Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Rothöggið sem gjörði útaf við Dag og Holu-Hjalla

x14Þá eru Dagur og Holu-Hjalli endanlega búnir að vera. Höggið sem ,,Áhugafólk um samgöngur fyrir alla (ÁS)" greiddi þeim paurunum í kvöld var svo þungt að minnstu mátti muna að þeir sópuðust ekki alla leiðina til Blálands. Og svo eru þeir rænulausir, að fái þeir meðvitund aftur munu þeir ekki skilja orð í íslensku, en mæla af munni fram í belg og biðu á tyrknesku. Og allt var þetta út af Borgarlínunni, sem nú heyrir sögunni til; hún brotnaði nefnilega í þúsundir mola við kjaftshöggið sem ÁS. greiddi samfylkingamormónunum úr Samfylkingunni. Þetta var alltso högg sem talandi er um og vert er að muna.

Áður en kom að náðarhögginu hafði ungfrú Vigdís Hauksdóttir reytt mest allt fiðrið af fuglunum og slitið af þeim flugfjaðrirnar. Í þessum töluðum orðum, gengur maður undir manns hönd við að fjarlægja borgarstjórnarmeirihlutann og koma honum þar fyrir sem hann verður ekki til vandræða og óþrifa. En í fyrramálið mun ÁS. bretta upp ermarnar og hefja framkvæmdir við fimm sinnum ódýrara hraðvagnakerfi en Borgarlínuna. Í annálum verður Borgarlínunnar minnst í kaflanum um ,,heimskulegar hugmyndir og fáfræði" sem allir munu hlæja að.

En þar eð Indriði Handreður hefir tekið að sér ráðgjafastarf fyrir Samfylkinguna má telja fullvíst, að saga hennar verður afmáð frá síðustu aldamótum til dagsins í dag. Hvergi verður nefnt að Samfylkingin sé fullgildur Hrunsflokkur, sem gjörði miðbæ Reykjavíkur að skrípalingabæli fyrir eiturætur og flækinga, þrengdi götur, hljóp eins og undirgefinn rakki fyrir verktaka og glæframenn af Hrunsættinni, gjörði upp braggaræksni fyrir milljonir, gróðursetti pálmatré í garði Vigdísar Hauks, og ætlaði að ryðja öndvegisflugvelli út í sjó svo braskararnir fengju nú meira lífsrými. Já, Indriði Handreður gerir sér glögga grein fyrir að Samfylkingin getur ekki farið með sína fortíð í kosningar meir; ef hún gerði það mundi þessi flokksgarmur þurrkast út og verða gjaldþrota og lenda í skuldafangelsi. Í stað hinnar afmáðu fortíðar mun Samfylkingin gera sér far um að innlima ÁS. í flokkinn og fá Jón Baldvin og Sighvat í framboð. Hvað um gellurnar verður, sem vóru í meirihluta með Degi og Holukarlinum, má Fjandinn einn vita, því oss varðar sem minnst um allar þessháttar drósir, hvort heldur er í bráð bráð eða lengd.    


mbl.is Leggja til mun ódýrari lausn en borgarlínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er íllt í efni og brátt munu Grindavík og Suðurnes líða mjög undir lok

prestur2Nú þegar Grindavík er að líða undir lok, og raunar allt Reykjanesið með henni, er ekki úr vegi að kasta kveðju á staðinn og þakka honum samfylgdina. Þetta gekk mestanpart þokkalega með þennan stað, sem sumir vildu meina að væri hinn versti útnári. Frægasta stund Grindavíkur var þegar Hund-Tyrkjann bar þar að landi, en sú afleita þjóð sté á þar á land til að jaga manneskjur þær er þar bjuggu og reka til skips til að færa þær dólgum í Barbaríinu. Annars hefir verið meinhægt í Grindavík, þeir drjúgir við sjósókn og á síðari árum farnir að reyna fyrir sér í knattspyrnu.

En nú er þetta að verða búið. Brátt leggst varðskip að bryggju til að sækja Grindíjánana og færa þá til Reykjavíkur, eða jafnvel til Akureyrar eða austur á Djúpavog. Innan stundar rofnar jörðin á Reykjanesi og jarðeldar hefjast, sem trúlega mun verða minnst í Íslandssögunni sem upphaf ,,móðuharðindanna" hinna síðari. Þar með verða Hvassahraunsflugvöllur og Keflavíkurflugvöllur báðir úr sögunni og útræði á Suðurnesjum legst af. Á sínum tíma, þá Skaftáreldar geisuðu, áttu Sunnlendingar að minnsta kosti einn kraftaverkaklerk innan sinna vébanda, Jón Steingrímsson, sem stöðvaði hraunelfuna af með fádæma andríki og trúarhita sínum. Í sóknum Reykjaness finnst aunginn slíkur bænamaður né höfuðklerkur í dag.

Þó býr í Grindavík heimamaður nokkur í andríkara lagi. Sá er að vísu ekki neinn erkibysskubb eða patríarki, en kraftaverkamaður samt, ef kraftaverkamenn eru til, og páfi, bókmenntapáfi, og mikill öldungur. Hann einn gæti, í nafni Tómasar Jónssonar og Heilags Anda, kveðið væntanlega jarðelda og móðuharðindi niður. Hitt er annað mál hvort umræddur öldungur hafi nokkurn áhuga á að blása til þeirrar messu er ein dugar til að afstýra aðsteðjandi náttúruvá. Væntum vér þó þess að allir Grindíjánar taki sig saman og fari skríðandi á knjánum að húsi meistarans og biðji hann grátandi að leggja þeim lið í þeirri úrslitaorrustu sem framundan er við sjálfan ErkiDjöfulinn og brennisteinselda hans undir Fagradalsfjalli.  


mbl.is Rafmagn komið á í Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fölsuð skoðannakönnun sýnir fáránlega niðurstöðu

x17Þetta hlýtur að vera einhver misskilningur. Það getur ekki verið að ötull ráðherra atvinnuveganna sé óvinsælastur en skoðanadaufa og hugsjónalausa lólítan sé vinsælust allra. Líklegast er að skammhlaup hafi grandað hugbúnaðarkerfinu í tölvunni sem notuð var til að halda utan um vinsælda og óvinsældakosninguna. Þó er ekki hægt að útiloka að götustrákar eða skálkar hafi gjört sér að leik að fordjarfa niðurstöðurnar til að gera soldið sprell í stjórnmálafræðingum, stjórnmálamönnum og stjórnmálafíflum. Ekki er heldur viturlegt að útiloka þann möguleika að þjóðin sé einfaldlega svona ofboðslega vitlaus, því sannarlega hefir hún áður sýnt sig bera af skammarlegri heimsku og dáraskap.

Um Stjána greyið af Dalvík er það að segja, að ekki getur hann gert að því að hann sé duglegur og vinur Samherjanna og Stenngrims Þríhross Johoð. Hann getur heldur ekki að því gert að vera alltaf svona sorglegur á svipinn og fullur grunsamlegar hluttekningar. Sumir, aðallega óþverrar, halda því stöðugt fram að svipbrigði Stjána séu óekta og fullkominn loddaraskapur meðan aðrir klökkna við það eitt að sjá hann birtast á sjónvarpsskjánum.

Mest minnir Stjáni þó á værðarklerkinn Atgeir p. Fjallabakssen. Væri Stjáni færður í hempu og prestakraga krækt um hálsinn á honum væri hann aungvu öðru líkari en strangtrúuðum erkibyskubbi. En það er til marks um guðlega náttúru Stjána og líkindi hans við séra Atgeir p. Fjallabakssen og fræga erkibysskubba, að hann galdraði heilan skuttogara og margvígt stóraflaskip á einu augabragði frá Ísafirði til Akureyrar og þaðan til Þjóðverjalands með þeim ritningarorðum að togarinn mundi verða gulur að eilífu og landa á Ísafirði frá eilífð til eilífðar. Af þessu geta allir séð, að aungin minnsta innistæða er fyrir því að Stjáni sé óvinsælastur af öllum og brögð hafa verið í tafli í könnuninni, sem sögð er sýna þá vitleysu. ,,Fram allir Samverjar (Samherjar)fjöldinn snauði er krúnk." 


mbl.is Katrín vinsælust en Kristján langóvinsælastur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá sem dvelur í skammarkróknum þarf herskip

herMikið þó djöfull eru þau virðuleg á myndinni, flotaforinginn mikli og fósturlandsins freyjan úr dómsmálaráðherra stólnum. Þegar skoðar er skilirí af þessu tagi fer maður ósjálfrátt að hugsa um stríð og sjóorrustur með eldblossum, púðurreyk og miklum fallstykkjum á breiðsíðum orrustuskipa. Og nú ætlar dómsmálaráðherra að færa flotaforingjanum herskip, fullbúið með rá og reiða. Skipherra á herskipið ætlar dómsmála ráðherra líka að skaffa, því hún mun leiða Stjörnusýslumanninn Stones úr skammarkróknum í dómsmálaráðuneytinu og á stjórnpall væntanlegs hersskips og bjóða honum að fara í stríð.
 
En til hvers að eyða ríkissjóðsaurum í herskip þegar best væri að leigja smákoppa af einkaaðilum til landhelgisgæslu. Það þarf vitanlega ekki að stór skip að sinna því sem ekkert er. En nú ku dómsmálaráðherra hyggja á landvinninga og víkingaferðir að fornum sið og til slíkra verka þarf herskip. Samkvæmt skipulagi og minnisblöðum ráðherra er áætlað að herja fyrst á Færeyinga og taka þessar Færeyjar af þeim, því Ísland þarfnast útvíkkaðs lífsrýmis. Þar næst kemur röðin að Shetlandseyjum og Orkneyjum og þær færðar undir Sjálfstæðisflokksinn á Íslandi.

davi_2_1244720.jpgÞannig má ljóst vera að mörg spennandi tækifæri eru í uppsiglingu á Íslandi, ekki aðeins dásamlegar jarðhræringar og eldgos, laxalúsaræktun noskra þorpara í íslenskum fjörðum og endalok og uppræting loðnustofnsins við Íslands, heldur eru virkir landvinningar komnir í alvöru á dagskrá stjórnvalda. Þá er vissulega fyrirhugað að fara í ábatasamar víkingaferðir austur í Eystrasalt og taka verðmæti í stórum stíl af bændakurfum þar um slóðir. Ekki síður verður spennandi að herja á Skotland, England og Írland og höggva þar mann og annan af þeirri hugprýði sem einkennir Sjálfstæðismenn íslenska að fornu og nýju. En meðfram hinum nauðsynlegu landvinningum í suðaustri þá mun eyjan Jan Mayen verða tekin herfangi og þar reist fangelsi hinnar íslensku ríkisstjórnar og endurhæfingarbúðir fyrir óvini Sjálfstæðisflokksins.


mbl.is Áslaug tilkynnti kaup á varðskipinu Freyju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helga Svera-Vaskafat náfrænka frú Ingveldar og Kolbeins. Minning.

fat_1244424.jpgUm leið og ég sá nafn konunnar, sem fréttin fjallar um, Helga Sverrisdóttir, þá datt mér strax í hug nafna hennar, Helga Svera. Helga Svera var eins og nafnið bendir til, gríðarlega sver, hreinasta bölvuð hlandsprengja að líkamsburðum. Stundum var Helga þessi kölluð Helga Vaskafat til aðgreiningar frá annarri Helgu sem líka var heldur en ekki foldgná. Áður en lengra er haldið vil ég enn og aftur taka fram, að Helga Sverrisdóttir í rakningateyminu er ekkert skyld eða tengd hinum Helgunum tveimur sem drepið hefir verið á.

Helga Svera-Vaskafat var hinsvegar náskyld og tengd sæmdarhjónunum frú Ingveldi og Kolbeini Kolbeinssyni og hlaut í sinn hlut ýmsar sporslur sem sæmdahjónin réttu að henni. Nú til dags eru sporslur af þessu tagi kölluð spilling, auk fjölda annarra illra nafna. Nú, Helga Svera-Vaskafat þókt séð vel, undirförul, ágjörn og nokkuð siðlaus, því græddist henni fé og hún gjörðist talsvert rík. Um skeið átti Helga Svera-Vaskafat eiginmann, sem því miður entist illa. Hann andaðist í miðjum hvílubrögðum við konu sína, en hún greip svo þéttingsfast um mann sinn á þeirri stundu að hann hryggbrotnaði og lést þegar í stað.

Þegar Helga Svera-Vaskafat var orðin ekkja tók hún upp á reyna að ganga af sér spikið, en það var ekki auðhlaupið að því. Þetta voru hennar önnur mistök en jafnframt þau síðustu. Henni þókti ógn gaman, að ekki sé sagt ,,morsomt", að vappa um tún eyðibýla og átti þá til að taka lagið og syngja við raust. Í einni svona gönguferð varð Helga Svera-Vaskafat fyrir því óhappi að misstíga sig á skurðbakka og steypast eins og hvalur ofan í skurðinn. Að sjálfsögðu komst hin hlandsprengjulagaða kona ekki upp úr skurðinum, hvernig sem henni hugkvæmdist að fara að. Á skurði þessum var ræsi úr olíatunnum undir vegslóða sem lá yfir hann. Síðasta úrræði Helgu Sveru-Vaskafats var að reyna smjúga gegnum tunnurnar til að vita hvort ekki væri greiðara uppgangs hinumegin við. Er ekki að orðlengja, að Helga varð fljótt klossföst föst í ræsinu og komst hvorki aftur á bak né áfram. Verst var þó að ræsið stíflaðist alveg við komu veslings konunnar inn í það og fylltist það brátt af ísköldu mýrarvatni. Þar drukknaði Helga Svera-Vaskafat, náfrænka og stórvinkvendi frú Ingveldar og Kolbeins Kolbeinssonar. Þessi knáa og stórfenglega kona fannst ekki fyrr en vorið eftir og varð þá að sprengja ræsið með dýnamíti til að ná henni. Og það var sprenging sem lengi verður í minnum höfð. Ha?? Jájá, sona var þetta og öðruvísi ekki ... Ekki er vitað til að Helga hafi orðið nokkrum manni harmdauði.


mbl.is Setti líf fólks á hvolf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipulögð glæpastafsemi, sá sérstaki sem orðinn er enn sérstakari, og Tortóla

hangi5.jpgVið höfum vita það lengi að íslenskir glæpahópar væru umsvifamiklir erlendis. Það er ekkert ný í því herra lögregluþjónn. Nægir bara að nægir bara að nefna Tortólu, Seyshelleyjar og Kýpur. En það kemur alltaf að því að lögregluprjónarnir verða að þræða framhjá helstu persónum og leikendum í hópnum og allt deyr útaf án þess nokkur taki eftir. En þegar lögregluyfirvöld eru spurð út í hvernig þetta hafi nú farið í þarna rannsókninni á skipulögðu , glæpasamtökunum eru svörin loðin og draugsleg. - ,,Ja, jú, þetta var rannsakað heil ósköp niður í kjölinn, en það fundust ekki nægar sannanir, en við getum ekki rætt einstaka mál, löggjöfin þeirra bannar það." Síðan ekki söguna meir.

leiðHvernig var þetta annars með þennan sérstaka saksóknara, sem lýðurinn batt svo ógurlegar vonir við? - Já, hann var mjög sérstakur og gott ef hann er ekki enn sérstakari í dag. Það fóru fáeinir durgar í steininn, í stutta vist, flestir tengdir gömlu Framsóknarmaddömunni á einhvern hátt, en fáir með lögheimili í Sjálfstæðisflokknum fóru á Kvíabryggju, en aungvir af þeim á Hraunið. Það var svona stjanað undir þá, greyin, þetta eru menn sem eru ekki vanir sitja í dýflissum. - En sluppu þá margir við refsingu? - Það sluppu eiginlega allir við refsingu, nema þessir fáeinu sem varð að fórna í steininn svo helvítis lýðurinn brjálaðist ekki og færi að berja potta. Sá sérstaki var sýslumaður áður en hann varð sérstakur, enginn stjörnusýslumaður greyið. En embættisveitingin til sýslumanns gefur ljóst til kynna frá hvaða flokki hann er. Það fær aunginn maður sýslumannsembætti nema hann hafi gilt flokksskírteini og hafi aldrei móðgað Foringjana.

Hvað hefir svo Hálfdán Varðstjóri sjálfur að segja um þetta dularfulla mál? Hann segir bara pass og skítkall. Þó að Hálfdán sé svona eins og hann er þá leynast örlitlar gáfur í höfðinu á honum. Til dæmis endurnýjar hann flokksskírteinið sitt á hvurju ári og leggur sem svar einum mánaðarlaunum í flokkssjóðinn. Enda hefir hann alveg fengið að vera í friði; hann á sína föstu glæpamenn sem hann tekur fasta við og við og hantérar þá á Stöðinni. Og þegar þeir játa hendir hann þeim strax hálfberrössuðum út á götu. Skilvirkur maður Hálfdán Varðstjóri og mikil framleiðni í hans störfum. En það mundi aldrei nokkurn tíma hvarfla að honum að láta þvæla sér í rannsókn á skipulögðum glæpasamtökum á Íslandi, til þess er hann of tengdur viðfangsefninu. 



mbl.is Íslenskir glæpahópar umsvifamiklir erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í dag gjörðust Fransmenn gamansamir úr hófi fram

orðaAldrei hefi ég rekist á svo mikið sem snefil af gamansemi hjá Frökkum. Þeir hafa hinsvegar birst öðrum íbúum heimsins sem samansúrrað leiðindafólk, svo samansúrrað, að fýlsvipurinn á helfrosinn á trýnunum á þeim og augngotur þeirra tómlegar lýsa alkuli. En nú ber heldur en ekki nýrra við. Í dag gjörðust Frakkar nefnilega gamansamir fram úr hófi og sæmdu spjátrunginn sem kallar sig Sjón heiðursorðu fyrir bókmenntir! Það var ekki laust við að menn, og þá ekki síður konur, skelltu upp úr þegar þeim bárust fréttir af þessari spaugsemi Frakka. Nú væri út af fyrir sig ekkert að því að hengja dinglumdángl utan á Sjón þenna, þar til gripurinn væri óþekkjanlegur frá venjulega jólatré; það væri bara gaman að því. En að hengja utan á hann glansandi pjátur fyrir bókmenntir kemur fólki bókstaflega til að svelgjast á af hlátri.

lesaJú, jú, Sjónarinn hefir gefið út bækur, seiseijá. Margir þeirra er lagt hafa sig niður við að reyna að stauta sig fram úr ritvekum hans hafa oftar en ekki klórað sér vandæðalega í hausnum og hryllt sig eins og þeir væru komnir með lús eða kláðamaur og kveðið upp það úrskurð að bókmenntaafrek Sjóns væru álíka spennandi lesning og ónotuðu kvittanahefti eða bara hreinn ljósritunarpappír. Og allir, sem lagt hafa í bókstafabúskap heiðursorðuhafans, eru innilega sammála um, að eini kosturinn við bækur hans væri hve stuttar þær eru. Samt hafa einungis innan við tíu prósent þeirra sem hafið hafa lestur á bók eftir Sjón lokið við bókina, flestir hafa gefist upp sökum leiðinda og kjánahrolls áður en komið var fram á tíundu blaðsíðu.

En gasalega voru samt Frakkarnir fyndnir að hafa upp á Sjónaranum og heiðra hann fyrir nánast ekki neitt; það hafa ekki allir hugarflug til þessháttar skemmtidagskrár. Og eitthvað af pípuhattaliði var mætt á skemmtunina og kímdu mikið og vel þegar franski yfirgrínarinn stakk prjóninum í armanijakkann ,,skáldsins". En Sjón lét ekki slá sig út af laginu og sperrtist allur við og þakkaði fyrir sig að hætti fornmanna okkar og ljóðaði eftirfarandi kveðlingi á Fransmennina:

,,Eitt sinn át eg tígulgosann,
þá var bjart við sjávarsíðuna.
Svo byrjuðu truflanir í meltingarfærunum
og eitthvað blautt laumaði sér í buxurnar.
Því segi eg: fuglar allir og fransós,
félega hafa hjarðsveinarnir brugðist oss." 


mbl.is Sjón sæmdur heiðursorðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimm undanrennur verða í fyrsta sæti á Suðurlandi

hyenaÞað er svo firrt og bilað liðið í VG að fjöldi manns þar á bæ er farið að berjast um vonlaust sæti í Suðurkjördæmi. Í þessu sæti var glanskúnstnerinn Ari Trausti síðast og náði kjöri, en kjósendur töldu að meiri töggur væri í karli en síðar kom á daginn, því sannast sagna reyndist kauði hin mesta liðleskja og undanrenna.

En þetta sundurlausa hrafl sem enn er í VG er vitlaust og veit ei hvurs biðja ber. Að fimm fullorðnar manneskjur, eða jafnvel fleiri, skuli vera í slag út af vonlausu sæti minnir á fátt annað en sögurnar af Molbúunum, sem voru á hvers manns vörum þá ég var í æsku. Og kæmi mér alveg á óvart þótt í ljós kæmi að flestir þeirra sem sækjast eftir fyrsta sæti á lista VG á Suðurlandi ættu ættir að rekja til eyjunnar Mol í Danaveldi og Bakka í Svarfaðardal. Merkilegur flokkur VG að vera orðinn sameiningarflokkur Molbúa og Bakkabræðra.

Svo má kannski segja að vegir lukkuriddara séu órannsakanlegir það sem þeir sjálfir vita aldrei hvar þeir bera niður næst. Á síðustu tveimur áratugum hafa lukkuriddarar gjörst sig mjög gildandi á Alþingi og í ríkisstjórn. Allrahanda undanrennugums, gufuhnoðrar og silkihúfur hafa fjölmennt til þings og skemmt landsmönnum með fávísum aulahætti og karakterbilun. Það væri vel við hæfi að lukkuriddararnir fimm sem ágirnast fyrsta sæti VG í Suðurkjördæmi fái öll eða vera í þessu fyrsta sæti atarna, því þetta er sem fyrr segir vonlaust sæti, því VG fær nánast ekkert fylgi í kjördæminu. Og þó svo illa og einkennilega tækist til, að VG slampaðist á að ná kjöri og þessi fimm í fyrsta sætinu færu öll á þing, þá mundi það engu máli skipta til eða frá; undanrennugutl af þessu tagi er nefnilega ekki líklegt til neinna afreka annarra en að verða öðru fólki til leiðinda.


mbl.is Almar vill leiða VG í Suður­kjör­dæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómsmálaráðherra lætur strax sverfa til stáls við skipulögð glæpasamtök

mafia2.jpgJésús minn góður Guð! Eru þeir þá strax farnir að kanna skipulagða glæpastarfsemi á Íslandi? Og byrja í Ásmundarsal? Hamingjan hjálpi okkur! Máske eru þeir búnir að taka Bjarnaben fastan og innsigla Valhöllu við Bolholt; eða er Valhöll við Háaleitisbraut?, jæja það skiptir ekki máli. Sennilega er allt komið strax á annan endann. Það hefir áreiðanlega eitthvað hræðilegt gerst þarna í Ásmundarsal um jólin fyrst þeir byrja þar.

Svo frétti ég áðan að frú Ingveldur og Brynjar Vondalykt séu viðriðin málið. Við vitum ekki enn hvar frú Ingveldur er á þessari stundu, en Vondalyktin ku vera á kvennafari suðrí Hafnarfirði og óvíst hann rati til baka í bráð. Kolbeinn Kolbeinsson, aftur á móti, hringdi á bókasafnið og bað Máríu Borgargagn að færa sér bókina Glæp og refsingu eftir Dostojevski undir eins, hann heldur víst að eitthvað standi í þeirri bók sem að gagni gæti komið á yfirvofandi tíð. Ennfremur heimtaði Kolbeinn ritið ,,Barátta mín", en óhjákvæmilega er mikil barátta fram undan við óheillakrákuna Hálfdán Varðstjóra og hans leppalúða og giljagaura.

Í þessum orðum eru sagnfræðilegir menn að rifja upp hin illvígu og þaulskipulögðu glæpasamtök ,,Kópamaros", sem um hríð vóru starfrækt í Kópavogi kringum 1970. Sem betur fer tókst að brjóta Kópamaros á bak aftur, leysa samtökin upp og banna þau áður en íllt hlaust af. Þá staldra þeir sagnfræðilegu við róttæk glæpasamtök, sem uppi vóru í Eyrarsveit á Snæfellsnesi á seytjándu eða átjándu öld. Þetta var ræningjaflokkur, talin undanfari frægs stjórnmálaflokks sem síðar varð og hefir löngum kennt sig við ,,sjálfstæði", eða eitthvað þessháttar. Af glæpasamtökunum í Eyrarsveit fréttist síðast, að þau sigldu undir fullum seglum út Breiðafjörð, með stefnu fyrir Bjargtanga, og veit síðan aunginn hvað um þessi samtök varð. Þó var lengi rymtur uppi um að glæpasamtökin hafi komist á erlenda duggu og farið til Hollands og síðar Ítalíu og hafi frami þeirra orðið nokkur í því landi, og er til þeirra er rakið upphaf mafíustarfsemi á Ítalíu. Til dæmis fékk foringi skipulögðu glæpasamtakanna úr Eyrarsveit nafnið Cosa Nostra, sem átti síðan eftir að festast við félagsskap nokkurn á Sikileyju og hefir breiðst þaðan út til Bandaríkjanna og Kanada.  


mbl.is Eftirlitsnefnd lögreglu skoðar Ásmundarsalsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar með hrökk hún upp af standinum og talaði tungum

x39Jæja, þar fór Svandís alveg með það; gamla, ljóta Flokkseigendafélagið hrökk óforvandis upp í kollinn á henni og samstundis fór hún að tala tungum. Nú heldur hún því fram að hvaða ríkisstjórn sem er væri betri með VG innanborðs, en það er auðvitað rangt. Hún bætir svo um betur og gefur grænt ljós á að vera áfram í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn. 'tli hún hafi ekki enn heyrt af átaki dómsmálaráðherra gegn skipulögðum glæpasamtökum? Því ef átak ráðherra kemst í framkvæmd og verður unnið af heiðarleik og festu fer Sjálfstæðisflokkurinn í tukthúsið og sennilega Framsókn líka, því þar á bæ eru menn ekki alltaf beinlínis vandir að meðulunum; þá verður Sjálfstæðisflokkurinn lagður niður og bannaður með lögum, en gamla Framsóknarmaddaman leidd bak við Fjósið og látin meðtaka hina eilífu blessun í púðri og blýi.

Fyrst Svandís ætlar að haga sér svona er ekkert til fyrirstöðu, að hún fái sitt fyrra nafn og heiti hér eftir Swandeesý Sendiherrans. En auðvitað getur hún, blessunin, snúið frá villu síns vegar og annaðhvort unnið harðri hendi að því að gjöra VG formlega að hægriflokki eða láta slag standa og hreins burt óværur úr flokknum og gjört hann að sosialistaflokki. Fyrri kosturinn er auðvitað mun auðveldari í framkvæmd, enda lítil fyrirstaða við þessháttar ráðstöfun. Seinni kosturinn er aftur á móti mjög erfiður viðfangs, þar eð þetta hrafl af fólki sem enn er í VG er að uppistöðu efrimillistéttarfémínístar og órjúfanlegur hluti af borgarastéttinni íslensku. Þessu liði yrði Swandeesý að byrja á að varpa á dyr, eða selja Sjálfstæðisflokknum eftir atvikum, því það er allt sem eitt hægrisinnað og elskt að kapítalisma og öldungis óhæft til sosialiskra starfa.

Ef Swandeesý hefir löngun til að gjöra VG að vinstriflokki kæmist hún ekki hjá að fara með núverandi þingflokk VG á ruslahaug óheiðarleikans, ómennskunnar og svikanna. Þessi aðferð mundi verða Swandeesý um megn, hvað þá ef hún ætti að stugga við Stenngrimi Johoð og Álfheið fiskeldisprinsessu. Það er víst tómt mál að tala um að VG hafi snefil af getu til að snúa blaðinu við og gjörast raunverulegur vinstriflokkur, sosialistaflokkur. Þegar stjórnmálaflokkur verður úrkynjun að bráð verður honum ekki bjargað. Það á við um VG. Og þegar við bætist hópur alvarlegra sjúkdóma sem herja á vesalinginn þá er alveg óhætt að skrifa upp á dánarvottorð hans og færa það aðstandendum.   


mbl.is Aðalatriðið að stjórnin sé undir forystu VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband