Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Rak hrífutinda í augu gamallar konu.

Við sem munum vel eftir honum Páli litla þegar hann var að alast upp í sveitinni í gamla daga, minnumst hans ætíð sem eftirtektarverðum frumkvöðli og náttúrubarni með ríka rannsóknarþörf. Eitt af mörgu sem einkenndi Pál var óstöðvandi sköpunarþrá hans, þegar honum leiddist. Ég held að réttu máli sé í engu hallað, þó ég fullyrði, að hæstum hæðum hafi hann náð þegar hann gerði hina frægu tilraun sína á Borghildi gömlu Nikulásdóttur, sem frá ómunatíð hafði verið vinnukona hjá gamla-Páli, afa Páls litla. Margt var um þessa tilraun skrafað í sveitinni á sínum tíma og sýndist sitt hverjum. En til að fá einhverja viðunandi niðurstöðu í vangaveltur bænda og búaliðs í sveitinn, tók gamli-Páll sig til og lokaði málinu með eftirfarandi vísu:

Páll litli gerði Borgu gömlu blinda

á báðum augum - strákanganum leiddist

og rak í glyrnur henni hrífutinda;

þið hefðuð átt að sjá hvað kerling reiddist. 

Árum síðar tóku örlögin til sinna ráða, með öllum þeim kaldhæðinslega brag sem þeim eru eðlislæg. Staðreyndin er sem sé sú, að Páll litli, sem nú er fyrir löngu orðinn fullorðinn maður, hefur síðastliðin tuttugu og sjö ár starfað sem virtur augnlækir í Reykjavík. 


Skapvonska Hönnu Birnu og frjálslegur pirringur

Kjarnorkukvendið Hanna Birna bregst ekki fremur en fyrri daginn. Með sama áframhaldi verður hún orðin langvinsælasti stjórnmálamaður þjóðarinnar áður en þessi vetur er á enda. Helsta sjarmaeinkenni Hönnu Birnu er tvímælalaust einbeitt skapvonska hennar og frjálslegur pirringur. Það er blátt áfram dásamlegt að fylgjast með þegar hún tekur Björn Inga í gegn með blóðugum skömmum þar sem svikabrigsl og ávirðingar um að hann láti öll góðu málin á ,,hold" svífa yfir vötum eins og fjórvængjaðir englar. Megi Drottinn Alherjar gefa oss íslendingum fleiri skemmtilega stjórnmálamenn á borð við Hönnu Birnu.
mbl.is Björn Ingi: Axlaði ábyrgð með meirihlutaslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að kaupa brennivíninu grið í hinu heilaga einokunarbatteríi

Hvað ætli frjálshyggjuhjúkrunarfræðingurinn og alþingiskvinnan, frú Osta Möller, segi við áskorun stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um að alþingismenn greiði atkvæði gegn frumvarpi til laga um sölu brennivíns í matvöruverslunum? Eða brennivínsbelgirnir Siggi Kári, Gulli apaköttur og Ágúst Ólavur Kvótesen? Mun þetta frelsisunnandi fólk taka áskorun FÍH, eða mun það halda sínu striki og kaupa brennivíninu grið í einokunar- og samráðsbatteríi hinna heilögu Bónus- og Krónufeðga? 
mbl.is Skora á þingmenn að greiða atkvæði gegn áfengisfrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blóðsugur bankanna herða tökin

Það liggur við að það fari hrollur um mann, að lesa fréttina um vaxandi og harðskeyttari blóðsugutilburði Kaupþings. Þessi terror útrásargiljagauranna góðu, er því nöturlegri þegar haft er í huga, að fórnarlömbin að þessu sinni er fólk sem er að berjast við að koma þaki yfir höfuð sér. Það er staðreynd, að blóðsugur bankakerfisins hafa hneppt tugi þúsunda íslendinga í slíka skuldaánauð að því má auðveldlega líkja við þrælahald. Það er líka staðreynd að þegar bankavillidýrin hafa læst tönnum sínum í bráðina, blasir jafnvel lífstíðaránauð við. Þennan viðbjóð verður að stöðva. Ef ekki með góðu þá með illu. Sterkasti leikurinn í stöðunni væri að fjöldinn tæki sig saman og hætti að greiða blóðsugunum afborganir, okurvexti, dráttarvexti og verðbætur af lánum sínum. Slík vel heppnuð aðgerð myndi ganga af tilberum peningageðsjúklingana í bönkunum dauðum á stuttum tíma. Og eitt er víst: Það myndi enginn sjá eftir þeim ófétum.


mbl.is Breytt kjör við yfirtöku íbúðalána Kaupþings banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staksteinastjarnan Svandís

Miklil merkiskona er Svandís Svavarsdóttir, staksteinastjarna og framtíðarformaður VG. Það er ekkert tiltökumál hjá þessari kjaftagleiðu stjörnu, að vera á móti einkavæðingu á Íslandi en styðja og standa að einkavæðingu í öðrum löndum. En þetta þarf ekki að koma neinum á óvart, ær og kýr flokkseigenda-elítu VG (ex Alþýðubandalagsins) hefur ævinlega verið tvískinnungur, hræsni og hroki.  


mbl.is Svandís: REI stefndi í siðferðilegt og pólitískt skipbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bubbur á jeppanum og veruleikabransinn

Sá mikli tónsnillingur Bubbur Mort staðfestir auðvitað ekki neitt. Enda er kauði upptekinn sem aldrei fyrr við semja þessi fjögur, fimm lög sem hann er búinn að böglast við að klambra saman og orga inn á plötur og diska síðasta aldafjórðunginn undir mismunandi textaheitum. Þessa dagana ku Bubburinn stafrækja hátimbraðann raunveruleikaþátt í hjáverkum, sem hefur að markmiði að finna leðraðann og tattúveraðann ,,söngvara". Þegara söngfuglinn er fundinn mun Bubbur skaffa hinum útvalda hljómsveit til að sjá um undirleik. Sem betur fer þarf enginn að örvænta, því auðvitað verður þetta veruleikafúsk Bubbs á jeppanum aldrei barn í brók, þannig að allir geta að minnsta kosti sofið rólegir. Og þegar Bubbur hefur komið sýndarveruleikahljómsvetinni á koppinn, mun hann þeysa brott úr bænum á jeppanum sínum með alvæpni, uppábúinn í felulitagalla að hermannasið, organdi gamla friðarsöngva og þess albúinn að skjóta litla, illa feyga hvíta hænsnfugla með sínum alkunnu þungavopnum. 


mbl.is Topp tónlistarmenn í bandinu hans Bubba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rangfærsla Svandísar og dómgreindarleysi

Í Silfri Egils í gær mætti til leiks Svandís nokkur Svavarsdóttir andskoti hreint góð með sig og útblásin af sjálfsánægju. Það er svo sem ágætt, út af fyrir sig, að fólk sé verðbólgið af monti og sýndarmennsku og getur komið manni í gott skap ef viðkomandi tekst vel til.

Einu hjó ég eftir, sem Svandís glopraði út úr sér í öllu kjaftablaðrinu, en það var eitthvað á þá leið, að VG væri afskaplega einhuga stjórnmálaflokkur og þar fyrirfinndust engir armar, eða annað því um líkt. Auðvitað er þarna um grófa rangfærslu að ræða hjá frú Svandísi, að ég ekki segi hreinræktuð lýgi. En kanske veit hún ekki betur því líklegt má telja að hennar flokkslegi reynsluheimur nái ekki út fyrir hallarveggi flokkseigeindaelítunnar sem hún er hluti af. 

Stjórnmálaflokkurinn Vinstrihreyfingin grænt framboð er klofinn flokkur, svo framarlega sem ég veit hvað klofinn flokkur er. Að halda öðru fram er hrein fásinna og þvaður. 

Fyrir það fyrsta lýtur sá skrýtni flokkur, VG, stjórn nokkurskonar valdaræningja, flokkseigendaklíku, sem fer sínu fram undir yfirskyni óskilgreindrar vinstristefnu sem ekki er annað er skjátan ein ef skyggnst er undir yfirborðið. Orðin sósíalismi, verkalýðshreyfing og verkalýður, mega þessir loddarar ekki heyra nefnd á nafn. Þess í stað slær þetta lið um sig með borgaralegum yfirséttafémínísma, virkjanafóbíu og mennta- og menningarsnobbi og ætlast til að fólk éti þessar kræsingar ofan í sig sem ,,vinstristefnu." 

Í öðru lagi er megn óánægja til staðar hjá róttæku fólki með VG, svo megn að fjöldi fólks telur sig ekki eiga neina pólitíska samleið slektinu sem ræður ríkjum í flokknum - þar á ég bæði við fólk sem eru skráðir félagar í VG, sem og aðra róttæka vinstrimenn, sem hefa enga lyst á að vera á skrá í meingölluðum ,,vinstriflokki" þar sem fénaður eins og Kolbrúna Halldórsdóttir, Hjörleifur Guttormsson, Álfheiður Ingadóttir og Svavarsaðallinn, með Steingrím J. í bandi, ráða ríkjum.

Það skal tekið fram, að skipulagt andóf innan VG hefur verið lítið. Flokksmenn hafa fram að þessu litið á það sem dyggð að halda friðinn til að vernda flokkinn!. En hvaða tilgang hefur það að halda friðinn innan flokks sem í raun og veru er varla meira en lélegt djók? Því verða ,,friðarsinnarnir" að fara að svara - og því munu þeir í síðasta lagi svara þegar allt um þrýtur. En allt um það, þá hafa valdaræningjarnir notað þetta viðhorf hrekklausra félaga til að fara sínu fram án nokkur samviskubits, að því er séð verður.

Vinstrihreyfinguni grænu framboði hefur ekki auðnast að verða sá stjórnmálaflokkur sem margir vonuðu að hann yrði. Eftir vill var órauhæft að gera sér háar væntingar hvað það varðaði í upphafi - það voru mikil mistök. En þrátt fyrir allt er ekki öll von úti. Best væri að VG færi sem fyrst á ruslahauga sögunnar og í staðin yrði til Alýðufylking raunverulegra sósíalista og verkalýðssinna sem fyllti upp í það rúm sem skapaðist í pólitíkinni eftir að öskubíllinn væri búinn að hirða upp lufsuna af Vinstrihreyfingunni grænu framboði.  


Rjúpnaveiðiplágan dregur dilk á eftir sér

Það er naumast andskotans tilstandið út af þessum villuráfandi rjúpnaföngurum þessa dagana. Ef björgunarsveitir eru ekki á þönum allan liðlangan sólarhringinn við að varna þess að hinar hugdjörfu skyttur fari sér ekki að voða, þá er lögreglan upptekin við að kanna hvort þær séu ekki að myrða rjúpur í trássi við landslög. Þessum bölvaða ófögnuði verður að linna hið fyrsta með einum eða öðrum hætti. Vitanlega ætti lögreglan ekki að þurfa ómaka sig við að eltast við þessa skaðrðisgripi. Nær væri að fela veiðieftirlitsdeild Fiskistofu að koma í veg fyrir ólöglegar athafnir rjúpnaveiðimanna á rjúpnaveiðibanndögum. Köppum Þórðar Ásgeirssonar fiskistofustjóra ætti að reynast létt verk að renna sínum glámskyggnu glyrnum yfir rjúpnamiðin og afhausa glæpahneigða rjúpnaþjófa.

Þess má geta, að Fiskistofa Þórðar Ásgeirssonar og LÍÚ er annáluð fyrir að veita stórfyrirtækjum og stórkvótaeigendum gífurlegt aðhald með kærum og öðrum djöfulskap ef stórkvótafíklarnir reyna svo mikið sem að smygla einum ugga fram hja vigt eða brottkasta fáeinum tittum. 


mbl.is Lögreglan með eftirlit úr lofti með rjúpnaveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

40 konur brutu lögreglusamþykkt Reykjavíkur

Því miður segir fréttin af tuttugu körlum sem brutu gegn lögreglusamþykkt Reykjarvíkur um helgina ekki nema hálfa söguna, eða öllu heldur aðeins einn þriðja hennar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum, vóru fjörutíu konur teknar fyrir samskonar afbrot og karlarnir tuttugu. Þessar þokkakvinnur vóru á aldrinum frá 18 til 74 ára. Tuttugu og ein kona var tekin fyrir að kasta af sér þvagi á almannafæri, þar af voru sjö sem staðnar voru að því að míga upp um gluggarúður og húsveggi. Nítján kvennanna vóru teknar úr umferð fyrir að hrækja og sparka í lögregluþjóna, hindra framgang réttvísinnar, brjóta og bramla hraðbanka, stinga göt á hjólbarða leigubifreiðar og sú elsta fyrir að lúberja eiginmann sinn og fletta hann klæðum á miðju Lækjartorgi.

Af þessu má sjá, að stórsókn fémínísta síðustu ár er að skila sér með miklum ágætum og má nú segja ,að konur séu komnar vel fram úr körlum á nokkrum mikilvægum sviðum, eins og ofangreind frétt staðfestir svo ljóslega.  


mbl.is Tuttugu karlar brutu gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rjúpnaskyttuþjóðflokkurinn aldauða eftir fáein ár

Það er alveg á hreinu, að ef björgunarsveita nyti ekki við myndi rjúpnaskyttuþjóðflokkurinn verða aldauða á tveimur til þremur árum. Það er kostulegt til að vita, að byssubrandarnir sem á hverju hausti taka sig upp og rjúka út um víðan völl þeirra erinda að myrða illa fleyga hænsnfugla skuli undantekningalítið verða eins og staurblindir kettlingar þegar upp á fjöll er komið. Það er samdóma álit grandvarra manna, að menn sem varla rata á klósettið heima hjá sér eigi ekkert erindi upp um fjöll og hlíðar með stóreflis skotvopn í fanginu sem þeir standa varla undir, hvað þá meir. Nú er svo komið, að krafan um að björgunarsveitir hætti að hlaupa eftir týndum rjúpnabönum verður æ háværari. Menn hafa sém sé komið auga á þann möguleika að rjúpnaveiðivandamálið verði að fullu og öllu úr sögunni ef björgunarsveitir haldi að sér höndum og láti hina knáu veiðimenn sjá um það sjálfa að skila sér til byggða.
mbl.is Fegnir að fá frí frá rjúpnaveiðimönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband