Leita í fréttum mbl.is

Frægasti tannagnjóstur landsins, Kristín Ólafsdóttir

Eftir þessa voluðu verslunarmannahelgi er eiginkonan Kristín Ólafsdóttir tvímælalaust orðin frægasti tannagnjóstur landsins þar eð tannverkur hennar er orðinn að ágætu fjömiðlaefni. Ekki virðist tannpína Kristínar Ólafsdóttur ætla að verða tannlæknum til framdráttar því þeir voru allir sem einn fjarverandi með sínar líknandi sprautur og tengur þegar neyðin var stærst. Þó er skömm eiginmannsins, Valdimars Guðjónssonar, þó enn meiri en tannlæknanna því hann lét undir höfuð leggjast að draga hina hryllilegu tönn úr gómi konu sinnar.

Þá var nú annað uppi á teningnum um borð í Tálknfirðingi BA 325 sumarið 1972. En þá dró Ársæll Egilsson skipstjóri tönn úr einum háseta sinna án deyfilyfja af nokkru tagi. Meðan á tanndrættinum stóð glumdu öskrin og óhljóðin í hásetanum stafnana á milli svo okkur hinum rann jökulkalt vatn milli skinns og hörunds. Loks þögnuðu hljóðin og hásetinn kom skjörandi niður stigan ofan úr brú, en Ársæll skipstjóri fylgdi honum úr hlaði með blóðuga töngina í annarri hendinni og skipaði honum háum rómi að koma sér hið snarasta útá dekk. 


mbl.is Þjáðist af tannpínu alla helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Sæll Jóhannes.    Þetta er fyrirtaks athugasemd.

Vandamálið var hinsvegar að ég hefði trúlega hreinsað of margar í burtu því að verkurinn leiddi um allan góm!.   Það kom nefnilega í ljós að sú tönn sem hana grunaði var ekki meinið.

Auk þess er henni frekar illa við naglbíta að eigin sögn.

 Kveðja .,  Valdimar

P.Valdimar Guðjónsson, 5.8.2008 kl. 13:57

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Heill og sæll Valdimar og þakka þér fyrir innlitið.

Ég skil vel, að það getur verið úr vöndu að ráða þegar tannpína er annarsvegar þó naglbíturinn sé til staðar. Ég lenti sjálfur í því fyrir einum 15 árum að fá svona skelfilega tannpínu um verslunarmannahelgi og komst ekki til tannlæknis fyrr en helginni var lokið og flestir tannlæknar komnir heim og til starfa. Það var ónotaleg upplifun. Og ekki hefði ég fyrir nokkurn mun hleypt konunni minni með töng uppí mig þó hún hefði grátbeðið mig um það á hnjánum.

Svo bið ég auðvitað að heilsa Kristínu eiginkonu þinni og vona að henni heilsist vel um leið og ég biðst afsökunar á pistlinum hér fyrir ofan, ef hann hefur hrekkt ykkur, af minni hálfu er hann einungis græskulaust gaman en ekki innblásinn af ruddalegri þórðargleði. Mér þótti bara fréttin á mbl.is þess eðlis, að ég bara stóðst ekki að leggja orð í belg ...

Með bestu kveðju,

Jóhannes Ragnarsson 

Jóhannes Ragnarsson, 5.8.2008 kl. 14:48

3 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Allt í góðu.

Við höfum bæði ágætan húmor fyrir þessu núna.   Sem er líklega vegna þess að verkurinn er sem betur fer á bak og burt.

kv. Valdimar

P.Valdimar Guðjónsson, 5.8.2008 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband