Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2022

Arnarnessaðallinn fagnar komu Beggó og starfsmanns Sjálfstæðisflokksins

x30Það er áreiðanlega ekki ónýtt fyrir Arnarnessaðallinn að fá Beggó skrokk af Klaustri í samfélagið hjá sér á þar á nesinu. Beggó hefir nú komið sér upp innvígðri telpu úr Sjálfstæðisflokknum, sem er ótvírætt til bóta, og eru honum nú allir vegir færir. Leiðin ligg aðeins upp úr þessu. Beggó er í þokkabót rakinn platþingmaður, óekta og falsaður, þar eð talningin í kjördæminu sem hann bauð sig fram í var undirlögð svindilbraski og ómarktæk með öllu. Nú þarf Beggó aðeins að fullkomna framkomu sína og upphefð með því að ganga í Sjálfstæðisflokkinn og skilja Sigmund Davíð eftir einan í eyðimörkinni, en Klaustrið hrunið og hvíta merin dauð og allir á bak og burt.

Nú, hinum vaxandi júnkjæra og klausturstrák nægir auðvitað ekkert minna en höll til að búa í með þessum væna starfsmanni Sjálfstæðisflokksins sem hann hefir tekið sér til ektakærustu. Beggó þarf sitt pláss til að geta skrokkast og þylja upp langar bænir um Báru með hlustunarduflið, Albertínu, bæjarstjórafraukuna í Vestmannaeyjum, Alfredósínu, frú Sæland og fleiri vafasama heiðingja. Ef einhvern tíma hefir verið ástæða til að gleðjast, þá er það núna efir sí-bólgnandi veraldargengi Beggó skrokks og ekkiþingmanns af Klaustri.

x15Vart þarf að taka fram, að Beggó og ungfrú Ketilsson starfsmaður Sjálfstæðisflokksins kynntust og náðu tengslum í helgarsamkvæmi að heimili frú Ingveldar og Kolbeins Kolbeinssonar. Fór samdráttur þeirra fram undir handleiðslu frú Ingveldar, en hún er sérfræðingur í að lesa saman ólánssama drengi sem villst hafa um skeið frá Sjálfstæðisflokknum og innvígðar telpur í Valhallarhelgidómnum. Allt gekk það afar virðulega fyrir sig, Beggó var bljúgur og undirgefinn en starfstúlkan úr Íhaldsfjósinu full af framhleypni, humaráti og nýmóðins Sjálfstæðisflokksgalsa. Svona eru nú kjörunum á Sjálfstæðisflokksakrinum misskipt, á meðan Beggó siglir hraðbyri upp innan burgeisastéttarinnar mega ástúðlegir pilta á borð við þá A. Edward, L. Bergmann, og A. Grant sæta því að vera sparkað niður í neðstu myrkur eins og hvurjum öðrum sóðalegum, halaklipptum og ósiðlegum skítahundum.  


mbl.is Bergþór og Laufey keyptu glæsihús í Arnarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mynd til háðungar,- eða eru þau bara svona?

x58Mikið ofboðslega er þetta skelfileg mynd af honum Wíllúm og henni frú Jakobsson. Mætti halda að myndbirtingin atarna sé hugsuð í háðungarskyni við þessar sælu yfirstéttartilkomur. Sannast sagna er aungvu líkara, eftir myndinni að dæma, að þau Wíllúm og frú Jakobsson séu margvelktir rónar í strætinu, útgangshjú sem stundað hafi sleitulausan drukk í árafjöld. Nú fara eldri konur og hneykslunargjarnir karla að hugsa sem svo þegar þau virða myndina fyrir sér, hvort verið geti að í ríkisstjórninni sitji upp til hópa rónalýður, óráðssíufólk og trúðar.

Nú, ef staðan á Wíllúm og frú Jakobsson er á þá leið sem myndin af þeim gefur til kynna verður að grípa til félagslegra aðgerða, koma þeim á viðeigandi hæli og svo framvegis. Sannast nú að illa er aflagt óreglumannaheimilið í Gunnarsholti. En máske getur Hjálparstofnun kirkjunnar eða Hjálpræðisherinn skotið skjólshúsi yfir hina aðalbornu útigangsróna, sem virðast hafa haldið til í rennusteininum lengur en elstu menn muna; kannski eru þau búin að vera að síðan Guðmundur Fjósarauður og Stenngrimur Fjósarauður voru á dögum og hafa því marga flöskuna sopið.

Svo má vera að hjúin hafi myndast heldur illa og því óþarfi að hafa uppi hugrenningatengsl um myndina við rónalíferni og götuhark. En hér verður að rannsaka. Það gengur til dæmis ekki hjá gömlu siðbrengluðu Framsóknarmaddömunni að senda til ráðherradóms húskarl úr Fjósi sínu sem ber með sér yfirbragð útigangsmanns sem sefur að jafnaði fúnum smábátum á hvolfi úti í Efferisey. Ekki þykir heldur til fyrirmyndar af hálfu Stenngrims Fjósarauðs að bjóða þjóðinni upp á annað eins skúffelsi og frú Jakobsson, sem aldeilis er veðruð og vindblásin á myndinni sem hér er til umræðu. 


mbl.is Áfram 20 manna fjöldatakmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voru eftirmenn Kambsránsmanna að verki í Kópavogi í dag?

hálf8Þessi atburður þarna í Kópavogi minnir óneitanlega á Kambsránið sællar minningar. Það er fallegt að enn séu til ræningjar sem eru þjóðlegir að halda í gamla þætti, sem að gagni komu þegar ráðist var í auðgunarbrot. Þó vantar upp á við innbrotið í Kópavogi, að þar var hinn rændi aðeins einn heima, en á Kambi voru auk bóndans, tvær griðkonur og krakki þegar þá Sigurð Gottsvinsson bar að garði. Þá segir í fréttinni að Kópavogsræningjarnir hafi bundið húsbóndann niður, en ekkert um að þeir hafi velt yfir hann dýnum, sængum rúmum, teppum, pottum og pönnum eins og gert var á Kambi, en það setti verulega skemmtilegan blæ á ránið.

Svo má vera að þjófarnir í Kópavogi séu ekki eins þjóðlegir og í fyrstu var talið. Uppi er til dæmis sannverðugur orðrómur í þá veru, að þarna hafi einungis verið verki illa greindir nýfrjálshyggjudrengir, ungir menn vart komnir úr Heimdallsstuttbuxunum. Ennfremur, að viðkomandi séu innvígðir og þekki kynlæga heitapottamenn. Þegar allt kemur til alls, þá verðum vér að bíða enn um hríð eftir góðu ráni að hætti Kambsránsmanna. Þessir drengandskotar þarna í Kópavogi eru greinilega bölvaðir fúskarar, alsendis ólistrænir og illa þefjandi subbur.

Fyrir nokkrum árum frömdu þeir Brynjar Vondalykt og Indriði Handreður býsna þekkilegt innbrot. Það fór fram að næturþeli. Þeir vóðu sem berserkir inn hjá leynivínsalanum Tómasi Jónssyni, tóku hann og kérlíngu hanna og tjóðruðu þau saman með haus við tær. Einnig bundu þeir griðkonuna Karítas, sem þeir fundu liggjandi í stofusófa og tjóðruðu hana við hjónin. Síðan helltu þeir öllu því hveiti og sykri sem þeir fundu á heimilinu, ásmat kryddi, tómatsósu og sinnepi, yfir hin bundnu áður en þeir fergðu þau með fjölmörgum rúmdýnum. Að svo búnu hæfðu þeir á brott með þér þrjár flöskur brennivíns og einn stauk af díazepami. Takið eftir því, að Vondalyktin og Handreðurinn létu ekki græðgi ráða för þegar þeir létu greipar sópa og mættu margir af því læra og hafa að fordæmi.  


mbl.is Réðust inn í íbúð og bundu húsráðanda niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er samanvið jurtadrukkin Teyg?

fullMeira að segja gömlu Framsóknarmaddömunni er nóg boðið. Hún vill ekkert með nafn hr. A. Grant hafa nálægt sinni framleiðslu og þar með var honum sparkað kröftuglega niður í ystu myrkur til vinar síns, hr. A. Edwald, sem bændur með fulltingi Framsóknarmaddömunnar sturtuðu niður í gær. Nú er sjá hvort sú gamla getur gert eitthvað fyrir hr. L. Bergmann og hina gemlingana. En það er ljóst að það á eftir að fjölga all verulega á perradónadeildinni hjá hjá gamla Pokurnum í Neðsta-Víti.

Svo er það þessi ,,jurtaprótíndrukkur" sem Framsóknarmaddaman skipaði gifturíka kaupfélagsstjóranum á Sauðárkróki að hella í klóakið. Veit nokkur hvaða slums og gums er í þeim vökva. Það hefir þó ekki verið brúkað pervertagraðmeðal saman við jurtirnar? Vér getum ekki afskrifað það. Það verður að rannsaka hvernig fólki hefir orðið af þessum bölvuðum Teyg. Það hefir svo sem ekki legið alveg í láginni, að sumir neytendur Teygs hafa orðið alveg snar, fengið sjúklega áráttu fyrir að hlaupa berrassaðir í heita potta í tíma og ótíma og farið að hnusa af rassborum eins og dónalegir flækingshundar. 

Versta tilfellið sem spurnir eru af er þó þegar Teygur var á borðum á þingflokksfundi Framsóknar. Það sem gjörðist í kjölfarið er vissuleg óbirtingarhæft af siðsemisökum. Að blanda pervertagraðmeðali í jurtadrukk er auðvitað mikið alvarlegra og meira mál en þegar verksmiðjustrákar hrækja og snýta sér í sósuflöskur og niðursuðudollur áður en þeim er lokað. Á heimili frú Ingveldar og Kolbeins Kolbeinssonar hefir ríkt verkfall og lömun síðan Grant, Bergmann og Edwald vóru afhjúpaðir. Þetta eru drengir sem lengi hafa verið fastagestir í helgarsamkvæmum hinna frægu hjóna og hafa numið margan fróðleik við fótskör frú Ingveldar. Nú er skarð fyrir skildi sem ekki verður auðfyllt og grátkjökur þeirra hjóna og Máríu Borgargagns er hjartaskerandi og sálardrepandi. Munið bara, að bergja ekki á pervertadrukknum Teyg ef hann skyldi verða á vegi ukkar. 


mbl.is Slíta samstarfi við Arnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann þarf ekki aðstoðarmann

fallÞessi maður þarf aunvgann aðstoðarmann. Hann er fullfær og einfær um að ganga frá íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu og moka yfir það. Að svo búnu verður hann rekinn á braut.

Ekki veit ég fremur en aðrir hvaðan þessum dreng kom sú endemisvitleysa að hann væri efni í landsliðsþjálfara. Einhverjir hafa hjálpað honum við delluna og lyft honum upp í stólinn. 

Þeir eru víða lukkuriddararnir og seiseijá. Þeir eru ekki aðeins í poletikinni. Þeir eru líka á boltavellinum. Já, og gott ef ekki í leikskólunum í þokkabót. Það er margt mannanna bölið og svo er nú það.


mbl.is Efstu þrír á blaði eru Íslendingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skelfilegt dómgreindarleysi á hæsta stigi

dans2Alveg er skelfilegt að verða vitni að fyrirliggjandi dómgreindarleysi á hæsta stigi hjá fullorðnum og fullfrískum einstaklingum, sem kemur fram í þeim kostulega fáránleika að ,,sækjast eftir að leiða lista VG". Þetta er svo hörmulegt og um leið hlálegt að aungvu tali tekur. Í dag berast okkur fréttir af minnst tveimur konum fyrir norðan land sem ætla að slást um að fá að sitja í efsta sæti hins úrkynjaða og hægrivædda undanrennuflokks. Ómögulegt er að ráða í hvað þessum kvinnum, Ásrúnu Ýr og maddömu Ingibjargar Jóseps, gengur til í raun og veru, hvort þær hafa lent í heilaþvottavél einhverra illa gjörðra kjána eða hafa svona ríka þörf til að gjöra sig að fíflum á landsmælikvarða.

Nú hefir komið fram áður, að raunverulegri vinstri menn og umhverfissinnar hafa fullan hug á að taka bæði ,,vinstri" og ,,grænt" af óhræsunum sem stálu VG og gerðu flokkinn að viðundri og óskiljanlegri ýlduslepju. Eftir það lögtak, mun flokkurinn heita Hreyfingin framboð og skammstafað HF. En konunum Ásrúnu Ýr og Ingibjargar Jóseps virðist fyrirmunað að skilja hverskona fíflska er af þeirra hálfu að sækjast eftir að leiða lista fyrir annað eins svikaþý og flokkur Stenngrims, Álfheiðar og Swabbófjölskyldunnar er. Hér verða heilbrigðis- og félagsmálayfirvöld fyrir norðan landa að grípa inn í og leiða þessum illa áttuðu og skoðanalausu konum fyrir sjónir hvaða villugötur þær hafa álpast út á og hyggjast troða. Einnig mætti kanna hvort einhver værðarklerkur fyrirfinnst þar fyrir norðan sem væri opinn fyrir að taka aumingja konurnar til bæna.

Svo eru náttúrlega aðrir, sem eru þannig gjörðir að þeim er andskotans sama þótt tvær konur á Norðurlandi falli fyrir þeirri freistingu að gjöra sig að trúðsfíflum fyrir augum samborgara sinna. Dæmi um vondan mann sem horfir fullur af Þórðargleði og háði á konurnar sem vilja leiða HF, áður VG, er skelmirinn Kolbeinn Kolbeinsson. Hann lét sér sæma, eftir afréttarann í morgun, að konur, já og menn líka, sem ætla að slást eins og hreysikettir um einskisverða vegtyllu hjá óbótagörmunum Stenngimi og hans líkum, eigi ekkert annað skilið en að vera teknar til grandgæfilegar höfuðrannsóknar af bestu vísindamönnum heims. Þetta sagði helvítis gölturinn hann Kolbeinn eftir að hafa harmað fall hr. A. Edwald, hr. L. Bergmann og fleiri máttastólpa Sjálfstæðisflokksins. 



mbl.is Ásrún sækist eftir að leiða VG á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynferðislega gjaldþrota Flokkur á grafarbakkanum orðinn að almennu aðhlátursefni

kikkÞeir voru ekki að tefja tímann með lognmollu og óþarfaþvaðri bændurnir sem eiga Íseyjuna, heldur þrifu vasklega í rassboruna á hr. Edwald og köstuðu honum á skottinu eins og kattaróhræsi langt út á götu. Þar með var umsvifum hins virðulega framkvæmdastjóra og Sjálfsstæðisflokksmanns fyrir skyrjarmsfirmað Ísey lokið fyrir fullt og allt. Sumir telja þetta farsæl málalok, en í Sjálfstæðisflokknum, ekki síst í höfuðstöðvum hans Valhöllu ríkir djúp sorg og óyndi. 

Eins og fyrr hefir fram komið rambar Sjálfstæðisflokkurinn á grafarbakkanum, rúinn trausti og orðinn almennt aðhlátursefni út um allt land vegna óviðurkvæmilegra kynóra og losta hinna áferðarfallegu burðarása Flokksins. Á þessari stundu er með öll óraunhæft að ætla að Sjálfstæðisflokkurinn lifi kynferðisskandalinn af, því eftir að Áslaug Arna og fleiri málsmetandi smákvendi flokksins fóru að keppast við að ,,læka" sakleysisupphrópanir dónakarlanna á netinu varð mörgum ljóst að leiknum var lokið, dauðastríð Sjálfstæðisflokksins hafið og Valhöll rústir einar eins og eftir stórskotaliðsárás en Flokkurinn sjálfur skjátan ein í öngviti eftir kynlífsmökkinn sem hann hafnaði í. Við getum verið sátt við það.

dauður dollarÞetta gat varla endað öðruvísi. Flokkur sem starfar í anda pervertsisma er ekki hæfur til ásetnings. Nú verða hinir dólgarnir reknir veg allrar veraldar, jafnvel seldir Sigmundi Davíð og Klausturflokknum í hendur. Svo verður haldið uppboð á reytunum sem sá látni, Sjálfstæðisflokkurinn, lætur eftir sig. Þar munu fulltrúar Viðreisnar, Fokks Fólsins, Klausturmann og gamla Framsóknarmaddaman mæta og skiptast á um að bjóða í hina villuráfandi og kynlífssæknu sauði sem Flokkurinn átti áður en hann varð gjaldþrota og deyði eins og rotta milli veggja. Það er þokkalegur andskoti, að láta kynóra, kynvillu og kynjaðar athafnir gjöra sig gjaldþrota og verða loks grafinn á kostnað sveitarinnar. Fyrr má nú vera bölvuð ekkisins úrkynjunin og óeðlið! 


mbl.is Ara sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar sviptivindurinn vóð gegnum húsin og stórskemmdi Fjósið

Framsókn1Enn er í minni svipað áfall sem reið yfir blessað Framsóknarfjósið og viðbyggingar þess hér um árið. Þá tróð hatrammur sviptivindur sér inn í súrheysgryfjuna, hvar flatsæng gömlu og grályndu Framsóknarmaddömunnar er til húsa, í gegnum heyhlöðuna og þaðan fram í Fjós þar sem hann sprengdi máttarviði svo sjálft við lá að Framsóknarfjósið færi á hliðina eða þakið færi af því út í veður og vind. Þetta var sem sé sterkur vindstrengur og gamla Maddaman lá í öngviti í klukkustund eftir bylinn í súrheysgryfjunni. En ráðsmaðurinn lagði á flótta, hljóp á brott úr Fjósinu þá neyðin var stærst.

Daginn eftir sendi Maddaman út neyðarkall og krafðist samskota. Hún vildi gamalt bárujárn, rekadrumba og rafta sem ekki höfðu um árabil verið á sjó dregnir. Gifturíki kaupfélagsstjórinn brást fyrstur við og sendi hlaupastráka sína, fræga kvótaþefara, út í Drangey til að sækja trjábolinn sem varð Gretti Ásmundarsyni að falli um það er lauk. Svo var lappað upp á Framsóknarfjósið; Ásmundur Einar kom með geldingataungur sínar og klippti bárujárnið til meðan Guðni, SigIngi og Alfredónía stóðu á öndinni og klipptu gull. Er viðgerð lauk barði gamla Framsóknarmaddaman ráðsmann sinn með priki og tautaði fyrir munni sér um leið, að það ætlaði að ganga seint að gera mann úr því kvikindi.

kýrEn þar eð sannast hefir á síðustu dögum, að Sjálfstæðisflokkurinn eigi við ramman kynferðisvanda a stríða og landlægan pervertisma, þá hefir sumum af hinum flokkunum komið til hugar að kanna sína innri kynóra og óeðli. Helst eru það gamla Framsóknarmaddaman og Flokkseigendafélag VG sem hafa nokkurn hug á skoða sín mál. Í VG er til dæmis farið að bera mikið á óeðlislegu náttúruleysi og gelduheilkennum; undanrennufólkið þar ku vera orðið kalt, hart og vökvalaust eins og vindþurrkuð skreið, en þeir gömlu sjúkir af ýldu og úrsörgun. Þetta er alvarlegt mál og kæmi ekki á óvart þókt einhverjir í VG verði fundnir sekir um kynjaða glæpi og villu. Hvað rottuhölunum í Framsóknarfjósinu viðvíkur, þá eru þeir eins og þeir eru eftir áratuga misnotkun Framsóknarmaddömunnar á þeim. 


mbl.is Safna bárujárni eftir að hlið fjárhúss fauk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndarpilturinn

íhaldsvargurÞessi frekjuskítur í apótekinu, sem Bergvin Gíslason segir frá, er fæddur og uppalinn í Sjálfstæðisflokknum, um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur. Sennilega er púkinn enn á því menningar- og þroskastigi að klæða sig á sunnudögum uppá í SÚS-stuttbuxurnar og hengja gylta ránfuglinn í boðunginn á helbláa jakkanum, sem hann notaði alltaf þegar hann fór á fundi í Heimdalli til að læra Mammónssálmana og ávöxtunarbænirnar.

Það passar líka alveg við svona drengi, að fara í andnauð af frekju oft á dag. Þá verða þeir últra dimmbláir í framan, tala framandi tungur sem aunginn skilur, og kasta sér iðulega grénjandi í gólfið ef þeir fá ekki það sem þeir heimta. Eitt svona eðjót fór húsavillt í fylliríi. Hann ætlaði að fara upp í hjá stúlku sem hann kannaðist við af hafa af henni gögn öll og gæði. Hann bankaði valdsmannslega á þær dyr þar sem hann hugði telpuna búa fyrir innan. Svo var lokið upp og í gættinni stóð gildvaxin og axlabreið kérlíng, heldur grett og illileg í framan. Okkar maður spurði eftir stuttpilsuðu telpunni, en kérlíngarandskotinn snöri upp á sig og kvaðst ekki kannast við þá drós. Litli frjálshyggni Heimdellingurinn sagði þá upp í opið geðið að kérlíngu, að hún lýgi því. Morguninn eftir var þessi myndarpiltur fiskaður nær dauða en lífi upp úr sorptunnunni við hús þeirrar gömlu.

Í annað sinn komu tveir vel greiddir og nýfjálshyggjuheilaþvegnir djöflar að sveitabæ og heimtuðu brennivín og kvenfólk af bóndanum. Bóndi, góðlegur karl með há kollvik, taldi að lítið um nefndar vörutegundir hjá sér, en gestirnir hótuðu honum í staðinn að rífa undan honum og hengja hann á rassgatinu upp í símastaurinn á hlaðinu. Svo tóku þeir í öxlina á bónda og hugðust kasta honum út í móa og vaða inn og drekka allt það brennivín sem þar væri að finna og tína leppana utan af kvenpéníngnum. Þessir óþokkar hafa hafa ekki sést síðan, því bóndinn tók á móti þeim og kæfði þá í fjóshaugnum og sökkti þeim að svo búnu í hauginn. Næsta vor bar bóndinn þá félaga á tún, en þá höfðu þeir samsamast mykjunni í haugnum svo vel að þeir voru óþekkjanlegri frá hinum gróðurvekjandi húsdýraáburði.




mbl.is „Hann er að kafna úr frekju“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flokkur á barmi glötunar og útskúfunar

x-sjálfÓsköp er að heyra þetta. Hvernig vogaði konan sér að afþakka tilskrif frá hinni heilögu þrenningu, Nýfrjálshyggjunni, Frelsinu og Trumpismanum, og vísa þar með sjálfum Sjálfstæðisflokknum á bug og rekan hann eins og riðuveikan uxa út í ófæruna. Fyrr má nú vera! Nú verður Flokkurinn að bregðast hart við og rannsaka konuna Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur og athuga hvort ekki séu einhver samhæfð ráð til við henni; það gengur ekki að kvenpéningur landsins vaði um með óvirðingu, flím og rógburð um Flokkinn, innviði hans og burðarstólpa. En þessi ókurteis og dónalega frauka er ekkert einsdæmi þegar kemur að dólgshætti og óvirðingu við Flokkinn.

Vissulega standa mörg spjót á Sjálfstæðisflokknum þessa dagana og á Flokkurinn sjálfur alla sök á því ástandi. Ekki er að spurja að því skohh. Aðsteðjandi kynlífs, kynferðis og kynáttunarvandi steðjar að flokkum. Stórátak í geldingum og afnáttúrun er óumflýjanleg og litlar telpur á framabraut Mammóns verður að endurforrita og gegnumlýsa. Hins vegar. Hins vegar. Er hætt við að Flokkurinn hafi ekki þrek né siðferðisstyrk til að leggja til atlögu við graddana sína og kóðvíðsfrelsara, því Sjálfstæðisflokknum hefir hnignað svo á siðræna sviðinu að heita má að hann sé orðinn fullkomlega siðblindur og hafi því hvorki burði né hæfileika til að snúa við af braut hinnar absólútu úrkynjunar.

kol2Hörmungar Sjálfstæðisflokksins í dag leiða hugann ósjálfrátt að síðustu dögum Rótarýklúbbsins Fjallafjölnis. Rótarýklúbburinn Fjallafjölnir hafði starfað með eftirtektarverðum glæsileik um árabil og safnað fé til góðgjörða. En svo gerðist það eitt árið, snemma vors, að kynvilla stakk sér niður í Fjallafjölni. Þetta var víst furðusvæsið afbrigði. Og Fjallafjölnir reis ekki undir álaginu, bugaðist, stóðst ekki lengur og féll. Og fall Rótarýklúbbsins Fjallafjölnis var hátt, enda kynvillan mikil og siðferðisþrekið ekki upp á marga fiska. Það er óneitanlega margt líkt með tortímingu hins eðla rótarýklúbbs og upphafinu að endalokum Sjálfstæðisflokksins. Hver hefði trúað því fyrir fimmtíu til sextíu árum, að þessi siðugi flokkur mundi eiga eftir að ramba á barmi glötunar og útskúfunar af kynferðislegum ástæðum, brenglun, ólifnaði og lostafullum tilburðum, sem eru auðvitað fyrir neðan allar andskotans hellur.


mbl.is Ragnheiður afþakkaði bréfið frá Arnari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband