Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Aumingja kvótakarlarnir og erfingjar þeirra.

Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart, nema að því leyti að til sé fólk, fátt að vísu, sem telur að frumvarpsnefnan GeirJóns hafi aukið mjög traust manna á ríkisstjórninni. Og hverjir ætli það séu sem öðluðust þetta aukna traust á sínum mönnum, varðhundum kvótakerfisins, sem ætluðu að gera sér hægt um vik og skíta í stjórnarskrána? Það kæmi mér ekki á óvart, að þar séu á ferð talíbanískir kvótahandhafar og erfingjar þeirra. Í því sambandi verð ég að gera þá játningu, að eitt það skemmtilegasta sem ég heyri, eru skrækirnir í litlu kvótaerfingjunum þegar þeir taka sig til að verja kvótakerfið og kvótan ,,hans pabba" og verða klökkir og vöknar um augu ef talið berst að óhjákvæmilegum breytingum á kerfinu, sem í þeirra huga er fyrir löngu orðið að tryggingu fyrir réttmætu erfðagóssi þeim til handa þegar ,,sá gamli" verður úr heimi hallur. 
mbl.is Meirihluti telur frumvarp um þjóðareign hafa dregið úr trausti á stjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæjarblaðið Jökull bregst ekki.

Það fór sem mig grunaði, að Bæjarblaðið Jökull, léti sem ekkert væri og birti ekki svo mikið sem stafkrók um dóm Héraðsdóms Vesturlands í máli fyrrum starfsmanns Snæfellsbæjar gegn Snæfellsbæ. En eins og kunnugt er, og við var að búast, tapaði Snæfellsbær málinu.

Í Bæjarblaðinu Jökli, sem rétt í þessu var að berast inn um bréfalúguna, er aftur á móti svo hljóðandi auglýsing: ,,Hlustar þú stundum á Bylgjuna? Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri Grænna, auk annarra vinstri manna, var andsnúinn því að einkareknar útvarpsstöðvar yrðu að veruleika, eins og þær urðu 1985. Hefðu þeir mátt ráða væri ríkisútvarpið eini valkosturinn." Undir þetta ritar: ,,Forseti. Félag Ungra Sjálfstæðismanna."

Af þessari frumlegu auglýsingu má ætla, að litlu, sætu stuttbuxnadrengirnir í Snæfellsbæ séu eitthvað skelkaðir og séu með skilaboðum sínum að sýna fram á hvað Steingrímur J. sé vondur maður og vís að loka öllum útvarpsstöðvum, að undanskyldu RÚV ohf., ef hann kæmist í ríkisstjórn.

Í næsta Jökli verður svo væntanlega auglýsing frá Forseta og Félagi Ungra Sjálfstæðismanna, þess efnis að Steingrímur J. og Ögmundur Jónasson hafi verið andvígir aðild Íslands að innrásinni í Írak.


Spámaður er oss fæddur í Seðlabankanum.

„Þótt verulega dragi úr viðskiptahallanum er það áhyggjuefni að þrátt fyrir að spáð sé töluverðum samdrætti innlendrar eftirspurnar verður hann enn ekki sjálfbær í lok spátímans."

Hvern fjandann ætli Gúrúinn Mikli eigi við með ,,sjálfbærum viðskiptahalla"? Eða er það ,samdrátturinn" sem á að verða orðinn ,,sjálfbær" í lok spátímans? 

Ef fram heldur sem horfir, verður Gúrúinn orðinn einn af spámönnum Gamla Testamenntisins áður en varir; líklega fyrir ,,lok spátímans".

Í Mammons blessaða nafni, Amen.


mbl.is Davíð Oddsson: stýrivextir væntanlega lækkaðir á fjórða ársfjórðungi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræsnin ríður sjaldan við einteyming.

Það er ekki nema von, að ALCOA hlaupi til og gráti gleðitárum yfir stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs eftir milljarðaeyðilegginguna í Kárahnjúkum, sem ALCOA ætlar sér að njóta góðs af. Þá trúi ég að Velgerður álfrú og hennar nótar gráti líka gleðitárum yfir göfugum gleðitárum alcóanna; það er ekki ónýtt að eiga vinarþel slíkra höfðingja að.

Falleg orð, Alcoa og Alcan; hljóma líkt og Al Capone.


mbl.is Alcoa tekur ofan fyrir Alþingi vegna stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þökkum ríkisstjórninni vaxtaokrið með duglegri ráðningu í vor.

Hann ætlar að verða þungur í skauti stóriðju- og þensluskatturinn sem ríkisstjórnin, með Davíð Oddsson sem sinn bestmann, hafa lagt á almenning, ekki síst ungt fólk sem er að bisa við að koma þaki yfir höfuðið. Þó að vaxtaokursskatturinn sé ekki greiddur beint til ríkissjóðs, er hann skattur samt, afleiðing af efnahagslegu stjórnleysi, eða öllu heldur óstjórn, ríkisstjórnarflokkana. 
mbl.is Óbreyttir stýrivextir Seðlabanka Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherra reynir við hermann.

Það borgar sig greinilega ekki að sýna hermönnum í Ísrael mikil vinarhót, jafnvel þó að í hlut eigi dómsmálaráðherrann sjálfur. Haim Ramon á sér varla viðreisnarvon úr þessu, maðurinn er orðinn aðhlátursefni á heimsvísu fyrir frábært dómgreindarleysi. Jahérna, að halda að hermaður sé að daðra við sig opinberlega um hábjartan dag fyrir framan myndavélar. Það mætti halda að karlgarmurinn sé framsókanarmaður á leið i framboð á Íslandi, misskilur og er misskilinn af öllum, meira að segja af sínum eigin dátum! 
mbl.is Ráðherra dæmdur fyrir að kyssa konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð ferðamannþjónusta.

Sjö Íslendingar, sem sigldu með Hofsósskipi í fyrrahaust, hafa ljóta sögu að segja af meðferð þeirri, sem þeir sættu á hafinu af hálfu skipverja og einkum þó skipstjórans, Buschs. Haf fimm þeirra sent stjórninni í Kaupmannahöfn kæruskjal, stílað til konungs sjálfs.

Skipið var átta eða níu vikur á leiðinni til Kaupmannahafnar, og gerði skipstjórinn sér hægt um hönd og þröngvaði farþegum sínum með valdi til þess að vinna öll sóðalegustu og erfiðustu verkin, sem fyrir komu á skipinum, enda þótt þeir væru búnir að borga far sitt. Einnig voru þeir látnir standa vörð, jafnt dag sem nótt, alla leiðina.

Þegar farþegarnir voru seinir til þeirra verka, sem þeim var skipað að vinna, eða fórst eitthvað klaufalega, voru þeir barðir í ofanálag á annað, bæði af skipstjóranum sjálfum og öðrum skipverjum, ýmist með köðlum, trédrumbum eða öðru, em hendi var næst. Fyrir kom það og, að þeir voru dregnir á hárinu á þann stað, þar sem skipstjóra leist að skipa þeim til vinnu. Fylgdu þessu að jafnaði hinar verstu hrokaskammir, formælingar og svívirðingar um farþegana sjálfa og þjóð þeirra.

Busch skipstjóri hefur svarað kæru Íslendinga, og segir hann meðal annars, að þeir hafi hagað sér eins og skepnur og því verið hæfastir til skítverka, sem skipverjar kveinkuðu sér við, þar sem annarra þjóða menn séu að náttúrufari siðlegri en Íslendingar. (Febrúar 1785)


Karlveldið bíður afhroð í fjárhúsunum.

Það er naumast það hefur verið líf í tuskunum hjá suðfjárbændum í Skagafirði og snautleg útreið karllægra bænda þegar upp var staðið. Þarna hefur karlveldissinnum brugðist eitthvað bogalistin í skotheldri samstöðu sinni gegn konum. En auðvitað er við hæfi að formaður sauðfjársamtaka sé kona, af þeirri einföldu ástæðu, að sauðfjárstofn vor er af yfirgnæfandi meirihluta kvenkyns, en sem kunnugt er fá karlkyns lömb, að langstærstum hluta, makleg málagjöld þegar í æsku.
mbl.is Kona kjörin formaður Félags sauðfjárbænda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær verða Bush og hans hyski leidd fyrir stríðsglæpadómstólinn?

Ef stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna á að standa undir nafni í framtíðinni getur hann varla vikið sér undan, að rétta yfir stríðglæpamanninum G. Bush og hans samverkamönnum. Afrek þessara illyrma á vígvöllunum hrópa beinlínis á, að þau verði látin svara til saka.
mbl.is Dæmdur stríðsglæpamaður vill fá Dershowitz sem lögmann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á haða spillingarstigi er ríkisstjón íslenska lýðveldisins?

Á hvaða spillingarstigi ætli einkavinavæðing Framsóknaríhaldsins sé? Nú, eða þátttaka Íslands í Íraksstríðinu? Að maður minnist nú ekki á kvótamafíustarfsemina.
mbl.is Spilling á hæsta stigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband