Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
13.3.2007 | 07:31
Ánægjuleg niðurstaða.
Rúm 70% andvíg kvótakerfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.3.2007 | 20:06
Hin ógleymanlega lífsreynsla Elísabetar. III. hluti. Sögulok.
... Nú liðu rúm tíu ár, án þess ég frétti eitt eða neitt meir af Elísabetu; hafði allan tíman staðið í þeirri meiningu, að hún hefði fengið lögregluna eða meindýraeyði til að hreinsa út hjá sér.
Svo var það fyrir skemmstu, að ég rakst á gamlan kunningja minn, sem ég hafði ekki hitt lengi, fyrir tilviljun á götu. Við fórum inn á kaffihús og skröfuðum saman drjúga stund og af mikilli vinsemd yfir kaffibolla. Þar koma, að fornvinur minn minntist eitthvað á hana Elísabetu, sem við þekktum báðir hér fyrrmeir. Kom þá upp úr dúrnum, að Elísabet situr enn þann dag í dag uppi með ólánsgemlinginn atarna, sem slæðst hafði heim með henni hér um árið. Hún hafði semsé, þegar til kom, heykst á að reka hann af höndum sér, og því fór sem fór. Nú hýrist hún í sárri örbyrgð í niðurgrafinni, loftlausri og daunillri kjallarakytru, ásamt þremur börnum sínum og þessum líka dásamlega manni, sem hún fær reyndar frí frá þegar hann er í afplánum í Hrauninu, en það gerist sem betur fer alltaf annað slagið.
En hvað sem fjölskylduhögum Elísabetar líður, má fastlega gera ráð fyrir, að henni verði ósjaldan hugsað til kvöldstundarinnar afdrifaríku, þegar hún, svo að segja, fiskaði mannsefni sitt upp úr morauðum drullupolli á götunni. Þessi hörmungarsaga hefur, á sinn hátt, einlægt minnt mig á söguna af því þegar Gunnar Hámundarson guggnaði á að fara utan, en valdi sér heldur að bíða örlaga sinna heima á Hlíðarenda með eiginkonu sinni. ...
11.3.2007 | 14:28
Árni Páll Árnason var sér til stórskammar í Sifrinu.
Mig rak algjörlega í rogastans þegar samfylkingarmaðurinn og fambjóðandinn Árni Páll Árnason hóf upp raust sína í Silfri Egils áðan og lét dæluna ganga yfir Vinstri græna, eins og þeir hefðu stolið einhverju frá honum, eða valdið honum öðrum alvarlegum búsifjum.
Ég hef verið að gera mér vonir um að aðstandendur stjórnarandstöðuflokkana, létu það vera að klóra glyrnurnar úr hverjum öðrum, a.m.k. fram að kosningum. Í mínum huga snýst valið að þessu sinni aðeins og eitt: Á núverandi ríkisstjórn að halda áfram eftir kosningar, eða fær stjórnarandstaðan nægilegt fylgi til að mynda ríkisstjórn. Þessvegna eiga stjórnarandstöðuflokkarnir að einbeita sér að því einu að ná sem mestu fylgi af ríkisstjórnarflokkunum. Út frá því sjónarmiði skoðast umrædd framganga Árna Páls skemmdarverk af versta tagi. Honum væri fjandans nær að eyða heldur kröftum sínum í að laga þannig til innan Samfylkingarinnar að líkur væru á að húm næði til sín fylgi frá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.
10.3.2007 | 21:21
Hin ógleymanlega lífsreynsla Elísabetar. II. hluti.
... Elísabetu sortnaði verulega fyrir augum við að líta það sem við blasti. Hún hafði aldrei séð annað eins. Óbermið í sófanum virtist kátt, kvakaði eitthvað til hennar í vingjarnlegum tón og ók sér eins og það hefði kláða.
En á þessum punkti heyrði Elísabet ekki neitt, þó hún heyrði, sá ekki neitt , þó hún sæi, en fyrst og fremst gat hún ekki hugsað því allt lék á reiðiskjálfi inni í höfðinu á henni.
Í öllu fátinu tókst henni þó að hopa á hæli, skjögra inn á salerni, læsa að sér, hífa niðrum sig og setjast á klósettið og fór að berjast, með takmörkuðum árangri, við að hemja umbrotin í höfðinu á sér. Hún tók ekkert eftir að setan var uppi, rorraði bara og vóg salt á skálarbarminum, sem var hlandblautur eftir þann sem búinn var að hreiðra um sig í stofusófanum.
-Nú sit ég aldeilis í súpunni, tókst henn loks að hugsa ráðþrota og fnæsti út um nasirnar. -Ég verð að eyða þessu helvítis kvikindi, afmá það af jörðinni - í eitt skipti fyrir öll - annars get ég ekki lifað lengur.
Og þar sem hún nú lét fyrirberast á klósettskálinni, sóttu atburðir liðinnar nætur að henni eins og ójarðneskir svipir, hrímkaldir og andstyggilegir. Elísabet sá kvikindið fyrir sér alsnakið í hálfrökkri, eins og hún mundi það nýliðna nótt, og hún hafði líka verið nakin og tekið á móti atlotum þess, eða hvað átti að kalla tilburði þessa viðbjóðslega gerpis. Djöfulsins ógeð! Djöfulsins, andskotans, djöfulsins ógeð. Hún yrði aldrei hrein aftur.
Allt í einu hvolfdist yfir hana bullandi iðratak.
Og hvað skyldu foreldrar hennar segja, ef þau kæmust að þessu?
Elísabetu fannst líf sitt hanga á bláþræði. Máske var hún að sturlast. Margrét ömmusystir hennar hafði sturlast milli tvítugs og þrítugs. Hún hafði farið yfrum út af karlamanni og var geymd í spennitreyju inni á Kleppi í mörg ár. Og nú var Elísabet sjálf komin í alvarlega klípu út af karlmanni - ef karlmann skyldi kalla.
Um síðir tókst Elísabetu að hafa sig upp af klósettinu og gyrða sig, en láðist að renna upp buxnaklaufinni, en þar útum gægðist bleikt skyrtuhorn. Svo tók hún á sit rögg, vatt sér fram í stofudyr og mælti furðu digurbarkalega miðað við sálarástand sitt að öðru leyti: -Komdu þér út á stundinni!!!
En óbermið svaraði engu, hlykkjaðist bara skælbrosandi og ók sér í sófanum. Nú sá hún svart á hvítu, hvað þessi maður var á allan hátt ólögulegur og ófríður - hann var jafnvel enn fáránlegri en hún hafði gert sér í hugarlund þegar hún sat á kaffihúsinu og velti sér alein upp úr eigin óláni.
-Komdu þér út, eða ég kalla á lögregluna! gargaði hún æst. -Þú skalt ekki halda að þú getir sest hérna upp eins og þú eigir hérna heima!
-Þú lést ekki svona í nótt dúfan mín, kvakaði ódámurinn á móti og slokraði í sig því sem eftir var í glasinu.
-Þá hringi ég i lögregluna, svaraði Elísabet, þrjósk og að því er virtist ákveðin.
En hvernig sem á stóð, varð hreinlega ekkert úr að Elísabet kallaði út lögregluna sér til fulltingis í baráttu sinni við hinn misheppnaða ástmann, sem hún hafði slysast til að hafa heim með sér í áfengisblindu.
framhald ... ekki síðar en á morgun, ef Guð leyfir...
10.3.2007 | 12:36
GJH höfuðsnillingur og þjóðsagnapersóna.
Skal nú kvaddur til sögunar, enda óþarfi að draga það lengur, höfuðsnillingurinn og þjóðsagnapersónan GJH, sem fyrir skemmstu tók við heiðursviðurkenningunni "Sameign allra Tálknfirðinga, fjær og nær." Mun rétt vera, að GJH sé eini maðurinn á byggðu bóli sem unnið hefur fyrir slíkri nafnbót.
Síðasta sumar urðu þau ógurlegu tíðindi, að nefndur GJH, varð sextugur, sem sýnir svo ekki verður um villst , með einföldu reikningsdæmi, að hann er hér um bil ellefu árum eldri en Osama bin Laden. Ekki þarf að taka fram, að GJH er fremri Osama á öllum sviðum, nægir þar að nefna, að sá síðarnefndi er algerður bindindismaður, en GJH kann manna best að meta guðaveigar sem lífga sálaryl, sem meðfylgjandi mynd sýnir svo ekki verður um villst.
Síðast liðið haust varð GJH þeirrar hamingju aðnjótandi, að gerast framsóknarmaður og munaði ekki nema hársbreidd að hann færi í framboð fyrir stjórnmálasamtök framsóknarmanna. En hamingjan er fallvöllt og á aðventunni dró ský fyrir sólu því GJH varð svo ógæfusamur að hætta að vera framsóknarmaður. Og á sjálft aðfangadagskvöld, yfir jólasteikinni, gaf GJH út yfirlýsingu þess efnis, að FRamsóknarflokkurinn væri skítaflokkur, sem æðri máttarvöld ættu að sjá sóma sinn í að afmá með öllu af yfirborði jarðar enda væri flokksnefna þessi ekki hótinu betri en innbyggjar Sódómu og Gómorru forðum daga.
9.3.2007 | 21:51
Hin ógleymanlega lífsreynsla Elísabetar. I. hluti.
Það var aldeilis félegur aumingi, sem ungfrú Elísabet hafði heim með sér að afloknu kráarsvalli, aðfaranótt þriðja sunnudags í apríl.
Eftrir á blótaði hú sér í sand og ösku fyrir að hafa ekki verið ódrukkin þessa kvöldstund því þá hefði henni ekki orðið á slík leiðindaskyssa.
Vart þarf að taka fram, að ekki var Elísabet fyrr komin inn til sín, umrædda nótt, en mannvesalingurinn, sem hún hafði leyft að fylgja sér heim, fór að leita á hana í ákveðnum tilgangi. Og fór svo, að innan stundar höfðu þau haft gögn öll og gæði hvort af öðru.
Undir hádegi vaknaði Elísabet af sætum blundi og sá samstundis, algáðum augum, hverskyns var: Semsé, að hún hafði látið fallerast með aumingja, sem var svo horklepraður að jaðraði við afstyrmishátt.
Hvernig gat þvílíkt og annað eins gerst?
Og nú lá þetta endemi steinsofandi og alsbert í hennar eigin rúmi!
Við þetta bættist, að Elísabet þorði ekki fyrir sitt litla líf, að vekja manninn því aldrei var að vita upp á hverju hann tæki .
Og þar eð henni sýndist ekkert skjótvirkt bjargræði nærhendis, ákvað hún að ganga að heiman og vera fjarverandi í allnokkrar þýðingarmiklar klukkustundir og freista þess að næturgagn hennar risi úr rekkju á meðan og hypjaði sig á brott.
Um kvöldmatarleytið sneri hún heimleiðis, eftir að hafa setið full sjálfsvorkunar og timburmanna á kaffihúsi allan daginn.
En er Elísabet sté inn til sín aftur, eftir daglangt kaffiþamb og stórfelldar sígarettureykingar, varð hún fyrir miklum vonbrigðum: Mannfjandinn lá makindalega í stofusófanaum með glas í hönd og lappirnar uppi á borði. Á borðinu var einnig fjölmenni af bjórdósum og upp úr þeim fríða söfnuði, gnæfðu tvær flöskur af sterku áfengi eins og klakalagðir jökultindar. Á einu borðshorninu grillti ennfremur í tvo ofurlitla plastpoka með einhverju hvítu í, líklega dufti.
9.3.2007 | 12:41
VG og hinir flokkarnir.
Getur verið að mikið fylgi VG í skoðanakönnunum sé einkum hinum flokkunum að þakka. Fólk er almennt orðið mjög þreytt á ríkisstjórninni og Framsóknarflokkurinn virðist vera búinn að fyrirgera rétti sínum sem valdaflokkur í augum kjósenda. Vandi Samfylkingarinnar felst einkum í ótrúlegum hringlandi og stefnufestuleysi og þykir þar af leiðandi ekki fýsilegur kostur. Frjálslyndi flokkurinn er dæmdur til að vera smáflokkur og smáflokkar eiga ævinlega erfitt uppdráttar.
Að öllu samanlögðu virðist kjósendum VG vera illskársti kosturinn þessa dagana, þrátt fyrir öfgafeminismann sem þar ríður húsum og virkjanaþráhyggjuna. Ég vil þó taka fram, að innan VG er yfirburðamaðurinn Ögmundur Jónasson, sem að öðrum ólöstuðum gefur flokknum yfirbragð staðfestu og reisnar.
Gjörbreyting á fylgi á milli Samfylkingar og VG á meðal kvenna" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.3.2007 | 15:07
Magnús Stefánsson gerist femínisti.
Lagafrumvarp nefndar um jafna stöðu og rétt kvenna og karla kynnt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.3.2007 | 13:58
Ragnhildur magister í norrænum fræðum. IV. hluti. Sögulok.
... En því fór fjarri að frú Ragnhildur væri dauð, hvað þá úldin. Hún var meira að segja svo bráðlifandi, að hún stóð í báða fætur við hliðina á rúminu sínu og var að snara vínrauðum slopp utan um beran kroppinn á sér. En í rúminu sjálfu lá frú Bergþóra Wiselund þjóðháttafræðingur, alsnakin á maganum og barðist við að fálma eftir sæng sem lá á gólfinu til hliðar við rúmið.
-Hvern sjálfann djöfulinn viljið þið upp á dekk, öskraði frú Ragnhildur upp yfir sig, um leið og hún hnýtti að sér sloppinn. -Gerið þið ykkur ekki grein fyrir, að þið eruð að fremja ólöglegt athæfi? Það er brot á almennum íslenskum hegningarlögum, að brjótast inn í hús og spilla friðhelgi einkalífsins. Þetta skal verða ykkur dýrt!
Og hið bráðræðislega innbrot til frú Ragnhildar, varð Arnkatli eldra, Gretti, Þórólfi, Hallgerði og Arnkatli hinum yngri, andskoti dýrt spaug. Frú Ragnhildur hóf tafarlaust, eins og við mátti búast, lögsókn á hendur innbrotsfólkinu og hafði í þeim málaferlum að sjálfsögðu betur. Fimmmenningarnir voru dæmdir til að greiða henni drjúga upphæð í skaðabætur, en auk þess var hvert þeirra dæmt til níu mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar.
Upp úr þessum hrakförum, lagðist Arnkell eldri í kör og fékkst vart til að matast, uns hann geyspaði golunni, saddur lífdaga. Frú Ragnhildur er aftur á móti við hestaheilsu, enn þann dag í dag, og unir hag sínum vel á eftirlaunum með frú Bergþóru Wiselund.
SJS: "Ragnhildur er fyrrverandi formaður kjördæmisráðs Suðvesturkjördæmis, Kragans, var það þar til fyrir nokkrum mánuðum. Hún situr enn í stjórn svæðisfélagsins á Seltjarnarnesi.
Jóhannes var á síðasta landsfundi valinn til að vera í forsvari fyrir starfshóp um verkalýðsmál fram að hinum næsta.
Ólafur er fyrrverandi starfsmaður flokksins um árabil norðan fjalla og situr í flokksráði.
Ragnar er virkur félagi í svæðisfélagi VG á Dalvík og nágrenni, hefur verið og er varamaður í kjördæmisráði nyrðra, sat í flokksráði á síðasta kjörtímabili þess og gerir aftur núna. Hann leiddi starfshóp um starfshætti og skipulag flokksins sem skilaði af sér á síðasta landsfundi og loks var hann áhugasamur um að taka þátt í framboðum á vegum flokksins við síðustu Alþingiskosningar. Öll fjögur voru þau fulltrúar á síðasta landsfundi.
Það er því ekki svo að þessa félaga hafi skort tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri innan flokksins eða að framhjá þeim hafi verið gengið. Aðrar ástæður hljóta að liggja að baki því að þau kjósa að nota fjölmiðla sem millilið í viðræðum sínum við aðra flokksmenn nema boðskapurinn sé gagngert öðrum ætlaður. Sama gildir um fundahöld sem sögur fara af.
Til að fyrirbyggja misskilning þá skal tekið fram að ég met ofangreinda félaga mikils og virði til fulls skoðanir þeirra."
Við þessi orð formannsins er eitt að athuga: Hann blátt áfram lýgur því, að Jóhannesi Ragnarssyni, hafi verið falið að vera í forsvari fyrir starfhóp um verkalýðshóp fram að næsta landsfundi. Aðvitað var ekkert gert til koma þessum starfhópi á legg. Stjórn flokksins lyfti sem fyrr ekki litla putta til að koma starfshópnum á legg, og í því efni hlýtur ábyrg formannsins Steingrím vera mikil. En eitt er víst: Ég hef aldrei heyrt í Steingrími um þetta mál, svo varla hefur það verið honum mikið hugleikið. Hans ær og kýr er að safna kringum sig stimamjúku jáliði, sem tilbuið er að vafa eld til að svo megi verða að hann komist í ráðherrastól. Mín skoðun er að SJS sé lélegur leiðtogi inn á við og ekki heill í samkiptum við fólk.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Búist er við tímabæru andáti þeirrar gömlu á hverri stundu
- ,,Skipulögð starfsemi" Flokks
- Sú á nú eftir að fá sína sálumessu yfir sig eins og Birgitta ...
- Aðför að lýðræðinu og saga af ferð á hvalaslóðir
- Mun alvarlegri atburður en ætlað var í fyrstu
- Erlendur njósnari settur á Nonnýboy til að kanna hvalablæti hans
- Gunter Sachs var glaumgosi en þó var Indriði Handreður honum ...
- Af óviðunadi afvegaleiðingu ungmenna
- Vinn ei það fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans
- Heimska og dómgreindarleysi villuráfandi þjóðar staðfest
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 16
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 241
- Frá upphafi: 1539532
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 208
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007