Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
31.7.2007 | 22:28
Protan í Rúmeníu og sægreifarnir.
Rotnandi hræ í tonna tali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.7.2007 | 16:45
Samfylkingin hræðist Steingrím J. og Ögmund.
Það er vel við hæfi, að utanríkismálanefnd verði kölluð saman og NATO-dindlarnir þar, ásamt frú Ingibjörgu Utanríkisráðherra verði látin standa fyrir máli sínu. Ekki er annað að sjá en sleikjuskapurinn kringum rassinn á Bandaríkjunum og NATO hafi heldur færst í aukana eftir að Samfylkingarselskapurinn gekk í Sjálfstæðisflokkinn í vor, og var varla á bætandi við það sem fyrir var í þeim efnum.
Ef formaður utanríkismálanefndar hunskast til að halda umbeðinn fund, má búast fastlega við, að frú Ingibjörg Sólrún muni eiga þar mjög í vök að verjast, sem og aftaníossar hennar lítilfjörlegir. Það verður eflaust hlutskipti frúarinnar að tafsa, súpa hveljur og ranghvolfa augunum, þegar og ef hún reynir að svara félaga Steingrími þegar hann lætur til skarar skríða. Enda hræðast samfylkingargarmarnir ekkert meira en að lenda í klónum á Steingrími J. og Ögmundi Jónassyni því samviska Samfylkingarinnar mun víst ekki upp á marga fiska þessa dagana.
Formaður VG óskar eftir fundi í utanríkismálanefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.7.2007 | 11:42
Það hefur orðið lífskjarabylting í landbúnaði.
Það er ekki annað að sjá en síðasta ár hafi verið bændum í Eyja- og Miklaholtshreppi óvenju gjöfult og blessunarríkst, ef marka má lista yfir hæstu greiðendur opinbera gjalda í Vesturlandsumdæmi. Þó að ég búi í næsta nágrenni við áðurnefndan Eyja- og MIklholtshrepp, er mér ekki kunnugt um hvaða búskap þessir tekjuháu bændur stunda, en ég sé fyrir mér stórar breiður af sauðfé og nautpeningi. Ekki kæmi mér á óvart þó Ingibjörg bóndi, sem trónir á toppi gjaldenda, hafi á sínum snærum 10.000 ær og 1000 mjólkandi kýr, auk slæðings af hænsnum, hrossum og svínum.
Það er mjög gleðilegt, að eftir áratugi magurra ára í landbúnaði, þá hafi greinin tekið svo hressilega við sér, að bestu bændur eru farnir að greiða 20 - 30 milljónir í opinber gjöld á ári. Af þessu sést að Guðni Ágústsson, Framsóknarflokkurinn og gjörvöll fyrrverandi ríkisstjórn hafa lyft sannkölluðu grettistaki í landbúnaðarmálum. Það er því engin goðgá, að spá því, að innan örfárra ára verði reist a.m.k. 450 metra há stytta af Guðna á góðum stað í miðri Árnessýslu, en minni styttur af sama kraftaverkamanni víðsvegar um land, til að mynda í Eyja- og Miklholtshreppi.
Ingibjörg Kristjánsdóttir greiðir hæstu gjöldin í Vesturlandsumdæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.7.2007 | 08:40
Geir Haarde heillaði Halifaxbúa
Það er ég viss um að Halífaxbúar hafa rekið upp stór augu þegar sáu auðvaldsþjóninn Geir Haarde, gaddfreðinn að vanda, koma skjögrandi út úr frystigeymslu Eimskips. Það er ekki á hverjum degi sem slíkt gersemi heimsækir útnára á borð við Halífax, svo þetta hefur að líkindum verið mikil tímamótaheimsókn. Svo er ég alveg viss um að margir íbúar Halífax hafa haldið að þetta viðundur væri Halldór Ásgrímsson kvótaforingi, en þessir tveir eru svo líkir í sjón og reynd, að engu er líkara en þeim sé báðurm snýtt út úr annarri og sömu nösinni á auðvaldsguðinum Mammón.
En verði Halíföxurum að góðu, að hafa fengið Geirinn Horde í heimsókn.
Forsætisráðherra kynnti sér starfsemi Eimskips í Halifax í Kanada | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2007 | 07:56
Meydómurinn - enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
30.7.2007 | 20:46
Að moka miljörðum í blóðbað og mannhatur.
Það setur ævilega að mér kaldan hroll þegar ég les frétt sem þessa, þar sem greint er frá svo miklu mannhatri og fyrirlitningu í garð heimsins sem raun ber vitni. Hvernig í djöflinum stendur eiginlega á að bandaríkjamenn skuli ítrekað voga sér að storka heimsbyggðinn, hvað eftir annað á herfilegasta máta - og komast upp með það? Hvernig ber eiginlega að túlka athæfi eins og að dæla 30 milljörðum bandaríkjadala til hernaðaruppbyggingar hryðjuverkaríkisins Ísrael ? Er markmiðið að aðstoða Ísraelsmenn til að útrýma palestínufólki í eitt skipti fyir öll? Er þetta ef til vill framlag glæpamafíunnar í Hvíta húsinu til að vinna að hinni ,,endanlegu lausn á palestínuvandamálinu?"
Það er hræðilegt til að vita, að íslensk stjórnvöld skuli alltaf boðin og búin, nótt sem nýtan dag, að styðja siðlaust glæpafólk og hryðjuverkamenn eins og Georg Bush og Kondólessu Ræs. Við erum enn hnýtt á klafa hinna viljugu þjóða gagnvart blóðbaðinu í Írak. Þar um hafa bólfarir Samfylkingarinnar við Íhaldið engu breytt.
Það heitir víst óraunsæi, eða eitthvað þaðan af verra, gera kröfu til þess að íslendingar fari að stunda sjálfstæða utanríkisstefnu, óháða auðvaldinu í heiminum. En hvað sem því óraunsæi lýður, geri ég slíka kröfu og veit að ég er ekki einn á báti hvað það varðar.
Bandamönnum Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum veitt fjárhagsaðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.7.2007 | 17:25
Kókaínhundarnir og tómu jakkafötin.
Hvenær ætli þeir fari að fara með kókaínhundana á morgunverðarfundi Verslunarráðs og aðrar ámóta samkomur þar sem peningageðsjúka manntegundin sem kennd er við ,,tóm jakkaföt" er á sveimi?
Það gerast ýmsir skandalarnir í Edens fínum rann, eins og dæmin sanna.
Öflugt fíkniefnaeftirlit um verslunarmannahelgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.7.2007 | 15:48
Sægreifi nær drukknaður í rotþró.
Um helgina varð sá fáheyrði atburður, að frægur kvótagróssér féll ofan í opna rotþró við sumarbústað og var nær drukknaður þar niðrí. Erfiðlega gekk að bjarga manninum því þróin er mjög djúp og sá hinn niðurfallni og þeir sem reyndu björgunaraðgerðir uppi á bakkanum áttu það sammerkt að vera mjög ölvaðir. Eftir nær tveggja tíma veru í rotþrónni, bar að þrjá alsgáða menn sem tókst að bjarga sægreifanum upp úr, en hann var þá mjög aðfram kominn, enda náði innihald þróarinnar honum upp fyrir geirvörtur og hann búinn að súpa af kræsingunum.
Tildrög hrakfara sægreifans voru, að hann var gestkomandi í sumarbústað þar sem nýbúið var að grafa upp rotþró sem til stendur að endurnýja. Í sumarbústaðnum var glatt á hjalla með sumbli og gítarspili. Eitthvað mun sægreifinn hafa þurft að draga að sér hreint loft, því hann stóð upp í miðjum fjöldasöng og ráfaði bak við hús með fyrrgreindum afleiðingum.
Hefði allt farið á versta veg í þessu tilfelli og sægreifinn beðið bana í rotþrónni, væru nokkur þúsund tonn af kvóta í uppnámi sem og sjávarþorpið sem sægreifinn gerir báta sína út frá.
Þess ber þó að geta, að það er mál manna, að farið hafi fé betra þó sægreifinn hefði borið beinin í þrónni; það hefði í mesta lagi orðið mannslát en ekki mannsskaði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.7.2007 | 12:50
Þvagdaunn í stigagangi.
30.7.2007 | 12:11
Usher og útjaskaða skækjan.
Það setti að mér óumræðilega sorg og aðkenningu að ekka þegar ég frétti í síðustu viku að hinn afbragðsfallegi og hjartahlýji söngvari Usher ætlaði að kvænast Tameku Foster, hræðilegri kerlingarafmán og útjaskaðri skækju, sem auk þess er ólétt eftir einhvern ótýndan gradda, sem hún lét barna sig meðan Usher, mannsefni hennar, var úti að syngja. Til marks um hverskonar rudda hlandfrussa þessi Tameka Forster er, þá hefur henni tekist að koma á ósætti milli Ushers og móður hans, sem allir vita að er góð kona og gegn.
Það var því eins og mörgum tonnum af múrsteinum væri létt af hjarta mínu þegar ég heyrði þær gleðifréttir, að brúðkaupi Ushers og syndakvinnurnar Tameku hefði verið aflýst á síðustu stundu. Og nú standa vonir til, að sá drenglyndi Usher muni sættast við móður sína og í framhaldi af því fara að líta í kringum sig eftir sér samboðinni gæðakonu.
Usher aflýsir brúðkaupi | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Nýjustu færslur
- Búist er við tímabæru andáti þeirrar gömlu á hverri stundu
- ,,Skipulögð starfsemi" Flokks
- Sú á nú eftir að fá sína sálumessu yfir sig eins og Birgitta ...
- Aðför að lýðræðinu og saga af ferð á hvalaslóðir
- Mun alvarlegri atburður en ætlað var í fyrstu
- Erlendur njósnari settur á Nonnýboy til að kanna hvalablæti hans
- Gunter Sachs var glaumgosi en þó var Indriði Handreður honum ...
- Af óviðunadi afvegaleiðingu ungmenna
- Vinn ei það fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans
- Heimska og dómgreindarleysi villuráfandi þjóðar staðfest
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 22
- Sl. sólarhring: 102
- Sl. viku: 180
- Frá upphafi: 1539463
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 155
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007