Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2020

Nú skal snúið upp á skottin á hænsnunum, og þau jafnvel snúin af

x6Nú dugar ekkert annað en að snúa rækilega upp á skottin á þeim þessum sem þykjast vera meirihluti borgarstjórnar. Það verður að upplýsa í eitt skipti fyrir öll hvort Dagur var að ljúga í Kastljóinu um mestu launahækkun sögunnar, og ef svo hefir verið hvort hann hafi ekki verið með réttu ráði þegar hann jós launaheimsmetunum framan í landsmenn í Kastljósinu. Það sér hvur maður að ekki heiglum hent að semja við fólk sem misst hefir alla sjálfstjórn og fer að skrökva út og austur.

En þetta er víst orðið alvarlegt mál með hann dag, mun alvarlegra en áður var talið. Ekki er nóg með að hann sé í slagtogi með Holuhjallinum og fleiðri viðlíka slordónum, henldur er hann í þokkabót farinn að leggja lag sitt við frú Ingveldi og hennar fólk. Hvað sem má um hvurn og einn segja, þá er víst að Dagur stenst frú Ingveldi aungvann snúning og Kolbeinn framsóknarmaður Kolbeinsson á alskosta við staula eins og hann Dag. Félagsskapur borgastjórans við slíkt fólk getur ekki endað nema með ósköpum.

Já, eins og fyrr hefir fram komið, þá dugar ekkert annað en að snúa djöfullega upp á skottin á borgarstjórnarhænsnunum, helst að snúa þau af, og leiða þau síðan að sáttaborðinu og láta þau skrifa undir hvað sem er; þau munu vera fegin að sleppa úr grjóthörðum og siggrónum lúkum Solveigar og Amríku-Vidda. Þetta gæti vel kastað það, að Efling muni yfirtaka Raykjvíkurborg og ráðhúsið, Morgunblaðið og Matta Jó, mister Benediktsson og NATO, en það væri allt í lagi og eflaust frekar til bóta ef eitthvað væri. 


mbl.is Undrandi og sjokkeruð eftir fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byltingin vofir yfir; stríðandi aðila búa sig undir lokaorrustuna

bar1.jpgÞað er farið að hylla undir lok kjaradeilu Eflingar við Reykjavíkurborg og brátt verður Dagur borinn úr húsi, sem og Holuhjallurinn, einnegin Líf og Lóa og píratadaman með rauða varalitinn. Eyþór Árvakur og hans slekti, ásamt Vígdísi Hauks og Kolbrúnu þerri sem Flokkur fólsins fékk lánaða hjá Sjálfstæðisflokknum, verða og tekin með valdi og feykt út fyrir dyr ráðhússins og þess beðið að þau megi aldrei þrífast. Þá loks geta borgarbúar byrjað nýtt líf án spjátrunga og sperrileggja. Það verður mikill munur. Og loks fær allt starfsfólk borgarinnar laun sem hægt er að lifa af, praktuglega. Já og já.

Það verður gaman að sjá til hinna gagnslausu borgarfulltrúa rolast eins og gamalær heim til sín eftir að hafa verið kastað út úr ráðhúsinu. Satt að segja verður það sprenghlægilegt. Þetta verður nefnilega bylting og flokkunum, sem sköffuðu þá alónýtu borgarfulltrúa sem nú verða í brottu reknir, verður harðbannað að stíga fæti inn í ráðhúsið aftur. Já, piltar mínir, ráðhúsið í Reykjavík verður skohh aflúsað núna og öllum eftirlegukindum og dekureðlum Dags verður stuggað út fyrir dyr svo hægt sé að draga andann inni í ráðhúsinu atarna.

Frú Ingveldur er uggandi yfir byltingarástandinu sem er að skapast og vill freista þess að Degi og Eyþóri Árvakri verði bjargað áður en byltingin étur þá upp til agna. Nú í eftirmiðdaginn var Indriði Handreður sendur til að sálusorga Dag og stappa í hann stálinu, en í fyrramálið mun Handreðurinn gefa Eyþóri Árvakri væna innspýtingu til þess að hann standi í lappirnar en troðist ekki undir þegar lokaorrustan um ráðhúsið hefst, en það er náttúrlega afar stutt í það.  


mbl.is Samninganefndir á aðskildum fundum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pissaði hin heimsfræga telpa með vörurnar fram í Bláa lónið?

ingv3.jpgÞað er nefnilega það já. Og er heimsfræg, og fengið verðlaun. Það er ekkert smáræði. Samt er hún ekki heimsfrægari en svo að aunginn þekkir til hennar. En hún man samt eftir að setja vörurnar fram, ekki mikið bara dulítið, um leið og hún tekur mynd af sjálfri sér til að viðhalda heimsfrægðinni. Það verða allar konur að setja vörunar fram þegar myndavél er beint að þeim, annar gæti kallpéníngnum þótt þær ókynæsandi og púkalegar. Við skulum og vona að telpan Halsey hafi ekki pissað í Bláa lónið þegar hún var að sulla þar.

En nú kemur að frú Ingveldi, þeirri stórgáfuðu og fáguðu konu. Frú Ingveldur sagði frá því í ræðu á kvennafundi í Sjálfstæðisflokknum, að hún hefði margoft mígið í Bláa lónið og aunginn nærstaddur hefði tekið eftir því. Svo bætti hún um betur rakti í löngu máli og nákvæmu þegar Kolbeinn hennar Kolbeinsson og Brynjar Vondalykt skitu eins og herforingjar í hið Bláa lón og komust upp með það. Þegar þarna var komið sögu brostu allar sjálfstæðiskéllíngarnar út að eyrum og í einni eða tveim heyrið lágvært og pent ,,tí-hí." 

So hélt frú Ingveldur áfram eins og ekkert hefði í skorist og fór að segja frá heldur hvimleiðum kvenpersónum í Bláa lóninu, sem hún kallaði ýmist stelpuklessur eða merarsvín og gerðu sig hvað eftir annað líklegar til að áreyta frú Ingveldi kynferðislega á einkar ógeðfelldan máta. -Og ég skal segja ukkur, mælti frú Ingveldur stillilega yfir sjálfstæðiskonurnar, sem orðnar voru ein eyru, - já, ég skal segja ukkur, að hefðu ekki komið þarna verðir hefði ég kæft helvítis gálurnar í eigin skít. Já, það er mikil reynsla að baða sig í Bláa lóninu. Og ekki vantaði að ekkisins ansvítans skiturnar væru með vörurnar fram, ónei. En það hvarf af þeim skítaglottið þegar ég tók í hnakkadrambið á þeim og stakk þeim á kaf.


mbl.is Halsey ber að ofan í Bláa lóninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar hún var borin í burtu dauð

Jésaú góður Guð sé með oss og hjálpi oss og frelsi oss frá illu. Og nú er kérlíng ítalska læknisins líka komin með kínasóttina. Hann getur þá leiðindum veikinda sinna haft ofan af fyrir sér með því að stunda lækningar á kérlíngunni. 

Og nú flýgur mér allt í einu hug versið frækna um blessaða góðu konuna:

,,Hún ljúfa gamla var að baka brauð,
en brenndi sig og gerði skyssu slíka, 
að þegar hún var borin í burtu dauð
var brauðið ónýtt líka.

bono.jpgVér verðum að bíða og sjá hvort endemið hann Trumpur ætli nokkuð að varpa kjarnasprengju á Tenírífe til að yfirbuga djöfuls vírúsinn sem gert hefir oss gramt í geði.  


mbl.is Annað smit staðfest á Tenerife
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óánægja frú Ingveldar stendur óhögguð

x-madFrú Ingveldur var verulega óánægð eftir að hafa fengið fréttir af ummælum Páls forstjóra og Ölmu landlæknis. - Fyrir það fyrsta, grénjaði frú Ingveldur upp úr vonsku sinni, - þá bjóst ég við spítalaforstjóra með kindabyssu í annarri hendi og sláturhníf í hinni. En neinei, maðurinn fer að þrugla og rugla un öndunarvélar og landlæknismyndin var ekki betri í andskotans öndunarvélabullinu. Jésús minn hvað þetta aumingja fólk er bilað, sagði frú Ingveldur og sparkaði frá sér eins og að henni sæktu grimmir hundar.

Frú Ingveldur er á hagræðingarbylgjunni og talsmaður hinnar endanlegu lausnar á gamalmenna- og öryrkjavandamálinu. Um þessar mundir er hún að rita stórviki um málið og mun það bera titilinn ,,Barátta mín II." Sumir eru þeirrar skoðunar, að nú sé frú Ingveldur komin yfir strikið, og þá fréttir bárust af því að hún hefði sent Óla Apakött til útlanda í þeim tilgangi að rífa kjaft við siðað fólk á fundum um þar sem fjallað var um almannaheill. Að vísu var Apakettinum hvarvetna kastað út á strætið fyrir utan fundarstaðinn eða hann var fjarlægður í böndum og hann keyrður upp á ókunnugar heiðar skilinn þar eftir í kolsvartamyrkri. Þeir sem sátu fundina um almannaheill eru sammála um að aldrei hafi þeir fyrirhitt annað eins óhræsi og viðrini eins og Óla Apakött og væri réttast að leggja dálitlar refsingar á þjóð sem sendi þvílíkt afturfótafiðrildi til að ausa úr skálum heimsku sinnar yfir grandvart of velmeinandi fólk á erlendum vettvangi.

Svo þarf nú að ræða tillögu frú Sæland um að smala pestargemlingum, sem eru að koma frá útlöndum, saman í Egilshöll eins og hvurju öðru fjársafni sem heiðarlegur stórbóndi hefir rekið til sláturhúss. Þegar Egilshöll verur orðin full af bráðsjúku fólki og aðeins eitt til tvo klosett á staðnum, væri kjörið að flytja garmana, sem ekki verður hægt að troða inn í Egilshöllu, út í sveit og koma þeim fyrir í ónotuðum útihúsum, fjárhúsum, hlöðum og slíku. Þannig og aðeins þannig munum við koma í veg fyrir pestarsmit af fólki sem asnaðist eins og blindar mýs í utanlandsreisu á nýja árinu. En óánægja frú Ingveldar stendur óhögguð.  


mbl.is Spítalinn vel tækjum búinn til að bregðast við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjörf og starandi færir hún nýfrjálshyggjunni fórnir

x26Stjörf og starandi skar hún fumlaust hausinn af Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Enda hafa spilltir lúðar Sjálfstæðisflokksins séð um að mjólka Nýsköpunarmiðstöðina og fénýta í eign vasa. Það væri fróðlegt að sjá umsvif miðstöðvarinnar í smáatriðum og hvað hefir orðið úr þeim fjármunum sem veitt hafa verið til ,,nýsköpunar." Og hvað um það þótt einn heilaþveginn ráðherra Sjálfstæðisflokksins geri eina af ríkisuppsprettum sínum höfðinu styttri, þeir búa bara til aðra í staðinn til að fela slóðina og slá ryki í augu kjósenda, sem flestir eru þó svo blindir að varla er gerlegt að villa þeim sýn.

Hvar ætli ríkisstjórnarnefnan beri niður næst? Hvaða ríkisstofnun fer næst á höggstokkinn? Það mætti til dæmis hausa og slægja bæði Fiskistofu og Hafró eins og í pottinn er búið. Þá væri viðeigandi að ríkisstjórnin klippti á styrkjafarganið til stjórnmálaflokkanna, sem stjórnmálafólkið hefir komið sér upp. Sjálfstæðisflokkurinn fær að sjálfsögðu stærstu styrkina af aflafé skattgreiðenda í sinn flokksjóð. Vér skorum á hinn stjarfa og starandi ráðherra að leggja flokksjóð Sjálfstæðisflokksins þegar á höggstokkinn og embætta hann.

En best væri þó, og það langbest, að ríkisstjórnarnefnan atarna sálgaði sjálfri sér. Aunginn mundi gráta það. Verst er samt hvað kjósendaskjáturnar eru blindar í rökkri stjórnmálanna og flestar gjörsneyddar því að sjá samhengi hlutanna. Það er víst alveg sama þótt kosið sé og kosið í belg og biðu, alltaf kemur Sjálfstæðisflokkurinn upp eins og einhver glaðhlakkalegur og fólskur Svarti-Pétur. Í einfeldni sinni hefir lýðurinn kosið VG, en atkvæðið hafnað hjá Sjálfstæðisflokknum og Bjarnaben; í örþrifaheimskukasti kaus hann Samfylkinguna og Ingibjörgu Sólrúnu, þá hafnaði atkvæði hans í ruslatunnu Sjálfstæðisflokksins og kjósendur fengu eitt virkilega gott Hrun í kaupbæti. Gamla og galna Framsóknarmaddaman er fyrir löngu orðin fylgitungl Sjálfstæðisflokksins, að ekki sé minnst á braskaradeild auðvaldsins í svokallaðri Viðreisn. Um skítakompuna og klausturkamainn Miðflokk þarf ekki að minnast á, óhreinn sem hanna er. Þetta er nú meiri viðbjóðurinn, sem ekkert fær læknað nema hressileg bylting, sósíalísk að sjálfsögðu.


mbl.is Nýsköpunarmiðstöð Íslands verður lögð niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frú Sæland ásakar stjórnvöld um fáheyrðan glæp

ill2Nú sakar gamla frú Sæland stjórnvöld um kæruleysi sem gæti valdið því að öll íslenska þjóðin færi á einu bretti undir græna torfu vegna hinnar illvígu drepsóttar sem nú geysar í heiminum. Þetta eru að sjálfsögðu ekki geðsleg meðmæli með stjórnvöldum, sem ekki eru vel þokkuð fyrir. Trúlega er frú Sæland þeirrar skoðunar, þótt hún hafi ekki þorað að segja það ennþá, að hin grimmúðlegu stjórnvöld hafi á dagskrá sinni að flytja drepsóttina inn í landið, sennilega í hagræðingar- og sparnaðarskyni. Það veit aunginn hvað stjórnvöldin taka upp á og vís eru þau til alls, enda illa gefin og heims fram úr hófi.

Þá þykir frú Sæland lítið til um svokallaðan ,,sóttvarnarlækni", finnst karlinn vera mesta gauð og sauður, gott ef ekki sauðnaut. Sofandaháttur er vissulega hættulegur sjúkdómur, sem gerir hinum sjúka og öðrum þeim er í kringum hann eru lífið erfitt eða óbærilegt. Mér sagði eitt sinn vanur maður og fjölgáfaður, að hann hefði eitt sinn haft undir sinni stjórn strákdjöful, sem erfitt var að tosa fram úr koju til að sinna verkum þeim er undir hann heyrðu. Þetta var um borð í flutningaskipi. Loks okkar maður, sem var yfirmatsveinn á skipinu, til sinna ráða og smurði blágörnina á pilti upp úr sinnepi með teskeið. Eftir það rauk strákur upp við fyrst ræs. Ég spurði yfirmatreiðslumeistarann hvað hann hefði gert við teskeiðina eftir að hafa notað hana í fyrrnefndum tilgangi, og svaraði hann því til, að skeiðin atarna hefði farið í sjóinn, því aungin hefði viljað hræra í kaffinu sínu eða strá sykri á pönnukökur með skrapatóli, sem hefði verið brúkað til að ausa sinnepi í rassboruna á alræmdri svefnpurku.

Vissulega hefir frú Sæland tæpt á mikilsverðu máli og alvarlegu, og enn alvarlegra er ef stjórnvöld ætla að gera sér að leik að hleypa hrottalegri drepsótt inn í landið, - slíkt djöfullegt framferði er náttúrlega ófyrirgefanlegt, jafnvel þótt það sé framið í hagræðingar- og sparnaðarskyni. Kanski megum við þakka fyrir að stjórnvöldum skuli ekki hafa dottið í hug að grafa upp öll þau kvikindi, sem vitað er til að drepist hafi úr miltisbrandi hér á landi, bara til að koma af stað almennilegu miltisbrandsfári. Eitt sinn vaknaði Indriði Handreður upp við það að reður hans var orðinn röndóttur, eða jafnvel bröndóttur, en vinir hans höfðu litað brand hans meðan hann svaf í áfengisdái, en það er kallað að vera dauður á Íslandi. Og vinirnir voru til staðar þegar Handreðurinn uppgötvaði sjúkdómseinkennin á leyndarlim sínum og sögðu honum að íllt væri í efni, því hann væri nú kominn með surtarbrand, bráðdrepandi sjúkdóm, sem gengi af honum dauðum innan þriggja klukkustunda. Þeir létu hann skrifa undir skjal, hvar á var tiltekið, að eftir sinn dag mundu félagarnir fá í sinn hlut Máríu Borgargagn svo sem þessi lögleg erfðaskrá kvæði á um. Um kvöldið, þegar Haldreðurinn varð þess áskynja að hann væri ekki enn dauður og að surtarbrandurinn og erfðaskráin væru djöfuls gabb, leitaði hann logandi ljósi að félögunum í þeim tilgangi að lúskra á þeim með hnúum og hnefum.


mbl.is Sakar yfirvöld um kæruleysi eftir smit á Tenerife
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann glæptist til að gefa þau saman, en bannfærði þau nokkrum dögum síðar

sera1.jpgAsskotans uppátæki er það í fólkinu að láta gefa sig saman til hjóna í bókasafni. Hvað verður næst? Skírn í Sorpu eða útför? Ferming í sláturhúsi SS? Fólk er orðið so déskoti galið nú til daga, að aungin leið að að geta sér til um hvað verður næst upp í á teningnum. Þetta giftu frú Ingveldur og Kolbeinn sig í kirkju og sá er framkvæmdi giftingu þeirra var heiðvirður, vígður guðfræðingur og síðar hér um bil erkibysskubb. En það er annar handleggur. En ... jú, það varð víst að vígja guðshúsið upp á nýtt eftir giftingu frú Ingveldar og Kolbeins þar eð á þau sannaðist að hafa verið undir áhrifum áfengis og eiturlyfja við athöfnina og Kolbeinn auk þess sannur að sök, að hafa tekið framhjá frú Ingveldi nóttina áður með ekki geðugra fyrirbæri en Indriða Handreði, þeim sauruga skálki.

Það var síra Baldvin sem glæpist á að gefa þau þokkahjón, frú Ingveldi og Kolbein Kolbeinsson, saman fyrir fullu musteri af fólki. Þarf ekki að orðlengja það, að síra Baldvin hefir aldrei fyrirgefið þeim hjónum að hafa leikið á sig, því hann hefði aldrei framkvæmt hjónavígslu á fólki sem var bæði fullt og dópað og nýbúið að leyfa sér óguðlegan saurlifnað af verra taginu. Enda beið síra Baldvin ekki boðanna og bannfærði frú Ingveldi og Kolbein formlega og lagalega við næstu guðsþjónustu fyrir framan múg manns. En þeim hjónum stóð öldungis á sama um bannfæringar síra Baldvins þar eð þau heyrðu ekki hans söfnuði til.

Í annað sinn bað síra Baldvin, beint af prédíkunarstólnum, Djöfulinn sjálfann að hirða frú Ingveldi og fjandann hann Kolbein, því hans herradómur hafði fengið fréttir að sunnan þess efnis að nefnd hjón ættu það til að efna til stóðlífis heima hjá sér og virtu guðdóminn og Frelsarann ekki viðlits í athöfnum sínum andstyggilegum. Að vísu var eitt og annað satt og rétt í þeim fréttum sem hinum mikla postulón almættisins, síra Baldvini, höfðu borist með trúræknum mönnum og réttlátum að sunnan. En nú hefir síra Baldvin gjört ráðstafanir sem duga til að frú Ingveldur og Kolbeinn fari samstundis til Helvítis eftir andlátið. Hvað um brúðhjónin í bókasafninu verður veit nú aunginn og vandi er um slíkt að spá, en eitt er víst að alltaf verður ógurlega gaman þeim hjá, á ská.



mbl.is Giftu sig á Bókasafni Kópavogs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Láfi Stepph á leið til Síbéríu og Borneó í langtímavist

kol6_1223105.jpgÆ ég held það væri upplagt að geyma hann þarna Láfa Stepph þarna a Téneríf fram á haustið, þá gerir hann ekki neinn óskunda hér heima á meðan. Láfi þessi er sem kunnugt er óttalegur órabelgur, vill flytja eitrað két frá útlöndum til sölu í íslenskum matvælabúðum og allur á hjólum við að troða Íslandi inn í auðvaldshelvítið ESB og skrumskæla íslenskt samfélag í anda nýfrjálshyggjudjöfulsins. Þar af leiðandi er blátt áfram nauðsynlegt að geyma kallsveskjuna hann Láfa erlendis um hríð og ala hann þar á skuggalegu ketmeti, sem aunginn þekkir haus né sporð á. Munið þið ekki þegar nautasteikurnar á fínu veitingahúsunum í París vóru í raun og veru af hrossatruntum frá Rúmeníu.

Þó má teljast merkilega að Láfi Stepph skuli hafa álpast eins og höfuðsóttarrolla alla leið suður á Teniríves og halda svo í þokkabót að þörf sé á honum aftur á Íslandi; það hefir aldregi verið neitt gagn af karlkjökrinu hér heima fyrir og eftirspurn eftir honum aungin. Þó veit á gott að hann skuli hafa vafsast upp í flugvél frá Norwegian, því hún mun fljúga með Láfa austur í Síbéríu og þaðan til Borneó, þar sem mannæturnar búa. Það gæti orðið spennandi fyrir karl eins og Láfa Stepph.

Eitt sinn, eftir langt helgarsamkvæmi, það var í hitteðfyrra, reif frú Ingveldur karlpéninginn, sem til staðar var, úr nærhöldum sínum og sauð þau í potti með vatni í. Eftir klukkutíma suðu, vatt hún nærhöldin ofan í pottinn og kastaði þeim síðan út um eldhúsgluggann. Þá hrærði hún eina matskeið haframjöls út í nærbuxnavatnið og aðra kúfaða af hrísgrjónum og kryddaði með pipri, lauk og brúnkáli. So lét hún seyðið kólna í pottinum í klukkutíma áður en hún át það að nærbuxnaeigendum aðsjáandi, en það vóru að sjálfsögðu þeir Kolbeinn, Vondalyktin, Handreðurinn og tveir ráðherrar, heldur sona subbulegir kallar, sem gengu um garða í illa óhreinum nærhöldum. En þetta var auðvitað útúrdúr, þetta með frú Ingveldi og nærbuxur strákanna, aftur á móti hefir flugvélin frá Norwegian hafið sig á loft frá Tenerífeseflugvelli og stefnir nú hraðbyrir á Síbéríu.


mbl.is „Flugvallayfirvöld ráða ekkert við þetta ástand“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðviljaðir menn munu hafa sig á stjá og losa tunnurnar

kickNú eiga góðviljaðir menn að taka sig saman og hvolfa úr hinum yfirfullu sorptunnum inn í ráðhús Reykjavíkur; einnig inn í forstofuna heima hjá Degi, sem og Holukarlinum og Líf, já og hjá Eyþóri Árvakri. Þegar hús þessara heiðursmanna og ráðhúsið líka verða orðin full af sorpi og aungva þar við að bæta, þá er loks komið að því að bera sorp í hús ráðherra, en einkum þó og sér í lagi skal lögð áhersla á að bera innihald úr ruslatunnum inn til forseta Alþingis, þess arma þurfalings.

Það verur gaman að sjá til dæmis Bjarnaben þegar einungis höfuðið á honum stendur upp úr ruslahrúgunni heima hjá honum; eða þegar Dagur og Katrín hverfa í sorphafið, það verður nú kómískt. En það kemur auðvitað ekki til greina að semja við ruslakarla um hætti laun, það væri hrein svívirðing við laun og þjóðfélagsstétt Bjarnaben, Dags, Katrínar og Stenngrimms. Ég held maður muni eftir þegar Brynjar Vondalykt mé innum stofuglugga hjá einum stórbrotnum íslenskum ráðherra. Það urðu víst einhver læti út af því. Svo reyndi Vondalyktin að leika sama leik heima hjá frú Ingveldi og Kolbeini, en þá gekk frú Ingveldur út og hafði endaskipti á Vondulyktinni, lúbarði hann dálítið og og rak kné sitt af afli í klofið á veslings manninum. Á slysavarðstofunni kom í ljós að frú Ingveldur hafði brotið leyndarlim Brynjars og átti hann lengi í afleiðingumaf þessu slysi.

Og ekki er ein báran stök því skömmu síðar kom Kolbeinn Kolbeinsson skríðandi heim að morgni til, árla mjög, með brotinn lim og með skaðræðis glóðarauga. Frú Ingveldur reiddist mjög fyrir hönd bónda síns og um kvöldið fundust alræmd skítahjú steindauð bak við hús heima hjá sér. Ljóst var að hið vonda fólk hafði verið barið í hel, en Hálfdáni Varðstjóra þókti ekki ástæða til að aðhafast nokkuð, því andlát þessara tveggja persóna flokkaðist undir landhreinsun og Hálfdán atburðinn sem slíkan í embættisbókum lögreglu. 


mbl.is Ruslið flæðir upp úr tunnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband