Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2019
26.1.2019 | 17:52
Þá drógu þeir á flot elstu griðkuna og létu hana fimbulfamba
Er nú ekki dreginn á flot elsta griðkonan í Framsóknarfjósinu, hún er orið svo ógurlega gömul, að einungis gamla elliæra Framsóknarmaddaman er eldri. Og ekki er gamla griðka fyrr komin á flot en hún tekur til við að skensa nútímamenn, Sigmund Davíð, Gunnsa Bragga og fleiri fyrrum flórmokara Fjóssins, með óhuggulegum orðaleppum í ætt við fullkomin skítaskap. Verst er að hin galma frú lætur sig hafa að reyna með lævísu og villandi orðalagi, að koma því inn að að Sigmundur og hinn fríði klaustuflokkur hans hafi hagað sér eins og ofurölvi börn, innan við tíu ára aldur og drukkið frá sér ráð og rænu á sama hátt og greindardaprir óvitar eiga til með að gjöra.
Svo lætur kerla sem henni heilsist alveg sérdeilis illa út af klausturlátum miðflokksframsóknarmannanna, sem reknir voru úr Framsóknarfjósinu fyrir heimskupör og oflætisáráttu, og sé á barmi þess að leggjast í rúmið af óyndi þeirra vegna. Það góða við öskrin í elstu framsóknargriðkunni er, að hún meinar ekkert með þessum upphrópunum og hneykslunarhjali yfir frammistöðu Sigmundar og Gunnsa Bragga á Klaustri. Í raun og veru hefur hún aungva skoðun á málinu fremur en aðrir Framsóknarmenn, sem er einhver skoðannalausasti þjóðflokkur sem uppi hefir verið. Í Framsóknarfjósinu gildir það eitt að þykjast, fyrir utan að leitast við að kasta skít í hausinn á hvurjum öðrum til að ganga í augun á gömlu Framsóknarmaddömmunni, sem er fyrir löngu orðin staurblind og karlæg.
Nú kann einhverjum að leika forvitni á af hverju gamla Maddaman sé svona blind og karlæg, en þá er því til að svara, að krankleiki Maddömunnar er að stórum hluta til kominn vegna óvísindalegrar áfengisneyslu, en eitthvað kann óhóflegur myrkralestur eiga þar hlut að máli. Það er nú svo, þér að segja. Hún lagðist í drykkjskap og útstáfelsi eftir að þeir flæmdu föður hennar, Hriflu-Jónas burt úr Fjósinu, og sögðu hann best geymdan í slagtogi við Jóhannes Birkiland og aðra slíka. Eftir seinna stríð fór Framsóknarmaddaman að drekka hristing úr tréspíritus og olíu og varð af því smám saman blind, sem var svo sem ásættanlegt, því þá hætti hún að sjá ofsjónir. Þegar þar var komið sögu hreiðraði Framsóknarmaddaman um sig í kjallaranum undir flórnum í Framsóknarfjósinu og þaðan hefir hún stýrt ráðsmönnum sínum, húskörlum, griðkonum og búrtíkum. Eftir að hún var flutt í kjallarann hætti hún að drekka tréspíritus í olíu og hóf neyslu á íslensku brennivíni og hvannarótabrennivíni, en síðast en ekki síst á íslensku ákavíti, sem hún drekkur daglega eins og aðrir vatn og kaffi. Það þarf því aungvann að undra þótt heilsa hinnar tíræðu Maddömu sé farin að láta á sjá og langt sé nú um liðið að hún hafi sagt eitt stakt orð, sem væri eitthvað í áttina að vera að viti.
Segir viðbrögð Sigmundar barnaleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2019 | 21:37
Hann bað hennar og brúðkaupið verður handan við hólinn
Það var nú víst sona og sona samtalið sem hann Beggó litli átti við Lilju Alfredós. Að sögn hugðist piltur biðja fraukuna fyrirgefningar, en það fór allt í handaskolum og samtalinu arna lauk með því að Beggó bað Lilju, bað hana að giftast sér í stað þess að biðja hana fyrirgefningar, enda var Beggó, þegar þar var komið sögu, gjörsamlega hulið afhverju hann hafði yfirleitt hringt í þessa konukind og griðku úr innstu stíunni í Framsóknarfjósinu. Í sönglagatexta nokkrum, sem var vinsæll á síðustu öld, segir: ,,Brúðkaupið höldum við um jólin, traddaraddada." En í samtali Beggó og Lilju urðu þau ásátt um að halda brúkaupið ,,handan við hólinn", hvað sem það merkir.
Fyrst minnst hefir verið á ,,brúðkaup handan við hólinn" er ekki úr vegi að nefna það atvik, er síra Baldvin kom að bíræfnu fólki sem var að láta vandræðaprest nokkurn gefa sig saman úti í náttúrunni. Athöfn þessi átti sér stað í pretakalli síra Baldvins sjálfs, og í hans huga var þarna um hreinan glæp að ræða. Að auki átti tiltækið sér stað bak við hól, sem átti að koma í veg fyrir að síra Baldvin sæi hvað um var að vera. Ekki bætti úr skák að bæði vóru brúðhjónin berrössuð og héldu blómaflækju á milli sín, sem saman stóð af fíflum og sóleyjum. Vandræðapresturinn var klæddur hempu, sem var dröfnóttur kjóll sem hann hafði tekið til láns hjá konu sinni. Aðrir þátttakendur í þessum helgispjöllum vóru tveir gráhærðir ístrubelgir og þrjár vesældarlegar konur með sultardropa á nefjum sínum.
Að sjálfsögðu vissi síra Baldvin að við svo búið mátti ekki standa. Hann var með lurk í hendi, sem hann hóf á loft og keyrði niður í herðar vandræðaprestinum svo hann hné í valin. Hin verðandi hjón voru sein að átta sig á breyttum aðstæðum, höfðu fengið sér í góðan haus fyrir athöfnina og stóðu upp á endann eins og gaddfreðnir þorskar og gerðu ekkert til að verjast lurki síra Baldvins, enda fuku þau undan honum eins og korktappar. Og nú var heilagur andi kominn yfir síra Baldvin og bauð honum að lúskra ístrubelgjunum og hallæriskonunum þrem. Allt lá þetta aðkomufólk á svipstundu í grænu grasinu. Hempan hafði gossast upp um vandræðaklerkinn og þá kom í ljós að hann berrassaður undir. Nú, síra Baldvin hafði heldur aungvar vöflur á og bannfærði allt þetta fólk, en vandræðaprestinn bannfærði hann alveg sérstaklega og merkti hann Djöflinum til eilífrar eignar.
Bað Lilju fyrirgefningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2019 | 19:31
Skrök um klínískar rannsóknir og það sanna í málinu
Uss-sussu-suss, þetta ýkir mörgum vel í lagt hjá klaustur belgjunum Gunnsa Bragga og Beggó Óla, eitthvað dularfullt hafi gerst í drykkjubrögðum þeirra í klaustrinu; það er eins og ruddamennin séu að gefa í skyn að einhver hafi byrlað þeim ólyfjan út í bjórinn og brennivínið og þeir orðið kolklikkaðir og klístraðir og talað tungum um innstu hjartans mál sín og íhaldsframsóknarkratíunnar. Nú, delinkventarnir láta að því liggja að þeir hafi undirgengist klínískar rannsóknir á meintu áfengisæði þeirra, meðal annars hjá hálærðum sálartaðlæknum, moldargjafarsérfæðingum og haunkurum og allir hafi fræðingar þessir lokið upp lofsorði um heilsufar drengjanna og úrskurðað þá alheilbrigða.
En auðvitað eru sögur klausturmanna eintómt skrök og kjaftæði. Þeir kölluðu aungvann fræðing til að líta á sig, hvað þá meir. Hinsvegar fóru þeir, nánast klæðalausir og mjög dónalegir, í endurhæfingu að heimili frú Ingveldar og Kolbeins Kolbeinssonar skrifstofurstjóra og framsóknarmann og þáðu leiðsögn þeirra hjóna, sem og Brynjars Vondulyktar, Máríu Borgargagns, Indriða Handreðurs og Óla Apakattar. Og þar fengu piltarnir fræðin, rétttrúnaðinn og hortugheitin beint í æð, ef svo má segja. Enda varð fyrsta verk þeirra pauranna, eftir að hafa útskrifast með viðurkenningarskjölum, undirrituðum af frú Ingveldi og Kolbeini, að hlaupa fyrirvaralaust beint niður og hræða væluskjóðurnar þar hér um bil upp úr nærbuxunum.
Svo setti litla fröken Alfredó frá Orkuhúsum upp dulítin leikþátt með Jóhönnu Vigdísi og Ríkissjónvarpinu, en þessa ágæta þáttar máttum við eigendur sjónvarpsstöðvarinnar njóta í fréttatíma RÚV. Það var hreint dásamlegt að fylgjast með dúfunni frá Orkuhúsum hífa sig virðulega upp úr ráðherrastólk sínum og svífa eins og fyrirburður upp að Gunnsa Bragga, hvar hann sat í sæti sínu, rólegur og yfirvegaður, og hvæsti eins og fress upp í eyraða á honum. Það hefir margur orðið geggjaður af að fá minni randaflugu upp í eyrað á sér og verið fluttur með forganghraði í einsmannsherbergi. Og svo er nú það.
Týndi fötunum og man ekki neitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2019 | 17:48
Slíkir siðferðisbófar verða ekki vistaðir á Hrauninu
Jæja, það á þá ef til vill fyrir píratalingunum Leví og Þórhildi Sunnu að liggja að verða klausturföntunum samferða í gæsluvarðhald og fangelsi fyrir gjörseka og útaf-flæðandi spillta stjórnmálamenn. Það gefur augaleið, að ef klaustrararnir sex,samfylkingardóninn og þessi tvö frá Pírötum verða fundin sek af siðferðisdómstól Alþingis þá þarf í snarhasti fangelsisúrræði fyrir þetta fólk, því ekki er hægt að vista slíka bófa með sakleysingjunum á Hrauninu.
Skriðan er farin af stað, og brátt verða enn fleiri atvinnupólitísk gægsn leidd fyrir siðferðisdóminn og Landsdóm og þá er orðið stutt í svartholið, sem ber að vera til staðar í sona tilfellum. Sumum, einkum velmeinandi mönnum, hefir helst dottið í huga, að affarasælast í þessum efnum sé að grafa djúpa gryfju, círka 30 metra djúpa, beint niður í jörðina og vista þar hin blóðseku poletisku afstyrmi. Yfir gryfjunni væri voldugur hleri úr járni og á honum miðjum lúga, þar sem matur væri látinn síga niður í fötum og sameiginlega fatan, sem fangarnir mundu nota til sinna erinda, væri hífð upp og taðinu fleygt á túnið til áburðar.
Eftir að Ásmundur ekill kærði píratahjúin til færsætisnefndar í dag, hafa getspakir menn farið að veðja um hver verði kærður næst og þarnæst. Í ljósi þess, að fjöld er íllfygla í hópi núverandi þingmanna, má búast við að kærum fjölgi og þegar komið verður fram á vordaga verði búið að dæma meir en helming þingmanna frá kjóli og kalli og út úr mannlegu samfélagi fyrir ýmsa ófagra glæpirð. Máske verður Ási látinn síga næstur niður í svartholið á eftir Leví og Sunni litlu? Hver veit? Og í kjölfarið á honum svífi Stengrímur til botns á leðurblökueyrunum, sem og frú Sæland og Vindbelgurinn þarna frá Akureyri og Stjáni Júl. Það verður allavega ekki töluð vitleysan í almyrkvanum í svartholinu þegar öll framantalin hersing verður komin þar niður fyrir ósiðlegheit sín og voðaverk.
Forsætisnefnd skoði ummæli Pírata | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2019 | 17:01
Brátt sökkur skútan
Í morgun voru mér borin váleg sorgartíðendi, sem ég varð að láta segja mér þrisvar áður en ég byrjaði að trúa að eitthvað kynni að vera til í þeim. Mér var sem sé sagt að ólmustu klausturbelgirnir hefði snúið aftur og væru sestir eins og grimmir hundar í sæti sín á Alþingi Íslendinga, urrandi eða flautandi framan í hvurn mann. Auðvitað er öllu siðlegu fólki á Íslandi brugðið að fá annan eins óþrifnað og hroða í andlitið að morgni dags áður en farið var að birta.
En hversvegna í ósköpunum snöru gemlingarnir aftur? Það var búið að afskrifa þá og sumir sögðu að búið væri að reka þá úr landi, án möguleika á endurkomu; aðrir vildu meina að þeim hefði verið stuggað upp til fjalla, upp á fáförnustu afréttir og þar hefðu rjúpnaskyttur séð þá, fremur hrörlega til reika, rétt fyrir jól. Þegar ein skyttan lyfti skotfæri sínu og hugðist senda þessum óvæntu giljagaurum kveðju í afturendann, tóku þeir til fótanna og þurstu úr sjónmáli og niður í myrkvað gljúfur.
Nú, það brast á, sem við mátti búast, ófremdarástand í þinginu um leið og hinar ægilegu ásjónur ferlegustu drykkjurustanna af klausri birtust í salnum. Litla gula hænan skreið skrækjandi undir borð, sem og Stengrímur forseti, sem hreinlega glutraði hjartaómyndini sinni í buxurnar og hné undir forsetaborðið, titrandi eins og dónalegur útbúnaður, sem einungis fylliraftar af klaustri þora að nefna upphátt á almannafæri. Ekki var upplitið á Píratagörmunum djarfara þegar þeir sáu hvurjir vóru mættir til leiks í fylgd ekki minni manns en Sigmundar Davíðs, sem dag frá degi færist þær því að fullkomnast að guðlegri náttúru. Í örfám orðum sagt, þá hlupu þingmenn við þetta tækifæri hvur um annan þveran eins og rottur út úr þingsalnum, sem gefur til kynna að brátt sökkvi skútan.
Erum ekki á þingi fyrir þetta fólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2019 | 20:13
Og merarhjörtun skulfu og allt fór á flot
Hananú. Og í þessum töluðum orðum kom fram á sjónarsviðið patentlausnin, barbabrellan mikla, sem bræddi merarhjörtu verkalýðsforingjanna og sjálft við lá að þeir pissuðu í buxurnar á staðnum. Allt í einu var sem kröfurnar um lífvænleg lágmarkslaun væru foknar að minnsta kosti út í hafsauga, ef ekki til Andskotans. Jólasveinninn kom til byggða í líki Gísla kerfisstrumps Gíslasonar og hann hvofdi á gólfið fullt af girnilegum íbúðapökkum og bauð verkalýðsskörfunum að ganga í hrúguna og velja sér pakka og verkalýðsskarfarnir gliðnuðu sundur, fóru á flot og hurfu næstum niðrum gólfræsið. Og enginn talaði um að éta skít það sem eftir væri af kjörtímabili ríkisstjórnarnefnunnar.
Já, drengir mínir og telpur, nú er lausnin komin: allir í nýtt hús þó launin hækki ekki neitt, og málið dautt, steindautt. Ekki mikaði heldur fögnuðurinn í hinum döpru merarhjörtum, sem vóru farin að gleðjast, þegar viðstaddir fóru að blása pilsunum upp um sig og taka sér í munn dýrðarorð eins og ,,óhagnaðardrifið" þetta og hitt. Þegar skortur er orðinn á íbúðum fyrir fólk, söluverð og leiguverð örugg ávísun á lífstíðarörbyrgð, lýðurinn að tryllast útaf ævintýralega lágum launum, þá; þá birtist bjarvætturinn, óhagnaðardrifin, og treður óhagnaðardrifnum loforðum upp í trantinn á banhungruðum lýðnum, sem hafði ætlast til að kaupið mundi hækka svo það hefði efni á sómasamlegum mat.
Og mikið er nú hjartnæmt þegar tilfinningalausir handhafar ríkisvaldsis senda jólasvein sinn, útvalinn og langpæklaðan í kerfislútnum, með gjafir, sem skattgreiðendur hafa látið út fyrir, og gefa þessum sömu skattgreiðendum. Það eru nú meiri gjafirnar sem kjánaprikið Katrín þykist vera að gauka að bláfátæku verkafólki meðan slepjulegu merahjörtun dilla rössum sínum og sperra stélin. Mikil eru samtölin og orðræðurnar og óhagnaðardriftin í eignunum og vandséð hver er mestur auminginn í þeirri skítaveislu.
Samræmist okkar kröfum mjög vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2019 | 17:47
Tímamótaávarp frú Ingveldar í minning Ingudo
Á milli jóla og nýárs á síðasta ári hélt frú Ingveldur tímamótaávarp hjá Sjálfstæðiskvennfélaginu Gullpeningnum, sem er fagfélag auðugra sjálfstæðisflokkskvenna á höfuðborgarsvæðinu. Í ávarpi sínu lagði frú Ingveldur út af minningu frænku sinnar, frú Ingudo, sem féll frá skömmu fyrir jól. Þar kom fram að Ingado hafði um sína daga ævinlega verið kölluð Ingado Sprengja, af því að það heyrðust eins og sprengingar þegar hún var að gjöra dodo með strákonum. Þetta persónueinkenni hinnar látnu frúar ku hafa færst í aukana með tíð og tíma, uns hún, eins og frú Ingveldur sagði, varð síðustu sprengingunni að bráð. -Það varð að tína hana saman, sagði frú Ingveldur, og leggja í salt, svo ekki færi að slá í hana fyrir útförina.
En Ingado var komin til ára sinna þegar Drottinn tók í taumana og grandaði henni. Hana vantaði ekki nema þrjú ár upp á nírætt þegar kallið kom. -Og það var hann tengdafaðir minn, galaði frú Ingveldur, -sem var hjá henni Ingudo á lokastundinni, sá aumi kallskítur og náhundur. Hann hefir ófá dauðsföllinn á samviskunni sá maður og nú heldur hann heilu dvalarheimili aldraðra í gíslingu, því aunginn þorir að stugga við þessu kvikindi.
Þegar tímamótaávarp frú Ingveldar hafði með þessum hætti farið inn á brautir gamla Kolbeins Kolbeinssonar fyrrum forstjóra, kaupfélagsstjóra, dírektörs og framsóknarmanns, var ekki aftur snúið. Og frú Ingveldur tók til við að fræða meðlimi Gullpeningsins um tengdaföður sinn, glæpi hans og mannhatur. Meðal annars sagðist henn svo frá, að á fermingardaginn hans Kolbeins yngri hafði faðir hans, hann gamli Kolbeinn, fært honum hræðilega vændiskonu að gjöf, því gamla manninum þókti tímabært að fræða drengin um undur lífsins, ekki síst móðurlífsis. Þessi djöfulskapur gerði Kolbein yngri svo að þeim öfugugga, ræfilstusku og drykkjurafti, sem raun ber vitni. -Og í þokkabót heimtaði þetta óbermi á brúðkaupsdaginn okkar Kolbeins sonar hans, að fá að ,,tilkeyra mig" eins og hann orðaði það, annar myndi hann lúlemja mig og Kolbein líka með þessum líka járnslegna staf sínum, orgaði frú Ingveldur yfir fund Sjálfstæðiskvennfélagsins Gullpeningsins svo við lá að gjörvallur þingheimur fengi ofsafengin hjartaáföll og heiliblóðföll. Þegar frú Ingveldur hafði lokið ávarpi sínu var henni fagnað eins og heimsmeistara með ægilegum lófaslætti, grenji, tárum, faðmlögum og einu og einu einkennilegu poti.
Undir áhrifum á flótta frá lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2019 | 16:54
Ómennið hellti áfengi með aðstoð trektar ofan í blessaða sakleysingjana
Miðað við sporðaköst hinna alræmdu sexmenninga af klaustri liggur eiginlega beint við að rannsóknarlögreglan kanni hvað hæft er í því að Stengrímur forseti Alþingis hafi ráðist á umrædda sexmenninga og þröngvað ofan í brennivíni með harðir hendi, þar til þau urðu öll svo augafull að þau misstu vald á orðbragði sínu og létu gamminn geysa um tíkur, klessur og eyjur, auk þess sem einn þeirra hafði uppi svívirðilegt flím um leyndalim sinn. Það liggur svo sem í augum úti, að árásir sexmenningana á Stengrím hjóta að tengjast því að hann eigi stærstan þátt í ógæfu þeirra með Bakkusi, drykkjulátum þeirra og hroðalegum talsmáta, sem jaðrar við fátt annað en níðingslegasta guðlast.
En segjum sem svo að drykkjulæti sexmenninganna hafi alfarið verið Stengrími að kenna, þá kemur náttúrlega upp í hugann mynd af karlinum þar sem hann treður trekt upp í hvurn og einn þeirra sex og hellir óblönduðum svartadauða beint niður í belginn þá þeim. Katrín Jakkó og Bjarni Ben aðstoða kallillyrmið við verknaðinn með því að beina haglarbyssu og heykvísl að fórnarlömbunum, sem hrópa og veina á miskun, án árangurs. Þegar Stengrímur hefir lokið sínu ólánsverki standa sexmenningarnir varla á löppunum og þá eru hæg heimatökin að flæma þau inn í einhverja svínastíuna og láta þau haga sér ósæmilega.
Nú er víst staðan á sexmenningunum, að Stengrímur hefir skipað tvær valinkunnar, daufar frostrósir, til að siga einhverri andskotans siðanefnd á þessa óhamingjusömu sex þingmenn, sem ekkert gerðu af sér. Og siðanefndin atarna er skohh ekkert lamb að leika við og að mörgu leyti keimlík þeim illa sýslumanni á rauðri skikkju og með flugbeitta öxi, sem krakkar voru hræddir með í gamla daga. Vissulega er hætt við að nefndarfjandinn viðhafi aungin vettlingatök og niðurlægi sexmenningana fyrir framan alþjóð, berji þá og smáni. En það mun vera réttlætið í öllu sínu réttláta veldi og réttlætið verður að hafa sin gang, líka gagnvart hinum sex dauðans vesalingum sem ódrátturinn Stengrímur neyddi sterkt áfengi ofan í svo þeir töluðu tungum manna og púka.
Bréfaskiptin verði gerð opinber | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2019 | 20:03
Þau munu drekka í sig fróðleik í klámi á næstu vikum
Það hlaut að koma að því að Alþingi fengi fyrstu klámsöguna til umfjöllunar, og það er ekki vers af verri endanum. Líklegt verður að telja, að sumir þingmennirnir verði hálf sona hvumpnir við að lesa í sig annan eins fróðleik í klámi og fryggðarlátum, því ekki er öllum gefið að stand augliti til auglitis við sjálfa erkisyndina í sínu versta og berrassaðasta ástandi. Ekki bætir úr skák, að umrædd klámsaga fjallar um andstyggilega framkomu, þess annars dyggðum prýdda smásveins, Ágústar Óláfs, sem lengi hefir verið einn helstur vonarpéníngur auðvaldselskandi jafnaðaramanna, við persónu af hinu viðkvæmara kyni. Það er því viðbúið að aðrir þingmenn rísi upp og segi: gvöð, ég þakka þér fyrir að vera ekki eins ósiðlegur og klámfenginn og Ágúst Óláfur. Að svo búnu reka þeir hann af þingi eins og glugghross.
Ekki tekur betra við í fryggðar- og óþerraorðbragðsviðfangsefnum Alþingis þegar sakaskrá, hljóð- og myndskrár af hinum stórseku klausturþingmönnum kemur upp á borð til rannsóknar. Það mun eflaust taka á fyrir saklausa þingmenn að stugga ódráttunum af klaustri út fyrir dyr Alþingis og fylgja þeim eftir upp á afréttir eftir að hafa ígrundað það hroðalega efni sem safnað var saman um þá bersyndugu klausturpaura. Það var náttúrulega ekki nema von, að Stengrímur forseti segði sig frá að dæma um allt það óþrifnaðarorðbragð um tíkur og klessur og eyjur, því Stengrímur er vandur að virðingu sinni og vill ekkert andskotans fylliríisraus og klámfengna gjörninga á sínum borðum.
Og í tilefni af tiltektum Alþingis í sínum ranni og úthýsingu pornóhugarfars greip Seðlabankinn, eða öllu heldur bankastjórinn, Mási hinn dónalegi, sig til, rak af sér slyðruorðið og reif niður skilirí af berrössuðum kérlingargálum, sem einhver ódámur sullaði á striga eða léreft, og fór með þær í sorptunnu Seðlabanka Íslands. Fram að þessu hefir Mási verið talinn, fortakslaust, leiðinlegasti maður landsins, en eftir að hann tunnaði sóðamyndirnar, sem einhver karlrembudóninn hengdi upp um veggi Seðlabankans, það hefir viðhorfið til Mása snúist við og nú álíta allt upp í þurrustu fémínístafraukur hann ógn skemmtilegan og vel í húsum hæfan.
Fengu erindi um mál Ágústs Ólafs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2019 | 16:45
Leppalúði og Gluggaskraut
Ekki veit ég af hverju mér dettur alltaf í hug Leppalúði þegar ég heyri minnst á hæstvirtan forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, eða sé þeirri kvinnu bera fyrir á sjónvarpsskjánum. Það er eitthvað svo undur sérkennilegt við konu, sem veður um innanhúss með þykkan og breiðan trefil margvafðan um hálsin, eins og hún sé við að drepast úr hálsbólgu, hálsmeini, hálskrabba, nú eða einhverju þaðan af verra. Þó held ég þetta með Katrínu og Leppalúða eiga eitthvað skylt við þá staðreynd að Katrín er pólitískur rugludallur, gluggaskraut pólitískra loddara og málflutningur hennar einn allsherjar hrærigrautur af frösum, upplifunum, samtölum og réttlæti borgarastéttarinnar.
Og nú leitar sú hugsun á, hvort ekki væri betra að hafa Leppalúða fyrir forsætisráðherra en gluggaskraut Flokkseigendafélags VG og Engeyinga. Samkvæmt heimildum er Leppalúði vitgrannur, ringlaður, smá-bilaður og úrræðalítill á allan hátt og jafnvel eru áhöld upp hvort hann sé lífs eða liðinn. Satt að segja er ég heldur á því að betra sé að hafa eintóma Leppalúða í ríkisstjórn frekar en undirförulan, falskan og ófyrorleitin loddarasöfnuð. Já, Leppalúði er sennilega mikið betri.
Þá er ekki úr vegi að geta þess hve það er óhugnanlegt að Alþingi er að koma saman í dag. Og það er þyngra en tárum taki að hlusta á þessi undirmálsendemi setja upp leikrit í gáfumannafélagsstíl í Alþingishúsinu og skíta þar hvurn lófastóran blett út með smekkleysu og skinhelgi ...
Kynna tillögur í húsnæðismálum á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nýjustu færslur
- Grjótari og Jakobsleiðin á hálendi Íslands
- Hún elskar hann en hann elskar hana að meðaltali frekar lítið
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Til heiðurs nýrri ríkisstjórn
- Göglin, þjófræðið, og auðvaldspervertarnir
- Vér óskum emírítusnum innilega til hamingju með glæsilega ákv...
- ,,Hjónabandið er samábyrgð tveggja andlegra öreiga"
- Álfabakkamúrinn á eftir að reynast fólki vel; þökk sé Degi og...
- Spøgelset í höfn á Jótlandi
- Þétt dagskrá forseta á morgun - og fullveldismessa síra Baldv...
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 22
- Sl. sólarhring: 50
- Sl. viku: 1494
- Frá upphafi: 1542364
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 1316
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu athugasemdir
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007