Leita í fréttum mbl.is

Hálfdán lögregluţjónn og virđingarverđi heimilisfađirinn

polis2_1271053.jpgŢađ er fátt sem lögregluţjónarnir skipta sér ekki af; ekki eru ţeir fyrr búnir ađ klaga lögreglustjórann í Reykjavík fyrir ráđherrum og umbođsmanni alţingis en ţeir eru stokknir upp í sveit í skógarhögg. Sennilega er ţetta skógarhögg ţeirra ćfing fyrir orrustuna sem ţeir eiga í vćndum viđ lögreglustjórann, ráđherrana og umbođsmanninn. Alla sína lögreglutíđ hefir Hálfdán lögregluţjónn haft vel hvatta öxi á skrifstofuborđinu á lögreglustöđinni, sakborningum og vitnum til ađvörunnar. Enda er Hálfdán lögregluţjónn viđsjárverđur mađur, ţađ vita ţeir sem lent hafa í honum. Stuttu eftir ađ Hálfdán gerđist lögregluţjónn fór ađ örla á ţví ađ hann tćki saklausa menn fasta og loka ţá inni í fangaklefa, svo og svo lengi. Ţegar ţessir saklausu menn sluppu út voru sumir ţeirra orđnir geggjađir og fariđ međ ţá beina leiđ á Klepp.

Einhverju sinni handsamađi Hálfdán, ađ kvöldi til, virđulega heimilisföđur sem var ađ fara međ heimilissorpiđ út í ruslatunnu áđur enn hann fćri ađ sofa. Ţennan náunga járnađi Hálfdán á hönum og fótum og dró inn í lögreglubifreiđina. Ţegar á lögreglustöđina kom fleygđi Hálfdán heimilisföđurnum virđulega inn í klefa međ hrćđilegum bölvi og svíđvirđingum, sem voru svo harkalegar ađ fanganum féll allur ketill í eld. Um nóttina birtist Hálfdán fanganum og var ţá ćgilegur ásyndum, ber ađ ofan, blautur af svita, rauđţrútinn til augnanna og ángandi af vínlykt og einhverri annarri skítalykt sem fanginn hafđi ekki ráđrúm til ađ koma fyrir sig ţví Hálfdán réđst umsvifalaust á hann og tók til viđ ađ berja hann og pína međ einkennilegum fagbrögđum.

Ţađ sem hinum ráđvanda heimilisföđur og fanga ţókti sérkennilegast viđ nćturheimsókn Hálfdán lögregluţjóns var hinn einkennilega andardráttur hans og stunur. Löngu seinna sagđi hinn virđingarverđi heimilisfađir svo frá, ađ hámark skelfingarinnar ţessa eftirminnilegu nótt, hafi veriđ ţegar Hálfdán virtist, eftir gríđarlegar fólskuađfarir, fá eina geníral-allsherjarfullnćingu, seig allur samn eins og marglytta og skreiđ á fjórum fótum út úr fangaklefanum og lét dyrnar eftir opnar. - Ţađ var eins og karlhelvítiđ hefđi orđiđ fyrir innvortis kjarnasprengingu. Ţegar fanginn komst aftur til međvitundar eftir útreiđina sá hann út um dyrnar hvar Hálfdán lögregluţjónn lá endilangur á gólfinu og var nú orđinn nakinn niđur ađ hnésbótum. Án ţess ađ hugsa lagđi heimilisfađirinn á flótta úr fangelsinu en var óhćgt um vik ţví hann var sem fyrr segir járnađur á höndum og fótum. Hann varđ ţví ađ krafla sig eins og rotta fram hjá hinum ţreytta lögregluţjóni, sem hraut hástöfum á gólfinu, og út í frelsiđ. Daginn eftir úrskurđađi Gottfređur lćknir heimlisföđurinn virđingarverđa fullkomlega géđbilađan og ţađ var Hálfdán lögregluţjónn sjálfur sem ók fyrrum fanga sínum í loftköstum, undir sírenublćstri og blikkandi ljósum, á Kleppsspítala ţar sem hvítir sloppar ráku sprautunálar á kaf í brjálćđinginn og börđu hann međ gúmmíhamri í hausinn ef vera mćtti ađ ţađ hćmi vitinu fyrir hann.  


mbl.is Lögreglan réđist í skógarhögg
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţađ vantar ekki dramatíkina hér! foot-in-mouth laughing

Jón Valur Jensson, 3.4.2017 kl. 00:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband