Leita í fréttum mbl.is

Eins og óbetranlegt gapuxastóð

naut1.jpgFyrr í dag var ég svo svo lánlaus að eyða tíma mínum í það fánýti að horfa og hlusta á ,,stjórnmálaforingja" þjóðarinnar í Kryddsíldarþætti Stöðvar 2. Auðvitað gerði ég mér engar væntingar um vitrænar umræður í þessum þætti, en satt að segja stóðu ,,foringjarnir" sig enn verr en ég hafði reiknað með og komu mér fyrir sjónir eins og óbetranlegt gapuxastóð. Það er bara eitt sem ég skil ekki eftir að hafa orðið vitni að þessum ósköpum: Af hverju í fjáranum eru þessir gapuxar ekki allir sem einn í sömu flokksklíkunni, þ.e. Sjálfstæðisflokknum?

Látum nú vera þótt piltar eins og Bjarni Ben og Sigmundur Davíð styðji hið gráðuga kapítalíska peningahyggjuþjóðskipulag, en þegar engu er líkara en talsmenn stjórnarandstöðuflokkanna virðist alveg jafnmikið í mun að styðja þetta mannfjandsamlega kerfi þá er ekki nema von að ýmsum fallist hendur og fyllist reiði og sorg. Það er til dæmis gjörsamlega óásættanlegt, að Katrín Jakobs og Árni Páll geri kröfu til þess að litið sé á þau sem vinstrimenn og flokka þeirra vinstriflokka; um pólitísku viðrinin sem standa að hinum stjórnarandstöðuflokkunum hirði ég ekkert um að vita enda munu samtök þeirra þorna upp eins og hverjar aðrar skítaklessur í sólskini.

Það er nákvæmlega engin ástæða til að gleðjast með Sigmundi Davíð þó svo að betur ári í dag en Hrundaginn í október 2008 meðan ekkert bendir til annars en að hið úrkynjaða og gjörspillta kapítalíska þjóðskipulag fær að lufsast áfram óáreytt.


mbl.is Sætta sig ekki við góðar fréttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þegar þú talar hér í fullri alvöru, Jóhannes, gerirðu það oft sem ekta vinstri maður og ekkert að því, en ég spyr: Ertu þjóðnýtingarmaður eða viltu jafna betur út kjör manna með breyttri skattastefnu, fara kannski leið Olofs Palme eða ívið róttækari? En hann var nú farinn að hrekja jafnvel listræna athafnamenn eins og Ingmar Bergmann úr landi, eins og þú veizt.

Jón Valur Jensson, 31.12.2015 kl. 18:17

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Gleðilegt ár Jón Valur.

Ég er sameignarsinni og tel að samfélagslegur rekstur eigi að vera meginreglan á sem flestum sviðum án þess þó að einkarekstur verði alfarið lagður niður. Ég er frekar lítið hrifinn af þessari ,,jafnaðarstefnu" í gegnum skattakerfið eins og krataræflarnir þykjast aðhyllast.

Jóhannes Ragnarsson, 1.1.2016 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband