Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2014

Ófyrirgefanlegt ranglæti og klíkuskapur við ráðningu ungfrú nóboddí

Þær eru lúmskar þessar kerlíngar sem sáu um að ráða Landssambandi sjálfstæðiskvenna framkvæmdastjóra. Fjarska lúmskar. Og ruddalegar. Vægast sagt.

ingv15.jpgSannleikurinn er sá, að frú Ingveldur sóttist mjög eftir umræddri framkvæmdastjórastöðu og hlutaðeigandi höfðu uppi við hana mörg göfug og góð orð í þá veru að ekki kæmi annað til greina en að ráða hana. En svo kemur fréttin að eitthvert nóboddí, sem það kallar Sjöfn Þórðardóttur og enginn vissi að væri til. Satt að segja kom þessi lúalega frétt að frú Ingveldi eins og þjófur að nóttu, eða Skrattinn úr sauðarleggnum, og hún lagðist í rúmið af þessu tilefni í samtals fjórar klukkustundir.

En þá hún hafði legið undir sæng í þessar fjórar stundir með moðvolgt ákavíti í flösku milli læra sinna, reis hún alltíeinu upp fnæsandi eins og Þorgeirsboli enda var þá allt uppdrukkið úr ákavítisflöskunni. Og eins og fyrri daginn var frú Ingveldur ekki neitt að tvítóla við hlutina. Hún hringdi í formann Sjálfstæðisflokksins og lék hann grátt; klikkti út með að hóta honum með Brynjari Vondulykt ef hann tæki ekki í taumana og ógilti ráðninguna á nóboddíinu.

Þegar síðast fréttist var frú Ingveldur að leita að kéllíngarborunum, sem réðu ungfrú nóboddí, með það í huga að veita þeim svo heiftarlega ráðningu að þær muni flýja skríðandi á fjórum fótum inní kjallarana heima hjá sér og þori aldrei út þaðan aftur.
mbl.is Sjöfn ráðin framkvæmdastjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir sem taka mark á þvættingi eru tröllheimskir einfeldningar

pafi_877448.jpgÞessi Kapasént Gallúbskönnun er eins og hvert annað óráðsmal í elliærum fressketti og þar með ekkert að marka hana fremur en Sigmund Dávíð frá Kögunarfjósi. Auðvitað grobba Akureyringarnir sig af sínum bæ og segja þar allt til fyrirmyndar. Sömu sögu er að segja af snobbhænsnabýlinu Garðabæ þar sem talsverður slurkur af dreggjum þjófélagsins eru saman komnar í einni íhaldsbendu, - að maður minnist nú ekki á lágmenningareyðimörkina Seltjarnarnes. Ojbara.

Svo er gamli bílaprangarinn Júlíus Vifill, sem Össur kallaði Júlíus Fífil, kallaður til gefa álit á þessari kolvitlausu skoðannakönnun og að sjálfsögðu kvakar hann sinn samanherpta páfagaukalærdóm útí loftið eins og páfagaukur sem alist hefur upp innan um álftir.
- Þetta er allt voða sorglegt í Reykjavík, kvakar Vífill Gaukur og gerir sig ógn mæðulegan og grettinn í framan, og hefur greinilega ekki hugmynd um hvað hann er að þvæla á sínu frasaða páfagaukamáli. Og þetta eiga Reykvíkingar að kjósa í borgarstjórn í vor að mati þeirra er um véla í Sjálfstæðisflokknum!
mbl.is Reykjavíkurborg fær falleinkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víða um sveitir var til siðs að setja nýgotna hvolpa í poka

skrattinnVíða um sveitir var, og er vissulega enn, til siðs að láta nýgotna hvolpa í poka binda stein við og kasta svo öllum selskapnum í mógröf, tjörn eða skemmtilegan bergvatnshyl. Þetta var gert til að stemma stigu við fjölgun hunda og þókti fyrirtaksafgreiðsla. Á sama hátt var farið með kettlinga til að forðast kattarplágu, og ennfremur var þessi aðferð notuð á konur sem sannarlega höfðu orðið hórnum að bráð.

Uppá síðkastið hafa komið upp raddir, sem bókstaflega hrópa og krefjast þess, að auðvaldssvín og samviskulausir prangarar skuli pokaðir og þeim varpað í vatn, helst fyrir sjávarhamra eða í fræga laxveiðihyli, öðrum til varnaðar en hinum pokuðu til aðvörunar í upphafi ferðar þeirra til Vítis. Að þessum röddum væri hinum trenduðu typpalingum brasknáttúrunnar hollt að leggja eyrun, áður enn þeir blása til ísmeygilegrar sóknar á græðgisvöllum neysluhyggjunnar.
mbl.is Munurinn á „trendi“ og tískubylgju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Þjóðminjasafnið með þetta frábæra eintak

AuðvaldskrakkiHannes Smárason á hvergi betur heima en á Þjóðminjasafninu, í mannheldu glerbúri, gestum og gangandi til ánægju og yndisauka. Fátt er t.d. grunnskólanemendum uppbyggilegra en að fá að skoða alvöru útrásardólg innan um aðra muni Þjóðminjasafnsins, sverð, skildi, atgeira og skinnklæðnað.

Því óska ég eftir við dómstóla og stjórnvöld Íslands, að gera að alvöru þá snilldar hugsýn, að Hannes Smárason verði vistaður á Þjóðminjasafni Íslands um aldur og ævi.
mbl.is Hannes Smárason krefst frávísunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lærði veislugleði hjá afburðafólki

Jingv13.jpgújú, það mun vera rétt að mannskrattinn er framúrskarandi veisluglaður, enda alinn upp í samkvæmislífinu hjá heiðursfókinu rú Ingveldi, Kolbeini Kolbeinssyni, Máríu Borgargagni og Indriða Handreði. En hjá því góða fólki lærði þessi kynlegi fjármálastjóri að skemmta sér svo um munar.
mbl.is Veisluglaði fjármálastjórinn dæmdur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frú Ingveldur lýsir skoðunn sinni á morðinu í Midsomer

kick3Líklegt má telja að eigandi hússins hafi drept 55 ára gamla konuna af því að hann tók dónamyndir af sjálfum sér og annarri kerlingu og birti á netinu. Það er nebbniliga so mart ótúlegt sem fólk tekur uppá nú til dags. Og kanski hefur þessi 55 ára bara haft gott af því að vera myrt, því kvenpéníngur á þessu reki á yfirleitt í hinum hroðalegustu sálarflækjum, þjást af  géðkrabba og haga sér iðulega eins og svín við vín. Þa nú so. (Höfundur: Frú Ingveldur)

Ég er búinn að bera þessa óhuggulegu frétt undir frú Ingveldi og hún sagði mér að það væri ekkert grín að vera 55 ára. Á þeim aldri væru konur á mörkum þess að vera gelgjur og grafarbakkamatur og framferði þeirra eftir því. Ennfremur tjáði frú Ingveldur mér, að vinkvendi hennar, Máría Borgargagn, hefði versnað um allan helming þegar hún varð 55 ára og hefði hún þó verið andskoti bág fyrir. - Hún bókstaflega gertrompaðist þegar hún varð 55, einkum í kjallaranum, sagði frú Ingveldur og bætti við: - Helvítis boran hefur í þrígang riðið okkur Kolbeini hérumbil að fullu eftir að hún komst á þennan aldur og ekkert lát virðist vera á merarlátunum í þessari helvítis manneskju. Guð hjálpi honum Indriða mínu Handreði að búa dagsdaglega með þessu lostasjúka svíni. En þessi kellíng þarna á Englandi má fara sína leið fyrir mér, ég skifti mér ekki af því.
mbl.is Raunverulegt morð í „Midsomer“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hann heiti uppfrá því Ræfladynkur

foss2.jpgÞegar Íslendingar tóku upp kristinn sið, þótt leyfilegt væri áfram að bóta hin heiðnu goð á laun, tóku nokkrir röskir pilt og fáeinar errilegar stúlkur sig til og steyptu líkneskjum af Óðni, Þór, Frey og Freyju í foss einn norðanlands, heitir þar síðan Goðafoss.

Nú, liðlega 1000 árum síðar, ætlar ríkisstjórn auðvaldspervertanna, holdgerfingar Hrunsglæpsins, félagslegrar ónáttúru og uppskafningar, að blása til sóknar og fórna fossunum Kjálkaversfossi, Dynk og Gljúfurleitarfossi á altari hins heimska guðs þeirra, Mammons. Af þessu óhrjálega tilefni væri ekki svo vitlaust, að góðviljaðir piltar og stúlkur létu slag standa og steyptu gjörvallri ráðherrahjörð auðvaldsins í einhvern þeirra fossa sem til stendur að aflífa. Álitlegt er að skutla ófénaðnum í fossinn Dynk og endurnefna hann í kjölfarið og láta hann heita uppfrá því Ræfladynk. Komandi kynslóðir myndu eflaust heimsækja Ræfladynkinn í stórum stíl og minnast af ánægju farsællar tiltektar forfeðra sinna þegar þeir framkvæmdu nauðsynlegt hreinsunarátak á bakka Ræfladynks, sem áður hét Dynkur og kominn var á aftökulista hinna heimsku.
mbl.is Stórkostlegir fossar eyðilagðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það væri hreinn og klár glæpur ...

polAðvitað þora og vilja fulltrúar valdaelítunnar ekki að taka Guðmundar- og Geirfinnsmálið upp að nýju, það gæti ruggað spillingar- og glæpaskútunni sem umrædd elíta er lögskráð á. Hinsvegar hefur almenningur á Íslandi lengi verið þeirrar skoðunnar, að það eigi að taka þessi mál og rannsaka þau ofaní kjölinn ef það mætti verða til þess að eyða þeirri óvissu sem á þeim hvíla. Í öllum þeim gagnrýnisverða málatilbúnaði sem dómskerfið og lögregluyfirvöld spunnu í kringum hvarf Guðmundar og Geirfinns er mörgum alvarlegum spurningum ósvarað. Það væri hreinn og klár glæpur ef valdaelítunni tekst að hindra endurupptöku þessara mála þar til allt er orðið um seinan, þ.e. þangað til að málsaðilar verða allir sem einn komnir undir græna torfu, en það er einmitt markmið dómskerfisins.
mbl.is Óvíst með endurupptöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegur dauði Hallsteinu húsfreyju

kúNautgripir eru að sönnu grimmir, guðlausir og hræðilegar skepnur, svo sem spanjólinn Jóhann Jósef Padilla fékk að reyna. Hvernig þessum manngarmi datt í hug að fara að stangast við tudda er mér hulið, en víst er um það karluglan lét sér ekki segjast við að fara halloka í þeim brávallabardaga, sem aftur segir okkur að honum er ekki viðbjargandi.

Hallsteina húsfreyja að Magnúsarhólum tóks eitt sinn á við kú á hlaðinu hjá sér og mjaðmargrindarbrotnaði. Þegar hún náði sér eftir þá lemstran hugðist hún ná fram hefndum og óð útí fjós með sax í hendi og búrtíkina á hælunum. Búrtíkin var hyggin skepna og stökk þegar í stað á kúna sem slasaði Hallsteinu og læsti vígtönnum sínum í halann á henni en Hallsteina mundaði saxið á sama hátt og Skarphéðinn Njálsson gerði þegar hann hugðist vega mann. Því miður rann Hallsteina við þetta tækifæri í sleipum flórnum, féll á saxið svo stóð í gegnum hana miðja og varð það hennar bani. Afturá móti sparkaði kýrin með öðrum afturfæti sínum í Búrtíkina á halanum svo hún kastaðist útí vegg og lét þar lífið. Af þessu má sjá, að fólk ætti að hugsa sig tvisvar um áður en það lætur undan löngun sinni að bekkjast við nautgripi.
mbl.is Eineygðum nautabana fagnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig mun Ólafi Darra takast að túlka pungstyggð og brundíllsku Hamlets?

Meðan Hamlet var í lifanda lífi var til þess tekið hve pungstyggur hann var og brundíllska var honum í blóð borin. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Ólafi Darra tekst að tekst að túlka þessi tvö helstu sérkenni Hamlets á fjölum Borgarleikhússins, en allt er undir því komið hvernig til tekst að koma þeim til skila á nákvæman og fágaðan hátt.

kol19.jpgNú hefi ég ekki nokkra hugmynd um hvernig Ólafur Darri er innréttaður gagnvart fínlegum blæbrigðum pungstyggðar og brundllsku Hamlets, en undir því er öll sýningin komin. Nú er kunnara en frá þurfi að segja, að Hamlet danaprins var að sönnu geggjaður, sá ofsjónir eins og sveppaæta og var kynferðislega bilaður að óvenjulegan hátt, en það stafaði eingönu af þeim tveim kvillum sem að er vikið hér að ofan.
 
Þekktustu núlifandi Íslendingar, sem þjáðir eru að pungstyggð og brundíllsku, eru þeir félagar og fóstbræður Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri og Indriði Handreður. Þessir eðliseiginleikar þeirra hafa svo munar leikið stórt hlutverk í sálarlífi þeirra ekki síður Hamlets.Á þeim árum þegar uppáferðir Kolbeins vóru harðla stopular, það er að segja áður en hann hóf reglubundið samlífi með frú Ingveldi, var hann talin geðstirðasta ungmenni á Íslandi, hafði allt á hornum sér og sá sig aldrei úr færi að efna til illinda hvar sem hann var staddur og pungstyggð hans var með þeim ósköpum ger, að hann hrökk í hnút ef honum fannst einhver horfa til sín á kynferðislegan hátt eða einhver benti á hann með vísifingri. Og litlu skárri var Indriði Handreður í raun og veru, en gat þó haldið sér á mottunni með aðferð sem ekki verður nefnd hér, en allir þeir sem kunna að ríma ættu að gera sér grein fyrir hver er.
mbl.is Bjóst aldrei við að leika Hamlet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband