Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2019

Ársneysla í helgarsamkvæmunum er aldrei undir 200 kílóum kókaíns

party.jpgKókaínneysla í hinum rómuðu helgarsamkvæmum að heimili frú Ingveldar og Kolbeins skrifstofustjóra og framsóknarmanns hefir ekki farið niðurfyrir 200 kílógrömm á ári síðasta áratuginn, en þá eru ekki talin með kílóin sem brúkuð hafa verið hversdags á því góða og glaðsinna heimili. Því miður hefir frú Ingveldur ekki haldið til haga í bókhaldi sínu magntölum annarra skemmtiefna, en stórar sögur fara af amfetamínhaugum í helgarsamkvæmunum, landabruggi og kannabissátum í einu stofuhorninu, auk allrahanda tablna úr apótekum.

Eitt sinn hægði Óli Apaköttur sér ofan á kannabissátuna og við lá að hann væri kyrktur fyrir bragðið, en Máría Borgargagn uggði ekki að sér, er hún hugðist faðma galtann að sér og stakk trýninu óvart af nokkru afli í taðóþrifnaðinn sem Apakötturinn lét eftir sig. Annað sinn kom Hálfdán Varðstjóri með sveit sína í heimsókn í helgarsamkvæmi og hugðist gera allt jukkið upptækt, haldleggja það, eins og fíflin orða það í fréttum í andlegri fátækt sinni.

Nú, Hálfdán Varðstjóri hóf innrás sína með því að sparka í kannabissátuna svo stöffið hentist af fæti hans út um alla stofu. Svo ruku hann og hans menn að kókaíshrúgunni og lögðust á kné sín við hana og soguðu allt er þeir mátt úr henni upp í nasaborurnar á sér. Og eins og við manninn mælt, rifu Hálfdán og hans menn sig úr að ofan og opnuðu buxnaklaufir sínar og voru undir eins í háttum líkastir brundhrútum um fengitímann og óðu að þeim er næstir stóðu og hugðust rífa niðrum þá og neyða þá til ósæmilegra hluta. Sem betur fer sá frú Ingveldur hvað verða vildi og réði niðurlögum Hálfdáns Varðstjóra og hans kappa á minna en svipstundu. Þegar lögreglusveitin var öll komin út undir bert loft og var að bera sig að að leggja á flótta, var hasshundurinn einn fulltrúa réttvísinnar í húsi frú Ingveldar og Kolbeins; og mikið fékk það kvikindi að reyna þessa nótt og óþokkinn Óli Apaköttur kom út úr skápnum sem forhertur anímalisti.   


mbl.is Tekið um 200 kíló af fíkniefnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frú Ingveldur skrifaði líka doktórsritgerð um sama efni

ing6Á sínum tíma skrifaði frú Ingveldur einmitt doktórsritgerð um nákvæmlega sama efni. Frú Ingveldi var nefnilega ofarlega í huga valdaójafvægi karla og kvenna í stjórnarstöðum í íslelsku efnahagslífi og kynferðismórall á vinnustöðum. Allt byrjaði þetta ósköp vel, frú Ingveldur skrifaði og skrifaði sem óð væri og unni sér aungrar hvíldar fyrr en hún hafði sett punktinn aftan við síðustu setninguna, en þá lágu að baki eina fimmtánhundruð síður, þéttskrifaðar í smáu letri.

Þá kom að því að fræðimenn tækju til við yfirlestur doktórsritgerðarinnar, sem var mikið púlsverk og mun erfiðara en fræðimenn vóru vanir. Það sem einkum kom fræðimönnunum í opna skjöldu voru hinar berorðu kynferðislýsingar þar sem stjórnendur fyrirtækja og opinberra stofnanna. Það vóru þó skelfilegar lýsingar á abnormal athöfnum einhvers náunga, sem bar titlana ,,skrifstofustjóri og framsóknaramaður" og lá við sjálf að fræðimennirnir buguðust í miðjum klíðum við lesturinn. Til dæmis vafðist fyrir lesurum einstaklega ósmekkleg frásögn af athöfnum skrifstofustjórans og framsóknarmannsins með tveimur öðrum karlkyndpersónum og einn kvenndrós. En þessi óþrifaatburður var sagður hafa gerst fyrir miðjan morgun á skrifstofu þeirr sem maðurinn stjórnaði.

Skömmu eftir að doktórsritgerð frú Ingveldar komst í höndur hinna nákvæmu fræðaþula hvisaðist út, að þeir hinir tveir, sem voru áminnsta nótt og morgunstund að verki með skrifstofustjóranun, væru landsþekktir sæmdarmenn, sem sé þeir Brynjar Vondalykt og Indriði Handreður, en kvennpersónan Máría Borgargagn, þá heitkona Handreðsins og löngu fræg af ýmsu og öðru smálegu. Svo vóru lýsingar frú Ingveldar ágengar og nákvæmar við yfirlestrarfólkið, að tveir þeirra gengu af göflunum og eru enn þann dag í dag geymdir í eiangrun, en aðrir tveir tóku lesturinn svo nærri sér að þeir gengu í sjóinn. Að lokum var gripið til þess ráðs að setja lögbann á doktórsritgerð frú Ingveldar og öllum eintökunum af henn eytt í eldi. Nú er frú Ingveldur aftur sest við ritun doktórsritgerðar, en hún sór þess dýran eið á sínum tíma, að hún mundi hefjast aftur handa við valdaójafnvægi karla og kvenna í stjónunarstöðum, ástarlíf í efnahagslífinu, pervertisma og fryggðarstjórnleysi ábyrgðarlausra kalladjöfla á vinnustöðum.   


mbl.is Ást kvenna til karla spilar stórt hlutverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flosi Posa Gosi veit hvað hann syngur, - eða veit hann það máske ekki?

naut2.jpgVitur maður Flosi Posa Gosi og ætlar að vinna gegn launaþjófum með alræmdum fyrrum aðstoðarmanni Sigmundar von Tortúlus de la Panama. Það held ég verði nú samvinna í lagi! Sú samvinna mun að líkindum slaga upp í störf hr. F. Posa Gosa þegar hann var í eina tíð framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins sáluga; enda fór svo að Alþýðubandalagið andaðist í miðjum klíðum í framkvæmdastjóraleik hr. F. og fékk að úldna í friði, eins og strandhveli í fjöru, þar sem það geispaði golunni. Ekki þarf að taka fram, að þá Alþýðubandalagið hlunkaðist fyrir ætternisstapa var rauði fáninn löngu fokinn út í veður og vind og búið að sparka vendilega í rassinn á ,,þjáðum mönnum í þúsund löndum".

Nú verkalýðshreyfingin hefir mátt þola alskyns skrípalinga og loddaraskepnur í sinni forustusveit; einkennilega vitlaus eðjót en þó með uppáskrifaðar háskólagráður í pússi sínu. Og satt að segja hefir þessum andlegu eyðimörkum tekist vel til í því að gelda verkalýðshreyfinguna með sínum hámenntuðu geldingartöngum og raunar er mesta mildi að þessum villudýrum skuli ekki hafa tekist að gera út af við verkalýðshreyfinguna, rétt eins og þeir geltu og drápu Alþýðuflokkinn og Alþýðbandalagið.

En hinn kostulegi meistari, herra Flosi Posa Gosi, er auðsjáanlega fýsilegur kostur til afreka þegar kapítalið vill standa yfir afhöfðaðri verkalýðshreyfingu. Fyrir það fyrsta var öllum ókunnugt um verkalýðsást Posa Gosa þegar hann dúkkaði allt í einu upp sem ,,framkvæmdastjóri" samtaka verkafólks á Íslandi. Í öðru lagi virðist garmurinn heldur hlálegur leikari og óskiljanlegur þegar hann tekur til að þvaðra. En það verður þó að viðurkennast, að það er ótvíræður kostur við menn á borð við þann sem hér um ræðir þegar í ljós kemur að hann er óskiljanlegur fólki af alþýðustandi því þá þarf síður að hafa af því áhyggjur að það verði fyrir skemmdum af þvaðrinu í honum.    


mbl.is Jóhannes Þór misskilji tölurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framferði ferðaþjónustugraðhesta í arðránshug eru aungin mistök

cap4Hvort er þessi fyrrum kjölturakki Sigmundar Davíðs von Tortóla svona herfilega illa að sér, að hann hreinlega veit ekki neitt um framferði ferðaþjónustugraðhestanna, eða hann er einfaldlega að ljúga því upp í opið geðið á landsmönnum að hinn einbeitti brotavilji hinna gráðugu ferðaþjónustufóla séu bara saklaus mistök?, mi-mi-misstökk.

Það hefir nefnilega verið landlægur plagsiður þeirra sem ætla sér að verða ríkir á ferðamannabransanum, að arðræna vinnuaflið meira og minna, langt umfram það sem kjarasamningar leyfa eða gefa tilefni til. Þar er ekki um nein mistök að ræða, heldur einfalda, ósvífna þjófsáráttu í bland við siðblindu. Þessu breytir ,,framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar", í jakkafötum og með bindi, ekki með fáránlegum fegrunaraðgerðum í bulli og ruglandi. Það er eitthvað annað sem þarf, en lygavelling glamurskjóðu Miðflokks og Framsóknar, til að venja ófyrirleitna atvinurekendur af glæpamennsku í garð þeirra sem ráðið hafa sig til vinnu hjá þeim. 

Síðan klikkir þessi óvandaði málaliði atvinnurekenda út með þeim ógeðfelda frasa, að einhverjir ,,við" fordæmi að sjálfsögðu öll brot gagnvart launþegum á vinnumarkaði! Sanni nær væri að atvinnurekendavaldið, auðvaldið, arðræningjastóðið, hefir aldrei nokkru sinni fordæmt rangsleitni og samningsbrot sinna manna af alhug inn að innstu hjartarótum; allt þeirra fordæmingarhjal um slík mál hafa verið eingöngu í blekkingarskyni til að villa á sér heimildir um stundarsakir. 


mbl.is Mikill meirihluti að standa sig vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður með hatt veldur uppþoti í Kópavogi. Geðdeild Landspítalans opnar neyðarathvarf vegna skrílslátanna

gitar2.jpgÞað er þyngra en tárum taki, að horfa upp á þá hryggðarmynd að engum skuli vera vært fyrir drykkjlátum og öskrum verlunarmannahelgarinnar. Frekar en ekkert ráfar karlskrjóður með hatt og gítar út á tún í Kópavogi og fer að hljóða eins og hundur sem er stigið ofan á skottið á. Og eins og við manninn mælt, drífur að allskyns lausafólk, miður vel lagað til samsöngs, og tekur til að orga undir hjá manninum með hattinn og gítarprikið. En svona leggst ómenningin að og aunginn getur borið hönd fyrir höfuð sér og ófögnuðurinn lekur eins og ýlda ofan í allar misfellur og myndar slétta ýldubrú lágmenningar og núlls.

Þá men eg allt í einu eftir honum Jóni Glámi gítarleikara, þessari stórhetju sem gat spilað svo seiðandi rafgígjutóna út úr gítar sínum og magnara að hárið á kvennfólkinu hringaðist og hnökraðist upp eins og þær hefðu fengið sér permanent, bæði að ofan og neðan, og auk þess undir höndunum líka. En drengirnir fengu pínu til miðvígstöðvanna og voru í marga daga að ná sér á eftir og sumir náðu sér aldrei og lögðust í ólifnað og geggjun þar til Maðurinn með Ljáinn leysti þá undan þrautunum.

girl5.jpgOg hvað ætli mannkertinu með hattinn og gítarinn gangi til með því að reyna að æsa upp múginn í Kópavogi? Ekki er tilefnið merkilegt, því það er ekki neitt. Þegar Jón Glámur gítarleikari mundaði gígju sína, hvort heldur var á útitónleikum eða úti á palli heima hjá sér, fól gnýrinn sem hann framkallaði heilmikla menningu og útvíkkaði skynsvið hugar og handa þeirra er á hlýddu. En þegar púkaleg karlómyndi skjögrar eins og vængbrotin veiðibjalla út á víðan völl og hefir með sér rammfalskan gítargarm og fer að góla Blackout-symfóníuna eins og tunglsjúkur kaþólikki er ekki von á góðu. Í fyrramálið, þegar við hin saklausu og reglusömu vöknum og tökum morgunfréttirnar, skulum við vera þess viðbúin, að allt hafi endað með ósköpum úti á túni í Kópavogi og íbúarnir þar orðnir varanlega geggjaðir með öllum þeim stórhörmungum sem þessháttar ógæfu fylgir. 


mbl.is Brekkusöngur í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei, þeir ráku Jón Íþróttamann en sendu þunglamalega hlunka á mótið

bjorn.jpgÞetta er algerð háðung, alveg til stórfelldar skammar. Að sannir Íslendingar skuli láta leika sig svo grátt sem raun ber vitni í íþróttakrftakeppi á erlendri grund kallar á róttækar aðgerðir, sem forða því að sonalagað gerist aldrei nokkurn tíma aftur. Þá hefði þessu fjárans krossafeitnessliði verið nær að senda Jón Íþróttamann til Bandaríkjanna til að keppa fyrir Íslands hönd, í stað þess að reka hann úr Krossnesssambandinu. Að sjálfsögðu skaraði Jón Íþróttamaður svo fram úr öllum iðkendum í krossfeiti á Íslandi, að öfundarkvikindin, sem öllu ráða, ráku Jón frá æfingum og keppni í krossafitu til æviloka og gáfu honum að sök óíþróttamannslega hegðan, tillitsleysi og auk þess dálítið meira, sem ef til vill kemur fram síðar í þessum pistli.

Það var náttúrlega hörmulegt fyrir þjóholla Íslendinga að sjá hvurnig Katrín Tanja lyppaðist niður eins og hveitisekkur sem veltur á hliðina á olíublautu lúkargólfi; og þau hin hvurnig þau endastungust um keppnissvæðið á sama hátt og þegar nýfæddir kálfar slengjast til og frá um flórinn. Þetta var alveg hræðilegt. En Jón Íþróttamaður, hann sko, hérna, þegar hann fékk að æfa, þá óru þessir hlunkar, sem sendir vóru fyrir Íslands hönd til keppni í Madisón í Wisskonsuríki í USA, eins og einir einfættir og vængjalausir spörfuglar í samaburði við geysistóran og grimman örn. Til að mynda var drengurinn, sem lufsaðist til að verða í þriðja sæti þarna fyrir vestan haf, algerlega hreyfihamlaður við hlið Jóns Íþróttanns meðan hann fékk að stunda íþróttir í Krossafeitisfélaginu; meðan Jón þaut tíu sinnum upp og niður langa reipið sem hangir neðan úr loftinu í æfingasalnum gat drengurinn kraflað sig upp undir hálfan kaðalinn.

Þó tók steininn endanleg úr þegar upp komst um þá ást sem krossafittnesskonur báru til Jóns Íþróttamanns og var það mál allt laggt út að versta veg og lugu öfundsjúkir aumingjar og grasasnar því upp á Jón, að hann hefði með lostalegri framkomu og kynferðislegri áreitni vakið upp stjórnlausar hvatir hjá kvennkyninu og einum af drengjunum. Þetta sögðu vondir menn að Jón hefði notfært sér á svívirðilegan og auvirðlegan máta. So ráku þeir hann náttúrlega á grundvelli stórlyga, því þessir karlar þola aungvann sem skarar fram úr. Nóttina áður en þeir sviptu Jón öllum réttindum til krossfittleika, smó drukkin og forhert hlandsprengja inn um svefnherbergisglugga hans og tók hann slíku frillutaki að hann gleymir því aldrei; þá nótt slökknaði endanlega á þeirri kynferðisnáttúru sem bærst hafði með Jóni Íþróttamanni og er hann nú frjáls undan þeim óþverra.   

(Meðfylgjandi mynd er af einum af íslensku keppendunum rétt eftir að hann féll úr leik í fyrstu grein mótsins)


mbl.is Björgvin tryggði þriðja sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sölunefnd varnarliðseigna fellir sin dóm

saudnaut.jpgOg hefir nú Sölunefnd Varnarliðseigna talað úr glerhúsi sínu og fellt þann dóm að annar söfnuður gömlu Framsóknarmaddömunnar, Miðflokkur Tortólupiltsins Sigmundar Davíðs, hafi gert sér til ævarandi skammar með frumlegum þingstörfum að Klaustri. Nú, höfuðdjásn gömlu Maddömunnar, Framsókn, er náttúrlega syndlaus og hefir ekkert á samviskunni til að skammast sín fyrir, enda eyðist fortíð Framsóknar jafnóðum og hún verður fortíð; með öðrum orðum: Framsókn er fortíðarlas flokkur.

Svo var nú þetta með Litlu Gulu Hænuna (LGH), hún fann alltsvo eitt frag, það var frag af þjófalykilsplöntunni, sem er mikil urt og vex best í hlandforinni bak við Framsóknarfjósið. Ekki eru samt allar ferðir til fjár sem farnar eru í umrædda hlandfor, því þar hefir einmitt drukknað fjöldinn allur af misheppnuðum Framsóknarhvolpum. Í fornöld deyðu Þórólfr Mostraskeggr og hans frændur inn í Helgafell á Þórsnesi, en hinir misheppnuðu Framsóknarhvolpar hafa hingað til drepist inn í Framsóknarfjóshauginn og orðið að eiturgasi, sem aftur verður flugum og fuglum sem koma of nærri að aldurtila. Þess má og geta, fremur til gamans en fróðleiks, að áminnstur Þórólfr Mostraskeggr, er samkvæmt ættfræðistofnun Framsóknarfjóssins forfaðir bæði gömlu Framsóknarmaddömunnar og gifturíka kaupfélagsstjóranum á Sauðárkróki, sem einmitt var skírður Þórólfr í höfuðið á afa sínum.

x22En þar eð menningarmálaráðherra Íslands er sérstaklega menningarlegur og ber það með sér að vera alinn upp við hermang í Sölunefndinni, þá þarf aunginn að vera hissa á að amríski herinn sé aftur á leiðinni á Miðnesheiðina og hug á að fjölga sér þar eins og velheppnaður rottustofn. Og hvað gerir til þótt ein flokksnefnan í ríkisstjórninni þykist vera á móti hersetu og eftir vill líka NATO, því sá derringur er markleysan ein og umræddur flokkur einungis smáhópur aumingja og óhræsa. 


mbl.is „Þeim til ævarandi skammar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Solrún Títa, sem tók ástfóstri við VG, er nú um stundir geymd í búri

ing11.jpgAllan fjandan dettur veslings undanrennuungunum að kalla vinnu! En þessum greyjum er ekki sjálfrátt, það vitum við. Að kalla slúðurspjall um drykkjulæti nokkurra mannalegra karla vinnu er svo kúnstugt, að manni fljúga í hug firringarsérfræðingar, Freud gamli og Jósef Svejk. Og nú ætlar ein af undanrennuteskeiðunum hans Stengrims að fara með klamburbullið í prófarkalesara, sennilega til gá hvort hann gangi ekki af vitinu við að lesa þvættingin. O so gog gog gog gó.

Kvinna er til sem gegnir nafninu Solrún Títa, eða bara Solla Títa. Hún gekk í vaffge-ið hans Stengrims fyrir sex árum og fyrir tveimur vikum var hún loks færð inn á Klepp, þar sem hún hýrist í harðlæstu búri og aunginn annar sjúklingur fær að sjá hana svo ekki fari allt á annan endann. Það sem varð Sollu Títu að falli var að hún fékk Stengrim, Álfheiði og Swavarsfjölskylduna á heilann og reifst og skammaðist um götur og torg þeim til varnar og slóst hiklaust í heimahúsum og á kaffihúsum fyrir æru fyrrnefndra einstaklinga.

En þegar upp komst, að hrifning Sollu Títu af Flokkseigendum VG var upp sprottin af kynferðislegum toga, brengluðum, varð hitt títuliðið og undanrennúngarnir í sandkassa VG-tröllanna, skíthrætt og klagaði í gömlu tvíkynja VG-maddömuna, sem óðara sendi lögregluna eftir Sollu Títu til að vista hana á vitfirringahæli. Það var sjálfur Hálfdán varðstjóri sem afhenti varðmönnunum á Kleppi Sollu Títu og tók þeim stranglega vara við að eiga nokkuð við þessa brjáluðu kerlingu.


mbl.is Hafa lokið sinni vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er vitnað í vandaða og ítarlega umfjöllun

ing2.jpgÍ vandaðri og ítarlegri umfjöllun um Máríu Borgargagn segir frú Ingveldur, að ekki sé beinlínis hægt að fullyrða að Máría Borgargagn sé drusla, hún sé iðulega smekklega klædd og fari reglulega í bað, þannig að ólykt af henni sé yfirleitt í lágmarki. Hinsvega sé umrætt Borgargagn bölvuð andskotans tík, því verið ekki neitað, hún sé ekki vönd að meðulum og taki sér ýmislegt ósiðferðilegt og sóðalegt sér fyrir hendur; hún sé til að mynda lóðatík og hlaupatík, sem láti hormónastarfsemina, hégómann, skinhelgina stjórna sér.

Í kaflanum ,,Brussugangur Máríu Borgargagns í karlafansi" kemst frú Ingveldur svo að orði, ,,að Máría sé mörgum kunn fyrir lauslæti sitt, tryggðarrof og skefjalaust nærbuxnaleysi." Síðar í sama kafla eru nákvæmar lýsingar á saurlifnaðarati Máríu og hvernig ódámurinn Indriði Handreður lét fallerast og hefja búskap með jafn öfgafullri kvennkind. En svo hafi komið í ljós að Handreðurinn, þetta háskólamenntaða möppudýr, var síður en svo siðrænni Máríu í ósiðlegu athæfi af kynferðislegum toga. Þá er frá því sagt þegar Máría Borgargagn kom sér upp hálfgerðu hundskykvendi í mannsmynd á fyrri hluta ævi sinnar, en það var þegar hún kynnti til leiks ótlifaðan og snepplóttan Grænlending, sem hún hafði tekið í misgripum fyrir asískan menningarfrömuð. Þessi kynlega handvömm varð til þess að Máría var gjörð sveitarræk og hrökklaðist með nærbuxur sínar á hælunum suður í sollinn og sukkið. Svo mörg vóru þau orð frú Ingveldar í ritgjörð hennar um Máríu Borgargagn.

x15Hvað frú Ingveldi sjálfa varðar, þá frábiður hún sér að vera haldin gunga og drusla, hvað þá tík elligar skrokkur, sem rófulausir hundar telja að ,,typpið" þá þeim passi í; mannaumingjum sem gjöri sér þessháttar grillur kasti hún umsvifalaust út úr húsum sínum þegar þeir sýna á ufirgangsemi sína. Til dæmis hafi einn Klausturpiltanna farið að færa sig upp á skaptið er hann, fyrir náð og miskun, fékk að koma á heimili frú Ingveldar og Kolbeins í helgarsamkvæmi. Það endaði hálfilla; hann sást svífa eins og vígahnöttur út um dyr frú Ingvelda  og lét ekki staðar numið fyrr en úti á miðri götu þar sem aðvífandi bifreið hafði hér um bil keyrt yfir hann. 


mbl.is Drusla í lagi en ekki tík?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband