Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2019

Honum var sett stólpípa, en allt kom fyrir ekki

xb5_1234393.jpgÞað er íllt í efni ef strákagreyin, Sigmundur og Gunnsi, komast ekki á fund Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar af heilsufarsástæðum. Að undanförnu hefir borið á sárum krankleik hjá þeim bræðrum og síðast í gær var Gunnsa sett stólpípa, sem var svo kröftug að við lá að báðar rassakinnarnar mundu fjúka af honum, en því miður hefir hann ekki braggast af stópípunni og það er ekki enn búið að hreinsa upp eftir hamfarirnar, þetta var allt svo baneitrað.

Best væri náttúrlega, að fara með drengina í sjúkrarúmi, ef ekki vill betur, að fundinn og láta þá leysa frá skjóðunni um öll plottin og hrossakaupin með Haaardý, Árna Þór, Svavar Sendiherra og Nonnó Bald. Það kostar sitt að koma soleiðis gemsum í sendiherrajobb, bæði pénínga og ekki síður útsjónarsemi og stjórnmálalegt hugrekki.

Eflaust er búið að setja Helgu Völu inn í málefnið, það er að segja hrossakaupareikning Samfylkingarinnar/Alþýðuflokksins 70 ár aftur í tímann, þannig að hún sem formaður nefndar standi ekki á gati ef þannig vildi til að hinir sjúku heiðursmenn, Sigmundur og Gunnsi, geti séð sér fært að vera fundarfærir á morgun.


mbl.is Miðflokksmenn hafa ekki boðað komu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dugnaðarforkur fann upp nýtt kvikindi í jólaleyfinu

ani1Ekki verður af hönum Stengrími joð tekið að hann er ofur-súper-duglegur. Allt jólafleyfi Alþingis hefir þessi dugnaðarforkur lagt nótt við dag við að finna upp nýtt kvikindi sem væri brúkunarhæft til að taka klaustursöfnuð Sigmundar Davíðs í gegn, leiða þau fyrir saksóknar og dómara og refsa þeim síðan á grimmdarlegan hátt. Og nú hefir Stengrímur birt fólki afrakstur vinnuhörku sinnar og ósérhlífni með því að kynna hið argvítuga kynjadýr ,,viðbótarvaraforsetann", sem á að læsa klóm sínum í rassinn á Sigmundi og þeim og dusta þá ærlega til.

Svo er við mátti búast er viðbótarvaraforsetinn haglega gerður, með skott, beittar tönnur og sex klær á hverjum fæti. En það dásamlegast við þetta allt saman er, að viðbótarvaraforsetinn getur fjölgað sér með sjálfum sér, hann sem sé stundar ástarlíf með sjálfum sér og getur af sér fleiri viðbótavaraforseta. Meðgöngutíminn er átta vikur. En hvílik snilld og hvílíkur dugnaður að hafa ekki þurft lengri tíma til að finna upp nýja dýrategund. Honum er ekki fisjað saman hönum Stengrími, skooohhh.

gapEn ósköp hefir traust og trúverðugleiki forsetahóps Alþingis dvínað á sama tíma og Stengrímur fann upp kvikindið. Að þetta fólk skuli ekki hafa séð sóma sinn og gengið hreint til verks gegn klaustursöfnuðinum og dæmt hann til handhýðingar á Austurvelli og í gapastokk á eftir í að minnsta kosti einn mánuð. En úr því sem komið er verðum vér að una því að ófreskjunni Stengríms verði hleypt á vandræðafólkið og bíta það í afturendann, að viðstöddum forseta Alþingis. 


mbl.is Viðbótarvaraforsetar fjalli um Klausturmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekki gamanmál að kviðlenda eins og sprungin blaðra

fluBraggaflug Vigdísar lauk svo sem við mátti búast með heiftarlegri kviðlendingu; þetta var eins og blaðra sem sleppt er lausri um leið og loftinu er hleypt út, hún þýtur stjórnlaus út og suður þar til loftið, er búið en þá lendir hún sem eitt lífvana slytti og ekkert meir. Og mikið hlóg Dagurinn dátt meðan hann horfði á brotlendinguna, hann bókstaflega gnötraði eins og loftknúinn múrbrjótur og lamgkettlingarnir hans hlógu líka, því þeim ber skylda til að hlægja dátt þegar foringi þeirra hlær dátt.

Þegar frú Ingveldi bárust fréttir fátæklegri brotlendingu Vigdísar sló hún sér á lær og mælti: -Ja hérna, þett er keimlíkt því þegar Máría mín Borgargagn hafnaði á kviðnum. En svo er mál með vexti, að Máría ætlaði eitt sinn að bjarga sér á flótta undan trylltri eiginkonu, sem hafði komið þar að sem Borgargagnið var að skemmta sér með eiginmanni hennar. Máría Borgargagn hóf sig eiginlega til flugs, svo hratt þaut hún, og stakk sér eins og þúfutittlingur út um gáttina og niður stigatröppur. Þetta var innahússtigi uppi á fjórðu hæð, klæddur nylonteppi, hörðu og grófu viðkomu.

Flóttinn hefði kanski heppnast ágætlega hjá Borgargagninu ef hún hefði ekki misstigið sig um leið og hún ætlaði að stökkva niður töppurnar. Og í stað þess að fara glæsilega í loftinu niður á næsta stigapall og þannig koll af kolli, þá skransaði hún í nauðaberum kviðum eftir tröppnum. Hún hóf sig aftur og reyndi stökk niður á þarnæsta stigapall, en allt fór á sömu leið, því miður fyrir hana. Þegar upp var staðið, þá var kviður Máríu Borgargagns eitt fleyður þegar henni tókst að sleppa út undir bert loft og sjálft kviðskeggið var með öllu horfið, hafði sviðnað burt þegar það straukst við nylonteppið. Sem betur fer veitti eiginkonan reiða Máríu ekki eftirför að sinni, heldur söri hún sér alfarið að eigimanni sínum og barði hann meir en hálfa leið til heljar. En það var heilmikil sviðalykt í stigaganginum eftir kviðlendinguna og sumir, sem að kómu, töldu sig þekkja ösku af brunnu kviðskeggi í tröppunum.  


mbl.is Breyttu framlagðri tillögu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meðhjálpari skrifar fjármálaráðherru bréf

x26,,Nei takk, vinur minn, þú hefur ekkert umboð eins eða neins til selja eitt eða neitt í eigu ríkisins, allrasíst að selja banka. Það er best að þú blásir öllum viðlíka órum út úr höfðinu á þér undir eins. Við höfum nefnilega fegið nóg af braski af þinni hálfu og þinna líkra, ekki síst vegna þess, að svokallaðar sölur ukkar á ríkiseiginum hafa meira líkst gjöfum eða einhverri óhuggulegri tegund af feluleik."

Svona hefst bréf sem íhaldsgölturinn Valdimar Þeófílusson ritaði formanni Sjálfstæðisflokksin í dag. Valdimar, sem er formaður Sjálfstæðisflélags Gemlufalla og íhald til lífstíðar, óar við að flokksbræður hans selji enn og aftur ríkisbanka til þess eins að þeir fari beint á hausinn aftur eftir að þjófshendur hafa skafið allt eigulegt innan úr þeim. Valdimar er einnig sóknarbarn síra Baldvins, prests og prófasts til Gemlufallaþinga, og meðhjálpari hans; einnig er Valdimar oddviti hreppsnefndar, formaður sóknarnefndar og útgerðarmaður upp á 700 þorskígildi. Við síðast Hrun lögðust bæði síra Baldvin og meðhjálpari hans í rúmið út af áhyggjum um afdrif Sjálfstæðisflokkins. Þegar þeir komust aftur á ról lögðust þeir á bæn í 40 daga og 40 nætur samfleytt og báðu fyrir Sjálfstæðisflokknum og það dugði þó það stæði tæpt.

Nú hafa málefni Bjarna Ben heldur en ekki farið í eina andstyggðar flækjubendu, því hann veit að með bréfi Valdimars á hann bannfæringu síra Baldvins vísa ef hann ekki gegnir því sem Valdimar meðhjálpari boðar. Segjum nú sem svo að Bjarni þverskallist við og selji vinum og vandamönnum Íslandsbanka og Swandeesý Sendiherrans og Katrínu litlu Gluggaskrauts með, þá vofir yfir honum reiði síra Baldvins, sem jafngildir ofsabræði Guðs Almáttugs, og Bjarni verur farinn að snapa gams með útgangsmönnum áður en hann veit af. Þá er, eins og menn vita, bannfærðum mönnum óheimill legstaður í vígðum reit og þar á ofan hafa þeir aunvann aðgang að náðarmeðulunum og inn í guðshús er þeim forboðið að ganga. Þetta verður Bjarni Ben að gera sér grein fyrir áður en hann hefst handa við að afhenda vinum og vandamönnum bankana; og jafnvel þó hann og Steingrímur vinur hans J. kalli slíka vinvædda afhendingu sölu þá trúir aunginn maður soleiðis kjaftæði. 


mbl.is Ríkið selji Íslandsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað með dætur íslenskra skepna?

mafia1_892301.jpgÆjijá, hann deyði víst í fangelsi þessi traustasti bestimand ítalska Sjálfstæðisflokksins; hann hafði gert eitthvað af sér kallaumingin, en féll frá fyrir ellisakir á ítalska Hrauninu. Á Íslandi þurfa svona máttarstólpar þjóðfélagsins ekki að dúsa bak við lás og slá þrátt fyrir að hafa framið skefjalausa glæpi árum saman; að vísu fóru örfáir rummungar í steininn eftir Hrunið, en það var allt voðalega vægt og stutt og aungin hætta að neinn yrði ellidauður Kvíabryggju.

Þegar fór að fjara dálítið út eftir Hrunið, sem íslensku mafíósarnir stóðu fyrir, stukku guðfeður og minni giljagaurar af stað og tóku til við glæpamennskuna þar sem frá var horfið og brátt verður allt klárt fyrir næsta Hrun, því nú er farið að tala upphátt um sölu bankanna, en soleiðis munnsöfnuður heitir á mannamáli, að gjöra bankana klára til að skafa þá að innan.

En hvernig er það annars, hefir aungin dóttir íslensks mafíósa opnað veitinastað í útlöndum fyrir grængolandi mafíufé, þjófstolið og glampandi? Það eru nefnilega fleiri skepnur til en Salvatore heitinn ,,Totó" Riina og sumar þeirra eru sannarlega íslenskar.


mbl.is Í mat hjá dóttur „Skepnunnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún reyndi að stoppa hann ef eftir að hann villtist af leið

preÞað var mikið að klerkurinn í Holti kom undan hempunni til bjargar klausturkörlunum sínum frá enn meiri vandræðum. Að vísu munu björgunaraðgerðinar ekki koma að neinu gagni öðru en því að sökkva klausturpaurunum enn dýpra niður í rotþrónna undir klaustrinu, en það verður víst að hafa það. Klerkurinn í Holti er að sögn ákaflega merkur kennimaður. Hann er fyrrverandi héraðprestur Sjálfstæðisflokksins og flutti messur á landsfundum þess flokks helgaðar Mammóni, drotni Sjálfstæðismanna. Svo flaut eitthvað út í fyrir karli, segja óljúgfróðir Sjálfstæðismenn, hann pissaði út og fór að haga sér einkennilega, fékk sokallaðað lukkuriddaraæði eða hreint og beint lukkuriddaraeitrun og fór að stofna sértrúarstjórnmálaflokka. 

Frú Ingveldur reyndi að stoppa klerkin í Holti af eftir að hann villtist af leið. Hún bauð karli sérstaklega í helgarsamkvæmi hjá sér, hvar fyrir var valið lið bestu manna úr Sjálfstæðisflokki og Framsókn. En séramaðurinn frækni var greinilega kominn með lukkuriddaraæði svo frú Ingveldur greip í hnakkadrambið á honum og kastaði honum inn í miðstöðvarkompunar til Bryjars Vondulyktar og Indriða Handreðs og þar fékk sá gamli aleilis kröftuga tilsög í guðsspjöllunum og endirinn varð sá að síra Dóri gat forðað sér, mjög illa til reika, frá þeim félögum, Vondulyktinni og Handreðnum, og lét sig hverfa út í myrkrið. Svo fór hann að messa hjá frú Sæland og Kalli Gauti og Láfi Ísleifs þjónuðu fyrir altari.

Og enn hefir síra Gunnsi fært sig upp á skaftið. Nú telur hann sig orðinn svo heilagan, að hann geti samþykkt hvaða drykkjuraus sem honum sýnist og eru þar ölæðisöfgar Kalla og Láfa á klaustrinu ekki undanskyldar. Þar með er ljóst að roskni kirkjuhöfininn tekur heilshugar undir með Kallaboy þegar hann kallaði veslings frý Sæland ,,kérlíngarklessu", hvað sem sá orðaleppur annars nákvæmlega þýðir. Og væntanlega tekur hann líka undir og staðfestir nærgætna orðræðu og samtal meðlima Sigmundarflokksins um ,,eyjar" og ,,tíkur" og fleira geðugt sem samkvæmi Sigmundar lét sér um munn fara á glaðri stund í klaustrinu.  


mbl.is Tekur undir gagnrýni Karls Gauta á Ingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samherjarnir brosa

x17Hún er sko ekki venjulega dásamlegt myndin af Samherjunum Möller, Stjána og Steingrími, sem tekin var af þeim í dag er þeir fögnuðu Vaðlaheiðarspillingunni og Vaðlaheiðarbruðlinu; þeir brosa svo undurfallega út í eitt að á myndinni sýnast munnvikin ná hérum bil saman. Og eflaust hafa þeir kyssts innilega eftir að myndin af þeim var tekin, því þessir efnilegu drengir eru sannkallaðir Samherjar á sama hátt að Pétur Þríhross var ingen íslandsmann þegar hann var drukkinn. 

Og samkvæmt fréttum tókst Samherjunum  að hafa fjölda fólks að fíflum við þessa undursamlegu spillingarveislu. Að sjá fullorðið fólk hoppa og dingla sér inni í Vaðlaheiðargöngunum og gala ,,geggjað geggjað" framan í sjónvarpsmyndavélar Samherjanna er dapurleg lífsreynsla og undirstrikar gamla og ljóta villu í hugbúnaði Íslendinga. Best væri að reka alla Samherjana, bæði þessa þrjá bögubósa á myndinni og hina spillingarklepranna eins og stóhross inn í þessi göng þeirra og loka þá þar inni með því að setja tappa í báða gangnamunnana. Þá gætu blessaðir mennirnir, já og konurnar því gnótt er af gjörspilltum auðvaldskellíngum á Íslandi, hagað sér að vild sinni innan gangnaveggjanna til eilífðarnóns og enginn væri til að hneykslast á framferði þeirra og þeir væru að fullu og öllu frjálsir undan afskiptasemi og kárínum almúgans.

Já, þeir Samherjarnir Stjáni, Steingrímur og Möller eru brosmildir og hýrir á brár, en undir sauðagæru mildinnar og hlýjunnar slær ískalt hjarta hins undirförula og gráðuga úlfs, sem situr um að éta allar Rauðhettur og ömmur sem á vegi þeirra verða og dreifa um ísmeygilegum lygum og ruglandi til að afvegaleiða lýðinn og láta hann vafra um eins og höfuðsóttargemlinga á eyðimörkum auðvaldsins. 


mbl.is „Bros á hverju andliti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ókennilegt dýr sást á sveimi í grend við ríkið

catSonalagað kom einusinni fyrir Brynjar Vondalykt þegar hann var á leið í ríkið; honum sýndist hann sjá fullorðið tígirisdýr út undan sér og tók til fótanna beint inn í útibú Áfengis og tóbaksverslunarinnar og gjörði stór innkaup í hasti. Hann vildi fá að staupa sig ini í versluninni, en afgreiðslufantarnir vóru fastir fyrir og harðbönnuðu Vondulyktinni allan glasaglaum þar inni. En þegar hann fór að tala um tígirisdýr og upp á stóð að ein þessháttar skepna væri fyrir utana búðina fót verslunarþjónunum ekki að vera um sel og einn þeirra laumaðist á bak við og hringdi á lögreglu og sjúkramenn og sagði þeim að einn viðskiptavinurinn fyrir framan borðið væri kominn með deleríum tremens, með öðrum orðum: orðinn geggjaður af áfengisnautn og farinn að sjá frumskógarkvikindi úti á götu hér uppi á Íslandi í há-skammdeginu. 

Eftir nokkra stund kómu bæði lögregluþjónar og sjúkraflutningamenn undir fullum ljósum að vínbúðinni og hugðust koma þar á góðri reglu. En það dróst að hin prúða sveit mann kæmi inn í áfengisverslunina, hvar Brynjar Vondalykt var fyrir og var að smá-staupa sig þegar afgreiðslufjandarnir sáu ekki til. En fyrir utan gluggan blikkuðu ljós lögreglu- og sjúkrabifreiðanna í sífellu. Loks hlupu verslunarstjórinn og hans næsta ráð út að glugganum til að skyggnast eftir lögreglunni en sáu ekki neitt. Þá stukku þeir út á stétt, en sá því miður ekki neitt. Hinsvegar heyrðu þeir vofeifleg hljóð, neyðaróp og grimmileg urr.

Og þegar þeir verslunarstjórninn gægðust fyrir húshornið blast við þeim sjón, sem þeir munu aldrei jafna sig af að hafa séð. Þeir sáu nefnilega með eigin augum eitt hroðalegt dýr af kattarkyni, ívið stærra en fullvaxinn frumskógartígur, sem var að graðga í sig lögregluþjóna og sjúkraflutningamenn en blóð og fatatætlur vóru út um allt. Þegar fleiri lögregluþjóna og sjúkramenn bar að skömmu síðar var skepnan horfin, vambsíð og malandi að sögn sjónarvotta, en fórnarlömbin að mestu uppétin. Þegar til átti að taka duldist aungvum, að þar hafði Jólakötturinn verið á ferð og mátti minnstu muna að hann jagaði Brynjar Vondalykt og æti hann rottimbraðann og eru menn samdóma um sá málsverður hefði riðið helvískum kattarskrattanum að fullu. En Vondalyktin slapp og Jólakötturinn líka, sona líka belgfullur af fílhraustum lögreglumönnum.


mbl.is „Ég hljóp bara inn í Vínbúðina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórsókn heimavarnarliðs frú Sæland

gitar_888308.jpgOooohoojj! ... og þar með brast á stórsókn heimavarnarliðs frú Sæland í líki hins þingmanns Fokks Fólsins. Og það er ekkert úldið slor sem sá þingmaður lætur vaða á eymingjann svorna hann Karl Gauta,- það fær ekki nokkur maður staðið af sér slíka stórskotahríð. Getur það verið að Karl Gauti sé að fullu og öllu genginn í klaustur og stundi þar messuvínið af kappi? Setjist svo við og skrifi rætnar vonskugreinar í blöðin að hætti langdrukkins mans? Að minnsta kostu gefur Gvöndur í heimavarnarliðinu það fyllilega í skyn. Ef svo er, þá held ég Karli anganum Gauta sé ekki ofgott og lifa á messuvíni í klaustrinu fyrst hann komst ekki inn í ríkispéníngaklefa frú Sæland.

Þess má og geta, fyrst farið er fjalla um stjórnmál, að nú stendur sem hæst helgarsamkvæmi að heimíli frú Ingveldar og Kolbeins unir heitinu ,,Það eru alltaf jólin", sem skírskotar til ásóknar yfirstéttarinnar að fá að velta sé alltaf og ævinlega upp úr vellystingum eins og sönnum arðræningjum ber. Um leið og hið andstyggilega klausturfár brast á tók frú Ingveldur þá Karl Gauta og Láfa Ísleifs upp á sinn eigin eyk, þó af þeim óþrifnaðinn, færði þá í falleg föt af Kolbeini, hellti rakspíritusi og fleiri velþefjandi efnum yfir þá. Þegar þeir vóru svona líka klæddir og komnir á ról og hárið á þeim glampaði eins og Rínarsól stakk frú Ingveldur upp í þá sígarvindli og setti fyrir þá sterka konnjakksblöndu í sykruðu kaffi í stórum föntum. Innan skamms var brostin á notaleg klausturstemmning að heimíli frú Ingveldar og Kolbeins.

Snemma í morgun, klukkan 0745, var hinn kunni tónsnillingur, Jón Glámur Gítarleikari, sestur fyrirvaralaust, óboðin og öllum að óvörum upp að heimili frú Ingveldar og Kolbeins. Um það leyti voru allir, svo sem gera mátti ráð fyrir, í fastasvefni á hinum rómaða kærleiksheimili. Er ekki að orðlengja, að Jón Glámur mundaði þegar í stað rafgígju sína og leiddi gítarmagnara sinn í rafsamband. Hann hóf leik sinn með einum vel útfærðum hljómi, sem var svo hávær og ígegnumtrekkjandi að flest hið sofandi fólk á staðnum hökk upp felmsfullt og hélt að styrjöld væri brostin á, því hljómur Jóns Gláms Gítarleikara var nákvæmlega eins og skjótandi og sprengjandi skriðdreki væri að æða yfir húsið. Að vísu kom húsráðandinn frú Ingveldur hlaupandi fram, væntanlega upp úr rúminu, í sínu nærbuxnalausasta veldi og varpaði gítarhetjunni og instrúmentum hans með bölvi og formælingum út á stétt og sagði honum að skilnaði að sona drulludeli eins og hann væri best kominn í Helvíti innan um púkafansinn þar. Máske segi ég nánar frá uslanum sem hinn undurskammi en öflugi hljómleikur Jóns Gláms Gítarleikari olli í húsakynnum frú Ingveldar og Kolbeins, því sumir gesta þeirra hjóna vöknuðu í skelfingu en aðrir vöknuðu eiginlega ekki. 


mbl.is Karl Gauti enn á Klaustri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vóru í annarlegu ástandi og höfðu uppi strigakjaft og flím

x15Það á ekki af kerlingarkjökrinu henni frú Sæland að ganga; fyrst voru tveir, það er að segja helmingur þingflokks hennar, gripnir draugfullir í með alræmdum röftum í gjörspilltum gleðskap í einhverju klaustri. Ekki var nóg með að þessir kauðar væru í annarlegu ástandi heldu höfðu þeir uppi strigakjaft og flím um frú Sæland, svo svívirðilega að hún gat ekki setið undir slíkum óþverra og rak umrædda kóna af höndum sér. Og nú bætir annar burtrekni óbótamaðurinn gráu ofan á svart og ræðst að frú Sælandi í Mogganum með slúðri, dylgjum og dónaskap og klikkir út með að fullyrða, að stjórnmálastarf frú Sæland felist aðallega í því að moka ríkisfé úr fjárhirslum Flokks Fólksins (Fokks Fólsins) í ættingja sína. 

Illmælgi og vonska raftsins, sem frú Sæland rak úr flokki sínum, virðist af einhverjum hluta eiga rót sína að rekja til þess að hann og hinn burtrekni rafturinn komust ekki í pénínganámu flokksins fyrir veslings kerlingarkjökrinu, sem sat ein á gullinu og bægði öllum illfyglum og péníngasjúklingum frá með harðri hendi. Enda vissi hún sem var, að ekki væri langt að bíða sjóðþurrðar ef fleiri en hún kæmust með skítugar klærnar í auð flokksins. Þegar við bættist vitneskjan um að húskarlar hennar væru farnir að stunda áfengisneyslu með stórvarasömum lýð í einhverju klaustri, sem aunginn veit hvort rekið er af munka- eða nunnureglu var ekki um annað að ræða hjá frú Sæland en taka upp sín þyngri vopn og skjóta á eftir þokkapiltunum svo þeir væru úr sögunni kringum ríkispéníngana í námunni.

Nú, það hefir legið fyrir frá upphafi, að Fokk Fólsins var stofnað fyrir fátækt fólk. Því verður heldur ekki móti mælt, að frú Sæland er bráðfátæk kona, öryrki. Í framhaldi að þessum staðreyndum, má ætla að fautarnir, sem héldu uppi gleðskap í klaustrinu með ósnotru orðbragði og háðsglósum um frú Sæland, séu með ákaflega fátækir, örsnauðir öreigar, og hafi af þeim sökum gengið til liðs við baráttusveit frú Sælands og séra prestsins í Holti, sem ku vera afspyrnu félaus maður og löngum verið talinn mun fátækari en hinn heilagi Frans af Assisi, sem auk örbyrgðar talaði við fugla um guðfræðileg efni. En það er af klaustrinu að segja, þar sem húskarlarnir höfðu uppi ruddaskap, að það var helgað heilögum Mammóni þegar í upphafi og þar hafa múnkanunnur reglunnar búverkað frá upphafi til dagsins í dag. 


mbl.is Karl Gauti sár og hefndargjarn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband