troða niður eina plöntu úti á víðavangi. Því miður tókst ekki eins vel til þegar sama sveit vafraði eins og blindir kettlingar inn á lóð hjá vandalausu fólki og gjörði þar þarfir sínar og meiktu hluta taðsins á suðurveggi hússin og héldu síðan hlægjandi og óskeindir á braut. Þegar haft var samband við varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins varð sjálfur utanríkisráðherra fyrir svörum og harðneitaði að senda menn á staðinn til að þrífa ósómann og sagði hinum ólánssama húseiganda að halda kjafti og koma sér til Helvítis elligar kæmi hann sjálfur og lúskraði á honum.
Einhvurju sinni varð Kolbeini okkar Kolbeinssyni afar brátt í brók þegar hann var að næturþeli að laumast frá kvennmanni nokkrum sem hann var og er ekki kvæntur. Nú, Kolbeinn stjaði frjálshuga inn í næsta húsagarð er fyrir varð og teðjaði þar að húsabaki. Og er hann leit kringum sig sá hann opinn stofuglugga á húsinu og inn um hann mismunaði hann kukk sínum og fór að svo búnu sína leið með gleði í hjarta, því honum var af því heilmikill léttir að hafa ekki þurft að gera í buxurnar en þess í stað hugkvæmst að gjöra það er hann gjörði.
Því miður hafði kalldjöfull í næsta húsi orðið var við Kolbein í garði nágrannans og séð hvað hann sendi inn um glugga fólksins. Þessum mannfjanda rann svo í skap að hann hljóp út og veitti Kolbeini eftirför allt þar til Kolbeinn hvarf inn heima hjá sér. Þá vóð þessi herramaður að húsi Kolbeins og knúði þar allharkalega dyra. Það var frú Ingveldur sem lauk upp og sá ljótan kall standa fyrir framan. En þegar maðurinn hafði upp borið erindi sitt og heimtaði að fá að sjá framan í ódæðismann þann er varpað hafi kukk sínum inn um glugga ókunnugsfólks rétt frú Ingveldur fram hramminn og gesturinn hrapaði niður tröppurnar og lá eftir það hreyfingarlaus. Er þar var komið hringdi frú Ingveldur í lögregluna og óskaði efir að ruddamenni nokkurt, er nú lægi í roti við tröppur hennar, væri fjarlægt áður enn rottan og útgangskettirnir færu að kroppa í hann.
Hermenn tróðu niður eina plöntu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2019 | 23:03
Perrahúsið Ódámur
Sko minn kall, salan rauk upp hjá Herrahúsinu Adámi eftir að það var hneppt úr slaveríinu á Laugaveginum. Allt er þetta gott og blessað og vér sendum hr. Bergmann og Adámi árnaðaróskir um hagstæða framtíð. Hitt er verra, að samtímis og Herrahúsið Adámur hvarf á Laugaveginum tók sé bólstað á þeim sama vegi Perrahúsið Ódámur og ku viðskipti, velta, kúrant og prima þess húss fara með himinskautum og leggja nú allrir helstu perrar íslanssögunnar leið sína á Laugaveginn til að kynna sér helstu nýungar í pérvértínu.
Forstöðumaður og eigandi Perrahússins Ódáms er mönnum lítt sjáanlegur, en starfsfólkið kallar hann ævinlega herra BB. Þessi herra BB virðist halda sig að mestu í ferðalögum erlendis, en sendir frakt frá hinum og þessum þjóðríkjum heim í Perrahúsið Ódám svo aldrei skortir þar nokkurs í varningi þeim er Perrahúsið sérhæfir sig í. Til að mynda fékk innanbúðarfólkið einn herjans mikinn þríeinan leðurskökul með ógn hrjúfri áferð; á leibeiningablaðinu stóð að þetta áhald væri einvörðungu fyrir hlandsprengjur og vaskaföt. En hvað um það, allur lagerinn af þeim þríeina seldist upp á einum og hálfum degi og fengi margfalt færri en vildu.Fyrsta hlandsprengjan kom á bráðamóttöku Landspítalans um það bil 12 klukkustundum síðar og var þá vart hugað líf.
Með þessum fróðleik er ekki verið að halda því fram að herra Bergmann hefði verið nær að halda sig við Laugaveginn, fjarri fer því. Íslenskir herramenn leggja nú orðið aldrei leið sína á Laugaveginn, þangað sækja aðeins ónáttúrubesefar og óráðvandar konur, sem sækja í öfuguggahátt og drykkjuskap. Til viðbótar hinu vonda fólki, íslensku í húð og hár, slæðaðst í ráðaleysi sínu og óhamingju erlendir ferðamenn um Laugaveginn, en þeir eru sem betur fer flestir lítt gefnir fyrir góðan pervertismus, hvað þá illan. Okkur er sagt, eftir skýrslum frá Verslunarráði, að ef eitthvert verslunarfirma á Íslandi á skilið nafnbótina ,,spútnikkfyrirtæki" þá er það Perrahúsið Ódámum, svo rækilega sem það hefir slegið í gegn.
Flúði Laugaveginn og salan rauk upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2019 | 20:19
Og Gottfreð sprautaði hana í blá-endann
,,Jú, það eru sífellt fleiri skaðmenntaðir garmar með buxurnar á hælunum útskrifaðir nú til dags. Þessir eindæma vesalingar eru að yfirtaka allt í þjóðfélaginu með frekju og svínslegu yfirlæti. Þegar botninum verður náð er of seint að iðrast og þá mun þessi íslenska þjóð sitja uppi sem einir hlægilegir vitfiðríngar og endemi."
Tilvitnunin hér að ofan er úr frægri tímamótaræðu frú Ingveldar, sem hún flutti í dag yfir konum í Sjálfstæðisflokknum. Í ræðu sinni kom frú Ingveldur víða við og þegar hún gaf fastlega í skyn að nú færi að styttast í að Stengrímur Johoð og Katrín Jakobs mundu ganga formlega í Sjálfstæðisflokkinn ærðust Sjálfstæðiskonur af fögnuði og fóru hér um bið úr límingunum. Ein kérlíngin varð svo hrærð við þessi tíðendi, að kalla varð til lækni til að sprauta hana í blá-endann svo hún yrði eigi klepptæk til frambúðar.
Og fyrst Gottfreð læknir Gottfreðsson var mættur á fund Sjálfstæðiskvenna með sprautu sína þá gat hann ekki látið hjá líða að ganga afturfyrir frú Ingveldi og strjúka henni valdsmannslega um gumpinn að öllum kéllíngarpútunum ásjáandi. Þetta var að vísu andstyggileg stund og pils frú Ingveldar lyfist upp fyrir rassakinnar og kom þá í ljós, sem Gottfreð lækni grunaði, sem sé að frú Ingveldur var í aungvum nærbuxum; og frú Ingveldur lyfti öðrum fæti sínum og leysti vind í átt að Sjálfstæðiskonunum, sem brugðust við með því að klappa saman lófum af slíkri áfergju að við lá að þær mundu handleggbrjóta sig unnvörpum í ofsanum.
Foreldrar mínir eru ekkert menntuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.5.2019 | 21:13
Jólatré í ræðustól
Ekki er Katrín burðug ef einn krataeðliseintrjáningur getur skotið hana niður eins og pappirsbát; bát eins og litlir krakkar bjuggu til úr Mogganum í gamla daga. Og hlálegt er það þegar platvinstrisinnar taka til við að draga vinstrimennsku hvurra annarra í efa, því ef eitthvað er áreiðanlegt í veröldinni þá er það sú staðreynd, að hvorki Katrín né Oddný eru vinstrisinnar; þær eru fyrst og fremst leiðinleg glimmernúmer efrimillistéttar hins borgaralega elítuslektis. Því miður hefur þessum leiðindaskjóðum tekist að blekkja kjósendur til fylgilags við þær í kosningum á rammfölskum forsendum.
Meira er þó gaman sjá hvað hvað þingkonur á Íslandi, ekki síst þessar sem eru í vinstriloddaraleik, taka mikið mið af fullskreyttum jólatrjám í klæðaburði sínum. Þessar dömur hika ekki við að margvefja sig þykkum, litskrúðugum treflum, slá utan um sig stórrósóttum og glimmeruðum kjólanefnum og láta hrígla vel í skratgripunum eins og þær séu kalkaðar ellikellingar á fremsta bekk á einhverri skemmtun hjá auðvaldinu.
Í kveld hefir líka hvurt jólatréð eftir annað klaungrast eins og jólatré upp í ræðupúlt Alþingis og bullað einhverja endemisþvælu, sem aungum dettur í hug að reyna að skilja, því það er tilgangslaust. Og skilja þessi alþingisjólatré í stjórnmálamannaleik meira í kjaftabullinu í sjálfum sér, enda ekki að undra því jólatré eru að öllu jöfnu ekki þjökuð af hárri greindarvístölu, þvert á móti eru þau bæði vitlaus og hvimleið.
Oddný skaut fast á Katrínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hið sanna í málinu er það, að ,,tindurinn" sem einhverjir gárungar tóku upp á að kalla ,,Tolly Nunatak" er fjarri því að vera tindur af nokkurri tegund. Það sem þessir djöflar fóru að kalla ,,Tollýartind" þar syðra er misfella nokkur á sléttu sem þarna er og komin til af því að þar urðuðu menn sleðahunda sem hvorki var hægt að éta eða láta draga sleða. Á Íslandi sáust ,,tindar" af þessu tagi að vetri til við hvurt fjós og vóru kallaðir fjóshaugar og litu út eins og mini-mini jöklar þegar hafa snjóað yfir þá.
Til fróleiks má og geta þess, að ,,Tolly" sú er nefnd er í fréttinni og heitir Guðfinna Aðalgeirsdóttir en nokkuð skyld værðarklerknum fræga, séra Atgeiri p. Fjallabakssen. Séra Atgeir og Guðfina þessi eru semsé áttmenningar, samkvæmt Íslendingabók hinni nýrri. Trúlega hefir séra Atgeir verið fenginn til að skíra þessa frænku sína og færa til bókar. Annars hefir séra Atgeiri verið meira umhugað hvort ekki væru til nægar byrgðir messuvíns en að skíra börn.
Það verður lengi í minnum haft þegar séra Atgeir var fenginn til að annast útför merkrar konu í annarri sókn. Séra Atgeir hafði aldrei heyrt á þessa konu minnst og var auk þess nokkuð rykaður þegar að athöfninni kom, en sem betur fer gott magn messuvíns í skrúðhúsinu. Þegar að líkræðu kom dró séra Atgeir blöð upp úr rassvasa sínum og tók til við að lesa. Ekki hafði hinn heilagi guðsmaður lengi lesið þegar upp rann fyrir þeim er á hlýddu að presturinn var ekki að jarðsyngja hina burtsofnuðu heiðurskonu heldur eitthvert kvikindi, hund eða kött, ef ekki verðlaunahrút. Var séra Atgeir p. Fjallabakssen þá leiddur úr musterinu frá sæmdarfrúnni hálfjarðaðri. Það varð síðan þrautarlending ættingja konunnar að fá sjálfann síra Baldvin til að klára að jarða það sem enn var ójarðað af hinni látnu.
Tindur nefndur eftir Guðfinnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2019 | 15:51
Það er útsýni úr íbúðarkytru telpunnar
Auðvitað verður telpuanginn að selja, nema hvað? þetta er hvort eð er allt í skuld og vanskilin eftir því. Þa ósköp erfitt fyrir barnungt fólk að kaupa þak yfrum höfuðið á sér, ekki síst ef viðkomandi etur humar og rándýrt hvítvín í öll mál og er hálf kenndur allan liðlangann daginn og fær so niðurgáng af öllu gumsinu. Það þykir og so í frásögur færandi að það sé útsýni úr íbúðarkytrunni telpunnar, en það er nú víst aðallega ryðgað járnadrasl og skítugir útspreyjaðir veggir, sem einhvern tíma vóru hvítir. Einstkaka sinnum má þó sjá þar að síðkveldum, að næturþeli og undir morgun, grunsamlegt sóðalið, sem hefir rambað á þennan útkjálkabakgarð, til að hafa í frammi dónalega tilburði, vægast sagt, þér að segja.
Nú, það er nú eins og það er hjá telpukvölinni, hún á ekki svo mikið sem bótarnefnu fyrir blessaða boruna á sér og líklega hafnar hún á vergangi. En það hefir vorað vel og vel hægt að sofa á bekkjunum á Austurvelli og stutt í vinuna fyrir hana, ræfilsins krossberann atarna. Líklega kaupir einhver sóðanaggur íbúðina telpunnar og nýtur útsýnisins af einkennilegum losta. Fólk er so mismunandi og smekkur þess á ýmsan hátt, að þótt telpunni litlu hafi það sem fyrir augu bar út um útsýnisgluggann vera hálf-vandræðalegt á stundum, þá eru til einstaklingar sem slefa yfir soleiðislöguðu.
Það getur hvur maður séð, að það er varla eftirsóknarvert fyrir eina prúða humars- og hvítvínsætu að vera í húsnæðishraki, eiga hvurgi höfði sínu að halla og hafa stein fyrir kodda í næturstað, eins og segir í sálminum. En telpan getur kanski nótt og nótt fengið að halla sér í Konukoti og hrjóta þar úr sér hvítvínsglundrið. So eru til úrræði í gámum, sem hætt er að nota, og í þeim er vel hægt að hafa dulítið borð og stól og prímus og hita sér humar og þamba hvítvín með úr gamalli niðursuðudós. Það er verst með sona gáma, að þar er ekki reiknað með salernisaðstöðu, þannig að íbúinn verður að útvega sér fötu. En ungt fólk á alltaf so gott með að bjarga sér og hvað er að því að einkavæða sig í gámi eftir að hafa hrokklast úr íbúðinni sinni?
Áslaug Arna setur Stakkholtið á sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2019 | 12:39
Útburðarvæl vandræðamanns
Hvaða bölvað útburðarvæl er þetta í samherja auðvaldsins í LÍÚ og Valhöllu? Því tekur hann ekki orkupakkaglæpinn af dagskrá og tekur ,,hin nauðsynlegu mál" fyrir í staðinn og afgreiðir þau? Eða hver er það sem stjórnar þessum vandræðaforseta Alþinigs? Er það ASG, LÍÚ, ESB, Viðskiptaráð? Það væri bættur skaðinn þó þessi vandræðamaður léti sig hverfa fyrir fullt og allt úr íslenskum stjórnmálum í dag, - og reyndar ætti alþýða manna að vera búin að fjarlægja þennan alræmda loddara fyrir löngu, en það er annað mál.
Til sveita var það plagsiður að kasta jarðneskum leyfum hunda í mógrafir, hálffullar af vatni. Í stjórnmálum er skaðlegum melrökkum og loddurum skjaldan varpað á dyr, hvað þá í mógröf, fyrr en eftir dúk og disk, eftir að þeir hafa valdið stórfelldu tjóni með lygum, svikum hugsjónaleysi og leikaraskap. Skammt frá Alþingishúsinu er Reykjavíkurtjörn; það væri hið minnsta að baða sona meinvætti upp úr henni um leið og þau eru rekin heim í hinsta sinn.
Og hvað er VG, ,,Vinstri"hreyfingin ,,grænt" framboð? Til hvers stofnuðum við þann flokk á sínum tíma? Ekki til að verða svæsin svikamilla í spilavíti auðvaldsins, svo mikið er víst. Hinsvegar stálu illfyglin, tilberafylin miklu, í Flokkseigendafélagi gamla Alþýðubandalagsins, sem orðið var mjög úrkynjað, fljótlega hinum nýja flokki, VG, og gerðu hann að einhverskonar glæpahreiðri um björgunaraðgerðir við vestrænt auðvald, ESB, USA og NATO. Hvers vegna í ósköpunum er þessi flokksnefna ekki horfin af yfirborði jarðar með öllum sínum óheilindum, óþverraskap og svikum?
Ófremdarástand á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2019 | 11:24
Tóm jakkaföt messa yfir öfgafullum trúarsamtökum gráðugra siðvillinga
Það hlýtur að vera svakalega skemmtilegt fyrir meðlimi Viðskiptaráðs að láta tóm jakkaföt messa og fara með borðbænir yfir þeim að morgni dags. Og Viðskiptaráð er líka einn af pípuhöttum íslenska auðvaldsins, sem lærði, ekki fremur en meirihluti þjóðarinnar, neitt af Hruninu, öfgum, glæpum og mannfjandskap frjálshyggjunnar. Svo er að sjá að helsta gluggaskraut Bjarnaben, svar þeirra í Valhöllu við Bolholt við Katrínu Stengríms og Lilju Framsóknar, hafi setið undir bænalestri tómu jakkafatanna og unað sér vel eins og gluggaskrauts er siður á betri bæjum.
Nú, Viðskiptaráð er auðvitað öðru fremur öfgafull trúarsamtök þeirra er fengið hafa heilalausa ást á guðinu Mammóni og þar taka safnaðarmeðlimir við orði hins blessaða, gráðuga Mammóns af gagnrýnislausri undirgefni þeirra sem fengið hafa meir en nóg af skriðdýrseðli í vöggugjöf. Og Viskiptaráð stefnir ótrautt að næsta hrun, því eftir gott hrun sópa innvígðir mammónsistar að sér auðæfum án þess að skríllinn geti rönd við reist.
Á meðan bænalestri tómu jakkafatanna stóð yfir í Viðskiptaráði, sleit Stengrímur AGS Samherji Mammóns og hinna gráðugu þingfundi í fússi því honum þókti ekki nógu vel ganga að greiða götu hinna slefandi auðvaldspésa, sem bíða eins og mínkar eftir bráð sinni, að alþingi afgreiði ,,orkupakkann" svo þeir geti haldið áfram að plana rán hinna siðblindu og gráðugu á orkuauðlindinni, sem íslensk alþýða á þó enn, þó undarlegt sé.
Best á þetta reddast-mælikvarðanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2019 | 10:41
Dreymdi að hann væri í Edens fínum rann
Það er eðlilegt að allt sé uppi í á borðum, sagði frú Ingveldur alvarleg í bragði um leið og hún skellti grútskítugum og illa þefjandi nærbuxum á borðið. Nærbuxurnar atarna hafði hún fundið í buxnavasa eiginmanns síns, Kolbeins Kolbeinssonar skrifstofustjóra og framsóknarmanns, eftir að hann hafði komið skríðandi heim í gærmorgun eftir að hafa teki þátt í einhverri dulafullri jörvagleði úti í bæ. Téðum nærbuxum brá Máría Borgargagn upp að vitum sér og þefaði ákaflega, kastaði þeim frá sér á borðið og þóktist við að kasta upp.
Síðan ræddu þær vinkonur, frú Ingveldur og Máría Borgargagn, aftur á bak og áfram um hver gæti verið eigandi nærbuxnanna; þær settu upp ýmsa svipi og horfðu þýðingarmiklu augnaráði út í hið óendanlega og lögðu sig mjök fram um að greina pestina, sem svo sannarlega rauk upp úr hinu ókunna nærhaldi. Á meðan lá Kolbeinn eins og skotinn fugl í forstofunni, hann lá á bakinu með lukt augu en galopna buxnaklauf, sem gaf til kynna að hann væri sjálfur ekki í neinum nærbuxum og frá honum lagði háskalega fýlu, sem frú Ingveldur brást við með því að úða flgnaeitri yfir hræið.
Jú, vissulega var þefur af Brynjari Vondulykt af hinni ókunnu flík, en þarna var líka sterkur eimur af einhverri annarri manneskju, ef manneskju skyld kalla, ákaflega salernislegur, eða öllu heldur klóakslegur, og þær frú Ingveldur þóktust þess fullvissar, að eigandi nærbuxnanna hefði verið afar lengi í þeim áður en Kolbeinn hafði stolið þeim í misgripum. Svo mælti Máría Borgargagn og brosti í kampinn: - Svei mér þá ef ekki er líka örlítill fnykur af kjararáði af þessari óþverraflík. Jú, frú Ingveldur samsinti því og bætti við að það væri einnig stybba af ráðherraraskati af helvítis druslunni. Á meðan þessu fór fram dreymdi Kolbeini, hvar hann lá í forstofunni, æsandi drauma um hóflaust svall í ,,Edens fínum rann."
Eðlilegt að allt sé uppi á borðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2019 | 20:27
Sporðlausi mannætuhákarlinn
Svo er að sjá sem eigendur og útgerðaraðall Bísldeyjar SH hafi ekki gefið skipstjóra og háseta skipsins bein fyrirmæli um að skera sporðinn af hvurjum einasta hákarli sem kæmi upp með línunni. En þrátt fyrir þá ákváðu paurarnir um borð að höggva fótinn undan dýrinu og stugga því með skellihlátri og ljótum athugasemdum út í opið hafið. Það er ekki víst að hákarlinn sé sloppinn frá öllum kárínum því vafalaust mun flest kvikindi sjávarins hæðast að hákarlinum svona sporðlausum og segja honum að haltra til Helvítis.
Einhverju sinni hjuggu Bensónbræður aðra löppina undan Jóakim þeim er kallaður var Kimmi Jukkaskítur. Eftir það fékk Kimmi sér tréfót, sem Bensónbræður tóku jafnhraðan af honum og brenndu. Það var því ekki um annað að ræða fyrir Jóakim en að hoppa leiðar sinnar á öðrum fæti, og vakti það að vonum nokkra athygli, einkum barna, sem sátu um að bregða fæti fyrir þennan eins fót Kimma Jukkaskíts og hafa skemmtan af að horfa á hann endastingast á gangstéttinni. Það var líka nokkuð auðvelt að koma karli úr jafnvægi þegar hann var að koma hoppandi af knæpunni, því þá var hann eins og stjórnlaus bátkoppur í hafróti, flaksaðist til og frá, bölvandi og ragnandi.
Svo var það mannætuhákarlinn á Vestfjörðum. Sá djöfull missti snemma sporðinn í átökum við búrhveli nokkuð af ætt Moby Dick. En upp úr því hann orðinn sporðlaus tók hann upp á þeim fáheyrða andskota að sitja um manneskjur; hann svamlaði meðfram fjörum og skerjum, fór inn í hafnir svo lítið bar á og dólaði kringum báta undir veiðarfærum á miðum úti. Svo komst í tísku hjá fólki að fara í sjósund og þá vækaðist nú heldur hagur hins illa þenkjandi og sporðlausa hákarls, sem jagaði hvurn sjósyndarann á fætur öðrum og át þá upp til agna. Þegar þetta gerðist hafi hákarlinum þá þegar tekist að reka hausinn eldsnöggt upp úr hafinu við hliðina á skaktrillum og kippa skakaranum út í og hafa hann sér til matar. Reyndar var hákarlinum meinilla við skarana, því þetta vóru stundum gamlir karlar, ólseigir undir tönn og bragðvondir eftir því. Það átt víst að gera gangskör að því að gera hákarlinum aðför og vega hann, en hákarlinn lét sig þá hverfa. Næst varð vart við hann við strendur Noregs og Danmörku og þaðan hélt hann til Bretlandeyja og herjaði á baðstrendur. En í vor sást aftur til kvikindisins hér við land og eru menn við öllu búnir, því erlendir ferðamenn eru ábyrgðarlausir og eiga til að vaða út í sjó hér og þar og þá er eftirleikurinn auðveldir fyrir hákarlinn, jafnvel ó hann sé vitasporðlaus.
Skipverjarnir reknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- ,,Karlskömmin þessi Brynki"
- Til umhugsunar 1. janúar 2025
- Ljóðræn athugasemd við Mörtu Smörtu og menningarblætið hennar
- Upp úr námskrá moderne skool kennslukonunnar
- Hvalvertíð hafin milli jóla og nýárs. Sérlegur búhnykkur fyri...
- Fyrir dyrum stendur harðvítug sjálfstæðisbarátta og endaskipt...
- Nú skal karlplágan upprætt í eitt skipti fyrir öll í þágu bes...
- Ákveðinn varðstjóri þarf stundum að gera fleira en gott þykir...
- Misheppnað bankarán er sorglegt bankarán
- Á nýju ári verður hann settur af og fer að borga gjaldþrotin sín
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 15
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 93
- Frá upphafi: 1545339
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007