Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2019

Upphafið að endalokum ævintýris

ratÍ dag skemmtir fólk sér í góða veðrinu við að njóta krampakenndra géðofsaviðbragða auðvaldsins út af garpslegri framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar í lífeyrissjóðsmálinu. Auðvitað veit auðvaldið sem er, að aðgerð Ragnars kann að vera fyrsta skrefið í þá átt launafólk taki lífeyrissjóðina alfarið undir sín yfirráð, og því senda þeir leppalúða sína, sem þykja bera gáfumannasvip, út á akurinn til að ljúga upp á Ragnar, rógbera hann og gjöra tortrykkilegan í alla staði. Það er skú ekki gaman fyrir slefandi kapítalista í jakkafötum frá Armani að skítugur þrælalýður sé í þann veginn að taka af þeim það þénanlega leikfang sem fjármunir lífeyrissjóðanna er.

Það var asskoti brilljant hjá auðvaldinu þegar því tókst að ljúga líseyrissjóðskerfið inn á verkalýðshöfðingja síns tíma. Hugmyndin að apparatinu er lýgilega í takt við blauta frjálshyggjudrauma geggjaðra grillufangara; þar tóks þeim vel til að hækka skatta umtalsvert án þess þó að iðgjöld til sjóðanna séu bókuð til skatta. Lífeyrissjóoðakerfið byggir meðal annars á því að ójöfnuður milli einstaklinga og stétta haldist eftir að stafsævinni á vinnumarkaði lýkur og áfram út yfir gröf og dauða. Og til að kóróna meistaraverkið, þá tókst auðvaldinu að fá helminginn af stjórnarmönnum í þessum misyndissjóðum og nota þá í framhaldinu eins og hvurn annan gamblarabanka fyrir sig og sína og skíta þá út samkvæmt kúnstarinnar reglum auðvaldsins og hlaupa með afraksturinn til Tortólu og annarra enn skítugri skúmaskota.

En nú verður rottusamfélagið um lífeyrispéníngana sennilega að taka til fótanna með allt það fé sem þeim hefir tekist að véla út úr lífeyissjóðunum áður en Ragnar Þór og hans illfyglaherdeild af ætt írskra þræla, svo vitnað sé í þann góða framkvæmdastjóra Pétur Þríhross, skellir í lás. En þetta er bara, drengir mínir, upphafið að endalokum ævintýrisins um gamblarasjóðina, sem fávísri alþýðu var talin trú um að væru einhverskonar asskotans lífeyrissjóðir og henn gjört með valdboði að ofan að greiða sína tíund í.


mbl.is Hafnar alfarið gagnrýni atvinnurekenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú mun auðvaldið fá að engjast eins og rottumaðkur á aungli

au_vald_1061447.jpgÞarna var snöfurmannlega að verki verið hjá honum Ragnari. Hann dró lubbana bara eins og tilberasnakka frá ketkatlinum og kastaði þeim út í myrkrið. Þó að eihverjir lái Ragnari ekki fyrir að láta til skarar skríða gegn spikfeitum deleröntum, sem ár og síð hafa sopið upp úr ketpottinum lífeyissjóðsfélag, þá er auðvaldið gersamlega brjálað, tryllt og helblátt í framan, líka Stengrímur samherji og krataeðlissjúklingarnir, yfir því að aðgerð Ragnars gæti verið forsmekkurinn að því er koma skal, þ.e. að félagar í lífeyrissjóðunum taki þá að fullu og öllu í eigin vörslu.

xbÞað er því fremur skuggsýnt í reykfyllta bakherberginu máttarstólpa þjóðarinna og fátt annað talað er bölv og ragn í augnarblikinu. Og hinir spikfeitu púkarnir, sem setið hafa ár og öld í stjórnum sjóðanna og halað inn pénínga fyrir ekkert nema spillingu, nötra í kveld eins og heróínsjúklingar í hastarlegum fráhvörfum, því brátt verður þeim vísað út úr Paradís eins og ólánsfólkinu Adámi og Evu.

Þegar lífeyrissjóðirnir verða að fullu og öllu komnir í hendurnar á Ragnari, Villa á Skaganum, Aðalsteini á Húsavík og Eflingargörpunum verður sannarlega gaman að lifa og fróðlegt að sjá hvernig andskotans auðvaldið mun engjast sundur og saman eins og ánumaðkur á aungli þar til það hrynur til grunna og hverfur til föður þess í Helvíti. Það verður sérlega gaman þegar samherjunum, Stengrími, Bjarnaben, LÍÚ og Viðskiptaráði verður skipað með harðri hendi að skríða inn í jökulkalda og illa þefjandi tóma lýsistanka til að þrífa þá þangað til hægt er að spegla sig í þeim bæði utan og innan, og götstrákur, með vindil í kjaftinum, kemur annað slagið og rekur samherjana fram til dáða með óvöldu orðbragði og snærisspotta.
Ohohohoho ...

Eftirmáli:

Þess má til gamans og fróðleiks geta, svona í eftirmála, að lífeyrissjóðirnir atarna hafa í raun og verið leikfang auðvaldsins, ábyrgðarlausra peningageðsjúklinga, svokallaðara ,,fjárfesta", til að gamlba með, en lýðurinn, hinir vinnandi þrælar hafa verið skikkaðir til að borga í þennan prangarasjóð með loforði um fáeina aura í ellinni. Þetta innir á viðlagið í söng Joe Hill um búðinginn á hymmnum sem maður fær fyrir að vera skikkanlegur og lítt hröfuharður gagnvart auðvaldinu í lífinu: ,,You will eat, bye and bye, In that glorious land above the sky; Work and pray, live on hay, You´ll get pie in the sky when you die."


mbl.is Samþykktu að afturkalla umboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið hryllilega leiðindalið hundskast í felur, en því miður tímabundið

jólÞað var mikið að þetta landslið leiðinlegra manna og kvenna sá sóma sin og hundskaðist í leyfi, því miður tímabundið í stað þess að hyfja sig frá í eitt skipti fyrir öll. Á aungvann er logið, þó fullyrt sé, að núverandi þing sé það allra leiðinlegasta sem haldið hefir verið, enda var starfsfólk þingsis flest orðið geggjað og var í hasti sent til afslöppunar á strönd Svartahafs.

Ef farið væri út í þann sálm að velja leiðinlegast flokkin á þingi og leiðinlegasta þingmanninn færi nú heldur að vandast málið, því uppskafningsháttur, sýndarmennska og prump virðist einkenna alla flokka og flokksmenn. Til dæmis er þingflokkur VG, eins og hann kemur fyrir ánýlegri mynd, líkur samansafni af jólatrjám á útsölu, það er nú meiri skömminn. Og Pírataflokkurinn, ja, hann er nú eins og auglýsing um bíómynd af uppvakningum á vitfirringahæli. Já, vinir mínir, ljótt er það.

x15Nú, fyrir utan þessi ógurlegu, ég leyfi mér að segja, yfirnáttúrlegu leiðindi, þá stóð blessað Orkupakkamálið upp úr, þegar litið er yfir afrek þingsins. Út af þessum Orkupakka eru samtökin sem kenna sig við sjálfstæði að liðast í sundur, ráðsmaður gömlu og geggjuðu Framsóknarmaddömunnar situr uppi í fjósflórnum, berrassaður, sem ósannindapési um Orkupakkan og VG eins og hvurjir aðrir nytsamir skítakleprar á lærum auðvaldsins, en stjórnaandstaðan æf yfir að geta ekki með hraði logið sig inn í ESB með Orkupakkahelvítinu. En svo er það, stúlkur mínar, Miðflokkurinn skohh, já, Miðflokkurin skohh. Han kemur út úr Orkupakkanum eins og mjallhvít graðmeri sem bæði er yxna og í hestalátum og gott ef ekki breima til viðbótar. Það er skrautlegt leiðindaliðið okkar í poletikini; á stíðstímum hefði einhver séð gálga í öðru auganu á því og snöru í hinu.


mbl.is Þingi formlega frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hóstaði í skítugri flatsæng til að gjöra stundina hátíðlegri

kol22Ó það verður svo þægilegt fyrir Katrínu og börnin að fá að vera í öruggu húsnæði og með Dag og ungfrú Snædal inná sér alla daga, eins og þau eru nú skemmtileg. Að sjálfsögðu var Kaldal ljósmyndari pantaður og látinn ljósmynda athöfnina þegar Kristín og börnin tóku við lyklunum úr lúkunum á Degi og Snædal, ungfrú Snædal vafin mörgum, breiðum og þykkum ullartreflum í sumarhitanum að hætti efrimillistéttarinnar í VG og Dagur á nærbuxunum og í alþýðlegum jakka, því þetta var indæl stund til að snobba niður fyrir sig.

Nú, greiðslubyrðin á ekki að vera nema 25 prosént af heildartekjum leigenda og mun það taka ár og dag að láta greiða íbúir í leigu þeirra vinna á svörtu og hafa alls aungar tekjur á pappírunum. En vér skulum lát Dag og Vigdísi Hauks í borgarstjórn og ungfrú Snædal í ullarvefjunum um að reikna það dæmi.

Það vakti athygli, að Dagur glopraði því út úr sér við afhendingarathöfnina, að íbúðin Katrínar og barnanna væri búin hrotuvörn, sem gerði það ótrúlega og skrúfa snarlega niður í hrotudýrum, ef þau gera sig líkleg með að hrjóta illilega. Þegar Dagur hafði talað og lýst hrotuvörninni í hvívetna dró hann sig inn í íbúðina Katrínar og barnanna og lagðist þar fyrir hóstandi í skítugri flatsæng, sem hafði verið komið þar fyrir í tilefni dagsins.


mbl.is Katrín fékk fyrstu íbúð íbúðafélagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og tveir plús tveir eru fjórir

ing16Það er naumast að kellíngarkjökrið hún Vigdís hefir einelt þennan skrifstofustjóra hrikalega fyrst ekki er hægt að segja frá því á minna en 100 blaðsíðum. Við, sem fyrir utan þetta stöndum og horfum skelfd á, sjáum ekki fram á annað en að sona einelti endi með hreinum voða. Við spyrjum okkur líka að því hvort innan Borgarstjórnar Reykjavíkur sé aunginn myndugleiki til að taka eineltishrotta úr umferð á frumstigi athafna hans og vefja í leiðinn fórnarlambið inn í enn meiri bómull.

Kolbeinn Kolbeinsson, sem er skrifstofustjóri til áratuga, fékk stjóraembættið í verðlaun frá stjónmálaflokknum sínum, hefir ætíð tekið skilmerkilega á eineltistilburðum. Það hefir hann gert með því að senda hlutaðeigandi út á guð og gaddinn, lúberja þá eða láta þá falla út um glugga; og fljótlega voru eineltismál úr sögunni á skrifstofu Kolbeins Kobeinssonar.

Og fyrst 100 þéttskrifaðar blaðsíður hafa verið skifaðar upp um svakalegan eineltisferil Vigdísar er fullljóst, að eins og tveir plús tveir eru fjórir, þá fer frú Vigdís í afplánunarferli að Litla Hrauni fyrir þessi 100 blaðsíðna ofbeldisverk.


mbl.is Skoða hvort Vigdís hafi lagt í einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tókst að blinda ókindina

beljaÞað er skammt illhvelanna í millum þessi dægrin. Í dag óru það tvö morðóð villukvikindi af rauðkembingaætt en á þeytjánda júni hvorki meira en né minna en steypireður, einhvur skæðasta skepna sem uppi hefir verið. Steypireðurinn er til dæmis svo ógurlega stór, að honum munar ekkert um að gleypa bát af gerðin Sómi 800 í einum bita með manni og mús.

Það var því ekki nema von farþegum hvalaskoðunnarfleytunnir væri brugðið þegar djöfuls steypireðsskepnan rak hroðalegan hausinn, alblóðugan um kjaftinn, upp úr sjóskorpunni og hvæsti grimmdarlega. Nú, enda varð skipstjórinn á fleytunni svo hræddur að hann lak útaf og gerði, með leyfi að segja, í sig og hefði vélstjórinn ekki tekið sig til og dælt tíu tonnum af svartolíu í sjóinn og blindað steypireðinn, eða steypureðinn eins og vélstjórin kallaði ókindina í sjónvarpsviðtali.

Það liggur auðvitað beint við að yfirvöld geri sér grein fyrir hvað kann að gerast ef steypireðurinn mundi ramba inn í Reykjavíkurhöfn, því svona dýr er þúsund tonn og kjaftstórt og sterkt eftir því. Sérstaklega verður að hafa auga með alþingismönnum og meirihluta borgarstjórnar því aktívistar eru vísir með að kasta því fólki fyrir steypireðinn til átu. Að vísu mundi stórhvelið drepast ef það æti eitthvað að ráði af þingmönnum.


mbl.is Steypireyðarmæðgur sáust í Faxaflóa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fágætt uppátæki einkennilegra manna

hvala2Þeir sem standa fyrir flutningunum á illhvelunum hingað til lands eiga efir að bíta úr nálinni varðandi þetta óheyrilega tiltæki sitt. Sem kunnugt er þá er hvalategundin mjaldur af rauðkembingaætt, en skepnur af þeirri hvísl eru orðlögð og stórhættuleg illhveli sem hneygjast mjög til að granda bátum sem þeir telja sig ráða við og sitja fyrir grandalausu fólki sem er á heilsbótargöngu við fjöruborðið.

Eftir að svokallað ,,sjósund" komst í tísku fyrir nokkrum árum hafa rauðkembingar grandað tugum sundkappa, hreinlega étið þá eins og gráðugur auðvaldsbelgur hámar í sig steik með sósu. Og það er ekki lengra síðan en í vor, að rauðkembingur, líklega flekkjamjaldur, kom allt í einu þjótandi upp úr hafdjúpunum og svalg í einu augabragði þrjá ferðamenn, miðaldra hjón frá Kína og friðil eiginkonunnar sem var með í ferð.

En fyrr mega nú vera auðnuleysingjarnir, sem tvítóla ekki við að flytja oss manndrápshveli frá fjarlægu landi til að bæta við ört stækkandi hóp slíkra vágesta hér við land. Það fylgir og bölvuðum skepnunum, sem einkennilegir menn létu flytja með flugvél hinað til lands, að þeir hafi þar austur í Sígapúr veitt sér til matar kynstrin öll af trilluköllum. Um leið og skakkarlarnir lúta örlítið út fyrir borðstokkinn til að gæta að færum sínum nota morðhvelin tækifærið, lyfta sér upp úr sjávarborðinu og bíta um höfuðið á skakaranum og draga hann með sér niður í djúpið, þar sem þeir gleypa þá í sig með smjatti og vellíðunarstunum. 


mbl.is Annar mjaldranna steinsofnaði í fluginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krossun vekur mikinn og almennan hlátur en öðrum er ekki skemmt

kross1Þessar krossahengingar foretans í dag eru svo sem á pari við aðrar slíkar í fortíðinni. Það sem vekur mesta athygli varðandi henginguna að þessu sinni er ekki hvurjir fengu kross heldur hvurjir fengu hann ekki. Það er til dæmis algerlega óskiljanlegt að frú Ingveldur hafi verið skilin útundan einn gangin enn og er hún þó flestöllum betur að riddarakrossi fálkaorðunar komin, enda efndu aðdáendur hennar til aktívisma, mótmælagjörð, í dag og kukkuðu á heimreiðina að Bessastöðum meðan forsetinn var inni hjá sér að krossa sína ódáma.

En svo vér víkjum nú aftur að krossriddurum dagsins, þá vekur krossun Boga Ágústssona mestan hlátur, en öðrum var ekki skemmt og grettu sig í framan eins og þeir hefðu sopið á geymissýru eða einhverju þaðan af súrara. Og satt er það, Bogi er jafnvel enn álappalegri Kobbi Magg, sem fékk líka kross fyrir, ja ... það veit víst aunginn. Svo var í hópi hinna hólpnu krossbera í dag einhver hestur, en hann hefir sjálfsagt veri jafn vel að orðuskrattanum kominn og Bogi og Kobbi.

Þá er Brynjar Vondalykt afar óánægður með að hafa aldrei fengið orðu, ekki einusinni litlu hundaskítsorðuna, sem forsetinn veitir einum og einum dánumanni. Þess vegna gjörði Brynjar uppistand á hátíðarvettvangi í dag og veittist að ungum hjónum, sem voru þar í veðurblíðunni með litlum börnum sínum, og hellti sér yfir þau með óbótaskömmum og öskraði á börnin að hann skyldi éta þau á staðnum. Ungi maðurinn ætlaði að stoppa Vondulyktina af, en það átti hann auðvitað ekki að gjöra, því Brynjar hafði samstundis endaskipti á föður litlu barnann, í þeirra augsýn, og velti honum upp úr skítugri götunni eins og rúllupylsu. Nú, Indriði Handreður var líka í ham í dag, en það var út af allt öðru; kallkvikindinu reis sem sé ekki hold, fimmta daginn í röð, og lét íllsku sína bitna á konu sinni, þeirri fyrrum fögru Máríu Borgargagni. En Borgargagnið var ekki upp á neinar traktéringar komin í dag og laumaði kökukeflinu í hnakkann á djöfli, svo hann leið útaf eins og kartöflupoki sem missir jafnvaægið og liggur flatur í gólfinu.


mbl.is Bogi og Halldóra sæmd fálkaorðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búkollumálið á dögum Ólafs bónda

bukolla.jpgÞegar Ólafur bóndi var og hét, það er að segja áður en smalahundurinn hans, hann Snati, ýtti honum með trýninu fyrir björg, átti hann rauðskellótta kú, sem hann kallaði Búkollu. Hún Búkolla var náttúrlega kjörgripur, mjólkaði vel, spáði fyrir um veður og skyggn var hún og dulrænni en kúa er almennt siður. Búkolla var mjög vandlát á naut þegar hún var yxna og hleypti ekki hverju sem var upp á sig. Sum árin kenndi hún sannarlega ekki karlkyns nautpéníngs en skilaði samt sínum kálfi á réttum tíma, en Búkolla var um sína daga ætíð snemmbæra. Hvar hún fékk fang þessi nautslausu ár var mönnum hulið og var mikið skrafað um þessi ósköp á bæjunum.

Um þá kálfa sem Búkolla blessunin eignaðist án tudda má segja að þeir voru heldur frábrugðnir venjulegum kálfum; þeir mynduðust við að ganga uppréttir á afturfótunum og þegar útvarpsfréttir vóru sagðar eldhúsinu hneygðust þeir mjög til að leggja eyru sín að elhúsgluggarúðunni til að heyra betur hvað fram fór í útvarpinu. Þá heyrði bóndinn að næsta bæ, Sigvaldi nokkur, ekki betur eitt sinn en að kálfur Búkollu kallaði með mannsrödd ,,pabbi" á eftir Ólafi bónda. Sigvaldi sagði sveitungum sínum óðar frá þessu atviki, sem þókti í hæsta máta óhugunalegt og dularfullt.

Það segir sig sjálft, að Búkolla var afar elsk að Ólafi bónda og kom ósjaldan út í teyginn þegar Ólafur var við heyannir og sleikti hann hátt og lágt af einkennilegri áfergju. Hvað þetta háttarleg Búkollu þýddi vissi enginn, en eiginkona Ólafs bónda, húsfreyjan á staðnum, hafði mikla skömm á atlotum Búkollu við bónda og hafði oft á orði að nú væri tímabært að fella Búkollu. En svo batt Snati bráðan endi á umsvif Ólafs bónda með því að stjaka honum fram af hengiflugi sextugs bjargs, en Ólafur bóndi stóð fremst á blábrúninni og skyggndist eftir lambfé, sem honum þókti líklegt að héldi sig þar undir hamrinum. Ekki er að orðlengja það, að Ólafur bóndi fór í klessu, því hann hafnaði akkúrat í urð með hvössu eggjagrjóti. Snati fór aftur á mót heim og lét lítið yfir sér og þóktist ekkert vita, en Búkolla hrein og bölvaði eins og griðungur í heila viku og básinn hennar var rennblautur hvurn morgun af tárumm hennar heitum. 


mbl.is „Ísland þorir, vill og get­ur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðhátíaðgleði fyrr og nú

pol1Löngum hefir 17. júní verið andstyggilegur á Íslandi. Í Reykjavík, til dæmis, var það plagsiður á árum áður að ungdómurinn flykktist niður í bæ um kveldmatarleytið og upphóf ægilega áfengisdrykkju með gubbi, dauða á götum og gangstéttum, óburðugum tilraunum til samræðis í portum og upp við ljósastaura, og enn óburðugri tilfæringum til slagsmála. Nú, lögreglan tók að sjálfsögðu fullan þátt í djöflaganginum með því að kylfurota unglingana og henda þeim inn í lögreglubíla. Og stundum tókst einum og einum unglingi að koma með krók á móti bragði og laumast aftan að lögregluþjóni og rota hann með girðingastaur.

Hálfdán varðstjóri er einn þeirra sem saknar ryskingarnar í miðbæ Reykjavíkur að kveldi 17. júní. Hann lét ekki staðar numið þó hann væri búinn að fylla allar fangageymslur á stöðinni heldur hafði hann dauð og hálfdauð ungmenni með sér heim og refsaði þeim þar harðlega. Einn þeirra sem Hálfdán hafði á brott með sér heim úr miðbænum var endemið Árni Aunglabeygja. Þeim djöfli sagðist svo frá síðar, að hann hafi verið með ægilegan höfuðverk daginn eftir, þ.e. 18. júni, en það hafi samt ekkert verið hjá logandi kvölunum sem hann hafði í óæðri enda sínum; enda segja kunnugir, að Aunglabeygjan hafi öll verið á skakk og skjön, eiginlega í keng, í mánuð á eftir, en það hlógu nú bara allir að því.

Fyrir ekki svo mörgum árum síðan var Brynjar Vondalykt staðinn að verki að kvöldi 17. júní í dyraskoti við Laugaveginn með buxurnar onum sig og með honum það kvendi, Máría Borgargagn, sem þá var aðeins heitbundin Indriða Handreði. Lögreglan handtók þegar í stað umrædd skötuhjú og færðu Hálfdáni varðstjóra, sem tók feginn við þeim. Innan stundar heyrðu svo lögregluþjónarnir annarleg hljóð, grunsamlega og ámáttleg berast frá fangaklefanum sem Hálfdán fór með hjúin í. Um morguninn, árla mjög, birtist frú Ingveldur á lögreglustöðinni og lét verða sitt fyrsta verk að slá Hálfdán varðstjóra í aungvit, taka lyklana úr buxnavasa hans og opna fangaklefann og hleypa þeim Vondulyktinni og Borgargagninu út. Að vísu komust þau ekki á stjá af sjálfsdáðum, en frú Ingveldur kunni ráð við því og bar þau eins og hvolpa, undir sitt hvorri hendi, út af stöðinni og út í bíl.


mbl.is Víða væta á þjóðhátíðardegi Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband