Leita í fréttum mbl.is

Svíar eignast sinn Sjálfstæðisflokk

Jæja, - þá hafa Svíar loksins eignast sinn Sjálfstæðisflokk. Trúi ég að íslenskir sjálfstæðismenn séu að vonum glaðir fyrir hönd þegna Svíaríkis og óski þeim innilega til hamingju með sinn glæsilega Frelsisflokk. Það er nefnilega ekki á hverjum degi nú orðið, að frjálshuga og frelsisunnandi sjálfstæðismenn á Norðurlöndum stofni heilan stjórnmálaflokk, lýðræðinu til halds og trausts.

Nú þegar frjálshyggjan er dauð á Íslandi er sjálfstæðismönnum það eflaust mikið fagnaðarefni að geta með góðri samvisku stofnað til frelsisdeildar að sænskum hætti í hinum limlesta Sjálfstæðisflokki. Verst er samt, að áður en Frelsisdeildinn nær að taka til starfa, verður búið að leysa Sjálfstæðisflokkinn upp og banna með lögum frá Alþingi.


mbl.is Hell's Angels í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ráðsi

bíddu er ekki sjálfstæðisflokkurinn með mesta fylgið samkvæmt síðustu skoðanakönnunum. Annars líst mér vel á stefnuskránna hjá þeim sænsku nema hvað varðar eiturlyf og löggæslu, svo er nú eitt og annað þarna úr stefnuskrá vinstri manna. 

Ráðsi, 4.2.2010 kl. 11:55

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

því dæmir þú alla Sjálfstæðismenn eins Jóhannes - við erum ekki sammála í öllu en ekki gera mig að einhverjum glæpamanni fyrir það ætt að vera Sjálfstæðismaður

Jón Snæbjörnsson, 4.2.2010 kl. 14:25

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég hef enga trú á að þú sért glæpamaður, Jón, þrátt fyrir að þú eigir það til að greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði þitt í kosningum.

Hinsvegar er Sjálfstæðisflokkurinn afar vafasöm samtök, svo ekki sé meira sagt.

Jóhannes Ragnarsson, 4.2.2010 kl. 20:30

4 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Sjálfstæðisflokkurinn er samtök siðblindra sérhagsmunadýrkenda.

Þeir hugsa einungis um sjálfa sig. Þetta fyrirbæri þarf að þurrka út.

Sveinn Elías Hansson, 4.2.2010 kl. 23:03

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

fífla skrif hjá þessum Sveini Elíasi  - nákvæmlega svona komast menn ekkert áfram

Jón Snæbjörnsson, 5.2.2010 kl. 09:31

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Jóhannes : hvað ég geri við atkvæði mitt sem Sjálfstæðismaður ræð ég í kjörklefanum - ég er langt í frá ávalt sammála því sem gert hefur verið af öðrum sjálfstæðismönnum inn á þessu alþingi - ég gæti eflaust verið eithvað annað en ég hef ákveðið að halda áfram hér og kanski getur maður breitt einhverju þar sem þess þarf til hins betra - vonandi

Jón Snæbjörnsson, 5.2.2010 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband