Leita í fréttum mbl.is

Hin ógleymanlega lífsreynsla Elísabetar. III. hluti. Sögulok.

... Nú liðu rúm tíu ár, án þess ég frétti eitt eða neitt meir af Elísabetu; hafði allan tíman staðið í þeirri meiningu, að hún hefði fengið lögregluna eða meindýraeyði til að hreinsa út hjá sér.

Svo var það fyrir skemmstu, að ég rakst á gamlan kunningja minn, sem ég hafði ekki hitt lengi, fyrir tilviljun á götu. Við fórum inn á kaffihús og skröfuðum saman drjúga stund og af mikilli vinsemd yfir kaffibolla. Þar koma, að fornvinur minn minntist eitthvað á hana Elísabetu, sem við þekktum báðir hér fyrrmeir. Kom þá upp úr dúrnum, að Elísabet situr enn þann dag í dag uppi með ólánsgemlinginn atarna, sem slæðst hafði heim með henni hér um árið. Hún hafði semsé, þegar til kom, heykst á að reka hann af höndum sér, og því fór sem fór. Nú hýrist hún í sárri örbyrgð í niðurgrafinni, loftlausri og daunillri kjallarakytru, ásamt þremur börnum sínum og þessum líka dásamlega manni, sem hún fær reyndar frí frá þegar hann er í afplánum í Hrauninu, en það gerist sem betur fer alltaf annað slagið.

En hvað sem fjölskylduhögum Elísabetar líður, má fastlega gera ráð fyrir, að henni verði ósjaldan hugsað til kvöldstundarinnar afdrifaríku, þegar hún, svo að segja, fiskaði mannsefni sitt upp úr morauðum drullupolli á götunni. Þessi hörmungarsaga hefur, á sinn hátt, einlægt minnt mig á söguna af því þegar Gunnar Hámundarson guggnaði á að fara utan, en valdi sér heldur að bíða örlaga sinna heima á Hlíðarenda með eiginkonu sinni. ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Jahérna þetta voru aldeilis örlög sem biðu Elísabetar. En það er nú aldrei of seint að losa sig við svona meindýr..má ekki skrifa framhaldssögu?

Brynja Hjaltadóttir, 11.3.2007 kl. 22:35

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þær eru margar Elísabeturnar í rauveruleikanum. Sorglegt !

Níels A. Ársælsson., 11.3.2007 kl. 23:12

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og ég sem var að vona að hún hefði fleygt ófyglinu út og læst á eftir honum. Jamm þú verður að skrifa framhald.  Það má ekki skilja fólk eftir í svona forarpolli án nokkrurrar von um að það lagist eitthvað og birti til.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2007 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband