Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Stókostlegt handbragð og útsjónarsemi.

Ég er þeirrar skoðunar, að það þurfi talsverða længni og útsjónarsemi að kveikja í flotbryggju á jafn hressilegan og afgerandi hátt eins og þeim tókst þarna í Borgarnesi. En þetta sýnir auðvitað fyrst og fremst, að Borgnesingar eru járnsmiðir góðir og þungstigir í gjörðum, þegar þeim þykir við liggja, eins og Egill sálugi forfaðir þeirra. 
mbl.is Kviknaði í flotbryggju í Borgarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sunnlendingar og Sjálfstæðisflokkurinn.

Það er aldeilis ofan og utan minn skilning að flokkur með Árna Matthísen og Árna Johnsen í fyrsta og öðru sæti skuli vera að auka við sig fylgi. Ekki ætla ég að gera að því skóna að sunnlendingum og reyknesingum sé meira áfátt en öðrum landsmönnum þegar kemur að kjörborðinu í alþingiskosningum, en ef það er raunin að Sjálfstæðisflokkurinn sé að bæta við sig fylgi í Suðurkjördæmi, held ég að ekki sé nema sannagjarnt að benda sunnlendingum á að athuga sinn gang. Ég held t.d. að enginn annar flokkur léti sig hafa að hafa mann eins og Árna Johnsen yfirleitt á framboðslista hjá, hvað þá í öðru sæti eins og sjálfstæðismenn í suðurkjördæmi láta sér sæma.

Aftur á móti gleðst ég yfir að sjá gríðarlega fylgisaukningu VG í kjördæminu þar sem sá ágæti verkalýðssinni Atli Gíslason fer fyrir sínu fólki. 


mbl.is VG og Sjálfstæðiflokkur auka fylgi sitt í Suðurkjördæmi á kostnað Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bush ,,harmi sleginn" vegna morða???

Jahá ... Bush harmi sleginn vegna morða? En hvað með framferði hans sjálfs í Írak? Ég hef ekki heyrt þess getið að hann hafi nokkurn tímann verið ,,harmi sleginn" út af öllum þeim þúsundum manna sem fallið hafa í valinn í Írak í tengslum við hryðjuverkastarfsemi hans þar.

Manni verður verulega óglatt af svona hræsni. 


mbl.is Bush harmi sleginn vegna fjöldamorðanna í tækniskólanum í Virginíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjáls einkarekstur og ríkisvaldsins dauða hönd.

Hræðilega þykir mér alltaf súrt í brot þegar einkaframtakið er stöðvað af hinni dauðu hönd ríkisvaldsins. Lítil sprotafyrirtæki eru kæfð í fæðingu, einyrkjar í áhættusömum atvinnurekstri eru hundeltir, ungir efnilegir athafnamenn eru rændir lífshugsjóninni. Fyrir þessum voðaverkum á hendur einkaframtakinu stendur ríkisstjórn landsins, blóðug upp að öxlum við að hlaða undir einokunarfyrirtæki til sjós og lands. Á litli maðurinn í atvinnurekstri engan vin lengur?  


mbl.is Innbrotsþjófar handteknir í austurborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr dagbókum Arnfreðs Lyngdalh (1)

Síðastliðið haust komst ég yfir hluta af dagbókasafni Arnfreðs Lyngdalh fyrrverandi vörubifreiðarstjóra. Eftir því sem ég best veit, strauk Arnfreður þessi úr landi fyrir um það bil aldafjórðungi ásamt hyski sínu og hefur lítið til þess spurst síðan, en talið er að fjölskyldan hafi að minnsta kosti búið á nokkrum stöðum í Afríku og Asíu. Eitt af því sem Arnfreður skildi eftir við brottförina frá Íslandi voru áminnstar dagbækur, sem ég var svo lánsamur að komast yfir eins og áður er getið. - joiragnars

En gefum nú Arnfreði Lyngdalh fyrrverandi vörubifreiðarstjóra orðið:

16. mars (ártal óvíst) Áður en ég varð fjórtán ára hafði ég þrívegis fengið á mig kláðamaur. Tólf ára hafði ég um skeið hvort tveggja í senn, kláðamaur og njálg. Þá varð ég svo óþekkur að önnur eins býsn hafa ekki þekkst í minni fjölskyldu allt fram á þennan dag. Ég var sífellt á iði því ég var friðlaus af kláða. Það var alveg sama hvað ég potaði í mig og klóraði, kláðinn hopaði ekki hætishót, magnaðist bara ef eitthvað var. Það er engum vafa undirorþið að það voru þessi óskaplegu kláðaflog sem gerðu mig svona hræðilega óþekkan á sínum tíma, að við lá að ég yrði tekinn úr umferð. Ég man eins og gerst hafi í gær, þegar ég braut í einu áhlaupi allar rúðurnar í næsta húsi. Fólkið sem þar bjó fór í taugarnar á mér. Karlinn var drykkfelldur groddi en kerlingin verta skass og háfjallameri. Hvort kerlingin var vínhneigð eins og bóndi hennar er mér ekki kunnugt um. Þetta var aðkomufólk, hafði búið þarna um það bil ár, og hafði verið mér til ama frá fyrsta degi. Aldrei vissi ég hvaðan úr ósköpunum þetta fólk kom, en hitt man ég að þau hurfu á braut einum og hálfum mánuði eftir að ég braut hjá því rúðurnar, en þennan eina og hálfa mánuð ofsótti ég þau linnulaust. Aðeins einu sinni fór ég hallloka í þessari styrjöld, en það var þegar kerlingarnautið náði mér (sat fyrir mér milli húsa í hryssingsskafbyl) og rassskellti mig svo ofboðslega, að ég hélt á þeirri stundu að hún myndi drepa mig í alvöru. Á eftir lá ég einhvern óratíma , hálfgrafinn í skafl, með buxurna á hælunum. Mér varð svo um þetta óþokkabragð kerlingainnar, að ég lagðist veikur í viku, með háan hita og andþrengsli. En ég varð þó aldrei svo veikur að ég hætti að hugsa um hefnd. Þegar ég komst aftur á fætur lét ég umsvifalaust til skarar skríða. Ég náði mér í tóma síldartunnu að kvöldlagi, hallaði henni upp að útdyrum fólksins, fyllti hana nálega af notaðri smurolíu, málningu og lifrargrút sem ég komst yfir í lifrabræðsunni í frystihúsinu. Þegar allt var til reiðu, bankaði ég valdsmannslega á hurðina og hljóp að svo búnu í felur. Það var skelfilegt að sjá þegar konugarmurinn kom til dyra, því um leið og hún opnaði hurðina, valt tunnan inn í forstofuna og gumsið úr henni sullaðist langt inn í hús ...

Fleiri færslur úr dagbókum Arnfreðs Lyngdalh verða birtar síðar á þessu bloggi.     


Kaupmáttaraukning verkafólks???

Ég verð að segja eins og er, að mér finnast þessar tölur um kaupmáttaraukningu eitthvað grunsamlegar. Ég þykist þó vita að ýmsir hópar innan þjóðfélagsins hafa sópað til sín heilmikilum tekjum á síðustu árum, en aðrir setið eftir. Verkafólk hefur ekki riðið feitum hesti frá þessari miklu kaupmáttaraukningu, svo mikið er víst og ekki að sjá að þar verði breyting á næstu árin. Stjórnmálaflokkarnir, m.a. þeir sem segja vera vinstriflokkar, hafa blessunarlega gleymt því að til er verkafólk á Íslandi og það í tugþúsundatali. Fálæti vinstriflokkanna í þessum efnum er bæði ömurleg og ósvífin og hreinlega óskiljanleg. Heildarsamtök verkafólks, Starfsgreinasamband Íslands, virðist í þokkabót vera heldur betur steindautt og tröllum gefið; a.m.k. er maður  gjörsamlega hættur að heyra eitt einasta múkk frá hundaklyfberunum sem kjörnir eru til að vera í forsvari fyrir verkafólk. Hvern sjálfann andskotann á verkafólk að vera að púkka upp á svona lið, skrifstofuelítu, sem hefur komið sér þægilega fyrir á kostnað verkafólks en virðist í leiðinni fjandans sama um kjör þeirra sem veita þeim vinnu? Meðan verkafólk situr eftir með sinn þrældóm einan og litla sem enga kaupmáttaraukningu, er engu líkara en forsvarsmenn þessa fólks hafi hlaupið í felur, eða eru þeir ef til vill dauðir?  
mbl.is Kaupmáttur jókst um 56% á áratug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú skal herða róðurinn piltar og stúlkur.

Samkvæmt þessari skoðanakönnun verður stjórnarandstaðan að bretta heldur betur upp ermarnar ef við eigum ekki að sitja uppi með sama FramsóknarÍhaldið einn ganginn enn.

Þegar býður þjóðarsómi ...


mbl.is Fylgi VG minnkar samkvæmt nýrri könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að tala skýrt.

Eftirfarandi hugleiðing er eftir Ögmund Jónasson:

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN HEYKIST Á AÐ TALA SKÝRT OG MÁLEFNALEGA

Sigurði Kára Kristjánssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, var talsvert niðri fyrir í útvarpsviðtali í dag. Hann beindi sjónum sínum að Vinstri grænum, sagði þau vera rauð í gegn og ábygðarleysi að hleypa þeim að stjórnveli landsins.

En hvað skyldi það vera sem Sigurður Kári Kristjánsson óttast komist VG til valda?

- Að bætt verði kjör tekjulægstu hópa samfélagsins?
- Að reynt verði að auðvelda tekjulitlu fólki að eignast eða leigja húsnæði?
- Að kjör öryrkja verði bætt?
- Að kjör tekjulágra aldraðra verði bætt?
- Að dregið verði úr gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu?
- Að launamisrétti kynjanna verði útrýmt?
- Að fátækt verði gerð útlæg úr íslenku samfélagi?
- Að tekjulítil heimili geti menntað börn sín og unglinga?
- Að stefnt verði að því að samræma skattálagningu á mismunandi tekjustofna?
- Að almannaþjónustan verði bætt?
- Að stuðlað verði að lægra vaxtastigi fyrirtækjum og heimilum til hagsbóta?
- Að opinberum fjármunum verði ráðstafað af ráðdeild?
- Að komið verði í veg fyrir að óprúttnir fjármálamenn geri sér pyngju almennings að féþúfu?
- Að heilbrigðisþjónustan verði ekki einakvædd?
- Að horfið verði frá stuðningi við Bush og Blair í Írak?
- Að einkavæðing vatnsins nái ekki fram að ganga?
- Að einkavæðing raforkunnar verði ekki samþykkt?
- Að byrjað verði að vinda ofan af kvótakerfinu?
- Að aðstöðumunur þéttbýlis og dreifbýlis verði jafnaður?
- Að hætt vrerði að einkavæða almannaþjónustuna?
- Að komið verði á gjaldfrjálsum leikskóla?

Er ekki kominn tími til að stjórnmálamenn tali skýrar. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á ekki að komast upp með klisjukennda alhæfingarsleggjudóma eins og heyra mátti hjá Sigurði Kára Kristjánssyni á RÚV í dag. Nú verða allir að tala skýrt og beita rökum í málflutningi sínum. Síðan standi menn eða falli með skoðunum sínum. Það erum við í VG reiðubúin að gera. Við gerum hins vegar þá kröfu að við séum látin njóta sannmælis. Við viljum alvöru dóma. Ekki sleggjudóma, hvorki frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins né annars staðar frá. Sjálfstæðisflokkurinn verður að þora að tala skýrt - og málefnalega. Er til of mikils ætlast?

 

 

Dásamlegt hlutskipti.

Hinir viljugu og auðsveipu stuðningsmenn Írakstríðsins á Íslands sofa áreiðanlega pollrólegir og öruggir eins og ungabörn í vöggu þó að fjöldi manns séu sprengdir í tætlur í Írak á degi hverjum. Það hlýtur að vera dásamlegt hlutskipti að vera staðfastur stuðningsmaður ríkisrekinnar hryðjuverkasarfsemi bandaríkjastjórnar og vakna sæll og glaður á hverjum morgni við fréttir af morðum og öðrum djöfulskap í fjarlægu landi. 
mbl.is Tvær bandarískar herþyrlur rákust saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin á leið í Hornið?

Málefnalegur maður Árni Páll. Ég sé ekki betur, á þessum orðum sem eftir honum eru höfð, að hann telji að hlutverki Samfylkingarinnar sé best borgið með því að hún máli sig út í horn.
mbl.is „Samfylking fari einungis í stjórn á eigin forsendum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband