Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
3.2.2021 | 16:07
Þenur brjóst og sperrir stél svo heimurinn sjái hvað hann er góður
Það er naumast hvað Proppi litli undanrennusteggur vill að fólk haldi að hann sé góður. Hann ætlar skohh ekki að segja ljótt um nokkurn mann og koma þannig í veg fyrir að misyndismenn sleppi ekki fram af sér beislinu og grípi til illra verka. Fyrir síðustu kosningar var Proppi litli spurður að því á förnum vegi af róttækum kjósanda hvort hann og VG ætluðu í ríkisstjórn með Sjálfsstæðisflokknum. Við þetta tækifæri sperrti Proppi venju fremur út fuglsbringuna á sér og hallaði meir en í meðalári undir flatt og sór hátíðlega að aldrei mundi hann eða VG fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Það vita víst allir hvernig efndirnar voru á loforði Proppa, það var ekki hundaskítsvirði þegar til kom. Það er ekki nema von að VG-Proppi stilli sér í dag upp á háum hól eins og hlandkanna, þenji brjóst og sperri stél og vilji að allur heimur sjá hvað hann er undurgóður.
Og Proppi og Flokkseigendafélag VG gerðu meira en að leggjast í ósæmilegan hórdóm með Sjálfstæðisflokknum heldur var gamla Framsóknarmaddaman, vergjörn og vitlaus, dregin upp í bælið líka. Ef þessar skringilegu aðfarir Proppa góða og VG, ásamt svikum þeirra að loknum kosningum, eru ekki ígildi þess að segja fólki að ,,fokka sér", þá vitum vér ekki hvað þetta andskotans ,,fokkasér" þýðir. Já, Proppi litli og eigendur hans í Flokkseigendafélagi VG eru lítilsigldir garmar, ómerkilegir, svikulir og skaðlegir andlegri heilsu þjóðarinnar.
Eru það góðir menn sem lofa örfáum dögum fyrir kosningar að fara ekki í stjórn með Íhaldinu og eru skömmu síðar komnir í stjórn með sama Íhaldi? Er það gott fólk sem stelur heilum stjórnmálaflokki og gerir hann að viðsjárverðu endemi? Er það gott fólk sem lýgur sig inn á kjósendur 2009 og flæmir síðan upp undir helming þingflokks VG á brott á afar grófan og óheiðarlegan hátt? Er Stenngrimur Johoð og Flokkseigendaklíkan sem rændi VG með húð og hári virkilega gott fólk? Getur það verið?
![]() |
Segir fólki ekki að fokka sér í opinberri umræðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2021 | 13:26
Fráskilin hnáta sextug hverfur á vit drauma
Ajæja, og er orðin sextug hnátan og búin að missa stélfjaðrirnar. Svo verður hún áttræð, kerlingarskottið, og varla vænkast hagur hennar við það. Ja, jú, hún fór í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem gluggaskraut og glimmernúmer, en það var fljótur að fara glansinn af því. Þegar til kom leist Sjálfstæðismönnunum ekki á blikuna og stömpuðu frú Hirst við fyrstu hentugleika og færðu hana í brotajárnsgeymslu Flokksins. Þar með var þingmannsferill telpunnar úti og það var eins og aldrei hefði nokkur skapaður hlutur átt sér stað.
Nú er sextug hnátan skilin og farin að láta sig dreyma. Hún sem sé liggur daginn langan, kveldið og alla nóttina í bælinu og hrýtur og dreymir. Og hvað dreymir hana svo? Það er ekki gott að segja. Við skulum bara vona að hana dreymi ekki hrökkála og hún stödd á Tjarnabakkanum. Þórbergi sáluga frá Hala í Suðursveit dreymdi þessháttar draum og hann var lengi á eftir að ná sér af þeim ósóma.
Í íslenskri kvikmynd frá síðustu öld kemur fyrir atriði þar sem önnur aðalsögupersónan hefir ráðið sig á vertíðarbát til að dreyma ákjósanlegar fiskislóðir fyrir skipstjórann. Sá piltur lá allan sólarhringinn í koju kapteinsins og svaf og dreymdi með aðstoð draumstauta og kunngjörði síðan skipstjóra sínum draumana þá sjaldan hann vaknaði. J. Birkiland, einn af höfuðsnillingum Íslands, brúkaði það sem hann kallaði ,,svefneitur" til sofa linnulaust er hann bjó að ræningjahjónunum og dætrum þeirra, en um það má lesa í æviminningum hr. Birkilands. Í dag er það svo mikil spurning hvurnig sextug hnáta, fráskilin, fer að því að sofa og sofa og dreyma mikla og ábatasama drauma.
![]() |
Elín er orðin sextug og lætur draumana rætast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2021 | 21:34
Hún var kokkur í sinni sveit og aungvum bauð hún upp til sín, osfrv.
Það verður náttúrlega að hafa það að Síminn hafi fengið eitt rigtig gott vírusknall í tölvurnar hjá sér. Við því er ekkert að gera. Hitt er svo aftur annað mál, að déskotans strigapúngurinn Brynjar Vondalykt hefir ekki gjört það endasleppt upp á síðkastið. Á sjálft laugardagskveldið síðasta sást til hans með buxurnar niðum sig á Óðinstorgi. Vondalyktin var í óvenju góðu skapi þetta kveld og söng hástöfum: ,,Aungvum bauð hún upp til sín, þambaði mikið brennivín, ældi og bölvaði eins og svín, en hvað er að fást um það."
Svo upphóf Brynja Vondalykt söng að nýju, eftir að hafa hvílt sig dálítið: ,,Hún var kokkur í sinni sveit, sóðalegri en nokkur geit, í matinn bæði meig og skeit, en hvað er að fást um það." Þarna fór Brynjar klaufalega út af laginu og orgaði: ,,Þú komst í hlaðið sem hvítur hestur og þér á eftir hljóp pokaprestur", og þar næst var komið að stefinu um ,,Ráðskonuna á Holtavörðuheiðinni", sem því miður er óprenthæft. Þá settist Brynjar Vondalykt niður hjá hjá tveimur unglingsstúlkum þar á Óðinstorgi og sagði þeim söguna af Olsen, Jensen og geitinni, en það er dönsk saga og Brynjar mælti hana af munni fram á dönsku.Síðar um kveldið slóst Brynjar við mannhund nokkurn, sem hafði haft uppi óþverramunnsöfnuð um Brynjar. Þegar upp úr dúrnum kom, að mannhundurinn væri krataeðlissjúklingur að atvinnu, reiddist Brynjar Vondalykt og rétti honum einn vænan á trýnið svo mannhundurinn skoppaði innum glugga við gangstéttina. Þarna var sem sé niðurgrafin íbúð með glugg upp undir lofti, sem rétt nam fyrir ofan gangstéttina að utan. Af þessum náunga hefir ekkert spurst síðan og ætla menn hann dauðan. Og þó ... Í nefndri íbúð búa ókristileg hjón, vergjörn og vífin, og er ekki heiglum hent að lenda í klónum á því fólki, ef fólk skyldi kalla. Fyrir fáeinum árum lenti Kolbeinn Kolbeinsson hjá þessum hjónum og kom eftir þann fund skríðandi heim til sín, flettur klæðum og buxnalaus með öllu. Að þessu góða heimili hvílir nú fórnarlamb Brynjars Vondulyktar. mannhundurinn, í góðu yfirlæti og hvílir sínu lúnu bein.
![]() |
Raunveruleikinn eins og hann er í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.2.2021 kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2021 | 20:06
,,Að hann gisti, eigi vist, oní frystikistu"
Þá er ekki um annað að ræða banna meðvitundariðnað Disneys í Íslenskum fjölmiðlum. Bættur sé skaðinn. Ekki þarf að fjölyrða, að skothelt bann í íslenskum lögum á þorparann Disney væri mikið þarfaverk og góðverk við Íslendinga, unga sem aldna. Ef litla bleika griðkonan gömlu Framsóknarmaddömunnar kæmi Disneybanni til leiðar mætti fyrirgefa henni eitt og annað, því slíkt Disneybann er mörgum sinnum meira áríðandi en vildarvinavæðing banka eða þjóðgarðsskrípi á öræfum.
Nú hefir frá öndverðu verið iðja Disneys að afvegaleiða æsku heimsins með teiknuðum skrípakvikindum, sem gjörð hafa verið að peningasuguófreskjum fyrir eiganda sinn og bandarískan auðvaldsfíflskap. Sjálfur varð Disney karlinn úr heimi hallur fyrir drjúgri hálfri öld og hefir skrápurinn af honum verið geymdur í frysti. Það var víst krabbi sem varð þrjótnum að aldurtila og samkvæmt hans boði, sem hann reit fyrir andlát sitt, á að þýða hann upp þegar lækning hefir fundist við krabbameinum. ,,Að hann gisti, eigi vist, oní frystikistu" orkti Þ. Eldjárn um örlög Disneys. Enn fremur segir í Disneyrímum Þórarins um vandamál varðandi endurlífgun: ,,einkum þó að eflist nóg affrystingartækni", og á skáldið þar við að ekki sé sopið kálið þókt endanlegt lyf við krabba verði fundið upp því hætta sé á að Walt Disney fordjarfist í uppþýðingu eins og hvurt annað graðhestaskyr.
En nú er sem sé upp runnið tækifæri fyrir griðku Maddömunnar, Lilju Dögg, að láta að sér kveða svo um muni og gjöra þá félaga Andrés Önd og Mikjál Mús brottræka af Íslandi og úr íslenskri lögsögu. Þeir piltar, Andrés og Mikjáll, ásamt persónum úr ævintýrum Grimmsbræðra sem Disney klæddi af alkunnu smekkleysi viðeigandi og seljanlega göturæsabúninga, útþynnta og falsaða og umfram allt náttúrlausa. Í stað Disneysjónhverfinga þurfa íslenskir fjölmiðlar ekki neitt, en á eftir mun þjóðinni líða eins og þeirri fjölskyldu sem bjó við húsdraug sem kveðinn hefir verið niður fyrir fullt og fast.
![]() |
Lilja segir ákvörðun Disney óboðlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2021 | 17:11
Forustuskríllinn fremur hrossakaup um bankasölur og þjóðgarð
Blessaður karlinn hann Bjarniben. Hann ætlar að selja hlut sem er í eigu almennings, sem ætla má að sami almenningur vilji ekki selja. Þess utan viðist Bjarniben svo skyni skroppinn, að sjá ekki hve óviðeigandi það er gagnvart Íslendingum að hann sé að grufla í að selja hluti í sameiginlegri eigu landsmanna. Það eru ekki nema örfá ár síðan samtökin, sem Bjarni þess ben veitir forstöðu, seldu eignir fólksins, þar á meðal tvö banka, með afleiðingum sem seint gleymast. Hverskonar háttaleg er þetta eiginlega? Er þetta lið sem að stendur gjörsamlega siðlaust eða hreinlega siðblint?
Svo er að sjá sem fyrirhuguð vinavæðing, sem samtökin hans Bjarnaben kalla bankasölu eða einkavæðingu eftir atvikum, sé liður í ógeðfelldum hrossakaupum milli þingflokks Sjálfstæðisflokksins og Flokkseigendafélags VG: Bjarniben og hans vinir og kunningjar fái að braska með bankana sem eru í eigu almennings, en vesalingarnir í VG fái staðinn lög um ,,þjóðgarð" á hálendinu! Það er vandséð hver er mestur ræfillinn í þessum ólánsverkum.
Ef allt væri með felldu og eigendur Sjálfstæðisflokksins og VG siðað fólk ætti ríkisstjórnin að láta fara fram bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur um einkavæðingu bankanna og hvort gera skuli miðhálendið að þjóðgarði. En því miður hefur forustuskríll ríkisstjórnarflokkanna hvorki vit né kjark og enn síður siðferði til að leita samþykkis eða synjunar á stórum málum sem þeim er hér um ræðir. Eflaust telja Bjarniben, Stenngrimur Johoð og Framsóknarmaddaman áform þeirra, sem hér eru talin, vera lögleg. En þó þau séu lögleg þá eru þau siðlaus og ekki aðeins siðlaus heldur anga þau af skítugri glæpamennsku, sem allt heiðarleg fólk hefir megna skömm á.
![]() |
Hámarksverð fyrir Íslandsbanka ekki aðaláhersla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.1.2021 | 15:27
Þegar rosknar, ölvaðar konur koma og velta öllu við, brjóta og bramla
Já, var hún svona drukkin kérlíngaranginn? Það getur gerst á bestu bæjum. Hinsvegar er ekkert gamanmál að fá roskna konu í annarlegu spíritusástandi inn á heimilið, þá kann eitthvað undan að láta. Nú ruddist hún inn til Helga og velti um innanstokksmunum. Það hefir sennilega allt verið brotið og bramlað á heimili Helga eftir þá heimsókn. Eitt sinn birtist draugfull kvenpersóna, komin við aldur, inni á heimili frú Ingveldar og Kolbeins. Það var nú meiri kerlíngin. Hún braut líka allt og bramlaði, meðal annars nefið á Óla Apaketti og hótaði á kveikja í rassinum á honum ef hann héldi ekki kjafti.
Þessa konu leiddi frú Ingveldur úr húsi, skilningsrík eins og ævinlega, og stakk henni ofan í nærliggjandi snjóskafl, því það var hávetur og roskna konan þurfti kælingar með. Í annað sinn kom önnur svona kona í heimsókn til Máríu Borgargagns og lét fremur ófriðlega. Kom fram í máli kérlíngar, sem angaði af áfengisþef, að hún hefði vissu fyrir því að karlinn hennar, frægur göltur af endemum, hefði gist að Máríu Borgargagns og hvílt í rúmi hennar allsnakinn. Þetta kom Borgargagninu spánskt fyrir sjónir, því hana raka ekki minni til að gölturinn, karl kerlingarinnar, hefði verið að snuðra hjónarúmi hennar og Indriða Handreðs. Seint og síðar meir kom upp úr dúrnum, að karlgölturinn hefði lagst með sjálfum Handreðinum sem væri hann kona.
En þar eð Máría Borgargagn er lítt gefin fyrir ofbeldisverk þá tók hún ljúflega í erindi hinnar rosknu frúar þrátt fyrir auðsjáanlegt og fyrirliggjandi ölvunarástand hennar og bauð henni að éta jólaköku með sér við eldhúsborðið. Máría skenkti konunni óblandað Whiskey til að skola jólakökunni niður og kættist sú gamla þá um allan helming. Stuttu síðar kom Indriði Handreður heim og seldi þá Borgargagnið honum kerlingarstráið í höndur, en þá var sú gamla orðin þreifandi full, og fór Hadreðurinn með hana beint í hjónarúm sitt.
Æjijá, þetta er hálf ósiðlegt fólk hún Máría Borgargagn og Handreðsfjandinn. Þau eiga sko eftir að finna sjálf sig fyrir að lokum. Já.
![]() |
Helena setti allt á hliðina hjá Helga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.1.2021 | 14:26
Gjörast nú fórnarlambamiðin þéttsetin
Nú skal róið á fórnarlambamiðin og staðið þar meðan stætt er. Það er svo sem ekki nýtt að hlaupatíkur krataeðlisins bregði sér í fórnarlambsgervið og jarmi fram grátstöfum sínum. Í dag larfast Dagur Eggertsson fram á sviðið og lýsir með grátanda tári hvað hann brenni fyrir Reykjavík og málefnum hennar. Naumast nokkur maður í Reykjavík kannast þó við meintan bruna, sem Dagurinn skælir yfir, því þeim bruna fylgir að minnsta kosti hvorki hiti né reykur, sem eru þó ófrávíkjanleg einkenni elds og bruna.
Á hitt ber að líta, að Dagur og lítilmótlega krataeðlishjörðin hans hafa lagt þunga áherslu á ósmekklegheit, skemmdarverk í Kvosinni og gamla miðbænum, dekur við braskaralýð og hatur á Reykjavíkurflugvelli. Þetta er allnokkur stefnuskrá hjá ekki háfleygari fuglum og dapurlegt að þeir skuli hafa fengið einhverskonar umboð frá kjósendum í Reykjavík til að stunda iðju sína svo til stórhörmunga horfi.
Svo kemur allt í einu upp úr dúrnum að einhver vanheil manneskja hefir verið að dunda sig við að skjóta á glugga í húsum stjórnmálaflokkar þegar enginn er við og nú síðast finnast byssukúlur í bílhurð borgarstjórans Dags og þá er að sjálfsögðu bara sett umsvifalaust í fórnarlambsgírinn og allt gefið í botn. Og skýringin á skothríðinni virðist augljós af hálfu krataeðlisgáfnaljósanna: Það er helvítið hún Vigdís Hauks sem stendur fyrir lygaáróðrinum og hatrinu og á Degi og stjórnmálaflokkunum sem hefir æst geðsjúkling svo upp að hann hefir tekið til við að hlaupa um með byssu að næturþeli og skjóta á flokkakontóra og bifreið borgarstjóra. Og í þokkabót hefir illfyglið Vigdís fegið kaupsýslumanninn Bolla með sér í lið til herja á aumingja Daginn, krataeðlissöfnuðinn og flugvallarhatarana. Þriflegt er atarna og mikil vonskan í veröldinni. Við sem heima sitjum í vanmætti og ráðaleysi getum ekkert gert annað en að vona að ekki bresti á skotbardagi í sölum Ráðhúss Reykjavíkur millum Dags Bé og hennar Vigdísar, sem augljóslega er í hlutverki vondu stjúpunnar í ævintýrinu um Dag og krataeðlið í Reykjavík. Soleiðis bardagi með pístólum gæti endað með ósköpum.
![]() |
Erfiðar tilfinningar, óöryggi og álag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2021 | 21:35
Fantagrínisti í ráðuneyti spaugar með bankasölu Sjálfstæðisflokksins
Ekki vissum við að Áslaug Arna væri slíkur fantagrínisti, sem hún hefir nú sannað með fádæma broslegum pistli sínum um ,,bankasölur". Í hinu mikla bankasöluávarpi dómsmálaráðherra gerir hún stólpagrín að almenningi, segir hann vera hræddan við bankagjörninga af tegundinni ,,Sjálfstæðisflokkurinn selur sér og sínum banka sem hann á ekki", sem í raun og veru er einungis saklaus samkvæmisleikur fyrir Heimdellinga og aðrar sjálfstæðishetjur. Með þessu spaugi á dómsmálaráðherra við, að almenningurinn sé huglaus, ímyndunarveikur og í alla staði nautheimskur og vitlaus og sé víst jafngott á hann bankaskrattarnir veði vildarvinavæddir.
Já já. Það er ekki langt síðan Sjálfstæðisflokkurinn seldi sér og sínum banka og fleira góss sem fólkið í landinu átti saman. Allir, nema auðvitað Sjálfstæðisflokks steingervingarnir, vita hvernig það fór: Allt hrapaði á hausinn og fór til andskotans, bankar, ríkissjóður og allrahanda fyrirtæki, Sjálfstæðisflokkurinn hraktist á vergang um skeið og hr. Haaardý flokksformaður var teymdur eins og nautpéningur fyrir Landsdóm, og ku hafa munað sáralitlu að kallgreyið fengi inni á Litla-Hrauni í afplánun. En þá neyðin var stærst og mótmælaskríll var við að taka völdin, kom krataeðlisflokkurinn Samfylking til skjalanna og fékk vitringinn Stenngrim Johoð og Flokkseigendafélag VG til að endurreisa Gamla-Ísland upp í sveittar lúkurnar á auðvaldinu. Þannig fór um sjóferð þá. Þess ber að geta að Samfylkingin er raunverulegur Hrunflokkur og hjáleiga út frá Valhöllu Sjálfstæðisflokksins.
Í dag á Íslenska þjóðin Íslandsbanka og Landsbanka saman og hefir ekki nokkurn áhuga á láta Sjálfstæðisflokkinn selja þá eins og hann eigi þá. Það hefir svo sem aldrei þókt góð latína, að taka eigur annarra traustataki og selja þær vinum sínum fyrir slikk. Á lagamáli hyggjum vér að þessháttar framgangsmáti heiti á lagamáli þjófnaður eða eitthvað þessháttar. En, ... fyrst Stenngrimur Johoð reisti Gamla-Ísland upp úr hlandforinni og upp í gráðugan kjaftinn á auðvaldinu munar honum ekkert um að gjörast þjófsnautur meðan Sjálfstæðisflokkurinn stelur og selur banka fólksins í annað sinn á tæpum tuttugu árum. Ef hvítvínsdrekkurinn og humarætan í dómsmálaráðuneytinu heldur að umræddar ,,bankasölur" séu bráfyndið spaug og gamanmál handa rasssíðum stuttbuxnakrökkum í Heimdalli, þá skjöplast ráðherra hrapalega og því mun hún eflaust fá að kynnast áður en yfir lýkur. Því handan við hornið byltingin bíður ...
![]() |
Þetta er ástæðulaus ótti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jú, einn sona, sem sturlast hafði af hatursorðræðunni, tók upp á að gjöra aðsúg að heimili frú Ingveldar og Kolbeins Kolbeinsson skrifstofustjóri og framsóknarmaður. Fyrst skaut óþokkinn af haglabyssu á svefnherbergisglugg þeirra hjóna. Sem betur fer sakað aungvann að ráði í því voðalega hryðjuverki, en Kolbeinn skrifstofustjóri varð mjög hræddur, því eitthvað af höglunum hrundu ofan á bakhluta hans og hann skreið í ofboði undir rúm og þaðan inn í fataskáp. Í fataskápnum leið hvað eftir annað yfir hann og hann missti saur og þvag og það varð óhugnanlegt umhorfs í fataskápnum.
Frú Ingveldur var ekki í svefnherberginu þegar hryðjuverkamaðurinn hleypti af, en hún hafði verið að sinna gestum sínum. Aftur á móti var Brynjar Vondalykt í hjónarúminu með Kolbeini og varð honum, sem vonlegt var, ákaflega hverft við þegar skotið reið af og höglin og glerbrotin dreifðust eins og haglél um herbergið. Hann hljóp fáklæddur fram á gang, örvita af skelfingu, og beint í flasið á frú Ingveldi, sem gekk þegar í stað í skrokk á Brynjari og má með sanni segja að þar hafi Vondalyktin stokkið úr einum lífsháskanum og í annan verri.
Um það bil mánuði eftir árásina á heimili frú Ingveldar og Kolbeins lét glæpamaðurinn aftur til skarar skríða. Hann faldi sig í miðjum skrautrunna á lóð þeirra hjóna og hóf vægðarlausa skothríð á heimilið. Í þetta skipti var það ekki haglabyssan ein sem tók til máls, heldur hafði ómennið tekið hreindýrariffilinn með og skotin vóru til þurrðar gengin fylgdi hann eftir með grjótkasti. Nú það var ekkert með það, að allar rúður á bakhlið hússins voru mölbrotnar eftir ódæðisverkið, sumir innandyra ögn særðir, en flestir gestanna er fótavist höfðu, lagðir á hamslausan flótta, meira og minna klæðlitlir. Indriði Handreður, Máría Borgargagn og Kolbeinn hlupu til og tróðu sér öll inn í miðstöðvarkompuna og læstu að sér. Hinsvegar sté frú Ingveldur úr húsi, aðaldyramegin, með lurk í hendi. Hún tók góðan sveig fyrir húsið og kom aftan að hryðjuverkamanninum og barði hann umsvifalaust því sem næst í hel og skildi hann eftir meðvitundarlausan í runnanum. Síðar um daginn bauð hún lögreglu að koma og hirða hræið, sem enn lá hreyfingarlaust. Þegar lögreglan svo sókti gripinn var hann að vísu ekki alveg dauður, en rotta hafði komist í hann etið nokkuð af örðu eyra hans og kinn. Þar með var þessu máli lokið með fullnaðarsigri frú Ingveldar.
![]() |
Einn í haldi grunaður um aðild að skotárásum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2021 | 20:58
Aflúsun stendur yfir í sosialistaflokknum og brátt verður Gunnari Smára sturtað niður
Þá er ekki annað en að ræsa lukkuriddarana út og plamma þeim niður á framboðslista Sosialistaflokks Íslands. Það skiptir nákvæmlega aungvu máli þókt riddararnir séu alls ekki sosialistar, eða hafi nokkru sinni heyrt á sosialismus minnst. Lukkuriddararnir standa ætíð fyrir sínu, jafnvel þrátt fyrir að gleymst hafi að skipta á þeim um bleyju í meir en þrjár vikur.
Því miður er samt staðan á þá leið að Sosialistaflokkur Gunnars Smára er ekki sosialistaflokkur, heldur er þetta sýnishorn útibú frá efrimillistéttarfémínístum og er það ekki síður skítugt er hin útbúin sömu tegundar í Samfylkingunni og VG. Allt er þetta svo slappt og steingelt, að ekki einusinni Miðflokknum stafar hætta af þessu fígúruverki efrimillistéttarfémínístana. Nú er líka farið að hylla undir að sosial-efrimillistéttarfémínistarnir teygi sig í rassinn á sjálfum Gunnsa Smára og fleygi honum öfugum úr úr nýju sosialistahöllinni við Bolholt í Reykjavík, en þar stendur sosialistahöllin eins og hænsnakofi við hliðina á Völlhöllu Sjálfstæðisflokksins.Efrimillistéttarfémínístunum hefir áður tekist að gjöra út af við Samfylkinguna og VG og gjöra þá flokka að ómerkingum. Nú hafa þeir einnig tekið sosialistaflokkinn hans Gunnsa og snúið honum á hvolf og gjört hann að samskonar ómerkingi, meira að segja áður en búið var að stofna hann nema svona til hálfs og illa það. Og hinir grimmu og ruddafengnu fémínístar í greninu Gunnsa Smára líða aungvum neitt kjaftæði og saka alla sem ekki falla í kramið hjá þeim um ,,kvenfyrirlitningu", ,,kvenhatur" og ,,óþverralega kvensemi". Með þeim framgangsmáta, sem hér hefir verið lýst, munu hinir böldnu efrimillistéttarfémínístar aflúsa sosialistaflokk Gunnars Smára af öllu karlkyns; það er ekki einusinni víst að kalladjöflarnir fái sleppa við eilífa útskúfun hins fémíníska réttlæti þótt þeir lofi upp á æru og trú að gjörast trans eða pan, kynsegin eða bara kynvillingar. Hið fémíníska borgaralega réttlæti og rétttrúnaður hundrað og eins Reykjavík virkar sem sé vel í Sósíalistaflokki Íslands og þar er nú þegar allt skúrað í hólf og gólf og dauðhreinsað. Einungis er eftir að aflúsa fáeinar hræður að fullu og ræsa hundahreinsunargengið út til að drepa niður alla karlkynsnáttúru í hinum óskeikula sosialfémínístaflokki Íslands, sem eitt sinn heyrði Gunnari Smára til.
![]() |
Sósíalistar næðu á þing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.1.2021 kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Í steininn með íhöld og viðreisnarvembla
- Brennuvargur í Hafnarfirði - og sögur af andstyggilegum brenn...
- Afglöp séra Atgeirs og klámhögg utangarðs Sælendinga
- Kvikuprinsessan þjónustar auðvaldið af stílíséruðu krataeðli
- Í því ungdæmi vildi æskulýðurinn samræði frekar en samráð
- Jegeravdelingen i Norges Blindeforbund með lásboga í Haukadalsá
- Brátt verður hin fræga, en skilvirka, rassskellingavél Jón Læ...
- Konunglegur pervertus og sexúalkrimínali gjörir sig gildandi ...
- Náfrændum Kolbeins og Vondulyktarinnar sparkað út í Stafangri
- Fáránlegur ferill hennar hefir tekið á sig draugslega mynd óh...
Bloggvinir
-
Níels A. Ársælsson.
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Sveinn Elías Hansson
-
Guðbergur Egill Eyjólfsson
-
Þórbergur Torfason
-
Guðfríður Lilja
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Grétar Mar Jónsson
-
Ásdís Helga Jóhannesdóttir
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Þorvaldur Þorvaldsson
-
Rauður vettvangur
-
Björgvin R. Leifsson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Einar Ólafsson
-
Baldur Hermannsson
-
Dætur og synir Íslands.
-
hilmar jónsson
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Þórdís Bára Hannesdóttir
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Óskar Helgi Helgason
-
Heiða Þórðar
-
Helgi Guðmundsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Baldur Fjölnisson
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Ísleifur Egill Hjaltason
-
Reynir Andri
-
Rúnar Karvel Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Auðun Gíslason
-
Jón Snæbjörnsson
-
Rannveig H
-
Magnús Jónsson
-
Steingrímur Helgason
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Ársæll Níelsson
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Fríða Eyland
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Ólafur Þórðarson
-
Eygló Sara
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Þorsteinn Briem
-
Ester Júlía
-
Svava frá Strandbergi
-
Björn Grétar Sveinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Sigurbjörn Friðriksson
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Páll Ingi Kvaran
-
Jakob Jörunds Jónsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Þorkell Sigurjónsson
-
Jóhann Elíasson
-
Óskar Arnórsson
-
Bergur Thorberg
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Eyjólfur Jónsson
-
gudni.is
-
Sigurður Sigurðsson
-
Alma Lísa Jóhannsdóttir
-
Alfreð Símonarson
-
Guðni Ólason
-
ThoR-E
-
Arnar Guðmundsson
-
Þór Jóhannesson
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Himmalingur
-
Guðjón Baldursson
-
halkatla
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Einar Sigurjón Oddsson
-
Haukur Nikulásson
-
Félag Ungra Frjálslyndra
-
Heiða
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
-
Steingrímur Ólafsson
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Landrover
-
Valla
-
Vilmundur Aðalsteinn Árnason
-
Vefritid
-
Sigríður B Sigurðardóttir
-
Ónefnd
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Þórarinn Eldjárn
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Hlédís
-
Einar B Bragason
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Árni Karl Ellertsson
-
Hamarinn
-
Hamarinn
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Jack Daniel's
-
Jón Bjarnason
-
Kristján Jón Sveinbjörnsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Linda
-
Rauða Ljónið
-
Sigurður Haraldsson
-
Sóldís Fjóla Karlsdóttir
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.9.): 4
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 422
- Frá upphafi: 1553851
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 343
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007