Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012
23.1.2012 | 20:33
Komiði hérna uppí til karlsins
Það verður vissulega geðugt að sjá Gwöðrýði Arnars og Ólaf Góða klifra uppí bælið hjá Gunnari I. Birgissyni fyrrum borgarstjóra og skríða undir sæng hjá karlinum.
Og eflaust mun Gunnsi karlinn taka vel að móti Gwöðrýði og þeim Góða og leggja þau að hjarta sér, eða jafnvel að einhverjum enn heitari stað. Svo verður spýtt í lófana!
Kópavogsbúar eru sannarlega öfundsverðir að eiga slíka stjórnmálaskörunga og raun ber vitni, en þar fara fremst í sörungaflokki þau Gunnar I., Gwöðrýður og Ólafur Góði, hvert öðru fallegra og klárara. Eða eins og hagmælta húsmóðirin sagði:
Liggja kát í einni kös
karlinn minn og hjónin.
Blása munu brátt úr nös,
bölvuð fryggðarljónin.
Útilokar ekki samstarf við neinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2012 | 11:50
Hinir froðufellandi ósamkvæmnishausar
Sá VG-ingur sem staðið hefur langbest með valdamafíunni heitir Steingrímur J. Sigfússon.
Ef þær fáu hræður sem enn eru flokksbundnar í VG eru brjálaðar útí Ögmund ættu þær að vera algjörlega ösku-snarbrjálaðar útí Steingrím.
Það er nefnilega hálf óhugnanlegt hve fólk er ósamkvæmt sjálfu sér þegar kemur að þessu endemis Gjeirsmáli. Það er að minnsta kosti skrýtið, að flokksmenn skuli láta svik formannsins og hans slektis yfir sig ganga eins og ekkert hafi í skorist, en vaða um froðufellandi útaf afstöðu Ögmundar til Gjeirsmála.
Ætla mætti að þessu furðulega liði, sem lætur oftar en ekki að því liggja hvað það sé gáfað og menntað, finnist ekkert til um svik á borð við ESB-umsóknina, sleikjuskapinn við AGS, milljarðana sem runnið hafa til subbulegra fjármálafyrirtækja, skeytingarleysið gagnvart heimilunum og skulum þeirra, að ekki sé minnst á svikin í fiskveiðistjórnunarmálinu, mannréttindabrotunum sem framin hafa verið á sjómönnum, blóðugum niðurskurði á velferðarkerfinu, svo nokkuð sé nefnt.
Núverandi ríkisstjórn er fjarri því að vera vinstri stjórn af nokkru tagi. Þvert á móti hefur hún verið mjög hægrisinnuð í störfum sínum og er enda langt komin með að endurreisa Gamla Ísland í allri sinni dýrð. Þetta er nú allt uppgjörið við hrunið og fortíðina sem Jóhanna og Steingrímur hafa beitt sér fyrir eins og vitfirringar. Að telja reyna að telja sjálfumm sér og öðrum trú um að ,,ópíum fyrir fólkið" eins málaferli við Gjeir Haaarde sé hið eina sanna uppgjör við hrunið, er sérlega heimskulegt og angar langar leiðir af krataeðlisfýlu.
Ég, fyrir mína parta, frábið mér svona óþverra traktéringar.
Hart sótt að Ögmundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2012 | 23:17
Unglingsskjátur með uppdráttarsýki að hrökkva uppaf. Bættur sé skaðinn.
Mikið óskaplega eru ungu undanrennuskepnurnar í Samfylkingunni harmi slegnar í kvöld. Ef heldur sem horfir verða ræfilstuskurnar sprungnar úr harmi, steindauðar, þegar fólk fer á fætur í fyrramálið. Það er aldeilis frumlegt að falla frá á unga aldri útaf einni skvapholda hrokkinskinnu! En fyrst svona er í pottinn búið, er víst bættur skaðinn þó fáeinar unglingsskjátur með uppdráttarsýki hrökkvi uppaf.
Og það væri líka bættur skaðinn þótt Ásta Ragnheiður hrökklaðist eins og veðurbarin fiðurfénaður úr embætti forseta Alþingis. Það er ég hræddur um. Það er nóg til að frabærilegum skrípalingum á Alþingi til að taka við af henni. Vinstri grænir hafa Björn Val og Þráinn, Samfylkingin Stjána Möller og Björgvin G. Framsókn Siv og Gunnar Braga og Íhaldið Birgi Ármannsson og Guðlaug Þór. Þetta glæsilega og gáfaða fólk hefur allt guðdómlega hæfileika til að stjórna fundum Alþingis á sama hátt og minkar kunna til verka í hænsnakofum.
Lýsa vantrausti á forseta Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2012 | 20:48
Hjaltastaðafjandinn í VG lætur til skarar skríða
Hann er gamansamur maður hann Þráinn Bertelsson, eiginlega forhertur æringi þegar honum tekst best upp. Í Silfri Egils í dag, sló Þráinn á sína alkunnu léttu framsóknarstrengi. Hann byrjaði á notalegu nótunum og smá-færði sig svo uppá skaptið með lítilfjörlegu fjasi um fólk sem gæti ekki starfað samað og því síður hlýtt foringjanum. En að lokum tókst honum spinna sig uppí að verða eins og ærsladraugur frá miðöldum þegar hann úrskurðaði að ekki væri nema rétt að reka Ögmundu úr ráðherraembætti og enn réttara væri að reka nefndan Ögmund úr VG ásamt eiturnöðrunum Guðfríði Lilju og Jóni Bjarnasyni sem Þráinn er nýbúinn að steypa af ráðherrastóli.
Eins og ég sagði, þá er Þráinn Bertelsson framúrskarandi grínaktugur náungi og minnir um margt á miðaldaafturgöngu af sömu tegund og Hjaltastaðarfjandinn. En nú vill svo illa til að ekki einn einasti kjósandi VG kaus nefndan Þráinn í síðustu kosningum, þannig að hann glamrar ekki í umboði nokkurs kjósanda Vinstri grænna þó svo hann hafi lagst svo lágt að gerast búrtík hinna hægrisinnuðu flokkseigenda VG.
Og nú berast þær fréttir að búið sé að ræsa með viðeigandi látum út flokksstjórn VG til að ganga milli bols og höfuðs á Ögmundi. Því að nú er komið blóðbragð í kjaftinn á Álfheiði fiskeldisdrottningu, Árna Þór, Birni Val, Sendiherrafjölskyldunni og íhaldsframsóknarkratanum Steingrími og fleira rusli á þeirra snærum. Þetta skikkanlega og hámenningarsinnaða fólk heldur nefnilega að Ögmundur hafi gert svo illilega í brækurnar í Gjeirsmálinu að nú verði öllum nákvæmlega andskotans sama þótt þau láti kné fylgja kviði og geri útaf við þennan hvimleiða Ögmund og hans hyski.
Mikill hiti í landsdómsmáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
18.1.2012 | 11:54
Þær fáu hræður sem enn eru á sveimi
Það er tómt mál um að tala fyrir þær fáu hræður sem enn eru á sveimi innan VG að gera einhver framtíðarplön því að VG er ónýtur flokkur í dauðateygjunum. Fyrir nú utan að hvað ályktum um þjóðnýtingu á fjármálastarfsemi er hlægilegur í höndunum á fólki sem nýbúið er að einkavæða tvo hrunda banka fyrir utan að dæla milljörðum að ríkisfé inní rústir fjármálastofnana og Sjóvá, sællar minningar.
Og þegar Steingrímur verður búinn að geirnegla kvótakerfið í bak og fyrir með nýtingarsamningum til áratuga við vini sína í Samherja og meiningarlausu lagaákvæði um sameign þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni og Ögmundur búinn að frelsa vin sinn í hestamennskunni, Gjeir Haaardé, þá verður niðurlæging VG endanlega fullkomnuð og ekkert eftir annað en að fela skiptasjóra að husla hræið á einhverri ótilgreindri baklóð.
VG skoðar þjóðnýtingu fjármálastarfsemi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.1.2012 | 23:50
Lilja, leynifélagið og huldufólkið
Þrátt fyrir að hafa spurst talsvert fyrir um hvaða fólk það er sem Lilja Mós er makka um flokk með, hefur mér ekkert orðið ágengt. Það veit enginn um nokkurn mann eða konu sem er að stofna flokk með Lilju svo annað verur ekki ályktað en þar fari leynifélag skipað huldufólki og álfum. Sem ekki er beint efnilegt á tímum sem leyndarhyggja stjórnmálamanna er vægaðlaust gagnrýnd.
En það verður fróðlegt að fyrlgjast með flokki Lilju, sem á ekki að vera vinstriflokkur. Og fyrst umræddur flokkur á ekki að vera vinstriflokkur verður hann að sjálfsögðu hægriflokkur, byggður á kapítalisma og lýðskrumi. Eða hvað?
Nýtt framboð kynnt í febrúar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.1.2012 | 23:05
Fundahöld Ögmundar 2010 og róttæklingurinn sem varð framsóknargarmur
Sú var tíðin að Ásmundur Einar var talinn talsvert róttækur til vinstri. Á þeim tíma sótti hann leynifundi sem haldnir voru að undirlagi Ögmundar Jónassonar vetur og vor 2010. Tilefni þessara funda var mikil óánægja með svikastarfsemi Steingríms J. og náhirðar hans. Ýmsir sem sóttu þessa fundi töldu tímabært að segja skilið við Steingrímsarminn, sem sannarlega er hægramegin við miðju, og vinna að stofnun róttæks vinstriflokks. Og það voru býsna margir sem mættu á þessa fundi og þeim fór fjölgandi þegar á leið. En eftir því sem fleiri komu að málinu, dofnaði að sama skapi yfir félaga Ögmundi og síðsumars 2010 skreið hann aftur inní ríkisstjórnina ,,til að hafa áhrif" eins og það heitir á máli auðvirðilegra valdastreðara, og ekki síður til að styðja Jón Bjarnason í baráttunni við ESB-skrílinn í ríkisstjórninni.
Þegar Ögmundur var tryggilega dáinn inní ríkisstjórnina, var ekki laust við að sumir færu að velta fyrir sér hvað þessi fundarhöld hans vetur og vor 2010 hefðu átt að fyrirstilla. Auðvitað kom sú hugsun fljótt upp, að félagi Ögmundur hefði einungis verið að basla við að koma sér upp stöðu innan VG gagnvart formanninum og búrtíkahjörð hans með það að markmiði að komast aftur inní ríkisstjórnina. Með öðrum orðum: Ögmundur hefði haft saklaust fólk, sem mætti á þessa fundi hans, að fíflum í eiginhagsmunaskyni fyrir sjálfann sig. Enda fór það svo að Ögmundur fjarlægðist stuðningsfólk sitt strax eftir að hann endurheimti ráðherradóm og Jóni vinis sínum reyndist hann ekki meiri stuðningsmaður en svo, að þegar Steingrímur og Jóhanna ráku Jón úr embætti lyfti félagi Ögmundur ekki svo mikið sem litla fingri. Enda eru menn í stjórnmálum ,,til að hafa áhrif"!
Þegar Ögmundur var fyrir fullt og allt fallinn frá inní ríkisstjórnina, var pilturinn Ásmundur Einar orðinn svo ofboslega róttækur að hann gekk í Framsóknarflokkinn til að fá útrás fyrir hinn mikla sósíalisma sem barðist í brjósti hans. Síðan hefur þessi kornungi róttæklingur ekki verið talin marktækur á nokkurn hátt. Meira að segja ærnar hans fóru að fussa við honum og fíla grön þegar hann lét svo lítið að líta við í fjárhúsunum og hrútarnir hafa ítrekað reynt að ná til hins misheppnaða alþingismanns með hornunum. Sauðfé er nefnilega sérlega illa við pólitíska umskiptinga og flökkudýr.
Það er eflaust afskaplega gefandi fyrir róttæka sósíalistann Ásmund Einar að vera orðinn burðarkarl fyrir Gunnar Braga, strengjabrúðu Þórólfs Gíslasonar kaupfélagsstjóra fyrir norðan land. Þetta getur maður svo sannarlega kallað ,,að fara í hundana!"
Tekur undir með Ögmundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2012 | 21:05
Spronverjan Árni Þór geltir að Ögmundi
Það færi best á því fyrir spronverjuna Árna Þór Sigurðsson að skríða eins og tannlaus búrtík ínní skáp og láta ekkert fyrir sér fara meir. Þjóðin hefur nefnilega akkúrat engann áhuga á hafa svona labbakúta á fóðrum hjá sér stundinni lengur.
Það var mikið slys, þegar Steingrímur J. leiddi þennan hugsjónalausa eiginhagsmunasegg og furðufugl útúr Samfylkingunni til æðstu metorða í VG, með aðstoð Svavars Sendiherra og Ástráðs lögmanns. Nú, Árni Þór hefur auðvitað verið þénanleg búrtík og þjónustublók fyrir vandræðamanninn Steingrím, en það er manngarmi þessum ekki beint til vegsauka, þér að segja.
Þó svo Ögmundur, ræfilstuskan, hafi gert óskiljanleg mistök í dag og komið í leiðinni uppum þann háborgaralega streng sem í brjósti hans býr, þá er ekki þar með sagt að búrtíkin og eðalblókin Árni Þór hafi nokkur efni á að urra og gelta að Ögmundi. Sannleikurinn er nefnilega sá, að téð blók, Árni Þór, hefur verið notaður óspart af húsbændum sínum til að liggja árum saman í hælunum á Ögmundi og grafa undan honum á allan hátt.
En það sem eftir stendur þegar þetta er skrifað, er að VG er endanlega alónýtur flokkur. Á undanförnum mánuðum hafa verið miklar úrsagnir úr flokknum, sem eflaust halda áfram. Enda gerir hver sála sig að heilmiklu aðhlátursefni fyrir það eitt að vera flokksbundin í VG.
Gegnheilum sósíalistum ræð ég hinsvegar til að taka höndum saman og stofna sósíalíska alþýðuhreyfingu.
Árni Þór: Flestir sótraftar á sjó dregnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það reynir virkilega á mann að lesa þessa skelfilegu frétt af hundaskítsmálum í umdæmi sjálfs Stjörnusýslumannsins Stones á Selfossi. Hvernig í ósköpunum má það vera að fólk undir stjórn jafn ágæts yfirvalds og Störnusýslumannsins ástkæra skuli vaða út með hunda sína beinlínis til að láta þá hægja sér um götur og torg?
Það er eitthvað bogið við svona lagaða háttvísi.
Meira að segja stjórnmálaforingjar láta búrtíkur sínar ævinlega nota toilet til að létta á sér.
Ekki kæmi mér því á óvart, í ljósi undangenginna atbuða, að herra Stones Stjörnusýslumaður skeri nú upp herör gegn hundum og hundaeigendum á Selfossi og nærsveitum og linni ekki látum fyrr enn allir hundar á svæðinu hafa verið skotnir og grafnir en hundaeigendur flúnir í fjarlæga staði.
Því má og til gagns geta, að fróðir menn hafa sagt mér að mikill áhugi sé nú uppi meðal kristinna þjóðkirkjumanna að skora á herra Ólaf Helga, Stjörnusýslumann Árnesinga, að taka að sér að verða byskub yfir Íslandi þá byskubsembættið verður laust á sumri komanda. Telja stuðningsmenn að nú sé nóg komið í bili af lurðumennum og óbóta á byskubsstóli og sé því rétt að fá til starfans röggsaman sýslumann sem kann að taka á villráfandi sauðum í klerkastétt á þann hátt að þeir láti sér að kenningu verða.
Hundaskítur á víð og dreif | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.1.2012 | 18:57
Krataeðlið og Gunnsi gamli borgarstjóri
Þar kom að því að krataeðlið kæmi askvaðandi uppá yfirborðið í bæjarstjórn Kópavogs. Nú berast af því fregnir að kratinn Guðríður Arnardóttir, sem uppfull er af krataeðli, hafi ekki ráðið við sig síðasta föstudag og sagt bæjarstjóranum í Kópavogi, Guðrúnu Pálsdóttur, að fara til fjandans, því að Guðríður ku sjálf ætla sér bæjarstjórastólinn.
Því miður ku röggsemi Guðríðar í þessu máli lykta helst til illa af ótímabæru gönuhlaupi því ekki eru víst allir á eitt sáttir með asnaspark Guðríðar.
Nú þykir allt benda til, að innan skamms muni Guðríður ganga á fund stórvinar síns, Gunnars I. Birgissonar, fyrrverandi borgarstjóra Kópavogs og óska eftir því við hann að hann taki aftur að sér borgarstjórn. Enda mun hinn últraróttæki kommúnisti, varaalþingismaður, gamalmennalæknir og bæjarfulltúri VG, Ólafur Góði, styðja heilsugar þessa ráðagerða, því hann er furðu handgenginn krataeðlinu og Gunnsa gamla fyrrum borgarstjóra.
Bæjarstjóri nýtur ekki trausts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nýjustu færslur
- Búist er við tímabæru andáti þeirrar gömlu á hverri stundu
- ,,Skipulögð starfsemi" Flokks
- Sú á nú eftir að fá sína sálumessu yfir sig eins og Birgitta ...
- Aðför að lýðræðinu og saga af ferð á hvalaslóðir
- Mun alvarlegri atburður en ætlað var í fyrstu
- Erlendur njósnari settur á Nonnýboy til að kanna hvalablæti hans
- Gunter Sachs var glaumgosi en þó var Indriði Handreður honum ...
- Af óviðunadi afvegaleiðingu ungmenna
- Vinn ei það fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans
- Heimska og dómgreindarleysi villuráfandi þjóðar staðfest
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 58
- Sl. sólarhring: 132
- Sl. viku: 216
- Frá upphafi: 1539499
Annað
- Innlit í dag: 50
- Innlit sl. viku: 184
- Gestir í dag: 50
- IP-tölur í dag: 49
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007