Leita í fréttum mbl.is

Árni Páll Árnason var sér til stórskammar í Sifrinu.

Mig rak algjörlega í rogastans þegar samfylkingarmaðurinn og fambjóðandinn Árni Páll Árnason hóf upp raust sína í Silfri Egils áðan og lét dæluna ganga yfir Vinstri græna, eins og þeir hefðu stolið einhverju frá honum, eða valdið honum öðrum alvarlegum búsifjum.

Ég hef verið að gera mér vonir um að aðstandendur stjórnarandstöðuflokkana, létu það vera að klóra glyrnurnar úr hverjum öðrum, a.m.k. fram að kosningum. Í mínum huga snýst valið að þessu sinni aðeins og eitt: Á núverandi ríkisstjórn að halda áfram eftir kosningar, eða fær stjórnarandstaðan nægilegt fylgi til að mynda ríkisstjórn. Þessvegna eiga stjórnarandstöðuflokkarnir að einbeita sér að því einu að ná sem mestu fylgi af ríkisstjórnarflokkunum. Út frá því sjónarmiði skoðast umrædd framganga Árna Páls skemmdarverk af versta tagi. Honum væri fjandans nær að eyða heldur kröftum sínum í að laga þannig til innan Samfylkingarinnar að líkur væru á að húm næði til sín fylgi frá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Jóhannes !

Mæl manna spaklegast ! Árni Páll Árnason (af mætum mönnum kominn, í framættir), ætti að druslazt til að viðurkenna, hversu hróplega ríkistjórnin hefir mulið undir helvítis útrásar gemsana,jah.... sjaldan launar kálfur ofeldi, Jóhannes, og heill þeim stjórnmálamanni, hver legði til þjóðnýtingu bankakerfisins, þá mættu Björgólfur og sonur, sem og aðrir útlanda vafstrar vera utanlands, sem lengst; með sitt ryckti allt. Ekki er þáttur Illuga Gunnarssonar fegurri, þar fer úlfur í sauðargæru, svo sannarlega; Jóhannes. Mér leiðast þessir sýndarveruleika drengir, margir hverjir, með hvíta hálstauið upp á hvern einasta dag ársins.

Jóhannes ! Hversu margir núlifandi Íslendinga, skyldu þekkja mun á þorski og keilu, eða lambi og ungkálfi ? 

Er svo reiður, að má vart skrifa meir, um sinn, stutt í Kveldúlf gamla, í mínum æðum.

Með beztu kveðjum í Snæfellsþing, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum  

   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 15:55

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Heldurðu í alvöru að einhver geti  unnið með þeim félögum Steingrími og Ögmundi?   Þeir eru svo hræðilega þverir og ósamvinnuþýðir.  Varðandi það sem þú sagðir um  Árna Pál og VG  ....VG hafa svo sannarlega valdið þjóðinni búsifjum.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 11.3.2007 kl. 20:55

3 identicon

Aðalvandamál vinstri manna er og hefur alltaf verð hvað þeir þola hvern annan illa. Nú stefnir í hálfgert hatur Samfylkingarfólks á Vinstri grænum. Afbrýðisseminn yfir velgengni VG er komin yfir öll skynsamleg mörk.

Og ég segi "gott".

Það stórminnkar líkur á að þessir flokkar fari saman í stjórn, ef þeir fá til þess fylgi. Þeir myndu einfaldlega setja allt hér á hvolf á stuttum tíma.

Mottóið yrði: Allir skulu verða jafn blankir á jafn stuttum tíma.

Amen

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 21:22

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég segi það satt, var að vona að stjórnarandstaðan gæti talað einum rómi fram að kosningum.  Og helst næstu fjögur árin að minnsta kosti.  Það er ekki til of mikils mælst að þeir hlusti á þjóðina sína.  Það er kominn tími til.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2007 kl. 12:14

5 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Sæll félagi og takk fyrir síðast!

Mér fannst Árni Páll góður, það þarf stundum að brýna sig. Það er ekki hægt að láta VG tala eins og þeir eigi einhver mál og málaflokka. Eins og t.d. með blessuð umhverfismálin. Þau mál hafa verið ofarlega á baugi hjá Samfylkingunni frá stofnun (eins og sést á stefnuyfirlýsingunni frá stofnfundi gefur til kynna: http://www.xs.is/Forsida/Stefnan/StefnuyfirlysingManifesto/)

Þar eru umhverfismálin einn grunnþátturinn í stefnu flokksins. þar segir meðal annars "Fátt ræður fremur örlögum um framtíð okkar og komandi kynslóða en hvernig staðið er að vernd umhverfis og nýtingu auðlinda. Mengun og rányrkja hafa sett framtíð mannkyns og lífríkis í hættu. Umhverfismál eru einhver allra mikilvægustu viðfangsefni samtímans. "

 kv

Eggert

Eggert Hjelm Herbertsson, 12.3.2007 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband